Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 3
1 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 C 3 MEÐALALDUR hópferðabíla á íslandi er um II ár og þykir eigendum þeirra þungt að endurnýja flotann. Myndin er frá hollenska yfirbyggingafyrirtækinu Berkhof. NEFND á vegum samgönguráðuneytis fjallar um hugsanlega gæðastaðla fyrir hópferðabíla og er þá m.a. ekki síst tekið tillit til aðbúnað- ar farþeganna. Nauðsynlegt að lækka meðalaldur hópferðabíla MEÐALALDUR hópferðabíla á íslandi er rúmlega 11 ár og hefur hækkað síðustu árin rétt eins og meðalaldur annarra atvinnubíla. Meðalaldur bíla sér- leyfishafa er 10,63 ár og meðalaldur bíla hópferða- manna er 11,52 ár. Alls eru skráðir 578 hópferðabíl- ar og eru 279 eða 48,2% 10 ára og eldri. Hjá sérleyf- ishöfum eru í dag 37 bílar af árgerðunum 1991 til 1995 og hjá hópferðamönnum eru 56 bílar af þessum árgerðum. Tölur þessar koma fram í samantekt Gunn- ars Sveinssonar framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar íslands frá því fyrr á þessu ári. „Þó að meðalaldur bílanna segi ekki alla sögu er hann að mínu viti of hár og við erum með of mikið af gömlum bílum í umferð," segir Jóhannes Ellertsson sérieyfishafí og eigandi Vestfjarðaleiðar í samtali við Morgunblaðið. „Þó að bílarnir séu gamlir fá þeir gott viðhald og hafa í mörgum tilfellum verið endurnýjað- ir að meira og minna leyti en í dag er mjög erfitt fyrir okkur að endurnýja bílana meðal annars vegna skattastefnu stjórnvalda og vegna þess að ferðaskrif- stofur og aðrir stórir viðskiptavinir meta lítið eða alls ekki til verðs gæði og þægindi í bílunum. Við fáum sama verð fyrir túr í gömlum bíl og nýjum en það má öllum vera ljóst að farþegar eru mun ánægðari og hægt að gera betur við þá í nýjum bíl. Ferðaþjónustan þarf að taka upp gæðastaðal í þess- um efnum eins og á mörgum öðrum sviðum og ef eigendur hópferðabíla og ferðaskrifstofur kæmu sér saman um slíkar reglur eða viðmið væri það ákveðin svipa á okkur að halda bílaflotanum jafnan sem yngst- um. Betri bílar - aukin verkefni Jóhannes segir farþegar geri ákveðnar kröfur og staðhæfir að hann hafi fengið aukin verkefni á allra síðustu árum eftir því sem bílafloti hans hefur verið yngdur upp. í dag á Vestfjarðaleið 22 bíla og hefur fyrirtækið keypt einn bíl á ári frá árinu 1987. Segir hann að helst þyrfti fyrirtækið að geta endurnýjað einn til tvo bíla árlega. Gunnar Sveinsson framkvæmdastjóri BSÍ segir að nefnd á vegum samgönguráðherra hafi fjallað um nauðsyn þess að koma á gæðastöðlum í hópferð- um og yrði þar tekið mið af erlendum stöðlum en þeir lagaðir að íslenskum aðstæðum. Hugmyndin er að flokka bílana niður og eru þá tekin til skoðunar atriði eins og þægindi sæta, loftræsing, hitakerfi, hávaði, útsýni og hvort bílar séu vel rykþéttir, auk aldurs. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum næsta vetur og ef vera mætti til þess að siíkur stað- all eða flokkunarkerfi yrði tekið í gagnið næsta sum- ar. Um skattamálin segir Gunnar að þar sem þeir sem annist farþegaflutninga séu ekki inni í virðisauka- skattskerfinu fái þessi fyrirtæki ekki að nýta sér inn- skatt af aðföngum. Hins vegar hafi rekendur flug- véla og feija fengið að draga innskatt frá aðföngum og skekki sú undanþága samkeppnisaðstöðu sérleyfis- og hópferðamanna. Segir Gunnar þetta hafa verið rætt margoft við stjórnvöld en ekki hafi enn fengist leiðrétting á þessari mismunum. Báðir sögðu þeir mikilvægt skref í viðleitni yfirvaida til að bæta stöð- una hafa verið stigið þegar vörugjald af hópferðabílum var lækkað úr 15% í 5%. Þá segja þeir mikið framboð á 6 til 10 ára gömlum bílum í mörgum löndum Evrópu sem oft sé hægt að fá á hagstæðu verði og því geti menn freistast til að kaupa slíka bíla og bjóða hagstæð kjör fyrir verkefni á