Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Átök í Rós- enberg ÞRÍR menn voni handteknir í Rósenbergkjallaranum í Lækj- argötu seint á föstúdagskvöld. Einum lögreglumannanna var skellt í gólfíð í anddyrinu og slasaðist hann lítillega, að sögn lögreglunnar. • Að sögn lögregiunnar barst tilkynning kl. 22.30 um að hópur fólks á leið eftir Grettis- götunni í átt að ■ miðbænum væri að valda skemmdum á bílum sem Iagt hafði verið við götuna. Tveir lögreglumenn sem komu á vettvang fylgdu hópn- um að Rósenbergkjallaranum þar sem spéllvirkjamir fóru inn og var þá kallað eftir liðsauka. Þegar einn mannanna úr hópn- um var sóttur til að skýra frá málavöxtum réðst hann að lög- reglumönnum í anddyri veit- ingastaðarins óg voru þrír færðir í fangageymslur. Talið er að mennirnir hafí verið und- ir áhrifum fíkniefna. Víkinga- skipið kynnt grunnskóla- nemum VÍKIN GASKIPIÐ sem Gunnar Marel Eggertsson, skipasmið- ur, er að smíða í Héðinshúsinu er kynnt grunnskólanemum meðan verið er að ljúka smíð- inni, en leiðsögumaður þeirra er Einar Egilsson, fulltrúi Reykjavíkurhafnar. I þessari viku koma allir 11 ára nemend- ur í Héðinshúsið til að kynna sér smíði skipsins og fræðast af Gunnari Marel um ýmsa hluti varðandi ferðir víkinga. „Víkingaskipið og Reykjavík- urhöfn“ er samstarfsverkefni Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur, Reykjavíkurhafnar og Skólaskrifstofu Reykjavíkur, en fyrir utan fræðslu um vík- ingaskipið fá nemendur innsýn í sögu og lífríki hafnarinnar. Alþingi Islendinga, 120. löggjafarþingið sett í gær fan fram á Þingvöllum ÁLÞINGI íslendinga, 120. lög- gjafarþing, var sett í gær. Að lok- inni messu í Dómkirkjunni, þar sem sr. Vigfús Þór Árnason predikaði, var gengið til þings. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, -setti þingið og lýsti þvi jafnframt yfír að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í embættið á næsta ári. Þá flutti Ragnar Arnalds, sem hefur lengstan starfsaldur þingmanna, minningarorð um Davíð Olafsson, fyrrverandi alþingismann. Ólafur G. Einarsson var endurkjörinn forseti Alþingis og tók við fundarstjórn. Að loknu ávarpi frestaði hann þing- fundi, sem verður fram haldið í dag kl. 13.30. Þá verða kjörnir varafor- setar þingsins, kosið í fastanefndir og hiutað um sæti þingmanna. Þegar þingmenn gengu úr kirkju og til þings las forseti íslands upp texta forsetabréfs, minntist fóstur- jarðarinnar og lýsti þingið sett. Þá sagði frú Vigdís: „í síðasta sinn á þessu kjörtímabili hef ég nú sett Alþingi Islendinga. Á þeirri stund þykir mér við eiga að tilkynna þingi og þjóð að ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs í embætti forseta íslands.“ Látins þingmanns minnst Ragnar Arnalds, sem hefur setið lengst núverandi þingmanna á þingi, tók þessu næst við fundarstjórn. Hann bað þingmenn að minnast fyrrverandi þingmanns, Davíðs Ól- afssonar, sem lést þann 21. júní sl., á áttugasta aldursári. „Hahn átti ekki lengi setu á Alþingi en vann hér sem annars staðar af alúð og samviskusemi, gjörhygli ogréttsýni. Löngu fyrr hafði gætt áhrifa hans á störf Alþingis vegna nefndarstarfa að undirbúningi lagafrumvarpa og ráðgjafar við undirbúning ráðstaf- ana í efnahags- og sjávarútvegsmál- um,“ sagði Ragnar meðal annars. Ræður verði ekki lengri en hálftími Að_ lokinni forsetakosningu, þar sem Ólafur G. Einarsson var endur- kjörinn forseti Alþing;is, tók hann við fundarstjórn. I ávarpi sínu varp- aði hann m.a. fram þeirri hugmynd, hvort enn mætti bæta starfshætti þingsins, t.d. með því að þingmenn sameinuðust um að flytja aldrei lengri ræður hverju sinni en sem næmi t.d, hálfri klukkustund, þó með nokkrum eðlilegum undantekn- ingum. Þá hefði hann óskað eftir samkomulagi við ríkisstjórnina um framlagningarfresti mála á haust- þingi og vorþinjgi, enda þyrfti ríkis- stjórn að ætla Alþingi rúman tíma til að afgreiða þau mái, sem hún legði fram og vildi fá afgreidd. Ólaf- ur sagði forsætisráðherra hafa lýst sérstökum stuðningi við þessi áform. Alþingi ekki kjarafélag Forseti Alþingis ræddi nokkuð um kjaramál þingmanna, sem hann sagði líklega aldrei hafa sætt jafn harðri gagnrýni og síðustu vikurnar. „Þeir sem mest hafa farið í þessari umræðu ættu að íhuga að Álþingi er ekki kjarafélag, og að þau starfs- kjör sem lög ákveða alþingismönn- um, og Kjaradómur og forsætis- nefnd ákvarða nánar, eru ekki sér- staklega miðuð við hvað þeim kemur sem hér sitjanúna. Þau eru almenn- ur rammi um þá mikilvægu lýðræðis- legu starfsemi sem þingmennskan er,“ sagðii Óláfur. Forseti 'vék einnig að húsnæðis- málum þingsins og lýsti ánægju sinni með að gömlum og virðulegum hús- um við Kirkjustræti héfði verið forð- að frá niðurrifi. Þau sómdu sér vel sem skrifstofur fyrir alþingismenn og starfsfólk Alþingis og bættu nokkuð þá bágu aðstöðú sem marg- ir þingmenn og starfsmenn byggju við. „Það er nú svo að sú aðstaða, sem sumum alþingismönnum og starfsmönnum er búin hér, teldist ekki boðieg á hliðstæðum vinnustöð- um.“ Þingsetning á Þingvöllum Qlafur G. Einarsson sagði að sér hefði þótt þingsetningarathöfnin mega skipa hærri sess í þjóðlífinu, hún væri of lokuð og mikiivægt væri að hlúa að þeirri arfleifð, sem tengdi þingið við hið forna Alþingi á Þingvöllum. „Til þess að glæða lífi þau tengsl sem eru milli Alþing- is og Þingvalla og til að gefa almenn- ingi færi á þátttöku í þessari'athöfn varpa ég fram þeirri hugmynd að setning Alþingis_ fari fram á Þing- vöilum," sagði Ólafur. Hann sagði að heppilegra væri að hafá þingsetn- ingu á Þingvöllum að sumri, t.d. fyrsta laugardag í júlí, en fresta síð- an fundum þingsins til 1. október. Til siíkrar venju mætti stofna á Þing- völlum um aldamótin, þegar þess væri minnst að 1000 ár væru liðin frá kristnitöku. Þannig væri unnt að efna til þjóðarsarnkomu á Þing- völlUm árlega. S Neyðarsímanúmerið 112 verður tekið í notkun um allt land um næstu áramót SAMEIGINLEGT neyðarnúmer fyrir alla lands- menn verður tekið í notkun um áramótin, en í síðustu viku var stofnað sérstakt hlutafélag um rekstur neyðarsímsvörunar. Nýja félagið hefur fengið nafnið Neyðarlínan hf. Samningur milli dómsmálaráðuneytisins og Neyðarlínunnar hf. var undirritaður í gær og á blaðamannafundi, sem haldinn var í tengslum við undirritunina, kom fram að sameiginlegt neyðamúmer kæmi til með að auka öryggi landsmanna til mikilla muna og hafa mikið hagræði í för með sér fyr- ir sveitarfélögin. Nýja neyðamúmerið verður 112 og verður það gjaldfrítt. 