Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 3 7 MINNINGAR SIGRIÐUR TÓMASDÓTTIR + Sigríður Tóm- asdóttir var fædd í Reykjavík 14. september 1922. Hún lést í Los Ange- les 10. ágpúst sl. For- eldrar hennar voru Tómas Jónsson, kaupmaður, og kona hans Sigríður Sighvatsdóttir. Systkini hennar voru: Anna Zoéga, Álfheiður Lorange og Gunnar, þau eru öll látin. Sigríður giftist þann 5. mars 1943 eftirlifandi manni sínum Skúla Ágústssyni, f. 31. mars 1917. Þeirra börn eru 1. Tómas Haukur, f. 9. febrúar 1944, maki hans er Takako og eiga þau þijá syni. 2. Ágúst Om, f. 31. júlí 1947, maki hans er Les- ley, þau eiga tvær dætur. 3. Sigrún, f. 10. október 1956, maki hennar er René, þau eiga þijár dætur. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 15.30. NÚ HEFUR mín góða, gamla vin- kona, hún Sissa kvatt eftir margra ára þokukennt líf, sem Alzheimer sjúkdómurinn leggur á fórnarlömb sín. Sissa fluttist fyrir tæpum 40 árum til Kaliforníu en það var ekki fjarlægðin sem skildi okkur, heldur hinn ógnvænlegi sjúkdómur. Eg ætla að raða saman nokkrum minningarbrotum um hana og liðn- ar samverustundir. Fyrst í barnaskóla; Sissa falleg og tápmikil, svo í Verslunarskólan- um, en þar vorum við sessunautar allan tímann. Sissa dugleg náms- manneskja að breytast í fallega, vel vaxna og svipmikla unga stúlku, sem strákarnir tóku svo sannarlega vel eftir. Við nokkrar skólasystur stofnuð- um saumaklúbb á síðasta árinu í skóla. Klúbburinn er enn við lýði, orðinn 55 ára gamall og eftir að Sissa, Skúli og börnin fluttu alfarið vestur um haf komu þau nokkrum sinnum í heimsókn til gamla lands- ins. Þá var saumaklúbbnum hóað LCGSTCINDR Grciníl s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 ispj.........ftfts jgas&' FOSSVOGI Þrnar m I V « iönúum saman, við nutum samvistar og hlustuð- um á frásagnir hennar af lífsstílnum þar, í ei- lífu sumri og sól, sem var allfrábrugðinn okkar á landinu kalda. Þar lifði Sissa góðu lífi með Skúla sínum og börnunum. Svo kom reiðarslagið og tómið tók við. Ég vil líka minnast á heimili Sissu á Laugavegi 32. Þar ólst hún upp hjá yndisleg- um foreldrum á fallegu heimili. Sérstakan Ijóma í minning- unum hafa afmælisdagarnir henn- ar. Þar var þá alltaf samankominn hópur prúðbúinna stelpna og Aage Lorange, mágur Sissu, spilaði „dinnermusik". Við fórum í stóla- leik. Sá leikur tekur tíma, en Aage spilaði allan tímann með bros á vör. Herbergi Sissu var í kvistinum, sem snýr út að Laugaveginum, sem þá var aðalgata borgarinnar. Oft var nefið á okkur límt við rúðuna er við fylgdumst með mannlífinu á götunni, sem var opnara þá en nú, því bílaumferð var lítil. Fuku þá oft margvíslegar athugasemdir um vegfarendur, kunna sem ókunna. Sissa var yngst sinna systkina, sem voru fjögur, og nú er þessi fjöl- skylda sem bjó á Laugavegi 32, öll, og húsið hefur nú breytt um hlutverk. Þó lít ég alltaf upp í gluggann hennar Sissu þegar ég geng framhjá. Nú vil ég þakka Sissu öll sam- veruárin okkar og saumaklúbbs- systurnar taka undir með mér. Við vottum Skúla og fjölskyldu dýpstu samúð og biðjum þeim farsældar í framtíðinni. Guðný Th. Bjarnar. Svilkona mín Sigríður Tómasdótt- ir, alltaf kölluð Sissa, hefur nú kvatt þennan heim eftir langvarandi veik- indi. Sissa ólst upp á góðu heimili foreldra sinna, yngst fjögurra systk- ina. Að barnaskólaprófi loknu gekk hún í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófí vorið 1940. Hún fór þá strax að vinna við skrifstofustörf. Árið 1942 fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, og bjó alla tíð að því námi, var mjög hæf í matargerð sem við í fjölskyldunni nutum á hátíðum og afmælum. Hinn 