Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á stóru sjúkrahúsunum leggja niður störf Liðlega 30 að- gerðum frestað FRESTA varð liðlega 30 skurðað- gerðum á Landspítala og Borgarspít- ala í gær vegna kjaradeilu skurð- og svæfmgahjúkrunarfræðinga við sjúkrahúsin. Hjúkrunarforstjórar spítalanna segja að bráðaþjónusta gangi eftir áætlun Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítalans, sagði að hjúkrunarfræðingamir hefðu sinnt svokallaðri gæsluvakt eftir dagvakt frá 8 til 15.30. Með fjölgun bráða- vakta, t.d. þegar bráðavöktum Landakots, hefði verið skipt niður á spítalana tvo, hefði álagið á gæslu- vöktunum orðið meira og miklir fjár- munir hefðu farið í að greiða yfir- vinnu. Sjúkrahúsin vildu því breyta vinnufyrirkomulaginu og koma á kvöldvöktum í stað gæsluvakta. Nýr hópur leysti dagvaktina af kl. kl. 15 eða 15.30 ogynni til kl. 23.30 eða 24. Hjúkrunarfræðingar ekki undanþegnir í hagræðingu Vigdís sagði að ekki hefði verið ætlunin að segja ráðningarsamningi hjúkrunarfræðinganna upp heldur aðeins að breyta vinnufyrirkomulag- inu. Um tilgang breytingarinnar tók hún fram að með nýju vinnufyrir- komulagi myndi yfirvinna minnka. Þó sú breyting myndi eflaust kalla á þörf fyrir fleiri starfsmenn í fram- tíðinni myndi hún án efa hafa sparn- að í för með sér. Hún minnti í því sambandi á að sífellt væri verið að reyna að spara í rekstrinum og allir yrðu að vera með í þeirri hagræð- ingu. Aðra ástæðu þess að breyta þyrfti vinnufyrirkomulaginu sagði Vigdís að álagið á hjúkrunarfræðing- ana væri alltof mikið þegar til lengri tíma væri litið. Eins sagði Vigdís að litið væri til betri nýtingar á tækjum. Vigdís sagði að 40 hjúkrunar- fræðingar hefðu gengið út vegna málsins en umsamin neyðarþjónusta væri í höndum hjúkrunarfræðing- anna og hjúkrunarfræðinga, sem af ýmsum ástæðum hefðu ekki lagt niður vinnu. Vigdís lagði áherslu á að að allri nauðsynlegri þjónustu væri nú sinnt. Hins vegar sagði hún að erfitt væri að spá í hvernig ástandið gæti orðið fyrirfram, enda væri t.d. aldrei vitað hvað margir kæmu inn á bráðavakt. Of mikið álag á löngum vöktum Jónas Magnússon, prófessor á handlæknisdeild Landspítalans, sagði að gerðar hefðu verið 3 aðgerð- ir, miðað við 15 til 20, eins og venja væri, á Landspítalanum í gær. Þegar hann var spurður að því hvort lækn- ar stæðu að jafnaði jafn langar vakt- ir á skurðstofunum og hjúkrunar- fræðingar hefðu gert svaraði hann því neitandi. Vaktir lækna væru nán- ast aldrei svo langar ef frá væru taldar tímabundnar vaktir aðstoðar- lækna. En Jónas vildi undirstrika að störf hjúkrunarfræðinga og lækna væru ekki sambærileg. Jónas sagðist að sem yfirmaður væri hans skoðun sú að gera þyrfti breytingar á vinnutíma hjúkrunar- fræðinganna. Hann nefndi í því sam- bandi að of mikið álag fylgdi löngum vöktum og fé færi af öðrum rekstri til að greiða fyrir tvöfalda yfirvinnu á nóttunni. Oft greitt tvöfalt yfirvinnukaup Ema Einarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Borgarspítalans, tók í sama streng. Hún sagði að oft þyrfti að greiða hjúkrunarfræðingunum tvö- falda yfirvinnu eins og gert sé ráð fyrir í kjarasamningum eftir 16 klukkutíma vinnu. Stundum væri hjúkrunarfræðingar jafnvel að'vinna heilan sólarhring. Hins vegar lagði hún áherslu á' að fyrst og fremst væri um öryggisatriði að ræða. Hvorki væri forsvaranlegt fyrir hjúkrunarfræðinga né sjúklinga að hjúkrunarfræðingar ynni heilan sól- arhring í senn. Ema bætti því við að henni hefðu borist kvartanir frá hjúkrunarfræðingum á skurð- og svæfingadeild um langan vinnutíma og erfið vinnuskilyrði. Ema sagði að vel væri sinnt allri nauðsynlegri þjónustu. Hins