Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ ALLAR HELGAR FOT.D FASTEIGNASALA Laugarvegi 170, 2 hæð. 105 Reykjavík. Sími 552 1400 - Fax 551 1405. Ásgarður Gott 126 fm endaraðhús á tveimur hæðum. Á 1. hæð eru stofur, eldhús og snyrting. Á 2. hæð eru 4 herb. og bað. Tvennar svalir. Góður garður. Rúmgóður nýlegur 28 fm bílskúr. Möguleg skipti á minna. Verð 10,2 millj. --------------- \ VILTU BÚA í VESTURBÆNUM? Nýtt, vandað raðhús * 207 fm á tveimur hæðum * fjöl- breyttir möguleikar á innréttingum * frágengin lóð og upphituð bílastæði * tilbúið undir tréverk * eða fokhelt að innan og fullfrágengið að utan * skemmtilegt og fjöl- skrúðugt umhverfi * í nágrenni við Sundlaug Vesturbæj- ar, KR-völlinn og gamla miðbæinn * traust byggingarfyr- irtæki - 20 ára reynsla. Allar frekari upplýsingar veita: Fasteignasalan Ásbyrgi hf., sími 568 2444 Birgir R. Gunnarsson, sími 553 2233. BIRGIR R. GUNNARSSON HF. BYGGINGARFYRIRTÆKI STÍGAHLfÐ 64, SÍMI 553-2233 BÚSETI Stærð: Nettó m2: Til afhend.: 2ja herb. 74,3 Fljótlega 2ja herb. 65,0 Samkomulag 2jo herb. 54,1 Strax 3ja herb. 78,5 Strax 3jo herb. 79,85 Samkomulag 3ja herb. 74,6 Samkomulag 4ra herb. 97,3 Samkomulag ÍBÚÐIR TIL BÚSETI HSF., HÁVALLAGÖTU 24, 101 REYKJAVIK, SÍMI 552 5788, FAX 552 5749. ALMENNAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í OKTÓBER1995 Allir félagsmenn geta sótt um þessar íbúðir, þ.á m. þeir, sem eru yfir eigna- og tekjumörkum. Staður: Dvergholt 3, 220 Hofnarfjörður Skólavörðustígur 20,10l Reykjavík Arnarsmóri 4, 200 Kópavogur Skólavörðustígur 20, ÍOI Reykjavík Arribrsmóri 4, 200 Kópovogur Birkihlíð 2b, 220 Hafnarfjörður Dvergholf l, 220 Hafnarfjörður UTHLUTUNARIOKTOBER1995 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir. Staður: Frostafold 20,112 Reykjavík Garðhús 8,112 Reykjavík Berjarimi 5,112 Reykjavík Dvergholt 3,220 Hafnarfjörður Frostafolt 20,112 Reykjavík Trönuhjalli 17,200 Kópavogur Laugavegur 146,10l Reykjavík Bæjarholt 7c (raðhús), 220 Hafnar fjörður Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar þurfa að hafa borist Búseta fyrir kl. 15 þann 9. október 1995 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Upplýsingar um skoðunardag íbúða og teikningar fást á skrif- stofu Búseta. Ath.: Þeirfélagsmenn, sem eru með breytt heimilisfang, vinsam- legast látið vita. BÚSETI HamraQöröum. Hávallagötu 24, 101 Reyklavik, síml 552 5788. Stærð: Nettó m2: Til afhend.-. 2ja herb. 62,1 1. feb. 1996 2ja herb. 62,1 Samkomulag 2ja herb. 64,8 Strax 2ja herb. 72,3 Fljótelga 3ja herb. 78,1 Strax 3ja herb. 87,0 1. nóv. 1995 3ja herb. 66,3 1. des. 1995 4ra herb. 129,9 Samkomulag ÍDAG BRIPS Umsjón Guöm. Páll Arnarson í FLJÓTU bragði virðist sem sagnhafi þurfi að velja á milli tveggja leiða í sex hjört- um. Hann getur spilað upp á ás réttan, eða treyst á að hliðarlitur brotni 4-3. En kannski er þriðja leiðin til. Norður gefur; allir á hættu. Norður 4 93 V KD94 ♦ 72 ♦ ÁK763 Suður ♦ K82 f ÁG10853 ♦ ÁG6 + D Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulkóngur. Suður drepur strax á tíg- ulás og leggur niður hjarta- ás. Báðir fylgja. Hann tekur næst laufdrottningu og fer svo inn í borð á tromp. Vest- ur hendir óræðum spaða. Hvemig myndi lesandinn halda áfram? Brotni