Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 45 ______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Tilslakanir hrúga upp vandamálum Frá Árna Helgasyni: ÞAÐ FER ekki milli mála að eftir því sem slakað er á í áfengismálum þessarar þjóðar, ve_x drykkjan og ófarnaður eftir því. Ég var að hlusta á forystumann í útvarpinu sem er fyrir „stöðvum unglingadrykkju" og þar kom fram hve það verkefni væri geigvænlegt, svo ekki sé meira sagt. Þá sá ég einnig í seinasta blaði Lion línurit yfir hversu þessi ungl- ingadrykkja hefir vaxið gífurlega á tveim eða þrem seinustu árum, (1990-1992) og þar er ekki fagurt um að litast. Það sýnir sig að allar tilslakanir á sölu og dreifíngu vímu- efnanna, hrúgar upp vandamálum og hvað skyldi það kosta þjóðfélagið að viðhalda þessu ástandi og gera það verra með hveiju ári sem líður. Áfengi í matvælabúðir Menn tala um að jafnvel léttu vín- in séu skaðlaus og vita þó að þar byijar vandinn, því mikið vill meira og fyrr en varir er æskulýðurin kom- inn í annað verra. Nú hefir Alþingi illu heilli boðið og samþykkt að heild- verslanir fengju leyfi til innflutnings á áfengi og strax er líka farið að vinna að því að kaupmenn fái að selja áfenga drykki í matvörubúðum og allt eftir þessu. Auðvitað verður það leyft, og þetta er svona í öðrum löndum segja þeir og þá verðum við að fylgjast með. Einhvern tímann hefðu þetta þótt léleg rök, þótt ekki sé meira sagt. Við vitum sjálf, hvern- ig allar tilslakanir í þessum efnum hafa reynst hér og þurfum ekki að fara til annarra þjóða sem hafa sjálf- sagt nóg á sinni könnu í sínu eigin landi. Og svo er talað um að við íslend- ingar þurfum á „vínmenningu" að halda, þótt ég sjái ekki hvernig hún er hugsuð. Það er sagt að brennt barn forðist eldinn, en það virðist ekki vera í þessu sambandi. Fyrir- myndirnar sem svo oft sjást, bæði í sjónvarpi og á heimilum, eru ekki til að hjálpa börnum og unglingum til að fara réttar leiðir. Það sést varla sú kvikmynd að ekki séu þar reykingar og áfengi haft um hönd, og þegar unga fólkið sér hvernig þessir leikarar bera sig að og allt þetta glit í kringum, er von að unga fólkið vilji „vera eins og hinir“. Og þessu er svo hampað og þykir ekki nema sjálfsagt að hafa þetta um hönd í fínum veislum. Þetta er af þjóðfélagsins hendi, kallað að stöðva unglingadrykkju!!! Vandinn voðalegi En minnugir skulum við vera þess að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Og hversvegna er ekki hægt að reka veitingastaði nema að hafa leyfi til vínveitinga? Og ekki er talað um afleiðingarnar sem fylgja þess- um veitingum. Hver á að borga þær? Samfélagið auðvitað, hælin og meðferðarstofnanirnar þurfa sitt. Hvað skyldu mörg heimili vera í upplausn sem hafa boðið víninu inn fyrir dyr hjá sér? Og segja ekki sam- félagsslit og hjónaskilnaðir okkur ekki hvernig vandinn hafi aukist með hverri flösku sem inn fyrir dyrn- ar hafi komið á heimilinu? Eru heim- ilin kannski ekki lengur hornsteinn þjóðfélagsins? Þetta mættum við athuga vel og þeir sem ráða í þjóðfé- laginu bera þarna mikla ábyrgð, en loka bara augunum fyrir afleiðingum vímunnar. , Er ekki komið svo að fólk getur búist við afleiðingum hvenær sem er, með því að ekki