Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vinstrimenn sigra í Lettlandi Róttækir hægrimenn vinna mjög á Riga. Reuter. VINSTRISINNAÐI lýðræðis- flokkurinn Saimnieks (nafnið vísar til þess að vera sinn eigin herra) var í gær lýstur sigurvegari þingkosn- inganna í Lettlandi. Saimnieks hlaut 18 þingsæti og er nú stærsti flokk- urinn á þingi, þar sem sitja 100 þingmenn. Flokkurinn Leið Lett- lands, sem er í stjórn nú, hlaut 17 þingsæti og tapaði einu. Mikil fylgis- aukning róttækra hægrimanna í Alþýðufylkingu Lettiands vakti mismikla hrifningu en þeir náðu 16 þingsætum. Búist er við því að vik- ur eða mánuðir líði áður en stærstu flokkunum takist að koma saman starfhæfri meirihlutastjóm. Leiðtogi hægrimanna er Þjóðveij- inn Joacnim Siegerist en hann talar ekki lettnesku. Hann hefur engu að síður stýrt hatrammri baráttu flokksmanna sinna gegn öllu því sem rússneskt er, svo og kommún- istum. „Urslitin em ótrúlega góð eins og ég bjóst við,“ sagði Siegerist. Stjórnmálaskýrendur segja aðferðir hans við atkvæðaveiðar einkennast mjög af lýðskrumi og að fjölmargir óákveðnir kjósendur hafi um síðir ákveðið að greiða flokknum atkvæði sitt sökum þeirra. Skrifstofa Al- þýðufylkingarinnar býður ellilífeyr- isþegum ókeypis lyf og í fyrri kosn- ingum lét hann aka kjósendum á kjörstað í strætisvögnum og bauð banana og límonaði. „Þetta er dæmi um þá hyldýp- isgjásem er á milli lettneskra stjóm- málamanna og fólks sem býr úti á landsbyggðinni og finnst það ekki vera í neinum tengslum við það sem á sér stað í Ríga og í stjómarsam- starfinu," segir Paul Raudsep, rit- stjóri dagblaðsins Diena til skýring- ar á sigri Siegerist. Úrslitin voru ekki í samræmi við skoðanakannanir sem spáðu því að tveir flokkar á hægri vængnum, Bændasambandið og Lettneska sjálfstæðishreyfingin (LNNK) ættu góða möguleika á því að verða þungamiðja nýrrar samsteypu- stjórnar. Báðir fengu fiokkarnir hins vegar slæma útreið í kosningunum, Bændaflokkurinn hlaut sjö þingsæti og LNNK átta. Flokkur þjóðemis- sinna, Fyrir föðurland og frelsi, hlaut 14 þingsæti en hann aðhyllist hertar reglur um ríkisfang. Reuter LETTI ræðir við rússneska mótmælendur á kjördag í Lettlandi. Um 700.000 Rússar eru búsettir í landinu og hafa fæstir kosninga- rétt. Krafðist fólkið þess að lögum þar að lútandi yrði breytt. IBU AK Gomoroeyja fagna (Jombo Ayouba kafteini, sem tök við völdunum eftir að Djohar forseta var steypt af stóli í valdaráni. Valdarán málaliða á Comoroeyjum Obreyttir borgarar skipaðir forsetar Moroni. Reuter. MÁLALIÐAR, sem rændu völdum á Comoroeyjum í vikunni sem leið, skipuðu í gær tvo óbreytta borgara sem forseta eyjanna. Leiðtogi mála- liðanna, franski ævintýramaðurinn Bob Denard, nýtur lítils stuðnings á eyjunum og margir vilja hann á brott þaðan þótt þeir styðji ekki Said Mohamed Djohar forseta sem var steypt af stóli. Franskt varðskip sigldi nokkrum sinnum framhjá strönd Moroni, höf- uðstaðar Comoroeyja, og sást greinilega frá herbúðum þar sem talið er að Denard haldi sig. Nokk- ur herskip voru einnig send áleiðis til eyjanna á sunnudag frá Djibouti og La Reunion og franskar hersveit- ir bjuggu sig undir aðgerðir til að vernda um 1.500 franska borgara á eyjunum ef þörf krefði. Málaliðarnir slepptu Combo Ayo- uba kaftein og fleiri stjórnarand- stæðingum úr fangelsi eftir valda- ránið og þeir stofnuðu bráðabirgða- herforingjastjórn. Combo kafteinn, leiðtogi hennar, kvaðst í gær hafa afsalað sér völdunum til tveggja óbreyttra borgara sem myndu gegna embætti forseta þar til efnt yrði til lýðræðislegra kosninga inn- an tveggja vikna. „Þeir vilja fullvissa íbúana um að herinn vilji víkja fyrir borgara- legri stjórn," sagði einn íbúa Mor- oni. Þótt margir Comorobúar séu ánægðir með að Djohar forseta skuli hafa verið steypt af stóli vilja þeir losna við Denard og um 20 málaliða hans, sem eru flestir hvít- ir Suður-Afríkumenn. Denard er 66 ára, kvæntur konu frá Comoro- eyjum og hefur ríkisborgararétt þar. Sultan Chouzour, fyrrverandi sendiherra Comoroeyja í París, sagði að deilan yrði ekki leyst nema Denard og málaliðar hans