vegar væri ástandið afleitt, biðlistar lengd- ust, og deiluna þyrfti að leysa sem fyrst. Fram kom að 26 til 28 hjúkrun- arfræðingar hefðu gengið út og 4 til 5 hefðu orðið eftir og væru stjórn- endur í þeim hópi. Fresta var 12 til 15 aðgerðum á Borgarspítalanum vegna deilunnar í gær. Týr sótti Oddbjörgu VARÐSKIPIÐ Týr tók bátinn Odd- björgu L-343 í tog um klukkan sex á laugardagsmorgun og kom með hann í höfn á Fáskrúðsfirði, en bát- urinn var mannlaus á reki 79 mílur suðsuðaustur af Stokksnesi. Oddbjörg hét áður Sæborg BA, en er nú skráð í Noregi og var á leið til Færeyja ásamt öðrum báti, sem áður hét Júlíus ÁR, þegar hún varð vélarvana og var yfirgefinn. Svo virðist sem Oddbjörg hafi fengá sig brotsjó og skipverjar, tveir að tölu farið um borð í Júlíus. Þeir villt- ust síðan af leið með þeim afleiðing- um að færeyska varðskipið Ólafur Helgi varð að sækja bátinn austur af Færeyjum um miðnætti á föstu- dag. Fyrri hluti sjóprófa var haldinn á Egilsstöðum á sunnudag. Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari segir að tekin hafi verið skýrsla af skipstjóra Týs, en ekki hafi verið öðrum til að dreifa. „Ekki er enn búið að ákveða hvar framhaldssjópróf verða haldin, en það verður gert í samráði við Land- helgisgæsluna, Siglingamálastofnun og rannsóknanefnd sjóslysa, “ segir Ólafur Börkur. Ræðismaður í Vín á Islandi DR. CORNELIA Schubrig, aðal- ræðismaður íslands í Vínarborg, hitti í gær á lofti Kornhlöðunnar í Bankastræti marga þá íslend- inga sem verið hafa í Vín og not- ið rómaðrar gestrisni hennar þar, og er fjöldi námsmenn þar á með- al. Var henni vel fagnað og mætti fjölmenni til að heiðra ræðis- manninn að þessu tilefni. Cornelia er hér til að sitja ráð- stefnu ræðismanna íslands er- lendis sem hófst í gær. Á myndinni eru f.v. Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra, Hjálmar W. Hannesson sendi- herra, dr. Cornelia Schubrig og Níls P. Sigurðsson sendiherra. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir BETUR fór en á horfðist, en snarbrött skriða er niður frá þeim stað sem óhappið varð. Bíll fauk á hliðina Hornafirði. Morgunblaðið. TVEIR menn á miðjum aldri voru hætt komnir er bíll þeirra fauk á hliðina í ofanverðu Álmannaskarði að kvöldi sl. laugardags. Vonskuveður var á Suðaustur- landi um kl. 21 er óhappið varð en miklir sviptivindar geta orðið á þess- um slóðum í suðaustlægum áttum. Að sögn mannanna höfðu þeir stöðvað bílinn vegna mikillar vind- hviðu er hann lagðist á.hliðina. Tveir bílar áttu leið hjá fljótlega eftir óhappið en gátu ekki athafnað sig vegna veðurofsans og urðu því að yfirgefa svæðið, en gerðu lögreglu viðvart. Að sögn lögreglu var fljótlega gerð tilraun til að nálgast mennina en þeir urðu frá að hverfa vegna veðurs. Svo kl. rúmlega 23 er dúrað hafði örlítið á veðurofsann tókst að nálgast bílinn en bijóta varð leið út um þaklúgu sem sneri að berginu því ekki var mögulegt að reyna út- göngu um farþegahurð vegna svifp- tivindanna. Ekkert amaði að mönnunum, en þeir vildu geta þess að fréttir sem voru fluttar af óhappinu klukkan 22 sama kvöld í ríkisútvarpinu hafi engan veginn verið tímabærar, er ekki hafði náðst samband við þá er í óhappinu lentu og ekki vitað um afdrif þeirra. Snjófióð á Breiðadalsheiði TVÖ snjóflóð féllu á veginn í Kinninni á Breiðadalsheiði síð- astliðið laugardagskvöld og lok- aðist öll umferð um veginn þar til í gærmorgun er vegagerðar- menn opnuðu hann á nýjan leik. Að sögn lögreglunnar á Ísafírði er um þekkt snjóflóða- svæði að ræða og fyrir fjórum árum varð þar mannskaði þegar snjóflóð féll á snjóruðningstæki og hreif það með sér. Það flóð féll í nóvember. í fyrra