Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 41 AFMÆLI JÓN JÓNSSON jarð- fræðingur fæddist á Kársstöðum i Land- broti, Vestur-Skafta- fellssýslu, 3. október 1910. Móðir Jóns hét Sigurlaug Einarsdóttir. Hún fæddist 16. nóv- ember 1867 að Þverá á Síðu og lést 10. maí 1955 í Hátúnum i Land- broti. Faðir Jóns hét Jón Einarsson. Hann fædd- ist 8. maí 1858 að Hólmi í Landbroti og lést 11. júlí 1954 í Hát- únum. Þau gengu í hjónaband árið 1899 en höfðu þá verið samvistum um nokk- ur ár í annarra þjónustu. Þau hófu búskap á Kársstöðum árið 1905 og bjuggu þar til ársins 1950 en dvöldu síðustu æviárin í Hátúnum. Þau lifðu alla ævi við lítinn kost, bærinn var torfbær, sá síðasti í Landbroti. Þau Jón og Sigurlaug eignuðust sex börn og var Jón síðastur í röðinni. Enn er aðfaranótt 13. október 1918 Jóni í fersku minni. Þá gekk yfir þrumuveður með þeim firnum að varla varð hlé á leiftrum. Ekki lýsti af degi en húsdýrin létu í sér heyra að vana. Er litið var út verk- uðu gluggarúður sem spegill. Kom þá í ljós að yfir þær var komið þunnt lag af brúnleitri, fínni ösku. Þegar nokkuð leið á morguninn birti til og í ljós kom jafnfallið öskulag um hóla og hæðir. Kötlugosið var í algleym- ingi. Sporrækt var og undarleg lykt í lofti. Að kvöldi þess sama dags mátti sjá eldsúlu upp úr Mýrdal- sjökli. Nokkrum sinnum varð kol- dimmt um miðjan dag þegar öskuský bar yfir. Samgöngu- og búskaparhættir í Skaftafelissýslu höfðu á uppvaxtar- árum Jóns ekki tekið teljandi breyt- ingum allt frá landnámsöld. Vera má að járnkarl hafi komið í stað páls og skófla í stað reku, vart meira. Hesturinn var eina farartækið á landi og búfjárafurðir eina verslun- arvaran. Einstaka jörðum tilheyrðu nokkur hlunnindi af veiðiskap og reka. Landrými var lítið í Landbroti og stór hluti beitilands óskipt. Engir skólar, nema barnaskólar, voru í sveitunum milli sanda (Mýrdals- og Skeiðarársands), fræðsla lá ekki á lausu og bókakostur rýr. Örfáir ein- staklingar sem einhverja æðri menntun höfðu hlotið tóku þó að sér að kenna áhugasömum unglingum, einkum dönsku og ensku, jafnan án endurgjalds. Ungmennafélög höfðu gengist fyrir nokkrum bókakaupum og gengu bækurnar bæ frá bæ þar til sumar þeirra a.m.k. höfðu verið lesn- ar „upp til agna“. Eftir stutt barna- skólanám fór Jón í al- þýðuskólann á Eiðum haustið 1928. Með 40 krónur í vasanum var farið á hesti með pósti austur á Höfn í Horna- firði, með vélbáti til Fáskrúðsfjarðar, gang- andi yfir ijallið, veg- leysur til Reyðarijarð- ar, á róðrabát yfir fjörðinn, á vörubíl yfir Fagradal að vegamótunum út í Eiðaþinghá og þaðan gangandi í Eiða. Hafði þá ferðin, með biðtíma á Höfn, tekið sextán daga. Jón valdi Svíþjóð til frekara náms og út fór hann haustið 1933 til Tárna í Vástmanland í Svíþjóð. Þar dvaldi hann við nám og störf næstu árin auk náms- og starfsferða til nálægra landa, s.s. Þýskalands. Langskóla- nám Jóns hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en árið 1943. Haustið 1945 flutti Jón til Uppsala, herti á náminu og þar kynntist hann jarðfræðinni