færu frá eyjunum og að Djohar tæki ekki aftur við forsetaembættinu. „Við viljum ekki Djohar og Denard ætti að fara sem allra fyrst,“ sagði hann. íbúar Comoro-eyja eru um 450.000 og erlendi efnahagsstuðn- ingurinn við ríkið nemur um 80% af tekjum þess. Nígería Heita frjálsum kosningum Lagos. The Daily Telegraph, Reuter. LEIÐTOGI herforingjastjórnarinn- ar í Nígeríu, Sani Abacha hershöfð- ingi, hét því á sunnudag að dauða- dómum yfir 14 stjórnarandstæð- ingum, sem sakaðir eru um morðsamsæri gegn hershöfðingj- anum, yrði ekki framfylgt. Hann sagði að haldnar yrðu fijálsar kosn- ingar eftir þijú ár en talsmenn stjómarandstæðinga em fullir van- trúar. Abacha útskýrði ekki nánar hvað yrði um sakborningana en Moshood Abiola, sem talið er fullvíst að hafi verið sigurvegari forsetakosning- anna 1993, verður ekki leystur úr haldi. Hann var handtekinn í fyrra, sakaður um landráð. Stjómarandstöðuleiðtogar sögðu ljóst að Abacha væri með tilslökun- um sínum einvörðungu að reyna að koma í veg fyrir alþjóðlegar refsiað- gerðir sem hótað hefur verið. Reuter Landskjálfti í Tyrklandi HARTNÆR helmingur húsa í bænum Dinar í Suðvestur-Tyrk- landi skemmdist í öflugum jarð- skjálfta á sunnudag. í gærdag var vitað um 63 látna og um 200 slasaða en yfirvöld óttuðust, að allt að 100 manns hefðu farist. Var styrkur skjálftans 6 á Ric- hter-kvarða. Rafmagns- og síma- línur slitnuðu á skjálftasvæðinu. L Bosníu-Serbar sækja fram Banja Luka, Sarajevo. Reuter. BOSNIU-SERBUM hefur orðið vel ágengt í sókn í norðvesturhluta Bosníu og náð á sitt vald nokkrum landsvæðum sem þeir misstu í stór- sókn stjórnarhersins og Króata fyr- ir tveimur vikum. „Bosníu-Serbar virðast hafa haf- ið gagnsókn í átt að Bosanska Krupa,“ sagði Chris Gunness, tals- maður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Serbneskar hersveitir voru aðeins um tveimur kílómetrum frá Bosanska Krupa, austur af Bi- hac, og fjórum kílómetrum frá Kljuc í suðaustri, að sögn sjónvarps Bos- níu-Serba. Serbneski herinn kvaðst enn- fremur hafa endurheimt landsvæði í grennd við bæinn Bosanski Novi. Yfirvöld í Banja Luka, helsta vígi Serba á þessum slóðum, neita því hafa hafið allsheijargagnsókn en segjast hafa endurheimt landsvæði nálægt borginni. Bosníski stjórnar- herinn og Bosníu-Króatar, með stuðningi hermanna frá Króatíu, náðu meira en 4.000 ferkílómetrum á sitt vald í stórsókn í norðvestur- hluta landsins og komust nálægt Banja Luka. Lék Rabin á Arafat? ísraelar og Palestínumenn undirrituðu fríðar- samninga í Washington í vikunni sem leið. Jóhanna Kristjónsdóttir er í Kaíró og kann- aði viðbrögð Egypta við samningunum. VIÐBRÖGÐ þorra manna hér við þeim hátíðar- samningum sem voru undirritaðir í Washington einkennast af varkárni. Þar skiptist þó í tvö hom, opin- bera deildin fagnar hástöfum, venju- legir borgarar eru hikandi og sumir hrista bara hausinn, segja að eitt- hvað fleira hangi á spýtunni og enn aðrir segja fullum fetum að það eigi eftir að koma upp úr dúmum að refurinn Rabin hafí platað Arafat. Hlutur Mubaraks forseta er gerður myndarlegur í fjölmiðlum hér og á tímabili mátti skilja að hefði ekki komið til hans djarflegi og vitsmunalegi atbeini hefði ekki orðið neitt úr neinu. Israelar hefðu þurft að halda sína Rosh Hasanh, samningslausir, og með ógnina áfram yfir höfði sér og þetta hefði allt dregist von úr viti, ef ekki leng- ur. „Jafnvel stjómmálamennimir verða að vera raunsæir og missa ekki dómgreindina út um víðan völl. Kannski er þetta fyrsta skrefið á langri, krókóttri leið sem liggur til einhvers konar sátta. En kannski verður líka hjakkað í þessu fyrsta skrefi eða hrokkið aftur á bak og það hefur ekkert raunverulegt gerst," sagði egypskur kunningi og lögfræðingur að mennt. Hann vildi ekki að nafn sitt kæmi fram. „Ég veit að svona á maður ekki að segja, síst núna þegar dagskipunin virðist vera: Nú skulu allir kætast." Ég hringdi í utanríkisráðuneytið og fékk þar orðmörg og hástemmd svör um sögulegan áfanga, kafla- skipti í samskiptum araba og gyð- inga. Og ítrekað að þetta mætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.