Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Aukinjóga- iðkun á Egilsstöðum Egilsstöðum - Jógakennararnir Kristbjörg Kristmundsdóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir hafa komið upp aðstöðu til jóga- iðkunar á Egilsstöðum. Hús- næðið er í Dynskógum 4 og er þar rúmgóð aðstaða fyrir hópa. Það eru 7 ár síðan byrjað var að kenna jóga á Egilsstöðum en frumkvöðullinn að þeirri kennslu er Kristbjörg Krist- mundsdóttir. Áhuginn hefur farið vaxandi og nú eru kennar- arnir orðnir tveir og fjölmargir nemendur. Fram að þessu hefur ekki verið neitt fast húsnæði fyrir starfsemina og mun því verða mjög mikil breyting með þessari nýju aðstöðu. Hugleiðsla fyrir byrjendur Kristbjörg og Sigurborg munu bjóða á jóganámskeið fyr- ir byrjendur og þá sem eru lengra komnir, bæði morgun- tíma og síðdegistíma. Einnig verða hugleiðslutímar fyrir byijendur og framhalds- og stuðningshópur fyrir fólk sem vill breyta mataræði sínu. Fljót- lega verða kynnt námskeið í trommugerð og jógadansi og einnig verður haldinn fjöl- skyldudagur. Eins og undanfar- in ár munu þær stöllur ennfrem- ur halda námskeið á Eiðum og Reyðarfirði. Morgunblaðið/J6n Sigurðsson VALUR Valsson, bankasljóri íslandsbanka, þakkaði Rósu Margrét Sigursteinsdóttur fráfarandi útibússtjóra, fyrir vel unnin störf í þágu ís- landsbanka á Blönduósi. Nýr útibússtjóri á Blöndósi Blönduósi - Baldur Daníelsson, fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðs Súðavíkur, tekur við starfi útibús- stjóra íslandsbanka á Blönduósi af Rósu Margréti Sigursteinsdótt- ur. í tilefni af þessum tímamótum efndi bankastjórn íslandsbanka hf. nýlega til smáhófs í Sveitasetrinu á Blönduósi. Jafnframt þessum tímamótum afhenti fráfarandi útibússtjóri Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi, lyftuvagn að gjöf. Það var Sigur- steinn Guðmundsson yfirlæknir sem veitti vagninum viðtöku fyrir hönd sjúkrahússins. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir ÁRNI Stefán Árnason um- boðsmaður íslandsflugs og Flugfélags Austurlands og starfsmaður hans Sigurður Adólfsson fyrir utan af- greiðslustað félaganna. * Islandsflug til Horna- fjarðar Hornafirði - Flugfélag Austur- lands og íslandsflug hafa hafið samvinnu um flug milli Horna- fjarðar og Reykjavíkur. Flugfélag Áusturlands hefur um árabil séð um flugið milli Hafnar og Reykja- víkur auk Flugleiða. Nú hafa áður- nefnd félög hafíð samvinnu um þetta flug því íslandsflug hefur yfír stærri og öflugri flugvélum að ráða. Munu 19 sæta Metro III og Dornier 228 vélar þeirra verða notaðar í þetta flug, en þeir munu fljúga 4 sinnum í viku til að byija með. Flugleiðir hafa haft einka- leyfi á þessari flugleið en Flugfé- lag Austurlands fékk leyfi til að fljúga þessa leið á þeim forsendum að þeir myndu þjóna Fagurhóls- mýri og Kirkjubæjarklaustri en eftirspurn hefur ekki verið eftir þjónustu þar og því hefur það aldr- ei komið til framkvæmdar að lenda þar, enda eru vallarskilyrði þar engan veginn nógu góð og stand- ast ekki þær kröfur sem í dag e/u gerðar til áætlunarflugvalla. ís- landsflug mun fljúga áætlunar- flugið fyrir Flugfélag Austurlands en Flugfélag Austurlands mun áfram sjá um sjúkraflug á eigin vélum. Umboðsmaður íslandsflugs og Flugfélags Austurlands á Horna- firði er Árni Stefán Árnason og er afgreiðsla í verslun hans, Hornabæ. Afgreiðslan verður opin á sama tíma og verslunin, eða frá kl. 8 til 23.30 virka daga en frá kl.10 til 23.30 um helgar. Einnig verður opin afgreiðsla á Horna- fjarðarflugvelli á áætlunartímum félagsins. Við komu fyrstu vélar íslandsflugs á föstudaginn var buðu þeir heimilisfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði í útsýnisflug yfir Hornafjörð og mæltist það mjög vel fyrir. Þótt margir gestanna væru komnir vel af léttasta skeiðinu var ánægjan engu minni. I I I I » I I L I I í » I