laufið 4-3 má henda öllum spöðum suðurs niður og gefa þá aðeins einn slag á tígul. En það er illa af stað farið að henda strax spaða niður í laufás ef legan er þessu lík: Norður + 93 V KD94 ♦ 72 ♦ ÁK763 Vestur Austur + G764 ♦ ÁD105 f 2 IIIIH f 76 ♦ KD10 111111 ♦ 98543 * G9852 ♦ 104 Suður ♦ K82 f ÁG10853 ♦ ÁG6 ♦ D Þá er of seint að skipta um áætlun og slemman tapast. Sagnhafi getur að nokkru sameinað möguleika sína með þvi að spila smáu laufi úr þorði og trompa. Síðan fer hann inn í blindan á tromp og leggur niður laufás. Þegar austur fylgir ekki lit, hendir sagnhafi báðum tíglunum nið- ur í ÁK í laufi og spilar spaða á kónginn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Innheimta Gj aldheimtunnar GUÐMUNDA hringdi og vildi taka undir bréf sem birtist í blaðinu sl. fimmtu- dag um innheimtu frá Gjaldheimtunni. Hún hef- ur ætíð borgað allar sínar skuldir þegar hún fær elli- lífeyrinn, en í þetta eina skipti hafði hún ekki borg- að greiðsluna því hún hélt að allar greiðslur til Gjald- heimtunnar væru greidd- ar. Finnst henni að það þyrfti að taka fram á reikningunum hvenær síð- asta greiðsla ætti að vera innt af hendi. Eins finnst henni mikið offors að senda fólk með svona hraðbréf þegar ekki er lið- inn lengri tími frá gjald- daga. Ef skuldir sem eru ekki einu sinni mánaðarg- amlar eru helsta vandamál Gjaldheimtunnar, þá ætti allt að vera í góðum mál- um á þeim vígstöðvum. Tapað/fundið Gleraugu fundust BLAÐBURÐARKONA Morgunblaðsins fann bar- nagleraugu við Dverga- bakka sl. föstudagsmorg- un. Upplýsingar í síma 587-3587. Húslyklar fundust í miðbænum HÚSLYKLAR fundust í Bankastræti fyrir hálfum mánuði. Þetta eru tveir lyklar á einhvers konar teygju og annar er rauður og hinn grár. Uppl. í síma 568-8940. Hringar töpuðust TVEIR silfurhringir töp- uðust í Sundhöll Reykja- víkur sl. mánudag. Annar var með þremur litlum steinum og hinn útflúrað- ur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 562-6526. Gæludýr Læða með kettlinga STEINGRÁ læða með hvítar loppur og hvítan blett á hálsi með hálfstálp- aða kettlinga fannst við Rauðás sl. fimmtudag. Þeir sem kannast við að hafa tapað kettlingafullri læðu eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 587-7712. Týndur köttur TAPAST hefur hvít og svört læða, ómerkt með rauða 61, frá Grandavegi. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru beðnir að hringja í síma 551-7252. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.321 kr. Þau heita Ingimar, Hjörtur Logi, Stein- ar, Kristrún og Elísabet. Pennavinir ÞEIR sem vilja fræðast um Finnland geta skrifað til þessarar 18 ára gömlu stúlku, sem hefur yndi af náttúrunni, dýrum, tónlist og kappakstri: Titta Gisselberg, Rokisentie 99, 05200 Raramaki, Finiand. 39 ÁRA hollensk kona vill- skrifast á við íslenskar konur á aldrinum 28-55' ára og fræðast um ísland: Marianne Overmeer, Postbox 8874, 1006 J.B. Amsterdam, The Netherlands. Víkveiji skrifar... KUML fornmanns, sem fannst í Skriðdal fyrir skemmstu, hef- ur valdið miklum vangaveltum landsmanna, í borg og bæ, innsveit- um og útnesjum. Nema hvað? Hver var hann þessi tíundualdar höfð- ingi, heygður með hesti og hundi, spjóti og grýtu? „Böndin berast að Ævari gamla Þorgeirssyni, landnámsmanni