Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 33 ' snjó og kulda. Hann fjallaði um | birtuna og myrkrið, frostið og hlák- una, auk þess sem vindurinn og áttirnar voru tíundaðar. Jafnframt íhugaði hann þokuna, þrýstinginn, lægðirnar og rigninguna. Þetta óvenjulega tómstundagaman leik- manns kann, þó síðar verði, að geta nýst sérfræðingum, sem ákveðin staðreynd varðandi veðurfar í j Reykjavík, til samanburðar við þær aðrar upplýsingar sem þegar hafa verið bókaðar af fagfólki veð- I urheimilda. A yngri árum hafði Guðbjartur geysilega gaman af því að dansa og sló gjarnan taktinn glaður með, þegar hann rifjaði upp sigra sína og glæsileik á dansgólfinu á sínum tíma. Hann taldi það mannbætandi að dansa og liðka líkamann og örva sálina með því að hreyfa sig and- I lega sem líkamlega, í takt við hljóm- ( fall og tóna þeirrar tónlistar sem boðið var uppá þegar hann var 1 ungur og hress. Á gamlársdag tók hann síðasta danssporið í léttri sveiflu við mig á stofugólfinu heima hjá mér, þótt hann væri þá þegar orðin nokkuð þjakaður af veikindum sínum. Hann dansaði eins og menn gerðu hér í eina tíð, þegar það skipti máli að láta dömuna finna að hún væri mikilvæg, þó að herrann stjórnaði taktsporunum og svifi með hana í fanginu um gólfið, ákveðinn og fylginn sér. Óhætt er að fullyrða að Guðbjart- ur var næmur og góður sögumað- ur. Hann naut þess þegar ég og fjölskylda mín höfðum t.d. borðað með honum góðan mat á heimili mínu, að segja okkur frá viðkynn- ingu sinni af sérstöku fólki og óvenjulegu, sem mætt hafði honum persónulega í gegnum leik og störf á langri ævi. Hann lét sig ekki muna um það, að lýsa kunnum Reykvíkingum þannig, að manni þótt sem þeir væru ljóslifandi komn- ir, ásamt honum, í stofuna okkar til þess _að njóta samvistanna með okkur. Eg og fjölskylda mín urðum margs vísari í gegnum skemmtileg- ar en sannar sögur Guðbjarts af mannlífi Reykjavíkur liðinna ára. Sagnasjóður hans var okkur opinn og ekki stóð á okkur að nýta okkur hann eða honum að deila honum með okkur yfir kertaljósi og góðu kaffi á síðkvöldum. Guðbjartur var dýravinur mikill og áttu páfagaukar sérstakan sess í hjarta hans um árabil. Hann átti ásamt konu sinni fjölmarga úr- valspáfagauka sem þau sinntu sem börnunum sínum, af nærfærni og ástríki og fór áhugi þeirra saman á þessum hressilegu og kviku fugl- um. Oft mátti heyra út á götu frá heimili þeirra tístið og fjaðraþytinn í þessum mikilvægu, en fjörugu vin- um þeirra hjóna. Þegar fjölgaði í fuglafjölskyldunni var mikið til- stand og jafnvel var vakað nætur- langt yfir hópnum, til þess að geta hlúð rétt að nýjum einstakling, litl- um og hjálparvana, sem átti lífgjöf sína m.a. undir eigendum sínum. Heilu gárafjölskyldurnar áttu hug og hjarta hjónanna og það væsti ekki um þá, þegar mest lét og fjör- ugast var á heimili þessara sönnu vina smáfuglanna. Guðbjartur vann langan vinnu- dag framan af ævinni og á tveim stöðum lengst af. Hann vann sem smiður og einaðal hjálparhella afa míns, Guðmundar Helga, í Hús- gagnaverslun Reykjavíkur um ára- bil. Á sama tíma keyrði hann jafn- framt leigubíl, aðallega hjá Hreyfli. Þeir bræður voru á margan máta ólíkir og þrátt fyrir að þeir væru ekki alltaf sammála, enda báðir skapstórir og þverir, voru þeir alla tíð miklir og góðir vinir. Væntumþykja þeirra hvor á öðr- um gerði það að verkum, að jafnvel þótt hátt heyrðist í þeim á stundum, sérstaklega þó, þegar þeir voru ekki sammála um menn og mál- efni, þá kom ekki til greina annað en að útkljá allar þrætur og láta að