Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 43 FRÉTTIR ÞÓRUNN Pétursdóttir ein af eigendum Skemmunnar. Skemman í nýjum búningi FÉLAG stjórnmálafræðinga efnir til opins fundar í kvöld, þriðju- dagskvöld, um hlutverk forseta íslands í nútímasamfélagi. Fund- urinn er haldinn í Odda, Háskóla íslands, stofu 101, og hefst kl. 20.30. Frummælendur á fundinum verða Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, Ei- ríkur Tómasson, prófessor við lagadeild HÍ, og Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Fundurinn er öllum opinn. Kaffigjald er kr. 200, en félags- menn í Félagi stjórnmálafræð- inga greiða ekkert gjald. „Aldarspor“ um sögu Hvíta- bandsins LÍKNARFÉLAGIÐ Hvítabandið er að hefja vetrarstarf sitt. Félag- ið er 100 ára á þessu ári og af því tilefni er að koma út bók um sögu Hvítabandsins „Aldarspor“ skrifuð af Margréti Guðmunds- dóttur sagnfræðingi. Hvítaband- ið hefur unnið að líknar- og vel- ferðarmálum undir kjörorðinu: Fyrir Guð, heimilið og þjóðina. Fyrsti vetrarfundur Hvíta- bandsins verður miðvikudaginn 4. október nk. kl. 20 að Hallveig- arstöðum við Túngötu. Auk fé- lagsmála mun Sigríður Lillý Baldursdóttir, varaformaður sendinefndar íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína, koma á fundinn og segja frá ráð- stefnunni. Núverandi formaður Hvítabandsins er Hervör Jónas- dóttir. Sólkveðjuhátíð ísfirðingafé- lagsins ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir sérstakri Sólkveðjuhátíð í Eden í Hvera- gerði sunnudaginn 8. október nk. Hátíðin hefst með kaffisam- sæti kl. 15, flutt verða minni sólarinnar, en að öðru leyti sam- anstendur dagskráin af stuttum ávörpum og harmonikuleik milli þess sem gestir fá tækifæri til þess að skrafa saman. Þetta er í annað sinn sem haldin er Sólkveðjuhátíð að þessu tagi. I fyrra mættu yfir 300 gestir og gerðu jafnframt góð kaup á haustlaukum og blómum. Borðapantanir í Eden. Að þessu sinni er hátíðin lokalið- urinn í 50 ára afmælishátíðar- höldum félagsins. Á NÝLIÐNU sumri skipti verslunin Skemman, Reykja- víkurvegi 5b í Hafnarfirði, um eigendur. Um sömu mundir var húsnæðið tekið í gegn, hætt að versla með vefnaðar- vöru en þess í stað kom gjafa- vöruverslun. Þar má nú finna mikið úrval af íslenskri sem ogerlendri gjafavöru. íslenska handverkið er eftir listamenn og handverksfólk héðan og þaðan af landinu og er t.d. gert úr leir, beini, skinni og tré. Erlendur gjafavöruna flytja hinsvegar hinir nýju eig- TRÍÓ Ólafs Stolsenwald leikur í kvöld, miðvikudagskvöld, á Kringlukránni. Tríóið sem er skipað Ólafi, sem leikur á bassa, Jóhanni Kristinssyni, píanóleikara, og Gunnari Jónssyni, trommuleik- ara, leikur létta djass- og dæg- urlagasveiflu fram yfir mið- nætti. Tríóinu til fulltingis verða söngkonurnar Hjördís endur inn sjálfir frá hinum ýmsu löndum. I Skemmunni er einnig að finna lítið listgallerí er heitir gallerí Kompa. Þessa dagana stendur þar yfir samsýning fimm listakvenna þeirra Katr- ínar Pálsdóttur, Steindóru Bergþórsdóittur, Sigrúnar Sveinsdóttur, Guðrúnar Sig- urðardóttir og Erlu Sigurðar- dóttur. Skemman er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og á laugar- dögumfrákl. 10-16. Geirsdóttir og Kristjana Stef- ánsdóttir. Á efnisskránni verða íslensk og erlend dægur- lög. Sérstakur gestur kvölds- ins verður harmonikuleikarinn Grettir Björnsson. Vetrarstarf Kringlukrárinn- ar er hafið og boðið verður upp á léttan djass öll miðviku- dagskvöld eins og undanfarin ár. TÓNLISTARFÓLKIÐ sem kemur fram á Kringlukránni í kvöld. Djassaðar æfíngar á Kringlukránni Félag stjórnmála- fræðinga Fundur um hlutverk forsetans Kynning á bandarískum vörum KYNNING á bandarískum vörum sem seldar eru á íslandi verða dagana 3.-15. október í verslun- um um allt land. Margar þessara verslana verða með sértilboð í bandarískum vörum, allt frá mat- vöru og kvikmyndum til bifreiða. Sendiherra Bandaríkjanna, Parker W. Borg, mun taka þátt í kynningum í nokkrum kaup- stöðum á landsbyggðinni: á Ak- ureyri 3. október, ísafirði, 4. október, Selfossi 6. október, í Vestmannaeyjum 9. október og á Egilsstöðum 11. október. Sendiráð Bandaríkjanna, ís- lensk-ameríska og íslensk-amer- íska verslunarráðið standa fyrir hátíðarkvöldverði af tilefni dags Leifs Eiríkssonar. Að þessu sinni verður kvöldverðurinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. októ- ber. Ferðamöguleikar á Balti- more-Washington svæðinu verða kynntir og boðið verður upp á „krabbaveislu að hætti Mary- land-búa“. Miðasala fyrir kvöld- verðinn verður á Hótel Loftleið- um og í sendiráði Bandaríkjanna. Ur dagbók lögreglunnar 2.500 manns í miðborg- inni þegar mest var 29. SEPT. - 2. OKT. UM helgina eru rúmlega fjögur hundruð færslur í