Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Amokachi . ábatavegi DANIEL Amokachi leikmað- ur Everton er á góðum bata- vegi eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í leiknum gegn KR á fimmtudagskvöldið. Hann var léttur í lund í fyrra- dag og pantaði sér kínversk- an mat á spítalann í heim- sendingarþjónustu. „Hann [Amokachi] er væntanlegur út af spítlanum á næstu dög- um. Framfarir hans í dag hafa verið miklar en ekki er á hreinu hvenær hann er væntanlegur á æfingar til okkar,“ sagði Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton. Herrlich á ný í hópinn BERTI Vogts, landsliðsþjálf- ari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur valið hóp sinn sem mætir Moidavíu í undan- keppni Evrópumótsins i knattspymu eftir rúma viku og Wales þremur dögum síð- ar. í vali hans að þessu sinni ber hæst að þrír leikmenn meistaraliðs Dortmunds, Heiko Herrlich, Matthias Sammer og Stefan Reuter, koma inn en þeir voru ekki með síðast gegn Georgíu. Herrlich gat ekki gefið kost á sér þá vegna meiðsla og Sammer og Reuter voru í banni. Alls eru 14 leikmenn frá Dortmund og Bayern Miinchen í hópnum. Nýrþjálfari hjá FK IFK Gautaborg sem komst svo iangt í Meistaradeild Evr- ópu í fyrra, en var slegið út í undankeppninni í ár hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við þjálfarann Roger Gustafsson. Gustafsson hefur þjálfað liðið í 6 ár og undir hans stjóm hefur það unnið 4 meistaratitla og éinn bikartitil, auk góðs árangurs í Evrópukeppni. Gustafsson telur sjálfur að það sé orðið _ timabærtaðskiptaumþjálf- ara. Hann mun þó ekki hverfa frá félaginu, heldur taka við stjórn þjálfunar yngri flokka félagsins. „Fyrir mér gildir einu hvort ég vinn að því að móta og bæta leikmann sem er 30 ára eða 13 ára“, sagði hann í viðtali við sænska sjón- varpið. Ljóst er þó að mörg iið kunna að hafa áhuga á að ráða hann til sín. Gautaborg- arliðið hefur ekki enn fundið eftirmann Gustafsson, en mikið er pískrað um að Mats Jingblad, þjálfari Halmstad, taki við. Þá hefur gamla kempan Torbjörn Nilsson einnig verið nefndur sem möguleiki, en Nilsson er nú á góðri leið með að koma liði Oddevold upp í 1. deild. Ballesteros hvflir sig SPÁNVERJINN Severino Ballesteros hefur ákveðið að taka sér fimm mánaða hvíld frá keppni í golfi, en hann er hins vegar ákveðinn í að keppa þar til hann verður 54 ára, en kappinn er nú 38 ára. „Golfið hefur reynst mér vel og ég er alls ekki að hætta. Þetta frí er bara smá hlé á miðjum keppnisferlinum, en ég er nú búinn að vera at- vinnumaður í 20 ár,“ sagði _ Ballesteros. ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR FATLAÐRA Pehkonen tókvið af Ólafi Aaðalfundi íþróttasambands fatlaðra á Norðurlöndum (Nord HIF), sem fram fór á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi, lét ÍF af formennsku og yfirumsjón sam- takanna en skrifstofa Nord HIF hefur verið á íslandi frá árinu 1993. Ólafur Jensson, formaður ÍF, hefur verið forseti Nord HIF sl. þrjú ár en við embættinu tók Arto Pehkon- en, formaður íþróttasambands fatl- aðra í Finnlandi. Á aðalfundinum um helgina voru ýmis brýn mál tekin fýrir og voru alþjóðamálefni þar í öndvegi. í nóv- ember n.k. verður aðalfundur Al- þjóðasamtaka fatlaðra, IPC, hald- inn í Japan. Barátta fyrir jafnrétti hinna mismunandi fötlunarhópa á íþróttasviðinu er einnig mjög í brennidepli en Island er í dag eina landið sem hefur alla fötlunarflokka innan sama íþróttasambands og býður upp á sameiginlegt landsmót