112 verður sömu- leiðis neyðamúmer annarra Evrópuþjóða. Hluthafar í Neyðarlínunni hf. era Vari hf., Securitas hf., Sívaki hf., Slysavamafélag ís- land, Póstur og sími og Slökkvistöð Reykjavík- ur. Samningurinn tryggir 30 milljóna króna árlegt rekstrarframlag frá rekstraraðilum Neyð- arlínunnar hf. sem dregst beint frá framlögum ríkis og sveitarfélaga til rekstrarins, en skv. lögum greiðir ríkið 50% rekstrarkostnaðar og sveitarfélögin 50%. Árlegur rekstrarkostnaður fyrsta árið verður rúm 71 milljón kr. í hlut rík- is og sveitarfélaga koma því rúmar 44 milljónir sem síðan fer lækkandi. Samningurinn er til átta ára og er hlutur ríkis og sveitarfélaga síð- asta árið kominn niður í 34 milljónir. Samn- ingsfjárhæðin innifelur auk rekstrarkostnaðar allan stofnkostnað. Að samningstímanum liðn- um hafa ríki og sveitarfélög greitt samtals um 300 milljónir og rekstraraðilar 250 miiljónir. Nýtt neyðamúmer fyrir alla landsmenn hefur verið í burðarliðnum nokkuð lengi. Frani kom að það, sem gert hefði málið erfitt og valdið því að framkvæmdin tók langan tíma, var að stjómsýslulega hefði málið verið mjög flólkið. Mörg ráðuneyti hafi þurft að koma að því svo og sveitarfelögin. Frumkvæði borgarstjóra Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, sagði að aðdraganda lagasetriirígar um neyðarsím- svöran mætti rekja tjl þesa er þáverandi borg- arstjóri Reykjavíkúr, Márkús Om Antonsson, ritaði ráðuneyti.nu bréf í apríl 1993 þar serh leitað var eftir sainvinnu áf hájfu .ráðuneytisins til þess að koma hugmyndum um sameiginiegt neyðarsímanúmer í framkvæmd. í kjölfar þess gekkst ráðuneytið fyrir skoðun á málinu og skipaði sérstakan starfshóp til að móta tillögur manna eykst Dómsmálaráðherra undirrítaði í gær verksamning við Neyðarlínuna hf., sem er nýstofnað hlutafélag um rekstur sameiginlegs neyðarsímanúmers fyrir alla landsmenn. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér efni samningsins, en nýja neyðarnúmerið, 112, verður tek- ið í notkun á landinu öllu 1. janúar nk. um hvemig best væri að standa að verki. Á grandvelli þess starfs ákvað ríkisstjóm að leggja fyrir alþingi sérstakt .frumvarp um neyðarsím- svöran sem samþykkt var sem lög í mars 1995. Næsta skref .var að leita að samstarfsaðilum . sem gert var með samstarfsútboði á vegum Ríkiskaupa. Þorsteinn sagði að samningurinn gerði ráð fyrir því að unnt verði að taka fleiri öryggis- og vaktþjónustufyrirtæki inn í Neyðarl- ínuna hf., en nokkurrar gagnrýni hefur gætt frá minni aðiium í vaklþjónustu á að samningur- inn muni leiða til fákeppni ámarkaðnum. Dóms- málaráðuneytið telur þá gagnrýni á misskilningi byggða. Þvert á móti hafí verið kappkostað að fúllnægja öllum kröfujn um ákvæði samkeppni- slaga gagnvart þessunijnekstri. Samníngurinn komi.til með að auka'^æði þjónustunnar því með honum sé símsvÖrUn pg boðun skiiin frá viðbragðsaðilunum. Sarnkeppnisstofnun mun hinsvegar fá samninginn í heild sinni til skoðun- ar. Ráðuneytið mun jafnframt setja sérstaka reglugerð byggða á lögunum auk þess sem sérstök eftirlitsnefnd verður skipuð til að hafa eftirlit með rekstri og þjónustu. Einnig mun Ríkisendurskoðun hafa aðgang áð reikningum hins nýja hlutafélags. „Við teljum að með þessu móti sé verið að hagræða