í Skriðdal, sem uppi var á 9. og 10. öld og bjó á Arnaldsstöðum", segir blað allra landsmanna. „Ævar Skriðdal" kall’ann sumir. Sá er ekki einn um hituna. Til sögunnar er einnig nefndur Atli grautur, sem Atlavík eystra er kennd við, trúlega vegna grýtunnar sem honum fylgdi til haugs. Fleiri landnámsmenn eru í tilgátum fólks. Norska stórblaðið Aftenposten hefur blandað sér í þessa umræða. Það minnir á að grýtan sé úr norsku klébergi. Haugbúinn sé því norskur og kumlið nánast hluti af norskri víkingaarfleifð. Hér sannast sem stundum áður að ef einhverjir eru íslenzkari en íslendingar þá eru það Norðmenn! Frændþjóðirnar beggja megin Atlantsála, íslendingar og Norð- menn, geta nú farið í hár saman um fommanninn úr Skriðdal, rétt eins og um Leif inn heppna er Vín- land fann - og þorsklingana í Smugunni. Þær eru svo sannariega líkar hver annarri, þessar frænd- þjóðir, einkum þrætubókarlist. xxx UM 150 kuml munu varðveitt af Þjóðminjasafni. Þau og aðrar fornleifar styðja frásagnir Landnámu um norrænan uppruna landnámsmanna. íslenzk tunga er og skyldust mállýzkum í Suðvestur- Noregi, sem og færeysku. Mýmörg örnefni hér á landi styðja og norræn- an uppruna. Mörg þeirra vom kunn vestanfjalls í Noregi. Hluttaka Kelta í landnámi hér er engu að síður ótvíræð, þótt stundum sé full mikið úr henni gert. Landnámsöld telst hafa staðið frá 870-930. Landnámsmenn komu að stærstum hluta frá suðurhluta Vest- ur-Noregs (Höfðalandi, Sogni og Fjörðum) og Þrándheimi. Að auki frá Irlandi, Hjaltlandi, Orkneyjum og Suðureyjum. Líklegt er talið að nær tuttugu þúsund manns hafi sezt hér að á landnámsöld og að aðstreymið hafi verið hvað mest um 900, þegar þrengt var að norrænum mönnum á Skotlandi, írlandi og Vesturhafs- eyjum. Flestir landnámsmanna voru heiðnir. Nokkrir þó kristnir. Örlygur gamli á Esjubergi á Kjalarnesi og Ketill fíflski á Kirkjubæ á Síðu reistu kirkjur þegar á landnámsöld. ALÞINGI hefur störf á morgun. Meginverkefnið fram að ára- mótum verður fjárlagagerð komandi árs. Þannig hefur það verið síðastlið- in eitt hundrað og tuttugu ár - eða þar um bil. Fjárlagavald Alþingis fékkst með stjórnarskrárbreytingu árið 1874. Fyrstu fjárlögin voru samþykkt árið eftir, 1875, og giltu fyrir tvö alman- aksár, 1876 og 1877. Tekjur ríkis- ins, skattar og tollar, voru áætlaðir 289 þúsund krónur fyrra árið en þúsund krónum betur það síðara, eða samtals 579 þúsund krónur. Útgjöldin voru að sjálfsöpgðu áætl- uð innan þessara marka, eða 452 þúsund krónur. Inn í tekjuáætlun- inni var árlegt framlag frá Dönum, 100 þúsund krónur, sem lækkaði síðar í 60 þúsund. Það hefur hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og miklir fjármunir úr launaumslögum fólksins til lands- sjóðsins frá fyrstu fjárlagagerðinni. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 eru niðurstöður ekki taldar í hudruðum þúsunda, ekki í milljón- um, heldur milljörðum króna. Tekjur áætlaðar langleiðina í 107 milljarða króna. Útgjöldin gott betur. Alltaf má slá fjármuni að láni í reikning framtíðar, barna og barnabarna. Og máski verðum við eins heppnir og frændur okkar Norðmenn að olía finnist í landgrunninu og lyfti okkur upp úr skuldasúpunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.