í fjölda íþróttagreina fyrir alla flokka. Á myndinni afhendir Ólafur Jens- son, formaður ÍF og forseti Nord HIF, Arto Pehkonen, formanni íþróttasambands fatlaðra í Finn- landi, fundarhamar Nord HIF, en Finnland tekur nú við formennsku og yfirumsjón Nord HIF næstu þrjú árin. p ■ "í ■ FOLX ■ ERIC Cantona franski lands- liðsmaðurinn hjá Manchester Un- ited, verður með félaginu í opinber- um leik í dag í fyrsta skipti síðan 25. janúar, en í gær rann út keppn- isbann sem hann var settur í eftir árás á stuðningsmann Crystal Palace. Cantona og félagar mæta Liverpool í dag á Old Trafford í Manchester. ■ CANTONA missti af 32 leikjum United meðan á banninu stóð. ■ STEVE McAnespie, hinn smái en knái hægri bakvörður Raith Rovers, sem sló IA út úr Evrópu- keppninni, hefur verið seldur til Bolton í Englandi og leikur því við hlið Guðna Bergssonar í vörn liðsins. Bolton greiðir 900.000 pund fyrir Skotann, sem er 23 ára. ■ PETER Schmeichel, danski landsliðsmarkvörðurinn hjá Manc- hester United í Englandi, var í vikunni útnefndur besti markvörður Evrópu af Samtökum sagnfræðinga og tölfræði í knattspyrnuheiminum. Svíinn Tomas Ravelli hjá IFK Gautaborg kom næstur í röðinni og Belginn Michel Preud’homme, sem leikur með Benfica í Portúgal varð þriðji. ■ GYLFI Orrason dæmdi leik Celtic gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í Glasgow í vikunni sem Skotarnir unnu 4:0. Línuverðir voru Egill Már Markússon og Pjetur Sigurðsson og varadómari Eyjólf- ur Ólafsson. HESTAIÞROTTIR Islensku „útlendingamir“ óánægðir með stöðu sína gagnvart landslidinu ÞRÁTT fyrir góðan árangur ís- lenska landsliðsins íhesta- íþróttum ísumar hefur verið nokkur umræða um val á lands- liðinu sem keppti á heims- meistaramótinu í Sviss. Eins og gengur sýnist sitt hverjum en ekki má gleyma því að öll málefnaleg umræða á þessum vettvangi er af hinu góða og nauðsynleg. Óánægjuraddir hafa oft heyrstfrá íslendingum sem búsettir eru á meginland- inu og télja þeir sig ekki sitja við sama borð og þeir sem taka þátt í úrtökumóti heima á ís- landi fyrir HM. Voru nokkrir úr þessum hópi teknir tali fyrir skömmu og þeir beðnir að skýra sitt sjónarmið. Þeir eru Einar Her- Valdimar mannsson, Jón Kristinsson Steinbjornsson, Jó- skrífar hann G. Jóhannes- son, Styrmir Snor- rason og Styrmir Árnason, allir búsettir í Svíþjóð, Jóhann Skúlason og Guðmundur Björgvinsson, Dan- mörku, og Magnús Skúlason, Sví- þjóð. Það var Jón Steinbjörnsson sem opnaði umræðuna og sagði það skoðun þeirra að þegar fram kæmu á meginlandinu góðir knapar með góða hesta, sem hefðu sannað sig á sterkum mótum þar, ættu þeir að eiga jafna möguleika og knapar á íslandi. Sagði hann að finna mætti dæmi þar sem gengið hefði verið framhjá mönnum með mjög góð og frambærileg hross. Nefndi hann í því sambandi nýjasta dæmið sem væri Styrmir Árnason með hryssuna Nótt frá Skammbeins- stöðum. Þegar íslenska liðið var valið hafi hún verið komin með sjö spretti undir 23 sek. og þar af mætti nefna að hún hafði fimm sinnum náð betri tíma en Eitill frá Akureyri hefði náð bestum á árinu. Jóhann G. benti á að skilsmunur væri á hvaða forsenclum væri valið í til dæmis þýska liðið og svo aftur það íslenska. Sagði hann að við val í þýska liðið væri gengið framhjá hestum sem líkur voru taldar á að gætu helst, en í íslenska liðið væru valdir haltir hestar sem hugsanlega verði orðnir góðir þegar í keppnina kemur. Þá var nefndur til sögunnar Bald- ur frá Sandhólum sem Rikke Jensen