Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIUIMIIMGAR SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 31 VIVAN HREFNA ÓTTARSDÓTTIR + Vivan Hrefna Óttarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. apríl 1956. Hún lést í Sviss 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 26. september. SUNNUDAGINN 10. september bárust fréttir frá Sviss um skelfileg- an dauða ungrar íslenskrar konu. Lýsingin gat átt við Vivan Hrefnu sem bjó á þessum slóðum. Kvíðinn óx innra með mér og þegar vinkona okkar hringdi til mín og tjáði mér að þetta væri hún, fékk ég högg í magann og skelfingin heltók mig. Nei, þetta getur ekki verið satt! Það hefur verið erfítt að takast á við þá daga sem liðnir eru, sorgin og sársaukinn hefur verið óskaplegur yfir fráfalli hennar og þeirri grimmd sem hún varð fyrir. Bæði á nóttu og degi hef ég hugsað til hennar, rifjað upp þær stundir sem við átt- um saman, hugsað um hver hún var, hvernig leið henni, hvernig voru hennar síðustu ár; og síðan allt í einu aftur orðið meðvituð um að hún væri dáin. Mig langar til að minnast hennar, raða saman nokkrum brotum sem hafa komið upp í huga minn, tjá þakklæti mitt fyrir að hafa kynnst henni. Það var sumarið 1971 sem ég kynntist Vivan, hún var þá fimmtán ára og ég sextán ára. Við unnum á sama vinnustað. Einn morguninn sá ég unga og fíngerða stúlku ganga inn salinn. Hárið var ljósleitt og þyrlaðist um höfuð hennar, and- litið smágert, augun fjörleg og lima- burður léttur og eirðarlaus. Við urðum góðar vinkonur þetta sumar og ég hreifst af léttleika hennar og þeim krafti sem hún bjó yfir. Um haustið flutti Vivan í sömu blokk og ég bjó í og í sama húsi bjó einn- ig önnur vinkona okkar. Milli okkar þriggja varð mikill samgangur og náin vinátta. Vivan var óvenjuleg í fasi og klæðnaði á þessum tíma og það var gaman að uppátækjum hennar og útliti. Einkennisbúningur hennar var gegnumsnjáðar og stag- bættar gallabuxur og hliðartaska, öll útkrössuð og full af dóti, Mary Poppins-taskan eins og við kölluð- um hana. í þessari tösku var allt til; föt til skiptanna, nál og tvinni, snyrtivörur, upplýsingabæklingar, blöð og pennar og eitthvað af skóla- bókum. Það var alltaf eins og Vivan væri tilbúin til að skipta um dvalar- stað á stundinni. Hún virtist frjáls og engum háð og óhrædd að fara eigin leiðir. Þegar ég fór að kynn- ast henni betur kom í ljós að Vivan var ekki einasta lítil fimmtán ára hippastelpa, sífellt á iði og hlæj- andi, heldur einnig mjög greind, viljasterk og listræn. En einhverra hluta vegna duldi hún þessa eigin- leika eilítið. Eftir áramótin höguðu atvikin því svo að Vivan flutti heim til mín og við fórum að deila kjörum saman sem systur. Þetta var skemmtilegur tími og Vivan var mikill gleðigjafi á heimilinu, afar ástkær okkur öll- um, mér, móður minni og bróður, og við höfum alltaf talað um hana sem Vivan okkar. Þegar margir unglingar eru á heimilinu verða að vonum oft mikil ærsl og kæti, mik- ið talað og velt vöngum yfir tilver- unni. Þá er mikilvægt að geta leitað til einhvers fullorðins sem með þol- inmæði getur hlustað og gefið ráð. Þannig sambandi náðu Vivan og móðir mín, Þórunn, sambandi sem hélst síðan löngu eftir að Vivan var flutt og urðu báðar ríkari af. Það var töluverður fyrirgangur á okkur og áttum við t.d. margar skemmti- legar stundir á baðherberginu, þangað sem okkur hafði verið vísað til að reykja. Þar spilaði Vivan á gítar og við sungum hástöfum, reyktum, drukkum kók og borðuð- um ógn af sælgætí; sælar yfir því að fá að vera í friði frá allri afskipta- semi fullorðinna. Þegar við þurftum - að þvo í kjallaranum tókum við með okkur segulband og síðan var sleg- ið upp einkaballi þar sem við keppt- umst við að muna orðrétt enska texta laganna. Mikill tími fór í að teygja buxurnar okkar sem urðu að dragast eftir jörðinni eftir að við höfðum farið í háa tréklossana. Við ræddum mikið um tilfinningar og ástina sem við kynntumst báðar þennan vetur og Vivan sýndi þá hve sterkar og skilyrðislausar til- finningar hennar voru. Hún fann mikið til, elskaði heitt og gaf mik- ið, bæði ástvinum sínum og vinum. Þennan