Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ sér til endurkjörs Morgunblaðið/Þorkell rseti Islands, á blaðamanna ssastöðum í gær. legum spurningum, eins og hversu frelsið væri afstætt. Þá sagði forseti í sjónvarpsviðtaii að rangar aðferðir hefðu verið notaðar af hálfu róttækra kvenna til að mótmæla afskiptum kínverskra stjórnvalda af óháðu kvennaráðstefnunni í Peking. Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmda- stjóri Amnesty International á Is- landi, og Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgarstjóri, gagnrýndu ummæli for- seta. Vigdís sagði á blaðamannafundin- um á Bessastöðum að hún hefði fyrst frétt af þessari gagnrýni er hún kom frá Peking til Kaupmannahafnar. „Þetta kom mér algerlega í opna skjöldu, vegna þess að ég sinnti öllum mínum verkum og kom öllu til skila, sem ég ætlaði að koma til skila,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún hefði reiðzt, sagði hún: „Maður er mann- legur, ekki skaplaus. Það var gott að götur í Kaupmannahöfn eru eins langar og þær eru,“ sagði Vigdís. „Þetta særði mig. Það er svo sér- kennilegt, að það er mjög algengt að menn falli í þá gryfju að halda að næsti maður sé vitlausari en mað- ur sjálfur. í föðurgarði mínum í gamla daga var um þetta rætt og orðað si svona: Ef hann er það, getur þú kennt honum eitthvað. Ef hann er það ekki, getur þú lært af honum. — Mér voru gerð upp orð, mér voru gerðar upp hugsanir og það er erfitt að kyngja því, sérstaklega af því að maður fer ekkert í karp að bera hönd fyrir höf- uð sér.“ Kom mannréttindamálum til skila Vigdís sagðist hafa tekið þá stefnu að leiða gagnrýnina sem mest hjá sér, en hún hefði sagt frá nokkrum atriðum í Morgunblaðinu. „Ég sé ekki annað en að þetta hafi verið út af því að menn hafi ekki áttað sig á því hvernig fyrsta kennslustund í heimspeki er: um afstæði. Mig grun- ar að það hafi ekki komizt til skila, sem ég hafði að segja. Hefðu menn hringt í Pál Skúlason eða Þorstein Gylfason hefðu þeir fengið að vita að þetta var aðferð til að segja frá því um hvað hafði verið talað. Eg kom mannréttindamálum til skila víða í Kína, fékk meira að segja að heyra frá ungu fólki það, sem það hafði sagt um birtuna og lýðræðið að norð- an.“ Frú Vigdís nefndi að hún myndi bráðlega taka þátt í ráðstefnu UNESCO í París um mannréttindi barna. „Eitthvað hafa þau þá spurnir af því að ég sé hlynnt mannréttind- um,“ sagði hún. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 29 NÝR BÚVÖRUSAMNINGUR Stefnt að því að fækka sauðfé um 30 þúsund Nýr búvörusamningur var kynntur þingflokkum ríkisstjómarinnar í gær. Með honum skuldbindur ríkis- sjóður sig til að styrkja bændur um 11 milljarða á næstu fímm árum. Stuðningurinn hefur lækkað mikiö síðustu ár og verður um aldamót minna en helmingur af því sem hann var árið 1991. Egill Ölafsson kynnti ser ny]a samnmgmn Morgunblaðið/Snorri Snorrason MEÐ nýjum búvörusamn- ingi er stefnt að því að kaupa upp framleiðslu á annað hundrað sauðfjár- búa og fækka sauðfé í landinu um 30 þúsund. Varið verður nærri 450 milljónum til þessara aðgerða. 250 milljónum verður varið úr ríkissjóði til að ráðstafa þeim 2.200 tonnum af kjöti sem fyrir eru í landinu. Um helmingur upphæðarinnar fer til tímabundinna niðurgreiðslna á kjöti á innanlandsmarkaði. Markmið nýja samningsins eru að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni sauðfjárframleiðslu til hagsbóta fyrir sauðfj árbændur og neytendur, að treysta tekjugrundvöll sauðfjárbænda, að ná jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða og að sauðfjár- rækt sé í samræmi við umhverfis- vemd. Þessum markmiðum hyggjast samningsaðilar ná með því að breyta rekstrarumhverfi sauðfjárframleiðsl- unar, með ftjálsari verðlagskerfi, með uppkaupum og tilfærsium á greiðslu- marki og með því að styðja sauðflár- bændur sem vilja hætta búskap. 