Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 JltíiripsjiM&Mí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁKVÖRÐUN FORSETA * AKVORÐUN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við forseta- kosningar á næsta ári, kemur landsmönnum áreiðanlega á óvart. Þótt frú Vigdís hafi lýst því yfir fyrir fjórum árum, að yfirstandandi kjörtímabil yrði hennar síðasta í embætti, hefur það án nokkurs vafa verið vilji mikils meiri hluta þjóð- arinnar að hún gæfi engu að síður kost á endurkjöri. Það er og skoðun Morgunblaðsins, að bezt hefði farið á því, að frú Vigdís Finnbogadóttir gegndi embætti forseta eitt kjörtíma- bil í viðbót. Á fimmtán ára ferli sem þjóðhöfðingi hefur frú Vigdís notið almenns trausts, virðingar og vinsældar meðal þjóð- arinnar. Sjálf sagði hún á Bessastöðum í gær að málrækt og landrækt hefðu verið sér einna kærust af þeim málum, sem hún hefur unnið að og bætti við: „Við höfum öðlazt trú á landið; að það sé hægt að græða upp örfoka mela og óbyggðirnar. Við sjáum breytingar á landinu. Það er allt grænna. Borgin er grænni og öll byggðarlög eru grænni en fyrir nokkrum árum.“ Þegar sótt er að íslenzkri tungu úr öllum áttum og landið að blása upp skiptir máli, að forseti íslands leggi slíkum hugsjónamálum lið. Það er ekki sízt á tímum eins og við nú lifum, sem mikilvægt er að vernda og rækta arfleifðina og vekja almennan áhuga á því sem fyrst og síðast gerir okkur að sérstakri þjóð. Laufið ber rótunum vitni og hefur forsetinn lagt sig fram um að vekja athygli á því hve miklum og mikilvægum arfi okkur hefur verið trúað fyrir, þar sem er saga okkar, menning og tunga. í forsetatíð frú Vigdísar hafa miklar breytingar orðið í samskiptum þjóða og gagnkvæmar heimsóknir aukist til muna. Vigdís Finnbogadóttir hefur komið fram á alþjóðavett- vangi fyrir hönd íslendinga með þeim sóma, að eftir hefur verið tekið. Vegur íslands og íslendinga hefur af þeim sök- um orðið meiri með öðrum þjóðum. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær lýsti forsetinn því, að gagnrýni á ummæli hennar í opinberri heimsókn í Kína fyrir skömmu, hefði valdið henni sársauka og jafn- framt, að henni hefði verið ókunnugt um þessa gagnrýni þar til hún kom til Kaupmannahafnar. Á tímum nútíma fjar- skipta er auðvitað fráleitt, að forseti íslands fái ekki þegar í stað upplýsingar um athugasemdir, sem fram kunna að koma opinberlega við störf hennar, þegar hún er að sinna skyldustörfum erlendis. Það er til marks um ótrúlega fram- takslaust stjórnkerfi, að forsetinn skuli ekki njótajafn sjálf- sagðrar þjónustu. Fjölmiðlar eru yfirleitt í því hlutverki að miðla upplýsing- um um orð og athafnir annarra. Stjórnendur þeirra geta þó ráðið miklu um það, hvernig þær upplýsingar eru settar fram. Við íslendingar erum þekktari fyrir sundurlyndi en sam- stöðu. Auk tungu okkar og merkrar menningararfleifðar er þjóðhöfðinginn í raun og veru eitt helzta sameiningartákn þjóðarinnar. íslenzkir fjölmiðlar hafa yfirleitt sýnt þá var- kárni í umgengni við þjóðhöfðingjann, sem hæfir. Það þjón- ar engum tilgangi að draga forsetaembættið niður í þá lág- kúru, sem því miður einkennir of oft opinberar umræður hér. Ummæli frú Vigdísar Finnbogadóttur á Bessastöðum í gær eru því verðugt umhugsunarefni fyrir stjórnendur fjöl- miðla. Landsmenn hljóta að treysta því, að ákvörðun forsetans sé ekki afleiðing af þessum umræðum. Fólki er auðvitað ljóst, að svo ábyrgðarmikið embætti er öðrum þræði þung byrði fyrir þá, sem því gegna. Út frá því sjónarmiði er skiljan- legt, að forsetinn vilji njóta þess frelsis, sem í því er fólgið að láta af svo mikilvægu starfi eftir að hafa..gegnt því í rúman einn og hálfan áratug. