Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlist angans MÁLVERK eftir Arnþór Hreinsson. MYNÐLIST Listhús í Laugardal MYNDVERK - MENNING Arnþór Hreinsson, Hákon O. Hákon- arson, Sunna Daviðsdóttir, Vilhjálm- ur G. Vilhjálmsson. Opið alla daga frá 14-18 til 6. október. Aðgangur ókeypis. DAGUR heyrnarlausra, er hald- inn hátíðlegur um allan heim hinn 22. september, og hér var staðið myndarlega að málum að þessu sinni, þannig var hátíðarhöldunum jafnað yfír helgina og var einkum mikið um að vera á laugardegin- um. Hann hófst hins vegar eins og vera bar hinn tuttugasta og ann- an, með áherslu á menninguna í formi opnunar listsýningar fjög- urra einstaklinga í Listhúsi í Laug- ardal. Fjölmennið var svo mikið, að rétt glitti í myndverkin er list- rýninn bar að garði, svo ekki var um annað að ræða en að hann skoðaði þau betur daginn eftir. Og þó nokkuð væri liðið á opnun- artímann var ijómi hins dijúga mannvals er var viðstatt enn í húsinu, og er mikilsvert að ráða- menn sýni hinum dugmiklu félags- samtökum heymarlausra sam- stöðu með nærveru sinni, þótt það eitt sé ekki nóg. Það er af hinu giftudijúga, að félagið leggi áherslu á menning- una á þessum mikilvæga degi, svo það sé í sjálfu sér ekkert nýtt að heymarlausir séu gjaldgengir í listum og vísindum fái þeir aðstöðu til að njóta sín til jafns við heyr- andi. Vel að merkja hafa ýmis mikilmenni sögunnar misst heyrn- ina og samt haldið áfram á fullu, þó ekki verði neitað að mun fleiri sögum fari af hinu gagnstæða. Nefna má spánska málarann Goya, sem var heyrnarlaus hálft æviskeið sitt og tónskáldið Beet- hoven sem samdi níundu sinfóníu sína heyrnarlaus. Þá var fyrmm nóbelSverðlaunahafí í efnafræði John Warcup Cornford heyrn- arlaus frá barnsaldri... Allir fjórmenningarnir hafa stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, og þannig var Arnþór Hreinsson í mikilli sókn er hann einhverra hluta vegna hætti í málunardeild 1986. En hann sneri þó fjarri,því baki við myndlistinni, því hann hefur verið á fullu við ýmsar tiltektir á svið- inu, og þá einkum hvað skopteikn- ingar og myndasögur (comic strip) snertir. Jafnframt gefur hann sér tíma til yfírvegaðri athafna og eru hér olíumálverk hans einkum til vitnis, svo sem „Árstíðirnar“ I og „Árstíðirnar" III, en það eru trú- lega markverðustu verk sem frá honum hafa komið til þessa. Mál- verkin bera nokkur merki áhrifa frá hreinum súrrealisma og eru merkjanlega tónræn í útfærslu, þannig að segja má að þau rétt- læti öðru fremur titil sýningarinn- ar. Hákon 0. Hákonarson hætti á öðru ári í MHÍ, og veit ég að ýmsum kennurum hans var mikil eftirsjá að honum. Brauðstritið hefur tekið mikinn tíma Iistspír- unnar, en hann hefur þó fjarri því með öllu snúið baki við málverkinu og er myndin „Brennisteinsalda“ einkum til vitnis um þá dijúgu hæfileika sem í honum búa. Mynd- in er í senn vel útfærð hvað mynd- byggingu snertir og svo eru litirn- ir jarðbundnir og safaríkir. Sunna Davíðsdóttir lauk námi í vefnaði og textíl við MHÍ 1988 og hefur starfað sem mynd- menntakennari síðan. Jafnframt hefur hún fengist við gerð mynd- verka í blandaðri tækni og vöktu slík einna helst athygli rýnisins fyrir mjúkt og næmt litaspil er hann sá þau fyrst á síðustu hátíð. Að þessu sinni er litaspilið naum- ast eins afgerandi og sannfærandi nema þá helst í myndum nr. 5 og 7, en allar myndimar eru nafn- lausar. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson hef- ur lengstu skólagöngu fjórmenn- inganna og var einnig fyrstur heyrnarlausra til, að ljúka námi í auglýsingahönnun við MHÍ (1977), hélt svo áfram námi við „Skolen for Brugskunst" í Kaup- mannahöfn 1978-80. Myndverk hans, sem öll eru unnin í pastelol- íu, bera líka mestri skólun og aga vitni, hvað myndbyggingu, sam- spil forma og litameðferð viðvíkur. Vilhjálmur hefur haldið nokkrar sýningar hér í borg áður, og þar á meðal tvær í Listaskála Alþýðu. En þetta framlag hans að þessu sinni er tvímælalaust hið eftirtekt- arverðasta' fram að þessu. Litirnir eru hreinir klárir og yfirvegaðir og hann rýfur og brýtur upp mynd- bygginguna með sérstöku afbrigði af kúbisma til að gera hana svip- meiri. Þetta keinur greinilegast fram í aflöngu myndinni „Vetur við Skorradalsvatn" (6). Ekki ætti að þurfa að minna á það hlutverk, sem augun gegna í lífi heyrnarlausra, en seinni tíma rannsóknir hafa þó afsannað þá áleitnu kenningu, að náttúran bæti þeim upp missinn með betri sjón. Hins vegar eiga þeir allt undir sjóninni, og sú mikla og stöð- uga þjálfun sem þeir þar með undirgangast, leiðir eðlilega af sér önnur og næmari viðbrögð en al- mennt gerist. Það er svo ekki út í bláinn að fullyrða, að innan vissra marka hlusti heyrnarlausir með sjóninni, og á þá virka sterk og óvænt ljósbrigði eins og hávaði, t.d. hrekkur hinn heyrnarlausi upp úr fasta svefni ef kveikt er Ijós í myrkvuðu herbergi, er líkast öskri í eyru hins heyrandi! Hvort til séu svo einhver sérstök einkenni í málverki, sem bendi til meiri næmi í meðferð lita hjá þeim sem ekki heyra er naumast hægt að slá föstu með öllu, hins vegar eru margir heyrandi mjög tónrænir í litameðferð og sumir hreinir snill- ingar. í framhjáhlaupi er tilefni til að vísa til og minna á, að öll myndlist ber í sér einkenni gerand- ans hveiju sinni, og er þannig að vissu marki spegilmynd innri vit- undar. Þannig séð koma að sjálf- sögðu ýmis ytri sérkenni fram, einnig það sem menn hafa misst eða er þeim mótdrægt, nema þeir hafi vaxið frá þeim. Helst er ég á því, að hið skyn- ræna innra auga ráði meiru um framvinduna en hið optíska, þ.e. hin meðfædda, og umfram allt þjálfaða, tilfinning fyrir lit og ljós- brigðum. Engan merkjanlegan mun varð rýnirinn þannig var við á umræddri sýningu og samsýn- ingum almennt. Ekki hefur hann heldur leitt hugann að einhverri alveg sér- stakri hópmenningu heyrnar- lausra, jafnmikill sérhyggjumaður og hann telst vera, en skyldi ekki öll menning vera sameign, eins konar víxlverkun, og þannig vara- samt að flokka og einangra hana? Hvort sem menn heyra eða ekki má líkast til slá föstu, að öllu skipti að myndlist framkalli viðbrögð, sé auganu hátíð. Bragi Ásgeirsson GAMANLEIKRITIÐ Tvískinnungsóperan eftir Ágúst Guðmundsson verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins næstkomandi laugardag. GAMANLEIKRITIÐ Tvískinn- ungsóperan eftir Ágúst Guð- mundsson verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins iaugardaginn 7. október næst- komandi. Þetta er fyrsta leikrit Ágústs sem tekið er tii sýningar í leik- húsi. 1 kynningu segir m.a.: „Leik- ritið segir frá léttgeggjuðum vís- indamanni, hann finnur upp vél þar sem fara má úr einum kroppi í annan. Ungt par, Solla og Þór ákveða að láta á reyna. Og það ótrúlega gerist, hennar sál fer í hans kropp og öfugt með óvænt- um afleiðingum. Hvernig finnst Nýtt leikrit eftir Ágúst Guðmundsson karlmanni að vera í konulíkama og konu að vera i karlmannslík- ama.