Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Til fremdar framkvæmt? VELFERÐ einstakl- inga mótast af mörgum misleitum þáttum, and- legum sem veraldlegum og erfitt að raða þeim upp í forgangsröð, svo allir mættu vel við una. Aherzlur manna eðli- lega misjafnar, hver sé nauðsynin mest, hvað mæta megi afgangi. Hið veraldlega hefur stundum verið skil- greint í þrengstu merk- ing þó sem fæði, klæði og húsnæði, enda alltaf afar þýðingarmiklir þættir f lífsafkomu manna og ef þann grunn vantar er erfitt að setja ástandið í samhengi við hugtakið velferð. Hið andlega er oftast erfiðara að skilgreina, enda þarfir og langanir manna misjafnar og þróunin og breytingarnar býsna örar, svo jafnvel að erfitt er að fylgjast með. Ekki skal frekar út í almennar vangaveltur farið hér um valferðar- mörk samfélagsins, en um hitt ættu allir að geta verið sammála, að mis- jöfn er fjárhagsleg staða fólks til að fá notið lífsins gæða og vel að merkja oft lítið samhengi á milli allsnægta ytri annars vegar og innri vellíðunar hins vegar og hætti ég mér ekki lengra út á þann hála ís. Um ýmis aukagæði lífsins deila menn, hvort og hversu nauðsynleg eru, og er bifreiðin eitt þeirra. Þó mun hæpið að setja alla þar undir sama mæliker. Erum við t.d. ekki öll sæmilega sammála um það, þó bifreið sé ekki bráðnauðsynleg full- frískum og færum þá gildi annað um Þó bifreið sé ekki bráðnauðsynleg full- frískum, segir Helgi Seljan, gildir annað um hreyfihamlaða. þá sem við verulega hreyfihömlun búa? Ég vil m.a. mega vænta þess, en um leið vekja athygli á því, að einmitt margir í þessum hópi eiga erfiðara með að afla sér bifreiða vegna efnahagsaðstæðna og þá er komið að raunverulegu efni þessa greinarkorns. Lífskjör öryrkja ráðast af mörgum misjöfnum þáttum s.s. annarra þegna þjóðfélagsins og útilokað að ætla að setja einhverjar stöðlunar- reglur þar um. Eitt þessara atriða, sem löggjafi .og tryggingayfírvöld hafa viðurkennt að taka bæri tillit til, er þörf ákveðins hóps öryrkja fyrir greið afnot af bifreið, þ.e. þeirra sem hreyfihamlaðir eru. Þar koma til þijú aðstoðaratriði og þau öll dýr- mæt þeim sem á þurfa að halda. í fyrsta lagi styrkir beinir til bifreiða- kaupa, í öðru lagi bílakaupalán á hagstæðum vaxtakjörum og í þriðja lagi ákveðin mánaðarleg kostnaðar- greiðsla, svokallaðir benzínpeningar. Hingað til hefur öllum þótt þessi þijú atriði svo nauðsynleg að þeim bæri sem bezt í horfi halda og hinum hreyfíhömluðu hefur verið í öllu þessu sú hjálp, sem hefur gert §öl- mörgum þeirra kleift að eignast og reka bifreið. Nú er það svo að um alla þessa þætti leikur nú ákveðin óvissa eða þá að fyrirhuguð er einhver breyting þeim tengd, hvað svo sem verður nú, þegar öllum þessum hræringum linn- ir. í fyrsta lagi er það staðgreiðslan af benzínpeningunum, hinum mánað- arlegu greiðsium upp í kostnað hins hreyfihamlaða. Enn er of snemmt um að dæma, en reynsla öryrkja al- mennt af staðgreiðsiukerfinu er nokkuð blendin og leiða má að því líkur að skattayfírvöld meðhöndli öðru vísi en áður skattframtölin og taki síður tillit til þeirra heimilda, sem í skattalögum eru varðandi lækkun, t.d. til öryrkja. Hitt skal þó fram tekið að reynsla okkar hér af kvörtunum og kærum fyrir hönd öryrkjanna er hin bezta og árangur fyllilega að vonum. En um alla dóma nú um stað- greiðsluskilin af benzín- peningum skal beðið reynslunnar. í öðru lagi eru uppi eina ferðina enn og nú að því er virðist af full- um þunga hugmyndir um að afnema bíla- kaupalán hjá Trygg- ingastofnun ríkisins sem gilt hafa um áratugi, verið hinum hreyfihöml- uðu hagstæð mjög og fyrst og fremst dýrmæt vegna þeirrar öruggu af- greiðslu til allra er eiga rétt. Viðbár- an núna eina