og tók að sækja fyrirlestra af kappi í ýmsum greinum hennar. Á þessum árum vann Jón ýmis sumarstörf, svo sem fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og sumarið 1949 tók hann þátt í leiðangri Dr. Lauge Koch til austur Grænlands og vann þar við leit að steingervingum af fyrstu landdýr- unum í sandsteinslögum frá Devon tímabilinu. Þann 18. nóvember 1954 innrit- aðist Jón í Uppsala Universitet og þar með hófst háskólanám hans í jarðfræði fyrir alvöru. Námið gekk vel og þann 8. apríl 1958 tók Jón kandidats- (fil. kand.) og licenciats- (fil. lic.) próf, sama daginn. Ritgerð- in íjallaði um breytingar á afstöðu láðs til lagar við ísland. Fyrir rit- smíðina veittu stúdentsfélagar við Vástmanlanda-Dala Nation Jóni Wallin-verðlaunin sem er mesta heiðursviðurkenning sem Nationen ræður yfir. „Island er risavaxin rannsóknar- stofa í jarðfræði.“ Eitthvað á aessa leið sagði Jón í próffyrirlestri á Pa- leontologen í Uppsala. Þessi sama rannsóknarstofa varð síðan vinnu- staður Jóns og þar hefur hann skilað sínu ævistarfi, ómetanlegu starfi við að auka þekkingu á náttúru íslands og koma henni á framfæri. Ritsmíð- ar Jóns eru nokkuð á fimmta hundr- að og hann er sá núlifandi vísinda- maður sem flestar greinar hefur skrifað í Náttúrufræðinginn, tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags en þar er Jón heiðursfélagi. Guðrún Guðmundsdóttir ljós- myndari og Jón Jónsson gengu í heilagt hjónaband þann 5. júní 1954. Heimili þeirra Guðrúnar og Jóns var fyrstu árin í Uppsala og þar fæddist þeim dóttirin Vala árið 1955 og son- urinn Jón Kári árið 1958. Það sama ár fluttist fiölskyldan heim og settist að í Hafnarfirði og þar fæddust tvö börn, Dagur árið 1961 og Sigurlaug árið 1962. í Garðabæ fluttist fjöl- skyldan árið 1965. Barnabörn Jóns og Guðrúnar eru nú orðin sex. Hér heima hóf Jón störf á Jarð- hitadeild Raforkumálaskrifstofunn- ar. Framburður jökulfljóta og jarð- hitarannsóknir voru meðal fyrstu verkefna Jóns, hjá Raforkumála- skrifstofu en síðar varð Jón fyrsti jarðfræðingurinn sem ráðinn var til starfa á Orkustofnun. Eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Jarð- hitadeildar var kortlagning alls jarð- hita í landinu. Það kom í hlut frum- kvöðlanna að safna saman þessum upplýsingum. í framhaldi af því reyndu menn að átta sig á því hvern- ig heita vatnið streymir til yfirborðs og út frá þeim hugmyndum voru borholur staðsettar. Þarna var því um algert brautryðjendastarf að ræða og lengi býr að fyrstu gerð. Nú er erfitt að setja sig í spor frum- kvöðlanna sem gengu til slíkra verka með nánast tvær hendur tómar auk þess sem framkvæmdir hafa nú víða afmáð ummerki jarðhitans á yfir- borði og rannsóknir þeirra því heim- ild um það sem var en nú er horfið. Á ferðum og jarðhitaathugunum víða um land rakst Jón oft á vanda- mál í sambandi við öflun neysluvatns og það þróaðist þannig að hann fór að huga að þeim málum. Líkt og í heita vatninu var Jón frumkvöðull í rannsóknum _á kalda vatninu, neysluvatni, á íslandi. Hann byrjaði þessar