Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skilyrði fyrir endurgreiðslu iðgjalds til erlendra ríkisborgara Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Sveinsson, stjórnarformaður Arvakurs hf. og Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins. Nýr framkvæmda- stjóri Morgunblaðsins HALLGRÍMUR B. Geirsson, hrl., tók í gær við starfi fram- kvæmdastjóra Morgunblaðsins. Haraldur Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri blaðs- ins frá árinu 1968, hefur látið af því starfí en var fyrir nokkru kjörinn stjórnarformaður Árvak- urs hf. Jafnframt var Stefán P. Eggertsson, verkfræðingur, kjörinn varaformaður stjórnar Árvakurs hf. og Bergur G. Gísla- son ritari. Morgunblaðið býður hinn nýja framkvæmdastjóra velkominn til starfa. Nauðgnn kærð í Vest- mannaeyjum Vestmannaeyjar. Morgrunblaðið. 15 ÁRA gömul stúlka kærði í gær 50 ára mann til lögreglunnar í Vest- mannaeyjum fyrir meinta nauðgun. Lögreglan hefur krafíst gæsluvarð- halds yfir manninum en dómari hefur enn ekki úrskurðað um þá kröfu. Lögreglunni barst kæran á sunnudagskvöld en atburðurinn á að hafa átt sér stað um miðjan dag á sunnudag. Maðurinn hefur geng- ist við að hafa átt samræði við stúlkuna en segir að það hafi verið gert með hennar vilja. Maðurinn er í haldi lögreglunnar sem hefur ósk- að eftir gæsluvarðhaldsúrskurði en dómari hefur tekið sér frest til að ákvarða um gæsluvarðhaldið. -----------» ♦ ♦---- Kærði nauðgnn í leigubíl TVÍTUG kona kærði leigubílstjóra fyrir nauðgun á sunnudag. Málið er til rannsóknar hjá RLR. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði leigubíllinn sótt konuna í hús í Garðabæ snemma á sunnudagsmorgun. Hún var ölvuð og sofnaði í bílnum en vaknaði að sögn við það að leigubílstjórinn var að eiga við hana samfarir. Konan fór á neyðarmóttöku Borgarspítalans á sunnudag og kærði málið jafnframt til lögreglu sem vinnur að rannsókn þess. -----------♦-♦ ♦---- Alsæla á veit- ingastað FÍKNIEFNALÖGREGLAN hand- tók á föstudagskvöld starfsmann vínveitingahúss í Reykjavík með alsælu og amfetamín í fórum sínum. Maðurinn játaði að hafa ætlað efn- ið til sölu og eigin neyslu. Hann gekkst við að hafa keypt tuttugu og fimm töflur af alsælu og að hafa selt tíu þeirra. Við hand- töku fundust í fórum mannsins átta alsælutöflur og þijú grömm af amfetamíni. Yfirlýsing um að koma ekki aftur til Islands Framhaldsskólanemar og BSR undirrita samning um akstur Nemar í leigubílum í skólami > KATRÍN Jakobsdóttir, ritari FF, og Guðmundur Börkur Thorar- ensen, framkvæmdastjóri BSR, u.idirrita samning um akstur framhaldsskólanema. í GÆR var undirritaður samn- ingur milli Félags framhalds- skólanema og leigubifreiðastöðv- arinnar BSR um akstur á nemum framhaldsskóla frá heimilum þeirra og að skóla. Nemendur Menntaskólans við Sund munu ríða á vaðið. Katrín Jakobsdóttir, ármaður MS og ritari FF, segir að félagið hafí viljað sýna andúð sína á hækkunum fargjalda SVR í verki með því að gera áðurnefndan samning. BSR taki að sér að aka nemum í skólann með leigubílum og hópferðabílum fyrir 100 krónur á mann, sem sé 20 krónum ódýr- ara en fargjald strætisvagna Reykjavíkur. Tímabundin tilraun Svokallað startgjald leigubíla er 270 krónur, kílómetragjald á dagtaxta er 48,22 krónur en 72,33 krónur á næturtaxta. Stórhátíðar- álag er síðan 35% hærra en nætur- taxti. Katrín segir tilviljun að nem- endur MS njóti þessarar þjónustu á undan öðrum framhaldsskóla- nemum, en hún eigi von á að nem- endur Menntaskólans í Reykjavík og Verslunarskóla íslands verði hennar aðnjótandi innan skamms, jafnvel í lok þessarar viku. Um tímabundið tilraunaverkefni sé að ræða, og sé óvíst hvort framhald verði á eða ekki. „Náð verður í alla þá nemendur MS sem vilja taka þátt í þessu verkefni. Við skipuleggjum sjálf hverjir deila bílum, og er skipt í fjögurra manna hópa sem miðast við búsetu og hvenær viðkomandi i nemendur eiga að mæta í skól- ann. Nemendur MS eru á milli i átta og níu hundruð talsins, bú- settir víða og byija skóladaginn allt frá klukkan átta til hádegis, þannig að þetta verkefni kallar á gríðarlega skipulagningu,“ segir Katrín. Tíu framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu eiga aðild að FF, með yfír tíu þúsund nemendur samtals, að sögn Katrínar. Ákveði öll skólafélögin að bjóða meðlim- | um sínum þátttöku, þurfi að gera ■ samning við fleiri leigubílastöðvar ' til að anna eftirspurn. „Ástæða þess að við útbjuggum þessa yfírlýsingu var sú, að það kom upp mál, þar sem erlendur ríkisborg- ari fékk 4% iðgjaldahlut endurgreidd- an, en gerði síðar kröfu á lífeyrissjóð- inn um greiðslu á lífeyri og fékk ein- hveijar bætur,“ sagði Guðrún. „Því vildum við tiyggja okkur þannig, að fólk gerði sér grein fyrir að það væri að afsala sér öllum rétti.