þeim. Þar með standi aðrir verr að vígi með nýja og dýrari bíla. Þess má einnig geta að víða setja ferða- skrifstofur hópferðafyrirtækjunum skilyrði um aldur og útbúnað bíla og er meðalaldur þeirra mestur 7 til 8 ár í löndum Norður-Evrópu. Gæðin besta vopnið í samkeppni Þá má geta þess að Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hefur skipulagt sérstaka ferð fyrir eigend- ur hópferðabíla á sýningu í Belgíu dagana 20. til 25. október næstkomandi. Eru þar jafnan til sýnis helstu nýjungar og framfarir í bílasmíði. Þá hafa einnig verið skipulagðar heimsóknir til Mercedes Benz í Þýskalandi og Berkhof yfirbyggingaverksmiðjunnar í Hollandi. Vonast þeir sem að ferðinni standa til þess að með henni megi opna augu eigenda hópferðabíla enn betur fyrir nauðsyn þess að eiga nýlega og vand- aða bíla því ljóst sé að aukin samkeppni verði líka erlendis frá um hópferðaakstur á íslandi með tilkomu aukins fijálsræðis. Því þurfi eigendur hópferðabíla að snúa bökum saman um að mæta henni með vand- aðri þjónustu. ■ Frægur í 15 sekúndur í BRESKA bílablaðinu Car er frá- sögn breska bíladellukarlsins Ja- mes Ruppert af því þegar söngkon- an Björk Guðmundsdóttir fékk lán- aðan gerbreyttan Austin Healey árgerð 1970 þegar verið var að gera myndband við lag hennar Army of Me. Ruppert hafði breytt Austin Healey bíl sínum með því að sjóða á hann framendann af MG og setja í hann 1500 vél úr Triumph. Bílinn kallar hann Frosk- augun. Fjallað var um þessa breyt- ingu í Car í apríl og segir Ruppert að Michel Gondry, leikstjóri mynd- bands íslensku söngkonunnar Bjarkar, hafi séð tímaritið og þar með bílinn. Ruppert segir að framleiðendur myndbandsins hafi sagt sér að bíll- inn yrði ataður eðju og dreift yfir hann þurrís sem skemmir lakkið. Síðan yrði vörubíl ekið yfir hann. Látum Ruppert lýsa reynslu sinni: „Ég er mættur ásamt Froskaug- um á slaginu sjö og ekki laust við að sviðsskrekkur geri vart við sig. Við bíðum eftir kallinu. Bíðum og bíðum. Þetta er heimur kvikmynd- anna þar sem tímaskynið er annað en hjá venjulegu fólki. Ég hef nægan tíma til að til að sjá hvað er á seyði. Rétt fyrir framan mig er sjálfur skrattinn úr sauðar- leggnum, 12 hjóla vörubíll, 12 metra langur og 4,5 metra hár. Pallurinn er hlaðinn rörum sem gegna tvíþættu hlutverki sog- greina og útblástursgreina. Bíllinn er byggður úr vinnupöllum og krossviði og hann situr á gríðar- stórum hjólbörðum úr glertrefja- efni. Það tók tvær vikur að smíða hann. Kl. 15 hef ég sannfærst um að rokkstjörnur lifa á veislufæði og ég hef fylgst með Björk sprengja upp heilt listasafn. Froskaugun hafa ekki ennþá verið kölluð fram á sviðið. En loks kemur kallið og ég legg Froskaugum nærgætis- lega milli hjólanna á vörubílnum og læt sviðsmanninum eftir stjórn- ina. Síðan skella á sterk sviðsljós, myndavélar suða og það er hama- gangur í öskjunni. Þurrís er dælt að bílunum og tveir rafmótorar snúa hjólunum á vörubílnum. Á stórum skjá aftan við forgrunninn líða hjá götur í Bandaríkjunum og lag Bjarkar dúndrar í hátölur- um. Myndavélinni er beint frá bölvandi bílstjóranum í Froskaug- um og líður hægt upp grillið á vörubílnum sem er alsett litríkum skorkvikyndum og staðnæmist í stjórnrýminu þar sem Björk situr. Klippa! Froskaugu höfðu hlotið frægð o g frama í fimmtán sekúnd- ur! En um hvað snýst myndbandið, * Army of Me? Samkvæmt því sem brellumeistarinn segir mér fjallar það um illa þefjandi kúreka, gór- illutannlækni, skemmdar tennur undir vélarhlíf vörubílsins, hryðju- verk í listasafni og ómetanlega gimsteina. Þetta á greinilega allt að vera draumur en ég veit betur. Björk reyndi að keyra yfir bílinn minn og ég hef myndband því til sönnunar." ■ FRÁ upptöku á Army of Me. Froskaugu eru undir 12 hjóla trukkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.