vetur var hún í lands- prófi, en hún sat ekki oft yfir kennslubókunum. Það var svo margt annað sem lokkaði; félagslíf- ið, vinimir og ástin. Hún var alltaf á þeysispretti; í skólann, úr skólan- um, niður í bæ, í heimsókn og í Tónabæ á kvöldin. En þegar prófin hófust og fáir töldu hana líklega til að standast þau, bretti Viyan upp ermarnar og réðst á alla garða þar sem þeir voru hæstir. Hún lærði oft á næturnar og stundum vaknaði ég upp við gítarspil. Eina nóttina hrökk ég upp við gítarleik og mik- inn söng og fór inn til hennar afar pirmð og spurði hvað nú væri um að vera. Jú, sagði hún, það er svo gott að læra með því að spila og syngja og borða nóg af góðum mat á meðan. Ég hristi bara höfuðið og gat ekki annað en hlegið. Þessi Vivan! Við sátum þennan mánuð og lærðum stíft og oft lumaði hún á lausnum þegar ég lenti í vanda. Hún kenndi mér t.d. að best væri að Iæra bragfræðina með því að kveða hátt og þannig heyra hvar tvíliðir og þríliðir ættu að vera, betra að æfa brageyrað en læra reglurnar blint. Vivan var listræn og hafði unun af tónlist; klassík, jassi og poppi. Oft lá hún á gólfinu með fóninn hátt stilltan og song textann með tónlistinni. „Komdu Guðrún, komdu og heyrðu hvað þetta er frábær texti með John Lennon.“ Ég Iagðist hjá henni og ég man að við sungum lagið „Imagination" eftir John Lennon. Var ekki boðskapurinn eitthvað á þessa vegu? „Kannski er ég draumóramaður, en ég sé fyrir mér, í framtíðarlandinu, að þar verður friður, ekkert. stríð, ekk- ert hatur.“ I lok maí tókum við fagnandi á móti prófskírteinum og allar dyr voru okkur opnar, Vivan ætlaði í Verslunarskólann og ég í Lindar- götuskólann. Um sumarið Skildu leiðir, íbúðin á Háaleitisbraut var kvödd, Vivan flutti til vinafólks og ég í nýtt hverfi. Þrátt fyrir þetta héldum við alltaf sambandinu, þó svo vinahópurinn og leiðirnar í lífinu hafi orðið ólíkar. Hún kom oft í heimsókn og var alltaf jafn skemmtileg, ræðin og óþreyjufull; hún vildi lifa, lifa! En Vivan átti einnig hljóðar hliðar, mikla við- kvæmni og næmni. Hún var hlý og góð vinkona og tilbúin til að leggja mikið á sig til að hjálpa vinum sín- um. Það var einnig eitthvað í fari hennar, kannski sársauki í sálinni, sem fékk þá sem kynntust henni til að vilja taka utan um hana og vernda hana. Lífið hlífði henni ekki við erfiðleikum og raunum og þótt hún væri sterk og glaðvær fann maður alltaf nálægð sorgarinnar hjá henni. Þessi flétta gleði og sorg- ar, glaðværðar og sársauka og jafn- vel hörku og mýktar, gaf persónu- leika hennar dýpt og lit og skapað henni sérstöðu meðal fólks. Á næstu árum hittumst við oft og ég sá hvemig hún þroskaðist og fullorðn- aðist. Þá fór hún einnig að sýna meira af sjálfri sér, sýndi það strax, hætti að dylja greind sína og hæfi- leika; en þó ekki alveg og ekki við fyrstu kynni. Það var eins og hún teldi það öruggara að nálgast fyrst heiminn aðeins minni en hún var. Þegar Vivan kynntist fyrri eigin- manni sínum, Guðna Rúnari, var gaman að fylgjast með henni. Hún ljómaði af hamingju og allar hennar bestu hliðar komu fram. Þau giftu sig um hásumar, á Jónsmessu, og aldrei hafði ég sé hana eins fallega og hamingjusama og þá. Skemmti- legt var að koma á heimili þeirra á Grundarstíg, þar sem fegurðarskyn og frumleiki Vivan fékk að njóta sín. Ég man svo vel þegar hún var ófrísk að Urði Úu, lítil og grönn var hún, með sítt hárið og þennan ógnarstóra maga út í loftið. Ung kona, 24 ára, hlý og viðkvæm og afar, afar hamingjusöm. Seinna kom ég til hennar þegar Urður Úa var nokkurra vikna gömul og Vivan var þá miður sín út af föður sínum. Hann hafði veikst, fengið heilablóð- fall og biðin var erfið; hvemig skyldi honum reiða af? Það voru alltaf mjög sterk tengsl á milli þeirra og Vivan studdi föður sinn ávallt í veikindum hans. Seinna skildu leiðir hjá Vivan og Guðna Rúnari og fylgdi Urður Úa móður sinni. Á þessum tíma hitti ég hana ekki oft en þegar ég gerði það fannst mér hún þreytt og föl og ég sá að lífíð reyndi virkilega á hana. Þegar hún var 27 ára hitti ég hana stuttu áður en hún hélt út í heim með litlu stúlkuna sína. Hún hefur metið aðstæður þannig að