Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURGEIR JÓNSSON + Sigurgeir Jóns- son fyrrverandi vörubílstjóri og deildarstjóri á bif- reiðastöð Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri, Bifröst, var fæddur á Naustum við Akur- eyri 8. september 1910. Hann lést á Fj órðungssj úkra- húsinu á Akureyri 25. september síð- * astliðinn eftir skamma legu. For- eldrar Sigurgeirs voru Jón Emil Tómasson, f. 7.8. 1870, d. 14.4. 1922, og kona hans Sigurlína Sigurgeirsdótt- ir, f. 9.4. 1879, d. 13.1. 1968. Þau bjuggu á Akureyri. Tómas, faðir Jóns Emils, var Jónasson, kvæntur Björgu Emilíu Þor- steinsdóttur. Þau bjuggu lengst á Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Tómas á Hróarsstöðum var list- rænn, skrifaði leik- rit og var kunnur hagyrðingur. Systkini Sigurgeirs voru: Fjóla Katrín, f. 2.10.1904, d. 12.6. 1960, Karl Jóhann, f. 8.10. 1906, d. 17.10. 1976, Páll, f. 12.11. 1908, d. 14.7. 1985, Helga Ár- mann, f. 8.5. 1914, d. 1.5. 1933, Tómas, f. 27.7. 1916, Þor- valdur Kristján, f. 11.10.1918, og hálf- bróðir samfeðra var Jón Forberg. Eftirlifandi eiginkona Sigur- geirs er Hulda Gísladóttir frá Skógargerði. Börn þeirra eru Dagný, f. 23.5. 1935, Sigurlína Ármann, f. 11.7. 1939, og Gísli, f. 14.1. 1949. Útför Sigurgeirs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ER ÉG gekk út í morguninn eftir að mér hafði borist andlátsfregn afa míns, Sigurgeirs Jónssonar, nefndur Geiri Tomm, varð mér ljóst að þó svo við hefðum oft verið ósam- mála, okkur til ánægju, þá höfðum við þó sama smekk fyrir veðri. Eft- ir hlýtt og gott sumar var komið haust og fyrstu snjóa hafði fest þá um nóttina. Trén svignuðu mjög allaufguð undan þunganum; birkið tekið að gulna. Það var svalt og stillt og hljótt. Þetta var einmitt Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050925 og 562 7575 i FLUGLEIÐIR HÍTEi LÖFTLEIDIR Erfldrykkjiir Safnaðarheimiii f Háteigskirkjn /' veður til að kveðja, eins og farfugl- amir, og fara í betri stað. Það var á miklum umbrotatímum að við fluttum frá Reykjavík til Akureyrar: undirritaður, systur mínar Helga Jóna og Hilma ásamt Dagnýju móður okkar. Gísli, móður- bróðir okkar, keyrði jeppann, þá 17 ára gamall. Eftir tíu eða tólf tíma akstur, í höstiím bílnum, á holóttum vegum þess tíma, vorum við stödd hjá afa og ömmu á Spít- alavegi 21 á Akureyri. Húsið alitaf 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið 511 kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. Crfisdrykkjur VeWAgohú/ið GRPi-mn Sfmi 555-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 5C2 0200 íslenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið Sk S. HELGAS0N HF upplýsinga. 11STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 kallað Spító. Við vorum komin í landið þar sem bókstafirnir k og t eru jafn réttháir g og d. Fengu nú borgarbörnin heldur betur að heyra það frá öllum Akureyringum að sunnlenska væri hér ekki hátt skrif- uð. Þó var einn maður sem nennti ekki að halda fyrirlestra um fram- burð. Það var afi. í stað þess sagði hann „saggði“, „hebbði“ og „höbbði“ o.fl. í þeim dúr. Svo var farið með krakkana út í bíl og ekið eins hægt og mögulegt var suður á höfða, sem afi sem sagt kallaði „höbbða“ til hátíðabrigða, að setja niður kartöflur. Afi vissi að við kunnum nóg í íslensku, en notaði tímann í bílnum til að kenna okkur frönsku, fingramál og söng. Gott ef ekki kom tími og tími í hrafna- máli. Hann lét sem sagt öðrum eft- ir að beija burt linmælgina. Og kennslan var mjög þægileg og kröf- ur hóflegar, það eina sem stressaði var aksturslagið. Hraðamælirinn stóð stundum á núlli. Það var eins gott að enginn þekkti mann. En svo fór afi út úr bænum með krakkana og þá var nú heldur betur sett í fluggírinn. Hann var fljótur fram í Tjarnargerði ef svo bar undir. Og afi ók með okkur krakkana yfir kvíslar Eyjafjarðarár út í hólm- ana til að tína egg eða bera á eða heyja. Það var líka farið í íjárhúsin, því afí átti nokkrar kindur í jaðri bæjarins. Svo gaf hann mér lamb, sem varð kind, sem gaf mér lömb á haustin. En flestar voru samt ferðimar í