3.734 kr. í beingreiðslu fyrir ærgildið Samningurinn gerir ráð fyrir að kvótakerfið verði lagt niður í núver- andi mynd, sem þýðir að bændur mega framleiða eins mikið og þeir vilja. Til að koma í veg fyrir fram- leiðslusprengingu verður bónda, sem eykur framleiðslu sína frá því sem hún er á þessu ári, gert að flytja framleiðsluaukninguna úr landi. Þessi regla gildir í tvö ár. Þetta mun halda aftur af bændum að framleiða, því lágt verð fæst fyrir kjöt á erlend- um mörkuðum. Áfram verða greiddar beingreiðsl- ur til bænda og greiðast þær í sama hlutfalli og í dag. Greiddar verða 3.734 krónur á hvert ærgildi á ári. Það þýðir að bóndi sem er með 300 ærgilda bú fær 1.120.200 _________ krónur í beingreiðslur á ári. Til að fá beingreiðslur árið 1996 þarf bóndi að framleiða a.m.k. 60% af þeirri ærgildistölu sem ______ hann hefur. Annars skerðast beingreiðslur hans hlutfalls- lega. Þetta hlutfall þarf að endur- skoða árlega. Samkvæmt gamla samningnum skerðast beingreiðslur við 80% markið. Bændur í skógrækt halda beingreiðslum Samningurinn gerir ráð fyrir að heimilt sé að semja við bændur um að þeir fækki sauðfé, en haldi óbreyttum beingreiðslum ef þeir taka þátt í umhverfisverkefnum í samráði við Landgræðslu ríkisins og Skóg- rækt ríkisins, stunda nám eða starfs- þjálfun eða taka þátt í atvinnuþróun- arverkefnum. Framlög árið 1995 skv. fjárl. Fjárlramlög ríkisins til sauðfjárbúskapar / milljónum króna 1996 1997 1998 1999 2000 1996-2000 1.637 Beingreiðslur 1.480 1.480 1.480 1.480 1.480 7.400 66 Lífeyrissjóður 66 66 66 66 66 330 i 250 Ullarniðurgreiðslur 230 210 210 210 210 1.070 h 290 Vaxta- og geymslugjöld 279 240 225 225 225 1.194 460 Uppkaup '91 460 220 1 l ' Uppkaup 125 206 112 ■■■“ ^ÉÉillÍÉlf jHjJlPP -Á443 L 150 Birgðaráðstöfun 63 37 . pfr-{fi 250 f - Hagræðing/vöruþróun , 83 50 45 40 —218 í' Umhverfisverkefni ^ Pps' 15 20 20 20 75 2.853 Samtals 2.703 2.557 2.163 2.046 2.041 10.980 Hlalt. af Iraml. á fiárlöaum '96 -IfflEL- - JS2L- flBL. Æls WÁ Greiðslur í þrjú ár ef hætt er búskap Á jörðum þar sem búfjárbeit kem- ur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu lands eða veldur of miklu beitarálagi, verður heimilt að ákveða fækkun fjár að fenginni umsögn Landgræðslu og eða Skóg- ræktar ríkisins. í samningnum eru ákvæði sem gefa sauðfjárbændum færi á að skila inn greiðslumarki og takast á við önnur hagnýt verkefni á sviði um- hverfis-, landgræðslu- og skógrækt- armála. Samkvæmt gamla samn- ingnum féll greiðslumarkið niður ef bændur framleiddu ekkert í tvö ár. 450 milljónum varið til upp- kaupa á greiðslumarki Til að ná markmiði samningsins um fækkun sauðfjárbænda verður um 450 milljónum varið til uppkaupa á um 30 þúsund ærgildum. Bændum verða gerð tilboð um uppkaup á greiðslumarki í þrennu lagi. Bændur sem vilja hætta búskap stendur til boða eftirfarandi tilboð til 15. nóv- ________ ember: Greiddar verða 5.500 kr. fyrir hverja á sem fargað er. Greiðslan verður innt af hendi í ársbyijun 1996. Greiðslumarkshafi _____ fær bætur sem svarar til þriggja ára beingreiðslna. Gjalddagar verða sömu og um bein- greiðslur væri að ræða. Fyrir hveija kind sem er umfram greiðslumark greiðast 2.000, þó aðeins fyrir ær og gemlinga sem koma fram á ásetn- ingsskýrslu síðasta verðlagsárs. Ákveði bóndi, sem á 300 ær, að taka