5. mars 1943 giftist Sissa, Skúla Ágústssyni, versl- unarmanni, þau áttu mjög falleg heimili, fyrst að Mánagötu 10, síðar byggðu þau í Eskihlíð 9 og bjuggu þar til ársins 1958 er þau flytjast með börn sín þijú til Vancouver í Kanada. Sissu fannst mjög gott að búa þar, stutt til góðrar baðstrandar og veður þægilegt. En Kalifornia var samt þeirra draumastaður og í Los Angeles byggðu þau sér hús í Rolling Hills, sem stendur hátt og útsýni fagurt yfir borgina. Sissa stundaði frá árinu 1960 skrifstofustörf og vann við fasteignasölu, en seinna vann hún hjá Skúla og sonum þeirra en þeir ráku saman byggingafýrir- tæki. Þau nutu lífsins, stunduðu skíðaferðir, siglingar á skútum, auk þess sem þau ferðuðust mikið um Bandaríkin og reyndar Evrópu einn- ig. Um 1980 byggðu þau sér hús við ströndina, mjög sérstakt, á 3 hæðum og hluti hússins var inni í kletti. Einn- ig áttu þau lítið hús í Mexíkó og veiddu þar túnfísk. Það er svo gott að eiga þessar minningar um Sissu og heimsóknir hennar til íslands. Ég og fjölskylda mín vottum Skúla, bömum, bamabörnum og tengda- bömum innilegustu samúð okkar. Blessuð sé minning Sissu. Elín Kjartansdóttir. + Móöir mín. JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Urriðakoti, Kleppsvegi 124, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1. október. Ragnar Júliusson. t Elskulegur föðurbróðir minn, INGÓLFUR MARKÚSSON frá Valstrýtu, lést í Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 1. október. Elías Arason. + Bróðir okkar, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Laugateigi 19, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. september. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. Útfararstofa Kirfzjugariianna Fossvogi Sími 551 1266 + Ástkser móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ EINARSDÓTTIR, Smáraflöt 9, Garðabæ, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 30. september. Börn og tengdabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ELÍASSON frá Melkoti i Stafholtstungum, Vesturgötu 117, Akranesi, sem lést 27. september, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 5. október kl. 14.00. Ágústa R. Andrésdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t ANNA PÁLSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Háaleitisbraut 105, lést á Skjóli að morgni 30. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 6. október kl. 13.30. Aðstandendur. + Eiginkona mín, móðir og amma, LILLl GUÐBRANDSSON, Borgarholtsbraut 18, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum 12. sept- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Bjarni Guðbrandsson, Valborg Bjarnadóttir, Lilli Karen Wdowiak, Bjarni Veigar Wdowiak. Elskulegur sambýlismaður minn og faðir okkar, BENEDIKT GUNNARSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Vallarási 5, er látinn. Hólmfríður Valdemarsdóttir, Einar Benediktsson, Sveinn Benediktsson. « + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SOFFANÍASDÓTTIR (Lalla) Fannborg 8, Kópavogí, andaðist 30. september. Jarðsett verðurfrá Digraneskirkju föstudaginn 6. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sverrir Sigurjónsson, Anna Sverrisdóttir, Valgeir Einarsson, Rafn Sverrisson, Heiðrún Björnsdóttir, Áslaug Sverrisdóttir, Sigurður Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÖRN INGVARSSON vélstjóri, Njörvasundi 18, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 30. september. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Birna Garðarsdóttir, Ingvar S. Jónsson, Hjördis Sigurbergsdóttir, Þór Örn Jónsson, Bjarnfriður Vilhjáimsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.