kartöflugarðinn, þetta flæmi sem okkur fannst. Vor og haust fór afi með krakkahópa af ýmsum stærðum og gerðum til að vinna í garðinum suður á höfðanum. Hann beitti nánast vísindalegri ná- kvæmni við ræktunina; manni þótti jafnvel nóg um á stundum. Útsæðið varð að snúa rétt þegar það fór í moldina; spírurnar upp. Bilið milli kartaflnanna varð að vera rétt og mælt í lengd og breidd. Dýptin varð og að vera mæld. I þessu var ekk- ert fúsk liðið. Þannig var hann ag- aður og nákvæmur í sínum verkum. Líka þegar hann opnaði gosflösk- urnar í kaffitímanum. Afi opnaði skottið á bílnum og það sló þögn á liðið; við blasti kassinn með seven- upinu og ’appelsíninu. Hann opnaði flöskurnar með bíllyklinum og fór sér að engu óðsiega; dauðaþögn á meðan: Allir fengu sína flösku og tapparnir vour stráheilir á eftir. Svo var sest „yndir“ bárujárnsvegginn ef hann var á norðan. Eftir gosið kom hrollur í mannskapinn og það var hægt að halda áfram að vinna. Þegar síðan afa þótti nóg að gert í garðinum var ekið heim á þessum mesta dólhraða sem undirritaður hefur orðið vitni að um dagana; hraðamælirinn stóð á núlli. Heima í Spító kenndi afi okkur svo skák og olsen olsen. Ekki man ég til þess að hafa sótt gull í greip- ar hans við skákborðið; hann fóm- aði nokkrum mönnum og mátaði, enda tefldi hann daglega við vinnu- félagana. Við óþægð gaf hann sel- bita. Sigurgeir starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Eyfirðinga; keyrði flutningabíla árum saman milli Reykjavíkur og Akureyrar á vegum sem fengju varla hærri gráðu í dag en kallast slóðar. Til eru myndir frá þeim tíma sem sýna bílana marandi í hálfu kafi í aurblautum vegum; af sumum myndunum að dæma hefði reyndar mátt ætla að bílnum hefði verið fleygt út í mýri, því hvergi sést vegurinn, en bílarnir tvist og bast í botnlausri drullunni. Þannig voru vegirnir þegar frum- heijarnir í vörubílaakstri ruddu brautina. Hann sagði mér frá því hvernig sviptivindarnir í Hvalfirðin- um rifu í bílana og sjá hafi mátt á sjónum hvort hann var mjög hvass, og hvernig hann þurfti að skorða sig af til að halda stýrinu. Það voru átök, þá var ekkert vökvastýri, sagði hann. Árið 1962 hætti Sigur- geir að keyra og varð deildarstjóri á Bifröst. Þeirri stöðu gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1980. Utan vinn- unnar stundaði Sigurgeir veiðar af ýmsu tagi. Hann fór á hreindýra- veiðar, gæs og í ijúpur; stundaði hann einnig stangveiði. Annars var Sigurgeir Jónsson öðru fremur maður síns starfs og líklega ekki hinn alltumvefjandi fjölskyldufaðir. Engu að síður var hann barngóður og mikill dýravinur. Sá sem hér skrifar ætlar sér ekki þá dul að útskýra persónu Sigurgeirs, en telja má víst að föðurmissir við upphaf unglingsára og sviplegt fráfall ást- kærrar systur á unga aldri hafi haft mikil áhrif á hans lífsafstöðu. Hann hafði frábæra kímnigáfu sem hann gat beitt á ýmsa vegu, stund- ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON + Þorlákur Þórar- insson fæddist 9. maí 1924. Hann lést í Landspítalan- um 22. september síðastliðinn. For- eldrar Þorláks voru Þórarinn Gunn- laugsson, stýrimað- ur, f. 19. mars 1898, d. 20. maí 1974, og Auður Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1897. Eftirlifandi eigin- kona Þorláks er Stella R. Sveinsdótt- ir, f. 27. desember 1935. Þau áttu einn son, Jón Hafþór Þorláksson, bifvéla- virkja, f. 26. júní 1954, eigin- kona hans er Helga Elínborg Jónsdóttir, leikskólastjóri, f. 4. maí 1957. Þeirra börn eru Auð- ur Jónsdóttir, f. 26. maí 1980, og Ari Elberg Jónsson, f. 3. sept- ember 1987. Þorlákur stundaði nám i Reykholti árið 1940-41, lærði húsasmíði við Iðnskólann 1941- 1944, nam við Stýri- mannaskólann 1951-1954 og lauk þaðan farmanna- prófi. Hann starfaði við húsasmíðar árin 1945-1948, á es. Lagarfossi frá 12. nóvember 1948 til 28. janúar 1949, á es. Reykjafossi frá I. febrúar 1949 til 17. júní sama ár. Á es. Brúarfossi frá II. okt. 1946 til 30. júní 1957, á ms. Lag- arfossi frá 31. des. 1959 til 19. janúar 1960. Á ms. Goðafossi frá 2. apríl 1965, var þar háseti og stýrimaður, eftir það stýrimaður á