ferðina enn að lána- starfsemi eigi stofnunin ekki að stunda og lánsframboð almennt varðandi bílakaup sé yfrið nóg. Ekki er ég búinn að sjá okkar fólk eiga þarna svo greiða leið sem af er látið og kjörin síður en svo til að hrópa húrra fyrir yfírleitt. Þessi fyrirgreiðsla Tryggingastofn- unar ríkisins hefur auðvitað eins og öll önnur fyrirgreiðsla verið gangrýnd af þeim sem ekki hafa notið, en því verðmætari þeim sem sannanlega hafa átt ótvíræðan rétt. Öryggið í endurgreiðslunni er einnig dýrmætt mörgum, enda vitað að afföllin hjá stofnuninni eru svo lítil af lánum þess- um að vart tekur um að tala og að- eins örsmátt brotabrot af öllum af- fallaafskriftum í samfélaginu í seinni tíð. Afnám bílakaupalána væri vondur gjömingur og engin rík ástæða til þeirrar gjörðar sem afsakað gæti. í þriðja lagi eru uppi hugmyndir, í alvöru reifaðar, að draga verulega úr ijárveitingum til bifreiðakaupa- styrkja hreyfihamlaðra, þannig að miklu færri muni fá þessa mikilvægu aðstoð á ári en áður fengu. Á liðnum árum hefur fjöldi styrkja haldið sér, en þrátt fyrir verulega hækkun bifreiðaverðs hefur upphæð styrkja staðið óbreytt og því hafa styrkirnir ekki haldið fyrra verðgildi sínu. En meginmálið hefur verið að jafnmargir hafa notið og hefur sann- arlega ekki veitt af. Hinir ágætustu menn hafa um styrki þessa vélað og úthlutað þeim af mikilli samvizkusemi, vinnubrögð þeirra öll vönduð hið bezta. Þeirra álit eindregið það, að þess sé full þörf að halda hér í horfi og sannar- lega vita þeir af áralangri reynslu hver nauðsyn þessara styrkja er fyr- ir íjölmarga. Ékki er enn vitað hvað verður um fjölda á næsta ári en umtalsverð skerðing hefur uppi á borði verið og aðeins vonað að skynsemin verði ofar skurðgleðinni, þegar til kastanna kemur. Nú spyr einhver um hina brýnu nauðsyn bifreiðakaupastyrkja um- fram annað í tryggingakerfinu og þá því til að svara að hér er ekki verið að tala um tilflutning ijármuna til annars enn brýnna, hér er um hreina skerðingu hjá ákveðnum hóp tryggingaþega að ræða, ef af verð- ur; upphæðin sem sparast rennur ekki tij annarra þarfra og máske þarfari hluta, síður en svo. Og svo aðeins þetta. Ráðherra tryggingamála er að setja af stað vinnu að tndurskoðun tryggingalöggjafarinnar og allar slíkar aðgerðir í upphafi þess verks eru af hinu illa. Ef þar á að vinna af yfirvegun og alvöru á ekki að grípa til skyndiákvarðana í skerðing- arskyni s.s. ótti okkar nú er um. Það væri afar óheppilegt fyrir alla þá vinnu og hver aðgerð af þessu tagi þeim ekki til fremdar sem fram- kvæmir. Vonandi ná sanngirnin og réttsýnin saman áður en af verður. Höfundur er félngsmálafulltrúi ÖBÍ. Helgi Seljan Velferðarríkið ÞAÐ er margt skrýtið í kýr- hausnum, segir gamalt máltæki. Og víst er að í velferðarkýrhausn- um okkar er margt svo sannarlega skrýtið. Sumt svo skrýtið að það hálfa væri nóg til að hvort heldur sem væri skrifa góða brandarabók eða dramatíska raunasögu. Eitt slíkt dæmi er um konu sem hefur þegið fullar örorkubætur um langt skeið vegna varanlegrar ör- orku. Hún fær það sem henni er skammtað með heimilisuppbót og tekjutryggingu. Á síðasta ári urðu henni á þau mistök að fá að auki 104 þúsund krónur í einni greiðslu frá Félagsmálastofnun vegna gífurlegs tannlæknakostnaðar. Hún brást glöð við þessari uppbót og tannlæknirinn fékk sína greiðslu. En ekki er allt gull sem glóir. Álagningarseðillinn frá skattin- um kom eins og lög gera ráð fyrir og þar er henni gert að greiða 66 þúsund krónur í útsvar. Sam- kvæmt upplýsingum frá skattinum eru allar greiðslur frá Félagsmála- stofnun að fullu skattskyldar. Kæra var send og beðið um nið- urfellingu vegna aðstæðna, bæði til skattstjóra og til borgarráðs, svona