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að landsmenn munu sakna frú Vigdísar, þegar hún hverfur frá Bessastöðum að tæpu ári liðnu. Forsetakosningar hafa alltaf orðið sögulegar með einhveij- um hætti. Það átti við um kosningarnar 1952 og 1968 og ekki síður 1980. Staðreyndin er sú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að forsetakosningar hafa jafnan skapað gífur- lega togstreitu meðal þjóðarinnar. Hins vegar hafa menn borið gæfu til að sameinast að baki nýjum forseta, þegar hann hefur verið kjörinn. Engin ástæða er til að ætla, að breyting verði á þessu nú. Þess vegna má gera ráð fyrir, að í kjölfar yfirlýsingar Vigdísar Finnbogadóttur á Alþingi og á Bessastöðum í gær skapist bæði umræður og órói um val á forsetaefnum. Fjölmiðlun hefur tekið miklum breytingum frá forsetakosningunum 1980. Vonandi tekst samt sem áður að halda kosningabaráttu vegna forsetakosninga á næsta ári á því plani, sem hæfir þessu virðulega embætti. * Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands gefur ekki kost á Þakklæti til þjóðarinnar efst í huga Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, greindi í gær frá þeirrí ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér til endurkjörs er fjórða kjörtímabil hennar rennur út næsta sumar. Forseti skýrði frá ástæðunum fyrir ákvörðun sinni, leit yfir farinn veg og ræddi framtíðaráform sín á blaðamannafundi á Bessastöðum. VIGDÍS Finnbogadóttir, for- seti íslands, greindi frá því í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær að hún hygðist ekki gefa kost á sér í emb- ætti forseta á næsta kjörtímabili, sem hefst 1. ágúst næsta sumar. Forseta- kosningar munu því fara fram 29. júní á næsta ári. Frú Vigdís var kjör- in forseti árið 1980 og mun við lok núverandi kjörtímabils hafa gegnt embættinu í sextán ár, jafnlengi og Ásgeir Ásgeirsson, sem var forseti 1952-1968. Á blaðamannafundi, sem forseti boðaði til á Bessastöðum síðdegis í gær, las hún upp svohljóðándi yfirlýs- ingu: „Við setningu Alþingis í dag til- kynnti ég að ég hyggst ekki gefa kost á mér til endurkjörs í embætti forseta íslands á næsta ári. Þetta er í fullu samræmi. við þau orð, sem hér féllu á Bessastöðum 19. júní 1991, þegar því var lýst yfir að árin á for- setastóli yrðu ekki fleiri að loknu þessu kjörtímabili. Þegar þetta er sagt, er mér efst í huga þakklæti til ■ íslenzku þjóðarinnar fyrir það mikla traúst, sem hún hefur sýnt mér með því að fela mér embættið í þessi ár og veita mér til þess stuðning og styrk að gegna því. Og ekki er ég sízt þakk- lát öllu því fólki, sem þessa dagana hefur lagt að mér að breyta þessari ákvörðun, bæði með viðtölum, bréfum og undirskriftalistum og einnig met ég mikils jákvæða afstöðu þeirra, sem lýst hafa skoðun sinni í könnun.“ Hyggst vinna að framgangi margmiðlunar Aðspurð hvað hefði ráðið ákvörðun hennar sagði frú Vigdís: „Ég lít svo á að ég hafi unnið þessari þjóð af heilum hug og heilindum í þessi ár. Ég hef þokað nokkuð áfram þeim málum, sem mér voru efst í huga í upphafi kjörtímabils, og ég er enn á góðum járnum, svo mig langar kannski til þess að vinna að öðrum verkefnum líka.“ Forseti var spurð hvaða hugðarefn- um sínum hún hygðist helzt sinna eftir að hún léti af embætti. Hún sagð- ist hafa mikinn áhuga á margmiðlun. „Mig langar til að líta til framtíðar, skoða hana vel og fleyta henni áfram, sem ég hygg að ég geti gert betur sem einkaaðili, hafandi áður gegnt þessu embætti, en í þeim erli, sem ég bý við.