ýmsum skip- um og síðan skipstjóri í afleys- ingum. Hætti og fór í land 10. ágúst 1976 og starfaði hjá Hrafnistu í Hafnarfirði til ársins 1994. Útför Þorláks verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÉG VIL minnast elsku afa míns með nokkrum orðum. Frá því ég man eftir mér hefur afi verið til staðar, svo góður, sterkur og traustur. Hann hefur skipað stóran sess í lífi mínu. Á hveijum sunnu- degi öll mín bernskuár, fórum við afi í sunnudagsbíltúr, skoðuðum skipin í Reykjavíkurhöfn, fengum okkur kókó og köku í Kaffivagnin- um, og oftar en ekki enduðum við á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem afi starfaði í mörg ár. Afi hafði gaman af að ferðast og ófáar ferðirnar hef ég farið með honum og ömmu, innanlands sem utan. Ég á mjög erfitt með að sætta um nokkuð gráglettnislega, en oftar af list hins sanna húmorista. Og til þess þarf gáfur. Það er skoðun mín að Sigurgeir Jónsson hafi verið maður mikilla tilfinninga, en þær tilfínningar vildi hann hafa fyrir sig einan. Hann var tónlistarunnandi; hlustaði á klassík í útvarpi og af plötum sem hann átti sjálfur. Að loknum starfsdegi settist Sig- urgeir í helgan stein. Hann var orð- inn hjartveikur og hlífði sér þvi nokkuð. En hann var líka ekki maður erindisleysunnar, túristi gat hann aldrei orðið. Hann fór suður þegar hann var í suðurkeyrslunni; austur þegar hann fór á veiðar; hann gat ekki gert sér upp erindi og hélt sig því heima eftir starfs- lok. Hann fór þó um bæinn á bílnum sínum fram á síðustu ár og heim- sótti sitt fólk; sérstaklega varð það honum til ánægju að koma að Knarrarbergi, þar sem sonur hans Gísli bjó, og vitja um hestana. En ellikerling sótti að Sigurgeiri og þá einkum líkamlega. Andlega hélt hann hins vegar sínum styrk til hinstu stundar; fylgdist meðal ann- ars mjög vel með öllu sínu fólki. Sigurgeir Jónsson var orðinn aldraður, sjúkur maður þegar kallið kom. Andlát hans þurfti því ekki að koma á óvart. En það gerði það samt. Ef til vill vegna þess að hann var alltaf heima hjá sér og hélt öll- um sínum venjum til hins síðasta. Hann var mjög lítið farinn þegar maðurinn með ljáinn fellir hann eftir snarpa og ójafna viðureign. Varla um neina banalegu að ræða. Það var líka kannski dálítið stíllinn hans afa; ganga í verkið og ljúka því af. Ég þakka honum fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Þó höldum eitthvað eyðist, í aðra mynd það leiðist, eyðist aldrei það! Duptgjört strá er duptið, af dupti aptur lyptist urt í urtar stað - Orminn sjá dottinn í dá, af ham hans fúnum hið fagurbrúna fiðrildið vængjum ypptir. (B.T.) Ömmu minni, Huldu Gísladóttur, votta ég mína dýpstu samúð í sorg- artíð. Sigurgeir Sveinsson. mig við andlát afa, en hann var mjög veikur síðustu vikur. Ég óska þess að himnaríki sé til og nú Iíði honum vel. Jólin og áramótin verða tómleg án hans. Ég mun alltaf hafa minningu afa efst í huga, um hann á ég góðar minningar sem eru mér mikils virði. Við Ari bróðir minn kveðjum afa með söknuði og biðjum góðan Guð að varðveita hann. Auður Jónsdóttir. Við Þorlákur kynntumst árið 1948, er ég kom um borð í Reykja- foss. Hann var þar háseti. Við urð- um strax góðir vinir, er hélst alla tíð. Þorlákur var kallaður Lalli af sínum nánustu og vinum. Hann átti rætur sínar að rekja upp í Borg- arfjörð, sem var honum mjög kær og naut ég þekkingar hans á Borg- arfirði. Lalli lærði húsasmíði áður en hann byijaði sjómennsku. Hann var hjá Eimskipafélagi íslands og þegar hann hætti hjá þeim var hann skip- stjóri á Reykjafossi hinum þriðja. Eftir að hann kom í land, var hann eftirlitsmaður við byggingu DAS í Hafnarfírði, og síðan húsvörður þar. Lalli vann mikið við eignir sjó- mannadagsráðs að Hraunkoti í Grímsnesi, enda kom þá vel í ljós sú kunnátta sem hann bjó yfir. Eiginkona Þorláks er Stella Ragnheiður Sveinsdóttir og eignuð- ust þau einn son. Barnabörnin voru tvö og voru augasteinar afa síns. Ég votta Stellu og öllum ættingj- um hans mínar innilegustu samúð- arkveðjur og þakka góða viðkynn- ingu við hinn látna. Skjöldur Þorgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.