“ Guðrún sagði að ákvæðið um að fólk ætli ekki að koma hingað aftur til starfa væri til þess að lífeyrissjóð- urinn fengi vissu fyrir því að fólkið væri í raun að fara af landi brott. „Auðvitað gæti fólk komið aftur og byijað þá að safna réttindum að nýju, en það er óskaplega heimsku- legt að vera þá búið að afsala sér áður áunnum réttindum. Ég veit nokkur dæmi slíks.“ Guðrún sagði að fólk hefði jafnvel starfað hér á landi í 10 ár, en fengi svo iðgjaldið endurgreitt, vaxta- og verðbótalaust. „Þar með er fólk kannski að eyðileggja réttindi upp á 50-60 þúsund krónur á mánuði. Eft- ir að við fórum að benda fólki á þetta hafa nokkrir hætt við að fá iðgjalda- hlutann endurgreiddan." Lést í umferðarslysi í Norðfjarðarsveit 21 ÁRS gömul kona, Anna Jónsdóttir, lést í umferðarslysi í Norð- fjarðarsveit á sunnu- dagsmorgun. Hún var farþegi í framsæti bíls sem ekið var vestur Norðfjarð- arveg. Ökumaðurinn missti að talið er stjórn á bíln- um í beygju við Skála- teigsrétt, fór út af veg- inum og á tvo há- spennustauta sem héldu uppi háspennu- Iínu yfir veginn. Bíllinn, sem var Anna Jónsdóttir fólksbíll af Mazda-gerð, margbraut staurana, endastakkst áfram og nam staðar tugi metra frá þeim stað þar sem ekið var út af veginum. Bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbelti spennt. Anna Jónsdótt- ir var látin þegar að var komið en ökumað- urinn, 21 árs gamall eigandi bílsins, hlaut ekki alvarleg meiðsli, að sögn lögreglu. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglu var til- kynnt um slysið klukk- an tæplega hálffimm á sunnudagsmorgun. Við árekstur bílsins við há- spennustaurana fór í sundur 11.000 volta raflína og var raf- magnslaust í Norðíjarðarsveit um nokkurra klukkutímá skeið. Anna Jónsdóttir var einhleyp og barnlaus og bjó í foreldrahúsum á Þiljuvöllum 19, Neskaupstað. Náttúrufræðingar semja FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga og viðsemjendur þeirra skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastlið- inn laugardag. Einar Kjartansson, formaður kjararáðs félagsins sagði að skrifað hefði verið undir heildarkjarasamn- ing í stað þess, sem oftast er gert, að skrifa upp á framlengingu á gild- andi kjarasamningi með einhveijum tilteknum breytingum. Nýi kjarasamningurinn er að mestu leyti óbreyttur en þó með nokkrum lagfæringum eins og breyt- ingum í launatöflu, og fengu félags- menn 2,5% launahækkun 1. septem- ber og 3% um næstu áramót. „Við ætlum að bíða með að gefa upp hvað samningurinn þýðir í heildarbreyting- um þangað til við höfum fundað um hann. Það verður í síðasta lagi í byij- un næstu viku. Samningurinn er eft- ir atvikum góður og ég á frekar von á því að hann verði samþykktur." „VIÐ höfum látið erlenda ríkisborg- ara undirrita þessa yfírlýsingu þegar þeir fara fram á að fá 4% lífeyris- sjóðsiðgjaldahlut endurgreiddan, til að vekja þá til umhugsunar um þann rétt sem þeir afsala sér,“ sagði Guð- rún Guðmannsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Vestfírðinga, í samtali við Morgunblaðið. í yfirlýs- ingunni eru erlendir ríkisborgarar látnir heita því að koma ekki aftur til íslands og sækja ekki um atvinnu- leyfi. Erlendir ríkisborgarar, sem starfa hér og greiða í lífeyrissjóð, geta sam- kvæmt reglugerð fengið 4% hlut ið- gjaldsins endurgreiddan, án vaxta og verðbóta. Lífeyrissjóður Vestfírð- inga hefur útbúið yfirlýsingu, sem fólki er gert að undirrita, sæki það um slíka endurgreiðslu. Þar segir, að lokinni yfírlýsingu um að krafíst sé endurgreiðslu: „Jafnframt lýsi ég því_yfír að ég mun ekki koma aftur til íslands, ekki sækja aftur um at- vinnuleyfí á íslandi og ekki gera neinar kröfur á hendur Lífeyrissjóðs Vestfírðinga í framtíðinni hvað sem mig kann að henda varðandi elli, örorku, eða andlát, ef ég fæ endur- greiddan iðgjaldahlut minn hjá sjóðn- um, án vaxta og nokkurra verðbóta." Morgunblaðið/Ásdís 100 ára afmæli fagnað GUÐRÚN Ásbjörnsdóttir fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu að við- stöddum afkomendum sínum, sem eru rúmlega 130 talsins, og vinum á veitingastaðnum Skútunni í Hafnarfirði. Guðrún er fædd 2. október 1895 og ólst upp í Ás- bjamarhúsi á Hellissandi. Lengst af hefur Guðrún búið í Hafnar- firði. Foreldrar Guðrúnar voru Hólmfríður Guðmundsdóttir og Ásbjörn Gilsson. Amma Guðrúnar var Þórunn formaður. Eiginmað- ur Guðrúnar var Guðmundur Guð- björnsson sjómaður sem lést árið 1934. Þau áttu sex böm en auk þess ól Guðrún að mestu upp son- arson sinn, Gunnar Guðbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.