rannsóknir, skipulagði þær og vann ötullega að öflun neyslu- vatns víða um land. Um miðja þessa öld var neysluvatn á Islandi víða mengað og beinlínis rangar aðferðir notaðar til að afla þess og koma því til þéttbýlisstaða. Þannig varð Jón frumkvöðull í að benda frystihúsum og öðrum matvælaiðnaði á að vatnið sem þar var notað væri ónothæft og í framhaldi af því benti hann á hvar ætti að taka vatnið og hvernig. Fjöl- margir þéttbýlisstaðir víða um land eiga Jóni Jónssyni að þakka þá tæru, köldu bunu sem þar úr krönum renn- ur. Sumarið 1954 hafði Jón unnið að jarðfræðikortlagningu á svæðinu umhverfis Reykjavík. Jón hafði þá veitt athygli að á misgengis- og sprungusvæðinu austan við þéttbýlið voru uppsprettur við Elliðavatn og Jaðar tengdar sprungum. Það var svo árið 1965 að grunnvatnsstaða varð svo lág að rennslið úr Gvendar- brunnum gaf tilefni til að huga al- varlega að framtíð vatnsbólsins þar. Jón benti á að vatnið í Gvendar- brunnum kæmi úr sprungum sem hraun hefðu runnið yfir og þvi liti það svo út sem það kæmi bara und- an hrauninu. Ráðlagði Jón boranir í sprungukerfið og hefur sú aðferð sannað ágæti sitt. Fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur gerði Jón svo kort yfir sprungusvæðið austan við höfuð- borgina, hið fyrsta á sínu sviði. Þau urðu tuttugu og tvö árin hans Jóns Jónssonar á Jarðhitadeild, skýrslurnar eru margar en flestar í sem fæstum orðum. Langveiga- mesta verkið er án efa skýrsla og kort sem ber titilinn Jarðfræðikort af Reykjanesskaga I. Skýringar við jarðfræðikort, 303 vélritaðar A4 síð- ur og II. Jarðfræðikort í mælikvarða 1:25.000 samtals 22 blöð. Ritið er lýsing á skaganum, einkum eld- stöðvum og nútíma hraunum. Full- yrða má að jarðfræðikort Jóns af Reykjanesskaganum sé eitt mesta þrekvirki í íslenskri jarðfræði fyrr og síðar. Kennsla í jarðfræði hófst form- lega haustið 1968 og tók Sigurður Þórarinsson kennsluna að sér. Sig- urður var þó bundinn í öðrum verk- efnum fyrstu önnina og tók Jón verkið að sér. Þá var Jón Jónsson prófdómari í jarðfræði og landafræði um skeið. Vegna sérþekkingar sinnar á jarð- hita var Jón kallaður til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum og fór hann til E1 Salvador haustið 1969 og var níu mánuði í landinu við kortlagn- ingu jarðhitasvæða. Næsta starf Jóns á vegum Sameinuðu þjóðanna var í Nicaragua og þar sem verkið átti að taka heilt ár fór öll fjölskyld- an þangað um miðjan október 1972. Eftir mikinn jarðskjálfta að kvöldi 23. desember 1972 sem var 6,2 á Richter og lagði borgina í rústir fluttist Jón um tíma með fjölskyldu sinni til Costa Rica. Það var svo í janúar 1976 að þess var farið á leit við Jón að athuga jarðhitasvæði á norður Sulawesi (Celebes) og þar vann hann að jarðfræðirannsóknum um tíma. Um miðjan ágúst þetta sama ár fór Jón til jarðhitaathugana í Zambíu og Tanzaníu. Eftir rann- sóknir í Afríku hélt Jón á ný til Mið-Ameríku og nú til rannsókna í Panama, Guatemala, E1 Salvador, Honduras og Costa Rica. Á vegum Sameinuðu þjóðanna fór Jón til Grænhöfðaeyja til