“ Vigdís sagðist aðeins taka marg- miðlunina sem dæmi. „Það er freist- andi að nefna það líka, að það er tals- vert eftir af sumrinu í mér, eins og nefnt var hér fyrr á árum. Ég vænti þess að það verði sitthvað fyrir mig að gera. Það er svo langt í frá að ég sé að setjast í helgan stein. Ég er mjög athafnasöm og hef mikla orku. En þetta er eitt af stóru áhugamálum mínum þessa stundina — hvernig má virkja þessa makalausu margmiðlun til að styrkja íslenzka þjóð, til að styrkja okkur öll þannig að við séum gjaldgeng, til jafns við aðrar þjóðir. Við erum það þegar, en við megum hvergi láta deigan síga í þessum mál- um. Þetta eru brýnu framtíðarmálin.“ Aðspurð um önnur áhugamál, sem hún vildi sinna, sagðist Vigdís myndu halda áfram að synda og hlaupa og halda starfsorku sinni. Þá gæti hún ekki hafnað því að þýða gott leikrit. Málrækt og ræktun landsins Frú Vigdís vildi ekki svara því hverju hún hefði einkum fengið áork- að sém forseti. „Ég ætti frekar að spyija ykkur um það. Mér hefur ekki legið lágt rómur um ýmis málefni og ég verð helzt að biðja mína þjóð að svara því, eftir hveiju hún hefur tekið á þessum árum, sem ég hef verið hér við störf. Ég leyni því þó ekki að tvennt er mér sérstaklega kært; mál- ræktin og ræktun landsins.“ Forseti sagði ýmislegt hafa áunnizt í umhverfismálum. „Við höfum öðlazt trú á landið; að það sé hægt að græða upp örfoka mela og óbyggðirnar. Við sjáum breytingar á landinu. Það er allt grænna. Borgin er grænni og öll byggðarlög eru grænni en fyrir nokkr- um árum.“ Gott að hafa hlutlausan forseta Frú Vigdís sagðist ekki telja að embætti forseta ætti að breytast frá því, sem verið hefði. Fyrir þjóð, sem ekki væri stærri en sú íslenzka, væri gott að forseti væri eins hlutlaus og kostur væri í frásögn sinni af mönnum og málefnum. Aðspurð hvort hún ætti von á að kona tæki við af henni, sagðist Vig- dís ekki hafa þá spádómsgáfu að hún gæti svarað því. „En mér þykir vænt um að það er að renna upp þeil kyn- slóð í landinu, sem finnst sjálfsagt að kona geti gegnt þessu embætti eins og karl.“ Forseti sagðist ekki búast við að erfitt yrði fyrir arftakann á forseta- stóli að fylla skarð hennar eða að VIGDÍS Finnbogadóttir, fo fundi sínum á Be hætta væri á að hann lenti í skugga hennar. „Mér dettur ekki annað í hug en að mín þjóð beri gæfu til að velja sér þann fulltrúa hér á Bessastöðum, sem sinnir þeim störfum á álíka hátt og ég hef reynt að gera,“ sagði hún. Gagnrýni breytti engu Frú Vigdís var spurð hvort sú gagn- rýni, sem hún varð fyrir eftir opin- bera heimsókn sina tíl Kína, hefði átt einhvern þátt í að hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram. „Þ_að hafði engin áhrif," sagði hún. „Ég vil láta þess getið að það var erfitt fyrir mig að kveða upp úr um þetta, sem þó er gömul ákvörðun, og starfs- fólk mitt og trúnaðarvinir hafa lengi vitað um. Það var erfitt að kveða upp úr um hana fyrr en ég hefði lokið skyldustörfum mínum við opinberar heimsóknir. Það hljóta allir að sjá að það er erfitt að ganga um í opinberum heimsóknum þegar allir viðstaddir hugsa sem svo, þegar maður gengur í salinn: Þarna kemur hún og hún er að hætta. Maður er sterkari á svell- inu ef maður kemur fram sem for- seti, án þess að búið sé að tilkynna það að bráðum verði breyttir tímar eða breyttar aðstæður." Sárindi eftir Kínaför Forseti sagði hins vegar að sér hefði sárnað sú gagnrýni, sem fram kom vegna frásagnar hennar af fundi með Li Peng, forsætisráðherra Kína, en haft var eftir Vigdísi í fréttum að fundurinn hefði verið ánægjulegur og hefðu hún og forsætisráðherrann meðal annars velt fyrir sér heimspeki- Morgunblaðið/RAX FORSETINN greinir þingheimi frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér til endurkjörs er fjórða kjörtímabili hennar lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.