Norrænir kynfræðingar funda hér Hveragerði - Norræn ráðstefna kynfræðinga var haldin í Hvera- gerði sl. helgi. Auk íslendinga tók fjöldi sérfræðinga frá Norður- löndunum á þátt, sem og gestir frá öðrum þjóðlöndum. Sérstakur gestur á fyrsta degi ráðstefnunnar var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Þetta er í fyrsta sinn sem ráð- stefna af þessu tagi er haldin hér á íslandi en greinilegt var að þátt- takendur voru ánægðir með dvöl- ina hér. Einn af þekktari gestum ráð- stefnunnar var Preben Hertoft, prófessor við kynfræðideild Rík- Preben Heroft isspítalans í Kaupmannahöfn. I viðtali sagði Preben að hér á íslandi væru allar forsendur fyrir hendi til að menntun og kunnátta kynfræðinga gæti komið að góðum notum; „Á íslandi býr framsækin þjóð sem er fljót að tileinka sér nýjungar á flestum sviðum og ég efast ekki um að svo verði einnig nú.“ Preben sagði hlutverk kyn- fræðinga oft misskilið. „Við höfum ekki meira áhuga á kynlífi sem slíku en flestir aðrir en við skynjum kannski betur en aðrir þýðingu þess í lífi fólks. Fjöldi fólks á við vandamál að stríða í sambandi við kynferðismál. Það að fólk geri sér grein fyrir því að vandamálið sem það glímir við er kannski vandamál sem margir þekkja hjálpar til við lausn þess. Sé engri meðferð beitt er endirinn oftar en ekki hjónaskilnaður. í sumum tilvikum er það kannski óumflýjanlegt en mörgum slíkum væri hægt að afstýra með réttri meðferð. Hér geta kynfræðingar gripið inní og aðstoðað og þann- ig komið í veg fyrir miklar þjáningar allra hlut- aðeigandi aðiia.“ Preben sagði kynfræðinga starfa í fjölmörg- um löndum. I mörgum löndum hefur vanþekk- ing oft leitt til þess að erfitt er að fá ráða- menn til að skilja mikilvægi þessa þáttar í heilbrigðiskerfinu og því hafa fjárveitingar til starfsemi af þessu tagi oft verið af skornum skammti. ( l I t í Hús í Heijólfsdal splundraðist í óveðri Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason Meðalvind- styrkur var 77 hnútarþegar hvassast var á laugardag Vestmannaeyjum - Færanlegt timburhús í eigu íþróttafélag- anna í Eyjum sem staðsett var í Heijólfsdal splundraðist í rokinu snemma á laugardagsmorgun. Hávaðarok var í Eyjum og dreifð- ist brakið úr húsinu um brekkurn- ar í Herjólfsdal. Húsið sem er Telescop-hús var notað sem eldhús við veitinga- tjald á þjóðhátíðinni og var ekki búið að fjarlægja það úr Dalnum. Á laugardagsmorgun var spænu- rok í Heijólfsdal og tók þá húsið að liðast til uns það hreinlega tættist í sundur og dreifðist um stórt svæði. Þungir hlutir færðust til um hundruð metra og brak úr húsinu var um allar brekkur. Að sögn Óskars Sigurðssonar, veðurathugunarmanns á Stór- höfða, var meðalvindstyrkur 77 hnútar þegar hvassast var á laug- ardagsmorgun en sló upp í 99 hnúta í hviðum. Húsið í eigu íþróttafélaganna Björn Þorgrímsson hjá íþrótta- félaginu Þór sagði að húsið hefði verið í eigu íþróttafélaganna Týs og Þórs og hefði verið notað á Þjóðhátíðum félaganna. Hann sagðist telja að tjónið næmi a.m.k. einni milljón króna og trú- lega lenti það tjón á félögunum þar sem húsið hefði ekki verið rir skemmdum af völd- í rokinu á laugardag urðu einnig skemmdir á vegarklæðn- ingu á Stórhöfða, en klæðning flettist af nokkrum fermetrum vegarins. Utafakstur Vestmannaeyjum - Bifreið var ekið út af Hamars- vegi í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að bíllinn endaði inni á golfvelli. Að sögn lögreglunnar í Eyjum mætti lögreglu- bíll bifreiðinni á Hamarsvegi á yfir 100 kílómetra hraða. Virtist sem ökumanninum hefði brugðið við er hann mætti lögreglunni og missti hann stjóm á bifreiðinni með þeim afleiðingum að lenti út af veginum og hafnaði inni á golfvellinum. Ökumaður- inn hlaut minniháttar meiðsli við útafkeyrsluna, en hann er grunaður um ölvunarakstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.