mjög veralega og ná fram mjög mikil- vægum öryggisþætti, ekki síst fyrir fólk á iands- byggðinni sem nú fær mun greiðari aðgang að neyðarsímanúmeri en áður hefur verið. Með svo víðtæku samstarfí tekst líka að draga mjög úr kostnaði ríkis og sveitarfélaga sem ella hefði orðið mun meiri. Ég tel að þetta víðtæka sam- komulag, sem um þetta hefur tekist, leiði bæði til hagræðingis fyrir ríkisvaldið, sem ber ábyrgð á þv! að neyðarsímanúmerið komist til fram- kvæmda, og eins fyrir rekstraraðila, opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, sem eiga aðild að samk,omulaginu,“ sagði Þorsteinn. m ® Tuttugu starfsmenn Framkværndastjóri Neyðarlínunnar hf. hefur verið ráðinn Eiríkur Þorbjömsson og er gert ráð fyrir að starfsmenn verði um 20 talsins. Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SVFÍ, sagði að fyrst um sinn myndi nýja félagið hafa aðsetur í húsnæði SVFI við Grandagarð, en leit stæði nú yfir að framtíðarhúsnæði. Fram kom í máli Esterar að hlutafé Neyðarlínunnar hf. næmi nú um sex miiljónum kr., en gert væri ráð fyrir því að hægt yrði að auka það. Stofnkostnaður væri áætlaður 50 milljónir kr. og árlegur rekstrarkostnaður um 70 milljónir. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, sagði að þeir aðiiar, sem stæðu að Neyðar- línunni hf., kæmu til með að loka sínum stjórn- stöðvum utan Slysavamafélagsins, sem héidi sinni vaktstöð gangandi eftir sem áður og vænt- anlega yrði gerður samningur við SVFÍ um varasímsvöran ef svo ólíklega vildi til að nýja neyðarnúmerið dytti út af einhveijum orsökum. Tæknileg vankvæði Hrólfur sagði að skipta mætti starfssviði Neyðarlínunnar í þijá þætti: símsvöran, boðun og þjónustu í útkalli. Eitt og annað ætti hinsveg- ar enn eftir að leysa, m.a. með hvaða hætti æskilegt er að boðunin fari fram tæknilega. „Menn horfa mjög til boðkerfís Pósts og síma þó einnig megi hugsa sér aðrar leiðir. Reynt verður að hafa boðunina eins opna og mögulegt er svo að viðbragðsaðilar geti haft eitthvað með það að segja hvemig þeir vilja láta boða sig.“ Þá kom fram í máli Hrólfs að þjónustu í útkalli væri erfítt að skilgreina að svo stöddu nema fyrir útkallsaðila á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að talstöðvakerfi, sem nær yfir allt landið, væri ekki fyrir hendi nema ef til vill það sem Landsvirkjun byggi yfír. Væntanlega yrði reynt að leita eftir samvinnu á því sviði. Hrólfur sagði að þetta nýja kerfí byggði á því að allir landsmenn hefðu sama aðgang að útkallsaðilum, en í dag væri símsvörunin í mjög óöruggum böndum víða úti á landsbyggðinni. Hann nefndi dæmi af útafkeyrslu rútu í Bólstað- arhlíðarbrekkunni fyrir fáeinum mánuðum, en þá voru sumir útkallsaðilar að fá tilkynningu um slysið eftir að skilaboðin höfðu farið í gegn- um allt að íjóra aðra aðila. „Það getur hver maður ímyndað Sér hversu trúverðug skilaboðin era þegar þau loks berast til þeirra aðila, sem sinna eiga útkalli." Rétt er að ítreka að samræmt neyðarsíma- númer verður ekki komið á fyrr en i. janúar nk. og eiga þá landsmenn allir að geta hringt í 112 ef neyð ber að garði. Um leið og hringt er í nýja neyðamúmerið, veit stjómstöðin alltaf hvaðan verið er að hringja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.