þessu tilboði fær hann 1.650 þúsund í förgunarbætur fyrir bú- stofninn og rúmar 1.120 þúsund í beingreiðslur árlega í þijú ár eða samtals rúmar 5 milljónir króna. Bændum verður aftur gert tilboð næsta sumar. Þeir sem semja um að hætta fyrir 1. júlí 1996 fá sams- konar tilboð um förgunarbætur og beingreiðslur í tvö ár. Þeir bændur sem semja um að hætta eftir 1. júlí 1996 geta fengið beingreiðslur í tvö ár, en engar förgunarbætur. Bændur sem taka þessum tilboðum skuld- binda sig til að vera fjárlausir út samningstímann, en mega þó vera með 10 kindur og neyta afurða af þeim heima. Að auki býðst bændum sem vilja vera undanþegnir útflutningsskyldu 2.000 kr. fyrir hverja á sem fargað er. Greiðslumarki endurúthlutað Samningurinn gerir ráð fyrir að beingreiðslur falli niður þegar bóndi verður 70 ára. Þegar hjón eða sam- búðarfólk standa fyrir búi á að miða við aldur þess sem yngra er. Þetta ákvæði á að taka gildi í ársbyijun 1997. Ætlunin er að endurúthluta því greiðslumarki sem losnar með samn- ingum við bændur sem hætta fram- leiðslu. í búvörusamningnum segir að stefnt sé að því að sauðíjárbændur, sem hafa frá 180 til 450 ærgilda greiðslumark fái allt að 10% aukningu á beinum greiðslum. Bóndi sem hef- ______ ur innan við 180 ærgilda greiðslumark getur þó sótt um aukn- ingu með þeim rökstuðningi að sauðfjárframleiðsla sé aðalatvinna hans og geti sýnt fram á að afkoma hans byggist að stærstum hluta á sauðfjárframleiðslu. Þeir bændur sem eru með meira en 450 ærgildi í greiðslumark, sauðfé + mjólk, fá ekki aukningu. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagðist ekki telja að þessi endurúthlutun leiddi til þess að markmið um að draga úr fram- leiðslu næðist ekki. Markmið með endurúthlutun á greiðslumarki væri að styrkja íjárhagsstöðu bænda. Það væri nauðsynlegt því að samdráttur- inn á síðustu árum hefði leitt til þess að búin hefðu minnkað mikið. Verðlagning gefin frjáls 1998 Verðlagning sauðfjárafurða verð- ur gefín fijáls í tveimur áföngum. Opinberri verðákvörðun á slátur- og heildsölukostnaði verður hætt haust- ið 1996. Staðgreiðslu á sauðfjára- furðum verður hætt sama haust og verðlagning til bænda gerð sveigjan- legri. Þetta þýðir að bændur og slát- urleyfishafar verða að semja um verð og greiðslukjör. Öllum verðlags- hömlum verður síðan endanlega af- létt haustið 1998. Samningurinn gerir ráð fyrir að ráðstöfun þeirra fjármuna sem ríkið ver til niðurgreiðslna á uli verði falin bændum. Eins er gert ráð fyrir að þeim fjármunum sem ríkið greiðir í vaxta- og geymslukostnaður verði falin bændum til ráðstöfunar. Friðrik Sophusson íjátTnálaráðherra sagði að ríkið vonaðist eftir að bændur myndu finna leiðir til að nota þessa fjármuni __________ á annan og hagkvæmari hátt en verið hefur. Samningurinn gerir ráð fyrir að fyrir sláturtíð verði gerð áætlun um hvað stór _____ hluti framleiðslunar verði settur á markað innan- lands og hvað mikið verður flutt úr landi. I því sambandi verður tekið mið af birgðastöðu við upphaf slát- urtíðar. Allir framleiðendur taka þátt í kostnaði við útflutninginn nema þeir sem framleiða innan við 70% af greiðslumarki. Búvörusamningurinn verður kynntur fyrir bændum á næstu dög- um og lagður fyrir Búnaðarþing 10. október. Ari sagði að stjórn Bænda- samtakanna hefði enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi mæla með því að samningurinn yrði sendur í almenna atkvæðagreiðslu hjá bændum eða hvort Búnaðarþing yrði gert að taka afstöðu til hans. Stefnt að 10% aukningu beingreiðslna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.