Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 1
64SIÐURB tvgtmlribifeifr STOFNAÐ 1913 224. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýr forsetí Islands verður kjörínn 29. júní á næsta ári Vigdís Finnboga- dóttir gefur ekki kost á sér á ný FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, tilkynnti í gær að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs er núverandi kjörtímabili hennar lýkur næsta sumar. Forsetakosn- ingar verða því lögum samkvæmt haldnar 29. júní á næsta ári og rennur framboðsfrestur út fimm vikum fyrr, eða 25. maí. Nýr for- seti tekur við embætti 1. ágúst. Forseti íslands tilkynnti ákvörð- un sína er hún setti 120. löggjafar- þing Alþingis í gær. Lét forseti þess getið að þetta væri í síðasta sinn, sem hún setti Alþingi á þessu kjörtímabili, og teldi hún við hæfi að nota tækifærið og greina þingi og þjóð frá þeirri ákvörðun sinni 'að gefa ekki kost á sér áfram í embætti forseta. Þakklát þjóðinni Frú Vigdís boðaði síðan til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan fjögur síðdegis, þar sem hún skýrði nánarfrá ástæðum ákvörðunar sinnar. í upphafi fund- arins las forseti eftirfarandi yfir- lýsingu: „Við setningu Alþingis í dag tilkynnti ég að ég hyggst ekki gefa kost á mér til endurkjörs í embætti forseta íslands á næsta ári. Þetta er í fullu samræmi við þau orð, sem hér féllu á Bessastöð- um 19. júní 1991, þegar því var lýst yfir að árin á forsetastóli yrðu ekki fleiri að loknu þessu kjörtíma- bili. Þegar þetta er sagt, er mér efst í huga þakklæti til íslenzku þjóðarinnar fyrir það mikla traust, sem hún hefur sýnt mér með því að fela mér embættið í þessi ár og veita mér til þess stuðning og styrk að gegna því. Og ekki er ég sízt þakklát öllu því fólki, sem þessa dagana hefur lagt að mér að breyta þessari ákvörðun, bæði með viðtölum, bréfum og undir- skriftalistum og einnig met ég mikils jákvæða afstöðu þeirra, sem lýst hafa skoðun sinni í könnun." Ákvörðun tekin fyrir löngu Frú Vigdís sagðist hafa tekið ákvörðun sína fyrir löngu og starfsfólk hennar og trúnaðarvinir hefðu vitað um hana lengi. Að- spurð hvað hefði ráðið þessari ákvörðun, sagði forseti: „Ég lít svo á að ég hafi unnið þessari þjóð af heilum hug og heilindum í þessi ár. Ég hef þokað nokkuð áfram þeim málum, sem mér voru efst í huga í upphafl kjörtímabils, og ég er enn á góðum járnum, svo mig langar kannski til þess að vinna að 'öðrum verkefnum líka." Þar nefndi forseti meðal annars áhuga sinn á margmiðlun og nýtingu hennar til góðs fyrir þjóðina. ¦ Þakklæti til þjóðarinnar/28 Morgunblaðið/Þorkell VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, gengur úr fundarsal Alþingis eftir að hafa greint þingheimi frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér að nýju næsta sumar. Lenti í röngu P landi Washington. Daily Telegraph. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) rannsakar nú hvernig í ósköpunum DC-10 þota flugfélags- ins Northwest Airlines í áætlunar- flugi frá Detroit til Frankfurt í Þýskalandi með 241 farþega innan- borðs lenti í Brussel. „Einu menn- irnir í flugvélinni sem ekki vissu hvert stefndi voru náungarnir í stjórnklefanum," sagði fulltrúi FAA sem vinnur að rannsókn málsins. Farþegunum fannst eitthvað at- hugavert er þeir sáu Brussel nálg- ast óðfluga á tölvukorti í farþega- klefanum. Flugfreyjurnar sáu hvert flugvélin stefndi og héldu að flug- rán hefði verið framið. Vöruðu þær ekki flugmennina við, enda banna reglur félagsins þeim að fara fram í stjórnklefann í aðflugi. Flugmennirnir áttuðu sig hins vegar ekki fyrr en þotan kom niður úr skýjum skammt frá brautarenda í Brussel. Voru þeir settir í flug- bann strax eftir lendingu og ný áhöfn lauk ferðinni til Frankfurt. Rannsóknin beinist að því hvers vegna flugumferðarstjóri