loknu þrasinu, eins og ekkert hefði á milli borið. Þeir voru óum- deilanlega sannir heiðursmenn og því heiðarlegir og vandaðir í sam- skiptum við hvorn annan og sam- ferðamenn sína jafnframt. Guðbjartur var einstaklega hjálp- fús og drenglundaður í afstöðu sinni tii bróður síns þegar Guðmundur var orðinn gamall og lúinn. Það var tuttugu ára aldursmunur á milli þeirra bræðra og naut afi minn þess að Guðbjartur var bóngóður maður og hjálpfús og taldi ekki eftir sér að loknum löngum vinnu- degi eða á milli anna í vinnu, að koma við á Túngötunni hjá stóra bróður og færa honum samkvæmt fyrirmælum hans eitt og annað varðandi rekstur heimilisins. Guðbjartur var afar tryggur maður og traustur og þeim sem hann tók var ekki í kot vísað, hvað varðaði höfðingsskap hans og drenglyndi. Afi átti til að stríða Guðbjarti kröftuglega á sinn sér- staka og þó tiltölulega meinlausa máta. Aldrei erfði Guðbjartur glettnina við afa, jafnvel þó að bróð- ir hans gæti verið nokkuð fylginn sér við Guðbjart og meinlegur, ef sá gállinn var á honum. Sjálfur var Guðbjartur stríðinn og hafði gaman af kímnisögum. Hann hafði gaman af því að rifja upp fyndin atvik úr mannlífinu og samskiptum sínum við samferða- fólk sitt. Hann hló dátt þegar hann sá hvað ég varð oft hissa, þegar hann sagði mér sannar glettur sem voru svo ótrúlegar og hótfyndnar, að vart var hægt að komast hjá því að hlæja hátt og mikið yfir þeim. Stundum efaðist ég jafnvel um að hversdagsleikinn sjálfur gæti verið svona skemmtilegur og sniðugur. Nema kannski sé frá þeim sem kunni að segja frá á hnyttinn og myndrænan máta eins og hann vissulega gat, þegar vel lá á honum og hann langaði til að gantast með mér. Þegar ég fyrst kynntist Guð- bjarti verulega náið, þá undir ferm- ingu, þá vissi ég, að í honum bjó maður sem átti til að bera bæði velvild og hjartahlýju handa þeim sem voru honum samferða um lífs- ins stigu. Eg upplifði persónu hans allt öðruvísi eftir að ég komst til vits og ára og kunni fljótt að meta það í fari hans sem prýddi mann- gildi hans. Guðmundur afi kynnti mig unga og einfalda, nýkomna úr garðslætti fyrir gamla manninn, persónulega og með viðhöfn fyrir Guðbjarti og sagði mér fyrir framan hann, log- andi af glettni, að í Guðbjarti byggi kynlegur kvistur og skrítinn kall. Ég vissi þá þegar, þó ung væri, að kannski værum við öll á einhvern hátt sérstök og skrítin. Ég spurði því um hæl: „Ef að Guðbjartur er skrítinn eruð þið þá ekki bara báðir skrítnir?" Þetta svar líkaði þeim bræðrum vel við og ákváðu á stað og stund, að mér kippti í kynið og það væri kostur, enda hlógu þeir dátt af tilsvörunum og eigin húmor. Það er nefnilega oft einkenni á dulu fólki og gegnum norrænu, að það felur viðkvæmni sína og tilfinningar, m.a. á bak við kímni og hvers kyns glettur. Þetta gerðu þeir bræður og ég átti auðvelt með að skilja það og þekkti ástæður og tilgang brand- arabrynjunnar úr eigin fari. Nú þegar komið er að leiðarlokum og við getum ekki strítt hvort öðru meira eða falið viðkyæmar tilfinn- ingar hvort fyrir öðru vil ég opna mig og þakka honum fyrir góðvild við mig, móður mína, Sohpiu Hans- en systur mína og önnur systkini mín, Guðmund Helga afa minn og aðra mér nána og skylda fyrr og síðar. Guðbjartur var leigubifreiðastjóri um árabil og upplifði ótrúleg sam- skipti við ókunnugt fólk á margvís- legan máta. í akstrinum kemur nefnilega margt fyrir, sem við, sem ekki vinnum þannig störf, missum af upplifa, nema okkur sé sagt frá því t.d. af mönnum eins og Guð- bjarti. Allir vita að