“ Ágúst er jafnframt höfundur laga og söngtexta og leikstjóri. Aðstoðarmaður leikstjóra er Árni Pétur Guðjónsson, tónlistarstjórn ojg útsetningu annast Rikarður Órn Pálsson, söngstjórn Óskar Einarsson, lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson, leikmynd gerir Stígur Steinþórsson, búninga Þór- unn E. Sveinsdóttir og dansahöf- undur er Helena Jónsdóttir. Leikarar eru Margrét Vil- hjálmsdóttir, Felix Bergsson, Sól- ey Elíasdóttir, Eggert Þorleifs- son, Magnús Jónsson, Jóhanna Jónas, Guðmundur Ólafsson og Theódór Júlíusson. Að auki er sex manna kór: Birna Hafstein, Daniel Ágúst Har- aídsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Harpa Harðardóttir, Kristbjörg Clausen og Pétur Guðlaugsson. Gata sorgarinnar KVIKMYNPIR Bæjarbíó í Ilafnar- fi rði ASTU NIELSEN KVIK- MYNDAIIÁTÍÐ: GATA SORGARINNAR „DIE FREUDLOSE GASSE“ Leikstjóri: Georg William Pabst. Aðalhlutverk: Asta Nielsen, Greta Garbo, Wemer Krauss. Þýskaland. 1925. 75 minútur. ÞAÐ var vel tilfundið hjá Kvik- myndasafni íslands í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndanna að bjóða uppá myndir dönsku leikkonunnar Astu Nielsen um síðustu helgi og vel viðeigandi að sýna þær í Bæjar- bíói í Hafnarfirði þar sem íslending- ar kynntust fyrrum mörgum merk- um kvikmyndaverkum. Asta var ein fremsta leikkona þögla skeiðsins og þótti túlka hlutverk sín á dýpri og markvissari hátt en margir samtíðarmenn hennar. Alls voru sýndar fjórar leiknar myndir með henni í Bæjarbíói gerð- ar á árunum 1910 til 1925, sú lengsta og líklega merkasta var Gata sorgarinnar eftir Georg Will- iam Pabst, sem síðar átti eftir að skapa að nokkru ímynd Hollywood- leikkonunnar Louise Brooks. í Götu sorgarinnar fer Greta Garbo með stórt hlutverk og önnur goðsagna- kennd kvikmyndastjarna, Marlene Dietrich, var statisti í myndinni. Gata sorgarinnar er gerð á há- tindi þýska expressjónismans en Pabst fékkst í henni við þjóðfélags- legt raunsæi og lýsti misjöfnum kjörum öreiganna og auðmannanna í Vínarborg eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Myndin hefði kannski heitið Sódóma Vín í dag. Andstæðurnar eru dregnar skýrum dráttum; yfir- stéttin lifir við sukk og svínarí í hórukössum borgarinnar á meðan hinn fátæki verkalýður bíður í hungurbiðröðum eftir kjötbita. Eymdin blasir hvarvetna við og sið- ferði borgarbúa er í algeru lág- marki. Myndin rekur sögu tveggja kvenna af lágstéttunum. Asta leik- ur konu sem fremur ástríðuglæp þegar hún sér manninn sem hún elskar með annarri konu en Garbo tekur á sig ábyrgð heimilisins eftir að faðir hennar tapar þeirri litlu aleigu sem hann átti og verður sál- sjúkur. Báðar neyðast þær út í svín- aríið en þar sem önnur er glötuð er hinni enn viðbjargandi. Þetta er ekki síður Garbomynd en mynd Astu Nielsen. Pabst er óspar á nærmyndimar af Garbo að lygna aftur augunum en vigtin ligg- ur í hinni þunglyndislegu persónu Astu, sem lýsir sálarátökum hennar á hófstilltan en átakalegan hátt. Bæjarbíó í Hafnarfirði var rétti vettvangurinn fyrir hana. Það ilmar enn af gömlum myndum. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.