féll þama snjóflóð skömmu fyrir áramót og hreif með sér tvo fólksbíla án þess að slys yrði á mönnum. Forseti Alþingis um makalífeyrí alþingismanna Andlát Lagaákvæðinu breytt leiki á því minnsti vafi OLAFUR G. Einarsson, forseti Alþing- is, segir að uppi séu ákveðnar efasemd- ir um að túlkun Tryggingastofnunar á lagaákvæði um makalífeyri alþingis- manna sé rétt, en sé minnsti vafi á því verði lagaákvæðinu breytt. í Morg- unblaðinu á sunnudag kom fram að komi þingmaður inn á þing í tvær vikur skapast réttur til 40 þúsund króna makalífeyris á mánuði. Fæstir hafa gert sér grein fyrir þessu Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið að í hans huga væri það alls ekki ótvírætt að varaþingmenn eða makar þeirra eigi umrædd réttindi. Hann sagði að þetta mál hefði verið rætt í forsætisnefnd þingsins í gær- morgun og þá hefði hann einnig rætt þetta með formönnum þing- flokkanna í morgun. „Mér líst ekkert á þetta en ég var hins vegar ekkert að sjá þetta í fyrsta sinn. Það var á borðum okkar á vor- þinginu frumvarp til að breyta lögun- um um lífeyrisréttindin, en mönnum þótti það svona full bratt að fara í þetta á síðustu dögum þingsins. Hins vegar kemur það mér á óvart sem segir í Morgunblaðinu að Trygginga- stofnun sé margbúin að benda á þetta. Við könnumst ekki við það í þinginu og fæstir hafa gert sér grein fyrir þessu,“ sagði Ólafur. Hlynntar endurskoðun laga Valgerður Sverrisdóttir, þing- flokksformaður Framsóknarflokks, sagði að það væri undarlegt ef það hefði verið vilji löggjafans á sínum tíma að makalífeyrir alþingismanna yrði á umræddan hátt. Sagðist hún hlynnt því að þetta yrði tekið til end- urskoðunar mjög fljótlega. Rannveig Guðmundsdóttir for- maður þingflokks Alþýðuflokksins segir að nokkuð sé um liðið síðan henni varð kunnugt um ákvæði um makalífeyri í lögum, eða að minnsta kosti slíka túlkun á lagatexta. Þing- flokksformenn hafi horft m.a. til þessa þegar þeir hafí horft til atriða sem þeir hafi talið að þyrfti að færa til betri vegar. „Ég veit ekki hvort að það var vilji löggjáfans á sínum tíma að makar þeirra þingmanna sem kæmu, inn tímabundið nytu þessara réttinda. Það er hins vegar afar ljóst að í dag, þegar gerst getur að ein- hveijir tugir varaþingmanna setjist á þingmannastól á einu þingi, er hæsta máta óeðlilegt að þessi mikli réttur komi tií. Ég tel því alveg ein- sýnt að við tökum á þessu máli með skynsamlegum hætti og til framtíð- ar, en reikna ekki með að slík breyt- ing á lögum sé afturvirk fremur en almennt er,“ sagði Rannveig. SIGURKARL STEFÁNSSON SIGURKARL Stef- ánsson, stærðfræð- irtgur, er látinn, 93 ára að aldri. Hann var fæddpr 2. aprfl 1902 á Kleifum í Gils- firði, sonur hjónanna Stefáns Eyjólfssonar bónda þar og Önnu Eggertsdóttur. Sigurkarl lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1920 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923. Hann lauk cand. mag. prófi í stærðfræði, stjörnu- fræði, eðlisfræði og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1928. Hann var kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1928-1970 og yfirkennari frá 1945. Þá var hann dósent við verkfræðideild Háskóla íslands 1970-1972, stunda- kennari við Gagn- fræðaskóla Reykvík- inga 1929-30, Kenn- araskóla íslands 1929-1942, Gagn- fræðaskóla Austur- bæjar 1930-1944, við verkfræðideild Há- skóla íslands 1940- 1970 og Menntaskól- ann í Reykjavík 1970- 1975. Eftir Sigurkarl liggur kennslubók í stærðfræði fyrir máladeildir menntaskóla, þýðing- ar á erlendum kennslubókum og greinar í innlendum og erlendum tímaritum. Eiginkona Sigurkarls var Sig- ríður Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.