til vara, ef skattstjóri skyldi gleyma mannlegheitunum. En sag- an er ekki búin; um síðustu mán- aðamót felldi Tryggingastofnun ríkisins niður heimilisuppbót upp á ca 6.000 kr. á mánuði vegna „tekjuaukningar". Við skulum gera ráð fyrir að mannlegur skiln- ingur ríki á þessum stöðum og þetta verði lagfært, en hvað skyldu þessi umbrot kosta þegar upp er staðið. Við skulum gera ráð fyrir að nokkur hundruð slík dæmi séu nú í gangi. Símtöl til skattstjóra, til Félags- málastofnunar, til Tryggingastofnunar. Og mörg þeirra án þess að ná í neinn sem getur svarað. Bréfa- skriftir. Staðfestingar frá Félagsmálastofnun til Tryggingastofnun- ar og skattstjóra og fleiri manns í fullri vinnu við að reyna að svara og leiðrétta það sem hægt er. Fólk sem annars væri við að vinna góð störf er á fullu við að vinna upp ruglið hvert eftir annað. En skoðum hvernig þetta dæmi lítur út ef skattstjóri og borgarráð fara eftir skattalögum og þar með Tryggingastofnun líka: Tekjuskerðing þessarar konu yrði svo mikil að hún gæti á eng- an hátt framfleytt sér, jafnvel þó hún fengi frítt tjaldstæði í Laug- ardalnum fram að áramótum. Það þýðir að leita þyrfti á náðir Fé- lagsmálastofnunar og ef þeir rausnuðust til að rétta hjálpar- hönd yrðu tekjur næsta árs enn hærri sem þýddi enn hærri skatta og enn frekari skerðingu trygg- ingabóta sem yllu því að þær fáu krónur sem eftir yrðu dygðu varla fyrir fari í bæinn til að betla á Lækjartorgi og fá súpu hjá Hjálp- ræðishernum. Þetta litla dæmi er eitt af fjöl- mörgum um þá sem þurfa að þiggja aðstoð og sýnir hvernig keðjuverkun aðstæðna getur vafið upp á sig og skapað margfaldan kostnað fyrir ríki og sveitarfélög, fyrir utan niðurlæginguna og erfiðleikana sem einstaklingar geta þurft að þola því oft- ast er þetta fólk sem á engan veg er í stakk búið til að ganga þá þrautagöngu sem slík vanhugsuð heimsku- lög krefjast af því. Annað dæmi um þrautagöngu öryrkja sem eru varanlega fatlaðir á útlimum er þegar krafíst er láekn- isvottorða vegna nýrra gervifóta eða handa, upphækkaðra skóa eða endurmati á fólki sem er varanlega fatlað vegna fæðingargalla, t.d. handa. Skyldu þeir halda að kraftaverk gerist daglega og nýir útlimir vaxi svona upp úr þurru? Það væri ág- ætt ef svo væri, en varla færu þeir læknuðu að sanka að sér gervilimum og upphækkuðum skóm til skrauts í stofuna bara svona til að klekkja á Trygginga- stofnun. Hvað skyldu svo allar þessar læknisheimsóknir kosta, eða öll skriffinnskan í kring um það, eða þá geymsluplássið fyrir hrúgurnar af skjölum í kring um hvern einstakling? (Ætli það sé geymt í Skjalasafni ríkisins enda- laust?) Kostnaðurinn er ómældur og ómælanlegur. Húsnæðisnefnd ríkfsins er ein stofnun þar sem rússneskt skrif- ræði ræður ríkjum. Hjálpræðið er „stórkostlegt". Fólk sem eru flestar aðrar bjarg- ir bannaðar lætur glepjast í von Guðbjörg Hermannsdóttir Bændablús NU STENDUR yfir endurskoðun á þeim hluta búvörusamnings- ins er snýr að sauðíjár- bændum. Það var svo komið að ef við hér á Daða- stöðum bárum saman tvo kosti, annan að framleiða eins og að- staðan hér gefur mögu- leika á án styrkja og hinn að taka við bein- greiðslunum og fram- leiða eins og skömmt- unarkerfíð sagði að við hefðum rétt á. Þá kom í ljós að skerðingin mið- að við framleiðslugetu var orðin það mikil að það kom orð- ið svipað út fjárhagslega að fram- leiða með eða án styrkja. Kostnaður- inn við að taka við styrkjunum nálg- ast alltaf meir og meir þá upphæð sem kerfið borgar okkurí bein- greiðslum. Þegar svona var komið áttuðu forsvarsmenn bænda sig á að kerfið var að hruni komið og voru tilbúnir að semja við ríkið um breytingar. Til að bytja með hélt ég að nú væri verið að