jarðhitaathugana árið 1980. Árið eftir var Jón fenginn til rannsókna á Mauritius og þar dvaldi hann við jarðhitaathuganir um skeið en þær rannsóknir urðu síðasta jarðhitaverk á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Áramótin 1980-81 lét Jón af störfum hjá Orkustofnun fyrir aldurs sakir þrátt fyrir að starfsorka hans væri þá öðrum meiri og er raunar svo enn í dag, 15 árum síðar. Við tóku rannsóknir í Skafta- fellssýslum, á heimaslóð, og fyrstu árin vann Jón að kortlagningu Eyja- fjalla. Þessar rannsóknir tóku yfir drjúgan hluta úr átta sumrum. Mörg sólskinsstundin í þessum dýrðlega háíjallasal er Jóni ógleymanleg. Fyrsti árangur þessara rannsókna var jarðfræðikort í mælikvarða 1:50.000 yfir svæðið frá Markar- fljóti að sýslumörkum Skaftafells- sýslu. í framhaldi af rannsóknum Eyja- ljalla tóku við rannsóknir á hraunum eldsveitanna. Tilvera þriggja áður óþekktra eldstöðva var dregin fram í dagsljósið og drög að yfirliti yfir þær sett fram. Aldur hrauna niðri í byggð féll inn í þetta rannsóknasvið. Síðasta viðfangsefni Jóns hefur ver- ið eldstöðvar við Leiðóifsfell sem virkar voru snemma á 12. öid og svo Eldborgarraðir (Lakagígar). Nokkuð hefur Jón einnig unnið fyrir fiskeldisstöðvar að kortlagn- ingu og staðsetningu borana eftir köldu vatni, sjó og heitu vatni á Reykjanesskaga. Jón er elstur núlifandi jarðfræð- inga svo miklu munar og raunar einn þeirra um að hafa náð svo háum aldri. Vísindaferill Jóns er í raun engu líkur og hér er fullyrt að litla umbun hefur hann fengið fyrir að lyfta grettistaki í því að ljúka upp leyndardómum íslenskrar náttúru. Þrátt fyrir háan aldur má þó búast við að Jón haldi áfram um ókomin ár að miðla okkur af athugunum sínum og öðrum fróðleik. í tilefni 85 ára afmælis Jóns Jóns- sonar jarðfræðings hefur útgáfufyr- irtækið Gott mál hf. unnið að bók til heiðurs Jóni á þessum merku tímamótum í lífi hans. Bókin sem nefnist Eyjar í eldhafi er safn greina eftir íjölmarga þekkta fræðimenn og kemur út á næstu dögum. í tilefni af afmælinu tekur Jón Jónsson á móti gestum í Kirkju- hvoli í Garðabæ sunnudaginn 8. október klukkan 15.30. Björn Hróarsson, Sigurður Sveinn Jónsson. JÓN JÓNSSON \ Yfirburðasigur Æfingaskólans SKÁKSVEIT Æfingaskólans. Frá vinstri: Óttar Norðfjörð, Davíð Ólafur Ingimarsson, Bragi Þorfinnsson og Björn Þor- finnsson. A myndina vantar Bjarna Kolbeinsson. SKAK Kaas, Noröur- J ót 1 a n di NORÐURLANDAMÓT GRUNNSKÓLA 29. sept.—1. okt. 1995 NORÐURLANDAMÓTI grunn- skóla í skák lauk á sunnudaginn í Kaas í Danmörku. Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands tefldi fyr- ir íslands hönd og sigraði með yfirburðum. Sveitin átti titilinn að verja frá því í fyrra. Hún hlaut 16 vinninga í 20 skákum, en næst kom danska sveitin með 13 ‘A v. Sigursveitina skipuðu þeib Bragi Þorfínnsson, Björn Þorf- innsson, Davíð Ólafur Ingimars- son, Óttar Norðfjörð og Bjarni Kolbeinsson. Fararstjórar voru þeir Gunnar Björnsson og Ólafur H. Ólafsson. Sveitin tók forystuna strax í fyrstu umferð og síðan forskotið jafnt og þétt. í