á Shann- on-flugvelli breytti áfangastað þot- unnar í tölvukerfi evrópsku flugum- ferðarþjónustunnar. Flugumferðar- stjórar í öðrum löndum tóku þær breytingar góðar og gildar. Samtöl á hljóðrita þotunnar þykja hins veg- ar leiða i ljós að eftirtekt flugum- ferðarstjóra í Brussel, sem stjórn- uðu aðflugi þotunnar til borgarinn- ar, hafi ekki verið nógu góð. Grun- aði þá ekkert þótt flugmenn þotunn- ar ávörpuðu þá ætíð og margsinnis „Frankfurt-aðflug". Frakkar gagnrýndir vegna annarrar tilraunasprengingar Hyggjast hundsa mótmælin London. Ósló. Reuter. Morgunblaðið. FRAKKAR létu engan bilbug á sér fínna í gær þrátt fyrir harðorð mót- mæli um heim allan við því að þeir sprengdu kjarnorkusprengju í til- raunaskyni á Fangatufa-kóralrifinu í Kyrrahafi i fyrrakvöld. Herve de Charette utanríkisráðherra sagði í gærkvöldi, að fyrirhuguðum til- raunasprengingum yrði haldið áfram eins og ekkert hefði í ákorist. Stjórnvöld víða um heim for- dæmdu sprenginguna og þjóðir við Kyrrahaf, sérstaklega Japanir, Nýsjálendingar og Astralir, hafa brugðist mjög hart við, ekki síst við því sem þau kalla þögn breskra stjórnvalda. Sprengingin var að öll- um líkindum sú stærsta sem Frakk- ar munu sprengja í tilraununum nú. Sprengjan var 110 kílótonn og sprengd kl. 23.30 að íslenskum tíma á sunnudagskvöld. Hún var fimm sinnum öflugri en kjarnorkusprengj- an sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima árið 1945. í Noregi var efnt til fimm mínútna verkfalls í gær til að mótmæla tilraunasprengingum Frakka og Kínverja. Reuter GRÆNFRIÐUNGAR mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka á þaki franska sendiráðsins í London í gær. Hvöttu þeir til þess að Frakk- ar yrðu einangraðir á alþjóðavettvangi vegna tilraunanna. Anand gjörsigraður Dómur kveðinn upp í dag yfir O.J. Simpson GARRÍ Kasparov sigraði Viswanat- han Anand í 25 Ieíkjum í skákein- vígi þeirra í New York í gær, og tefldi hann með svart. Kasparov hefur nú 7,5 vinning á móti 5,5 vinningi Anands. Hann hefur fengið þrjá og hálfan vinning úr seinustu fjórum skákum. Aðeins er eftir að tefla sjö skákir, þannig að ólíklegt þykir að Anand geti náð yfirhöndinni héðan í frá. Kasparov lék sér að andstæðingi sínum og eru yfirgnæfandi lfkur á að hann haldi heimsmeistaratitli sínum. Los Angeles. Reuter. KVIÐDÓMUR í máli bandarísku íþrótta- og sjónvarpsstjörnunnar O.J. Simpsons komst að niðurstöðu í gær, á hálfri sjöttu klukku- stund, en réttarhöldun- um á hendur honum lauk í síðustu viku nær níu mánuðum eftír að þau hófust. Lance Ito dómari ákvað að fresta því til klukkan 17 að íslensk- um tíma í dag að lesa upp úrskurð kviðdóms- ins þar sem margir af lögmönnum bæði verj- enda og sækjenda máls- ins höfðu farið til síns heima þar sem þeir áttu ekki von á niðurstöðu af hálfu kviðdómsins fyrr en eftir nokkra daga. Það kom sérfræðingum í afbrota- rétti mjög á óvart hversu fljótt kvið- dómurinn komst að niðurstöðu. Skömmu áður en það lá fyrir hafði O.J. Simpson yfirgefur réttarsalinn í gær. Honum virtist brugðið. dómurinn óskað eftir því að lesinn yrði upp framburður eins vitnis saksóknara, bílstjórans Allans Parks, sem sótti Simpson á heimili hans 12. júní í fyrra, kvöldið sem hann er sakaður um að hafa myrt eigin- konu sína, Nicole Simp- son, og ástmann henn- ar, Ron Goldman. Framburður hans er talinn styrkja málið á hendur Simpson og sú ákvörðun dómsins að fá að heyra aftur fram- burð Parks, svo og hversu skjótt niður- staða fékkst, þótti að mati reyndra bandarískra dómara og lögfræðinga í gærkvöldi benda til þess að dómur- inn hefði fundið O.J. Simpson sekan. Simpson var í réttarsalnum í gær þegar tilkynnt var að úrskurður lægi fyrir. Brá honum greinilega og virt- ist hann taugaóstyrkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.