semja um að aðlaga sölu og dreifingu að þeim reglum sem almennt gilda í þjóðfélaginu. Það var og er enn látið líta svo út að verið sé að færa greinina í frjáls- ræðisátt. Það er í þessum drögum gert ráð fyrir að sett verði lög sem gera ráð fyrir því að allt kindakjöt, og helst allt annað kjöt líka, fari í einn pott sem miðstýrt ráð selji síðan úr á verði sem það ákveður hverju sinni. Það er líka gert ráð fyrir að sauð- fjárbændur láti ákveðið hlutfall af framleiðslu sinni, og ráðið getur ákveðið hversu stórt hlutfall, í út- flutning á öðru og lægra verði en kjötið er selt á hér innanlands. Þetta er ekki frjálsræði. Þetta er ekki í samræmi við það sem al- mennt eru kallaðir - eðlilegir við- skiptahættir í dag árið 1995. Það er frekar verið að auka miðstýringu én minnka hana. Það er að aukast skilningur á því víða erlendis að stuðningur við landbúnað verði að vera þannig að mark- aðurinn sé frjáls, þetta leiðir af sér eðlilegri óg betri viðskiptáhætti og kemur bæði starfs- greininni og nejdend- um til góða. Til þess að ná þessu markmiði eru styrkirnir oft í formi óframleiðslu- tengdra beingreiðslna en framleiðslan fijáls á ábyrgð hvers bónda. Víða er bænd- um greitt, sé um offramleiðslu að ræða, fyrir að nýta ekki alla sína aðstöðu og draga úr framleiðslu. Þannig er haldið jafnvægi á mark- aðnum. Eigi að útfæra þetta fyrir íslénsk- ar aðstæður mátti festa beingreiðsl- ur og leyfa síðan hveijum bónda að framleiða eða framleiða ekki og að ráðstafa sinni framleiðslu eins og hann vildi. Ef að styrkirnir yrðu með þessum hætti hjálpuðu þeir sauðíjárbændum til að aðlaga sig breyttum tímum en hindruðu ekki eðlilegar breytingar einsog núver- andi drög að samningi gera. Til að allir séu jafnir bæði bænd- ur og neytendur væri rétt að koma á kjötmarkaði. Ef það á að nota styrkina áfram eins og gert hefur verið til að hnýta menn við kerfíð getur ríkið eins sparað sér þessa peninga. Þessi drög eru í samræmi við þá trú margra bænda að miðstýring sé betri en fijálsræði, að með mið- stýringu standi bændur saman og að fijálsræði sé blóðvöllur, þeir ríg- halda sér sumir í rammfalskt ör- yggi og stinga höfðinu á kaf í sandinn. Ef einhver hópur í þjóðfé- laginu vill miðstýringu einsog þessi drög gera ráð fyrir er það hlutverk ríkisins að koma í veg fyrir það. Gott íslenskt kindakjöt er mjög góð vara, sannkallaður Rolls Roys í mat. Vegna þeirra styrkja sem greinin fær ætti kindakjöt samt allt- af að vera ódýrara en bæði nauta- og svínakjöt. íslenskir neytendur hafa stutt vel við sauðijárræktina gegnum tíðina, og að ætla að selja útlendingum kjötið á langtum lægra verði en íslenskum neytendum er rangt. Ef þessi drög sem nú eru í gangi verða að raunveruleika, mun það ala á úlfúð ogtortryggni milli bænda og neytenda. Það verður æpt á fijálsan innflutning án verndartolla. Er ekki kominn tími til, spyr Gunnar Einars- son, að Sjálfstæðis- flokkurinn hætti að reka stefnu Jónasar frá Hriflu? Þessi drög eru vond fyrir neytendur en þó enn verri fyrir bændur þegar til lengri tíma er litið. Það er ekkert nýtt að deilt sé um landbúnaðarmál. Fyrir 1930 deildu Jónas frá Hriflu og Jón Þorláksson um þessi mál. Síðan þá hefur stefna Jónasar frá Hriflu, því miður, ráðið mestu um stefnu stjómvalda í land- búnaðarmálum. Það er Ijóst í dag að hugmyndir Jóns Þorlákssonar um landbúnað vom raunhæfari og á þeim tíma ótrúlega framsýnar. Er ekki kominn tími til að Sjálf- stæðisflokkurinn hætti að reka stefnu Jónasar frá Hriflu? Stjórnmálamenn verða að vera tilbúnir að höggva á hnútana, svo eðlileg þróun geti átt sér stað í þess- ari starfsgrein. Höfundur er bóndi á Daðastöðum. Gunnar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.