fimmtu og síðustu umferð tefldi íslenska sveitin við a-sveit Dana sem var í öðru sæti. Það var ljóst að þetta yrði erfið- asta viðureignin, en á efstu tveim- ur borðunum hjá Dönum tefla skákmenn með í kringum 2.100 stig. íslendingunum dugði eitt jafntefli til að tryggja sér sigur á mótinu, en þeir gerðu hins vegar gott betur og fengu l'A vinning og gulltryggðu þannig sigurinn. Lokastaðan á mótinu: 1. ísland 16 v. af 20 möguleg- um 2. Danmörk, A 13 ‘A v. 3. Danmörk, B 9 'A v. 4. Noregur 8 v. 5. Svíþjóð 7 v. 6. Finnland 6 v. 80% vinningshlutfali ber mikl- um yfirburðum vitni í þessum ald- ursflokki. Æfingaskólinn byijaði á því að sigra Finna 3—1, síðan bvia y2— y2 fengu svo fullt hús „e bæði Norðmönnum og B svéít Dana, en slökuðu á þegar sigurinn var í höfn og töpuðu 1 ‘/2—2 'h fyrir sterkari sveit Dan- anna. Fischer aftur á kreik? Ef marka má argentínska skák- blaðamanninn Roberto Alvarez mun Bobby Fischer kynna nýjar skákreglur sínar í Merloborg í Argentínu þann 13. nóvember næstkomandi. Þær eru fólgnar í því að dregið er um stöðu mann- anna á fyrstu reitaröðinni áður en skákin hefst. Þannig verður komið í veg fyrir að skákir vinnist á heimaundirbúningi, eins og t.d. 10. skákin í einvígi Kasparovs og Anands. í framhaldi af þessari kynningu munu stórmeistarnir Eugenio Torre frá Filippseyjum og Lajos Portisch, Ungveijalandi, tefla ein- vígi eftir Fischer-reglunum. En Fischer á enn óuppgerð mál við bandarísk yfirvöld vegna meints brots hans á samskipta- banni Sameinuðu þjóðanna á Serbíu og Svartfjallaland, þegar hann tefldi einvígið við Boris Spasskí árið 1992. Hvernig Fisch- er ætlar að komast frá Ungveija- landi, þar sem hann dvelst, til Argentínu án þess að eiga á hættu framsalskröfu frá Bandaríkjunum er ekki vitað og því rétt að taka þessari frétt með nokkrum fyrir- vara, þótt Alvarez þessi sé ekki vanur að fara með fleipur. Bæjarhlutakeppni Skákfélags Hafnarfjarðar Árleg bæjarhlutakeppni Skákfélags Hafnarfjarðar var haldin 27. september sl. Alls tóku 16 skákmenn þátt í keppninni og var bænum skipt niður í 4 hluta. Skákmenn tefldu við alla liðsmenn í öðrum liðum, alls 12 skákir. Sig- urvegari í keppninni varð lið Norð- ur- og Vesturbæjar sem hlaut alls 29 vinninga, eftir að hafa sigrað lið Suðurbæjar og Holtsins í úr- slitaviðureign með 10 vinningum gegn 6. í öðru sæti varð lið Suður- bæjar og Holtsins með 27 vinn- inga. í þriðja sæti varð lið Miðbæj- ar með 23,5 vinning og restina rak lið Setbergs og nágrennis með 16,5 vinninga. I sigursveitinni telfdu þeir Stígur Herlufsen (2 v. af 4), Össur Kristinsson (7 af 12), Sigurður P. Guðjónsson (8,5 af 12), Guðmundur Sverrir Jóns- son (6 af 12) og Þór Stefánsson (5,5 af 8). Bestum arangri ein- stakra manna náðu Ágúst Sindri Karlsson (11 af 12) og Sigurbjörn Björnsson (9,5 af 12) Skákmenn í Hafnarfirði eru minntir á að reglulegar skákæf- ingar eru haldnar á mánudögum kl. 20:00 að Suðurgötu 2 (Dverg- ur). Unglingaæfingar eru kl. 14:00 á laugardögum á sama stað. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.