auðveldara yrði að ala hana upp og geta einnig lært erlendis. Vivan lærði líffræði og stundaði það nám næstu árin í Kaupmanna- höfn. Hún lauk fyrst grunnnámi og síðan mastemámi. Seinna hélt hún áfram til Genf til frekara náms og starfa. Næstu árin liðu hratt, ég hélt einnig út í nám, og fyrr en varði voru mörg ár liðin frá því ég sá og heyrði í Vivan. Tveimur vikum fyrir andlát hennar leitað hún mjög sterkt á huga minn, víða hitti ég fólk sem þekkti hana og við skipt- umst á upplýsingum um hana; allt gengi vel hjá henni, hún væri ánægð og sátt við lífíð. Á sama tíma vomm við að tala um það, æskuvinkonur hennar, að þetta væri ekki hægt að missa svona sambandið við hana þótt hún byggi erlendis, nú yrði skrifað! Allt í einu er allt orðið of seint, óskiljanleg grimmd hrífur hana í burtu frá lífínu, ástvinum hennar og vinum, frá öllu því sem hún átti eftir að framkvæma og upplifa. Það er svo misjafnt hvað lífið er mönnunum gjöfult. Vivan fékk svo margt í vöggugjöf; fegurð, gáfur og góða lund. Kannski var það þess vegna sem skaparinn lagði svo margar þrautir fyrir hana, til þess að prófa hana, og oft þurfti hún að heyja mikla baráttu áður en hún náði marki sínu. En hún hafði þann styrk og vilja sem þarf og stóð uppi með sigurinn, henni hafði tekist að mennta sig og ala upp dóttur sína sem hún var afar stolt yfir. Þess vegan skilur _ maður ekki hvers vegna hún? Ég mun aldrei geta sætt mig við þessi hræðilegu örlög og óréttlæti. Það eina sem ég get gert er að tjá nú þakklæti mitt fyr- ir að hafa fengið að kynnast ungri stúlku og seinna ungri konu sem ég dáðist mikið að. Kæra Urður Úa, Elín, Gulli, Sól- veig og allir ættingjar hennar og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og hryggð yfir fráfalli Vivan- ar. Hvíl þú í friði, kæra vinkona mín. Guðrún Valsdóttir. Crfisdrykkjur Vdtingohú/id GRPt-mn Sími 555-4477 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð éða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninnil Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR + Ólöf Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 22. nóv- ember 1947. Hún lést í Land- spítalanum 17. september síð- astliðinn og fór útförin fram 26. september. Vegna mistaka í vinnslu er hér birt aftur. minningargrein um Ólöfu Sigurðardóttur og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Með þessu ljóði viljum við kveðja elsku frænku okkar, Ólöfu Sigurð- ardóttur, Lóló frænku eins og við kölluðum hana. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þin alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér I sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor I hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í pllnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Megj góður Guð styrkja eigin- mann hennar og börn. Dagmar, Anna, Sigríður og Birgir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, SVERRI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, sem lést í Namibíu 13. september, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. október kl. 16.30. Magdalena Ásgeirsdóttir. Útför okkar ástkæru, SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR (SISSU), áður til heimilis i Eskihlið 9, sem andaðist í Los Angeles þann 10. ágúst, fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. október kl. 15.30. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimerfélagið. Skúli Ágústsson, Tómas Skúlason Ágústsson, Takako Ágúslsson, Ágúst Skúlason Ágústsson, Lesley Ágústsson, Sigrún Skúladóttir Ágústsson, René Pinal og barnabörn. t ÁSTAÞÓRÐARDÓTTIR frá Bergi, Vestmannaeyjum, andaðist í Borgarspítalanum 28. sept- ember. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 7. október kl. 14.00. Þórða Berg Óskarsdóttir og aðstandendur. t Ástkær afabróðir minn, GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON leigubifreiðastjóri, Njálsgötu 15a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Helgi Guðmundsson. FRFÍSDRWKTANf MflNflBERG mi LjiM lJ-LylvlIvLVIiUN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 •' LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.