Danmörku sat í skeiðinu á mótinu í Sviss og færði Dönum þar gull. Hann er í eigu Styrmis Snorrasonar og sagðist Styrmir strax hafa tekið þá stefnu að lána Rikke og Dönum hestinn í stað þess að reyna enn einu sinni að banka á dyr landsliðs- ins til að láta skella á nef sér. Enn- fremur bentu þeir á að þegar um Norðurlandamót væri að ræða, þar sem oft hefur gengið illa að fá kepjj- endur til að keppa fyrir hönd Is- lands, hefur þótt gott að leita til „útlendinganna“ og þar hafa þeir staðið sig vel og tekið ófá gullin. Um þann möguleika að koma til íslands og hreinlega taka þátt í úrtökunni sé vart að ræða því liðin tíð er að menn „finni“ sér hesta nokkrum dögum áður en skráningu lýkur. í dag mæta menn með hesta sem búið er að undirbúa í eitt eða tvö ár með þetta markmið í huga og þá séu möguleikarnir litlir eða engir fýrir þann sem fær lánaðan hest á síðustu stundu auk þess sem flestir séu þeir með starfsemi ytra sem ekki sé hægt að hlaupa frá yfir sumarið þegar viðskiptin standa sem hæst. Þá minntu þeir félagar á tilraunir Jóns Steinbjörns- sonar 1991 til að mæta með Pjakk frá Torfunesi i úrtökuna fyrir HM í Svíþjóð. Þar var honum meinuð þátttaka á þeirri forsendu að hann væri ekki félagsbundinn á íslandi og væri þar af leiðandi ekki gjald- gengur ( íslenska landsliðið. Birgir Gunnarsson sagði að ljóst væri að ekki væri nóg að vinna sigra á stórmótum erlendis til að ná at- hygli þeirra er veldu liðið. Ekki væri annað að sjá en menn á ís- landi hafí fullkomna vantrú á dóm- urum á meginlandinu og fram- kvæmd móta, þá sérstaklega kapp- reiðaskeiðs, og Jóhann G. bætti við að ekki yrði betur séð en markvisst væri unnið gegn aðgangi þeirra að landsliðinu þau ár sem HM er haldið. Að þeirra mati ættu landliðsein- valdar, annar eða báðir, að koma á stærstu mótin á meginlandinu og skoða menn og hesta sem til greina gætu komið í landslið og kynna sér um leið störf dómara og fram- kvæmd keppninnar. Á minni mótum væri hægt að nota myndbands- tæknina til að miðla til þeirra frammistöðu einstakra keppenda svo dæmi væri nefnt. Þeir félagar bentu á að í bæði handbolta og fótbolta væri óspart leitað til þeirra er stunduðu íþróttina á erlendri grund og því skyldi það ekki eiga rétt á sér í hestaíþróttinni. Talið barst að sjálfum heims- meistaramótunum og voru þeir sammála um að stefna ætti að því að opna þessi mót meira og hækka þannig gæði keppninnar. Væri það hægt með því að fækka í þeim fasta fjölda sem hvert land hefur heimild til að senda á mótin en þess í stað fengju þeir keppendur keppnisrétt sem hefðu til þess unnið í stigasöfn- un eftir ákveðnum reglum og í skeiðinu gilti þá lágmarkstími. Nefndu þeir sem dæmi í þessu sam- bandi að sá hestur sem náð hafði bestum tíma ársins fyrir síðasta HM, Trausti frá Hall (21,75 sek) var ekki á mótinu. Með slíku fyrir- komulagi opnaðist möguleiki fyrir þá án þess að þurfa að vinna sér sæti í landsliðinu auk þess sem slík mót yrðu mun sterkari og um leið skemmtilegri sem er náttúrulega aðalatriði málsins. Að endingu vildu þeir undirstrika að allt sem þeir færu fram á væri að fá að sitja við sama borð og aðrir í þessum efnum ef þeir væru með jafngóða og svo ekki sé nú talað um betri hesta en knaparnir heima. „Við erum ekki að fara fram á einhverja þróunaraðstoð að heim- an, við viljum aðeins njóta sann- mælis þegar landslið er valið,“ sagði Jón Steinbjömsson að endingu og félagar hans tóku undir þau orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.