leigubifreiða- stjórar lenda iðulega í þeirri sér- kennilegu stöðu gagnvart blá- ókunnugu fólki að hlusta á sögur af sigrum þess og ósigrum. Svo persónulegar og magnþrúngnar verða oft þessar stundir sem ekið er með einhvern bæjarleið, að með ólíkindum er. Ósjaldan er jafnvel ætlast til þess að leigubifreiðastjór- inn taki afstöðu til fólks sem far- þeganum er viðkomandi en bílstjór- anum óviðkomandi. Oft sagðist Guðbjartur hafa haft tilfinningu þess í slíkum samskipt- um, á ferð um bæinn, að hann fyr- ir tilviljun væri eitt augnablik allt í senn sálusorgari, sáttasemjari og ráðgjafi þess sem í aftursætinu sat og rakti raunir sínar og vonbrigði með samferðafólk sitt eða sína. Við slíkar aðstæður var mikil- vægt að kunna að hlusta og að vera varkár í afstöðu sinni til manna og málefna. Guðbjartur kunni þessa list og sat því inni með ótal leyndar- mál fólks, sem hann kannski sá einungis einu sinni, en þurfti vegna aðstæðna sinna að létta á sálu sinni og valdi til þess stutta ferð í leigu- bíl í persónulegum viðræðum við manninn sem sat undir stýri og brást við af áhuga og umhyggju, þótt ókunnugur væri. Þegar ég í dag lít yfir liðna mán- uði og ár í samneyti við Guðbjart og Ruth, þá er ég þakklát fyrir það að hafa haft tækifæri til þess að auðvelda þeim hjónum á ýmsan hátt þau spor sem þau gengu sem fullorðnar og heilsuveilar mann- eskjur. Ég veit að synir mínir munu sakna þess að geta ekki hlakkað til góðra samverustunda með Guð- bjarti og Ruth. Þeir, eiginmaður minn og ég eigum þó i hjarta okkar minningu um mikilsverð hjón, sem fóru á vit feðra sinna með aðeins rúmlega árs millibili. Þau voru sam- rýnd og sameinast nú aftur i ríki Drottins, við fagnaðarklið farinna ástvina. Þau geta i nýjum heim- kynnum á augnabliki endurfundar- ins litið stolt til liðins tíma á jörð- inni og tekist í hendur bjartsýn og gengið glöð, hvort með öðru, á vit öðruvísi ævintýra í ríki Drottins. Mér er ljúft og skylt, fyrir hönd vandamanna, með tilliti til liðinna vikna og veikinda Guðbjartar, að þakka starfsfólki deildar 11-E á Landspítalanum fyrir einstaka elskusemi og frábæra umönnun, sem þetta ágæta fólk veitti Guðbjarti í vandmeðfömum veikindum hans. Ég vil að lokum senda eftirlif- andi ættingjum Guðbjarts og Ruth- ar innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ég veit að orð megna ekki mikils, en þó má vera að þau á stundum sem þessum séu á einhvern hátt mikil- væg, ásamt góðum hug og velvilja. Það er komið að tímamótum og viðskilnaður við góðan vin og frænda orðinn að veruleika. Minn- ingin er sterk um sérstakan og traustan mann, sem vildi öllum vel og taldi það skipta máli að lifa góðu og grandvöru lífí. Þetta sjón- armið er til eftirbreytni, þrátt fyrir þá staðreynd, að við mannfólkið verðum á stundum að sætta okkur við bæði súrt og sætt í aðstæðum okkar og samskiptum við þá sem á vegi okkar verða og vilja okkur misvel. Englar ailir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. í gjafarans gæskuhjúpi gróa öll þin sár. Með sól úr sorgardjúpi sendi þér kveðjutár. (Höf. Jóna Rúna.) Með þessum ljóðlínum kveð ég Guðbjart afabróður minn og vin, í vinsemd og með virðingu. Blessuð sé minning hans. Rósa G. Rúnudóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og háifa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIG URBJORG PÉTURSDÓTTIR + Sigurbjörg Pét- ursdóttir var fædd á Laugum í Súgandafirði 30. mars 1924. Sigur- björg lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Isafirði 1. sept- ember siðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Péturs Sveinbjörnssonar bónda þar og konu hans Kristjönu Friðbertsdóttur og ólst upp á Laugum í 12 systkina hópi. Hún eignaðist 7 börn sem öll erú á lífi. Þau eru Ósk og Þór- ir Axelsbörn og Sigríður, Ólöf, Sóley, Jóhannes og Eydís Aðal- björnsbörn. Utförin fór fram frá Suður- eyrarkirkju 9. september. Jarð- sett var í Staðarkirkjugarði. MIG langar til að minnast þín með örfáum orðum, frænka mín, nú þegar þú hefur kvatt þennan heim, eftir erfið veikindi um nokkurra ára skeið. Eins sterk tengsl og ég hef haft við Súgandafjörð alla tíð, er gott að minnast þess nú, að líklega áttir þú meiri þátt í að þau tengsl sköp- uðust en margur annar, er þú bauðst mér eitthvað 6 ára gömlum að koma til þín og þinna og dvelja hjá ykkur sumarpart á bænum Gelti í Súgandafirði. Bærinn, sem nú er löngu kominn í eyði, stóð mjög afskekkt og vega- eða símasamband ekkert og þar var ekki rafmagn, Minningarnar frá þessari sumar- dvöl lifa, þó margra þeirra verði ekki getið hér. Hjá ykkur Bjössa, eiginmanni þínum, sem látinn er fyrir nokkrum árum, leið mér vel, skyldurnar ekki miklar né margar hjá 6 ára Hafnarfjarðarpúka, mest unað við leiki og glens með frænd- systkinum mínum, Þóri og Ósk Axelsbörnum, sem voru á líku reki og ég. Þetta sumar fékk ég tæki- færi til að kynnast því móðurfólki mínu, sem bjó á Suðureyri og segja má að hafi búið þar í öðru hveiju húsi og nær hverjum sveitabæ Súganda- ijarðar. Þar hitti ég ömmu mína Kristjönu Friðbertsdóttur, systkini móður minnar, maka þeirra og börn og ótalmargt annað frændfólk sem reynst hafa dyggir og sannir vinir allt til þessa dags. En þið Bjössi fluttuð fljótt til Suðureyrar og eignuðust þar myndarlegt hús og heimili, enda svaraði búskapur á Gelti ekki leng- ur tímans kröfum. Á Suðureyri var heimili þitt mér alla tíð opið og þangað kom ég oft, enda sonur þinn ogjafnaldri minn, Þórir, vinur minn og félagi frá bernskuárum. Á vissum tímum ævinnar hefur líf þitt líklega ekki verið þér auðvelt, en einstaklega létt lund þín og hvernig þú gast snúið sárustu og erfiðustu hlutum upp í grín, hefur áreiðanlega hjálpað þér á sárustu stundunum. Þú varst alla tíð geysilega hjálp- söm öðrum og einnig varstu sauma- og hannyrðakona svo af bar. Þú unnir börnum þínum og afkomend- um öllum afar heitt og vildir veg þeirra og heill sem mestan og best- an alla tíð. 'Eins voru tengsl þín og sam- skipti við systkini þín ákaflega sterk og náin, svo og við foreldra þína, meðan þau lifðu. Ég vil þakka þér bljúgu hjarta allt það sem þú gerðir fyrir mig, Bagga mín, og bið góðan Guð að blessa þig. Börnum og barnabörnum, systr- um og öðrum þeim er um sárt eiga að binda, sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Þínn frændi, Ævar Harðarson frá Hafnarfirði. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GÍSLI V. GUÐLAUGSSON, fyrrv. yfirverkstjóri í vélsm. Héðni, Laugarnesvegi 57, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, þriðjudaginn 3. október kl. 13.30. Snorri Gíslason, Guðlaugur Gíslason, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, Anna Lárusdóttir, Eyjólfur Magnússon, Þorleifur Gíslason, Þorbjörg Finnsdóttir, Una Gísladóttir, Eyjólfur Reynisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEIIMUNIMAR Þ. THORLACIUS, Hrafnistu, Reykjavik, áður Bárugötu 9. Innilegustu þakkir til starfsfólks Hrafn- istu í Reykjavik. Inga Thorlacius, Haraldur H. Thorlacius, tengdabörn, barnabörn og barnabarna- börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.