dagbók. Af þeim eru 13 innbrot, 19 þjófnaðir og 18 skemmmdarverk. Nokkrum sinnum var kveikt í söfnunargámum fyrir blaðaúrgang. Seinnipart föstudags var einnig kveikt í skósöfnunar- gámi við Snorrabraut. Tuttugu og níu sinnum voru höfð afskipti af fólki vegna brota á áfengislögum, 10 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunað- ir um að hafa verið undir áhrifum áfengis, 39 ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki leyfileg há- markshraðamörk og skráningar- númer voru tekin af 10 ökutækjum vegna vanrækslu á skoðun. Til- kynnt var um 20 umferðaróhöpp, en tilkynningar vegna ónæðis og hávaða utan dyra var með minna móti, eða tvær talsins. Skýringin er væntanlega hið slæma veður sem var um helgina, rigning og rok. Hins vegar var 20 sinnum kvartað vegna ónæðis og hávaða innan dyra á sama tímabili. Á einum stað í fjölbýlishúsi var hávaðinn þess eðlis aðfaranótt laugardags að lög- reglumenn urðu að aftengja hljóm- flutningstækin svo aðrir íbúar hússins gætu sofið. Um 2.000 manns voru í miðborg- inni þegar mest varð aðfaranótt laugardags og um hálft þúsund fleiri aðfaranótt sunnudags. Lög- reglumenn höfðu afskipti af 4 lík- amsmeiðingum og voru fjórir menn handteknir vegna þeirra. M.a. var einn aðili nefbrotinn og hlaut skurð í andliti í Austurstræti við Pósthússtræti aðfaranótt laugardags. Þá var veist að lög- reglumanni á Lækjartorgi um nótt- ina. Um „utanbæjarmenn“ var að ræða í helmingi tilvikanna. Á föstudag varð harður árekstr- ur tveggja bifreiða á gatnamótum Nóatúns og Skipholts. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hlaut minniháttar meiðsli og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og fjarlægja varð báðar bifreiðarnar með kranabifreið. Á föstudagskvöld þurftu lög- reglumenn að handtaka fjóra ein- staklinga eftir að skemmdarverk höfðu verið unnin á húsi og bifreið- um við Grettisgötu. Drakk sveppate Um nóttina var hjólreiðamaður fluttur á slysadeild eftir að hann hafði hjólað á vegg við Laugaveg. Þá var unglingur fluttur á slysa- deild eftir að hafa drukkið heima- lagað sveppate í heimahúsi. Á laugardagsmorgun og það sem eftir var dags bárust allnokkrar tilkynningar vegna veðurhams á einstökum svæðum. Þannig var til- kynnt um að vinnupallar væru að fjúka við Vesturberg, spýtnarusl við Esjugrund, bát að sökkva við Ingólfsgarð, þak að fjúka við Vest- urgötu, hjólhýsi að fjúka við Frostafold, fánastangir að fjúka við Kolaportið, drasl að fjúka í Skeif- unni, mót að fjúka við Dofraborgir, vinnupallar að fjúka við Hraunbæ, plötur að fjúka við Laugaveg, þak- plötur að fjúka við Laufrima, plötgr að fjúka við Fiskislóð, laust járn á þaki húss við Bragagötu og timbur- stafla að fjúka við Víkurveg. Þegar líða tók á daginn gekk veðrið að mestu niður á höfuðborgarsvæðinu. Hraðbanki skemmdur Á laugardagsmorgun var til- kynnt um að skemmdir hefðu verið unnar á hraðbanka í austurborg- inni. Þar höfðu lyklaborð, hlífðar- gler og eftirlitsvél verið skemmd. Um hádegi á laugardag var öku- maður fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Holtavegi við Sæbraut. Talið var að um minni- háttar meiðsli væri að ræða. Aðfaranótt sunnudags voru af- skipti höfð af manni í bifreið eftir að hún hafði verið stöðvuð í Öskju- hlíð. í bifreiðinni fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Fimm aðilar voru færðir á lögreglustöðina vegna málsins. Á sunnudagsmorgun tilkynnti fullorðinn maður að hann hefði orðið fyrir líkamsmeiðingu á Hverf- isgötu. Hann fór sjálfur á slysa- deild, en árásarmaðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að tölvu hefði verið stolið úr félagsaðstöðu í Vesturbænum. RLR hefur málið til rannsóknar. Um helgina var brúnleitri Willys jeppabifreið, árg. 1946, stolið frá húsinu Reykjaborg í Hlíðunum. Bif- reiðin var vatnskassalaus og sæti vantaði í hana. Þeir sem tóku bif- reiðina munu því hafa þurft að draga hana á brott. Þeir, sem telja sig geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er nú niðurkomin, vinsam- legast hafi samband við lögregluna. Fulltrúar í samstarfsnefnd lög- reglunnar á Suðvesturlandi munu hittast í dag (þriðjudag) í Keflavík og ræða væntanlegar samræmdar aðgerðir í umferðarmálum á næst- unni. Starfsmenn fíkniefnadeildar fundu við húsleit í austurborginni í síðustu viku tæplega 11.000 stera- töflur, um 500 ampúlur og nokkur þúsund töflur, ætlað vítamín o.fl., sem smyglað hafði verið nýlega til landsins. Einn maður var handtek- inn vegna málsins og viðurkenndi hann að hafa flutt efnin inn. EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSK TEPPI EMÍRf JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. ALHLIÐA TÖLVUKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.