Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 33.. ásamt fyrrnefndu afskiptaleysi stjórnvalda, að allir sem gátu reyndu að eignast steypu, þó ekki væri nema kjallari. Þeir voru að „koma undir sig fótunum" fjár- hagslega og það varð ekki öðruvísi gert, því bankainnstæður urðu að engu. Steinsteypan varð því hinn raunverulegi gjaldmiðill Islend- inga. Þáttaskil urðu vorið 1979 er verðtrygging lána var endanlega lögtekin. Þá tók krónan við réttu hlutverki sínu en steypunni tók að hraka. Svo gerðust þau ósköp að hér ríktu allt í senn verðbólga, okurvextir og verðtrygging í heilan áratug. Engin ráð fundust þá gegn þessu önnur en að lækka kaupið. Árið 1983 var verðtrygging á kaupi afnumin og það lækkað um 25%. Þá var grundvölluð sú þjóðar- sátt um láglaunastefnu sem enn ríkir. Ofan í kaupið kom „hagfræð- ingastóð“ Alþýðusambandsins, því á, 1986, að lána skyldi allri þjóð- inni opinbert fé til húsnæðiskaupa með niðurgreiddum vöxtum. Þetta var gott fyrir þá ríku, en fyrir aðra var þetta martröð sem hafði í för með sér stærstu gjaldþrota- hrinu íslandssögunnar sem enn stendur, sbr. Skuldastöðu heimil- anna, útg. Félagsvísindastofnun 1995. Það er rétt hjá SUS-mönnum að „ungu fólki er gert nær ókleift að komast að í almenna kerfinu". Þetta á einnig við um félagslega kerfið. Nú berjast hagsmunaaðilar gegn verðfalli íbúða þrátt fyrir sölutregðu. Markaðurinn fær því ekki að starfa samkvæmt lögmál- um framboðs og eftirspurnar. Þarna er verkefni fyrir unga sjálf- stæðismenn, vilji þeir viðhalda sinni séreignastefnu. Þá geta menn ekki heldur búist við að fá kostnað- arverðið endurgreitt. Því er rétt að spyija: Er það skynsamlegt að hvetja t.d. ungt fólk til að fjárfesta í húsnæði? Og er það skynsamlegt fyrir samfélagið að geyma fé sitt í húsnæði í þeim mæli sem gert er? Fyrir mér er séreignastefnan aðeins enn eitt dæmið um vitlausar fjárfestingar. Steinsteypan er búin að vera sem gjaldmiðill, og nú er upplýst að hún er einnig ónýtt byggingar- efni. Það þarf að klæða steinhúsin utan svo þau haldi vatni. Hin hefðbundna íslenska hús- næðisstefna er hrunin, því grund- völlur hennar er brostinn. Sá grundvöllur byggðist á: 1. Van- rækslu stjómvalda við stefnumörk- un. 2. Ónýtum gjaldmiðli. 3. Fjára- ustri úr opinberum sjóðum á seinni ámm. 4. Óverðtryggðum lánum í verðbólgu. 5. Dungaði þeirra sem gátu byggt sjálfir. 6. Miklum upp- gangi og tekjuaukningu í þjóðfé- laginu. Nú eru aðrir tímar og eng- ar venjulegar breytingar sjáanleg- ar á næstunni. Er þá ekki löngu kominn tími til að hugsa þessi mál að nýju og móta ný viðhorf? Við þurfum peninga í svo margt annað en lúxusumbúðir utanum skuldugt fólk. Höfundur er forfnaður Leigjenda■ samtakanna. - þflr &em þít vitt! Skriflegt samband viö stærstu fréttastofu landsins færir þér kjarna málsins þegar þú vilt - þar sem þú vilt! T&Cjdmi mdtuns d </\tne£i http://www.strengur.is/mbl Opinn aögangur 28. september - 5. október / 1. októher Upplysingar uin símanúmer innanJands Hvah er nijinerif) hjá Siggu? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma /■ tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 03 breytist í 118. POSTUR OG SIMI YDDA F47.35/S'1A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.