er friður á heim- ilunum, jafnvel brotist inn og allt eyðilagt til að ná í verðmæti til að kaupa fyrir vímuefni. Það þarf ekki langt að fara til að sjá afleiðingarn- ar. Fangelsin eru full og þarf að auka við þau og byggja ný undir þessa vandræðamenn sem vaxa ört upp í þjóðfélaginu í aag og eru öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni. Það er enginn maður vondur, var sagt eitt sinn við visst tækifæri, það er mótun hans og umhverfið sem gerir oft gæfumuninn, en þjóðfélag- ið hefir með allskonar „frelsi" eins og það er orðað, alið upp í unglingun- um og landslýð yfirleitt þær kröfur sem nú er að koma fram í ungum og jafnvel þeim eldri, sem erfitt verð- ur að uppfylla, þannig að við höfum aldrei verið verr á vegi stödd með að ráða við þann vanda sem af þessu taumlausa frelsi hlýst. Alþingi áveitustofnun Við megum eiga það víst að öll kröfugerð í þjóðfélaginu hlýtur að ÁFENGI er uppspretta vanda- málanna, segir bréfritari. verka neikvætt, ef ekki er hægt að sporna við ásókninni í vímuefnin. Þau eru í dag slík að allt verður að víkja fyrir þeirri hugsun að ná í þau með illu eða góðu, það er bytjað á bjórnum og komið upp í allskonar eitur áður en varir og þá er oft of seint að snúa við. Þannig hrannast vandinn upp og í stað sterkra og heilbrigðra lífshátta, kemur að því að þeir sem áttu að verða styrkur þjóðfélagsins eru orðnir ósjálfrátt baggi þess og vandræði sjálfs sín. Og ekki er betra þótt þetta sé greint sem sjúkdómur, því sjálfs eru vítin verst. Menn ætla sér ekki að verða drykkjumenn eða vímuefnabráð, en svo margir hafa lent í þessu og svo mörg eru dæmin sem menn mæta daglega, að það ætti að vera vanda- lítið fyrir fólk með sæmilega dóm- greind að átta sig á þessum vegi. Vínið hefir fylgt manninum frá örófi alda, segja sumir, og því verð- ur ekki breytt. En hefur nokkur efni á því að fórna sjálfum sér fyrir alls- konar eiturefnasala sem svo græða á óförum annarra? Ég held því fram að þjóðin hafi í þessum efnum aldrei verið eins í vanda stödd og í dag, og eitt er víst að ef þjóðin íhugar ekki stöðu sína vandlega nú þegar má búast við holskeflum ófarnaðar á næstunni, hvað svo sem menn segja. Alþingi, okkar sterkasta vígi til framfara, er nú orðið áveitustofnun fyrir vímuna, gerir allt til að við sem unnum bindindi og heilbrigðum hátt- um í þjóðfélaginu, með því að láta seljendur og gróðamenn þessara eit- urefna, segja sér fyrir verkum með því að láta undan öllum þrýstingi þeirra sem gróða hafa af sölu eiturs- ins. Því er kennt um að Gatt samn- ingarnir krefjist þess að fijáls sala eigi að vera á þessum varningi. En borgar sig að fara í þessi samtök ef þau eiga að segja fyrir verkum í ísl. þjóðfélagi? Nú er reynt af hálfu þeirra sem leyft hafa að allir innflytj- endur mættu flytja inn áfengi, að þetta skipti svo litlu máli, þeim sem verst færu út úr vímuneyslu væri búin góð aðstaða, þeir gætu farið í „meðferð“ á ríkisins kostnað, án þess að tala um hvað þetta kosti ríkissjóð og manndóm þjóðarinnar. Það er ákveðið að loka bæði Tindum og Vífilsstöðum, til að spara, en ætli víman verði ekki fyrri til að eyða þeim sparnaði. Bindindi bezta lausnin Nei. Við þurfum svo sannarlega að nema staðar og athuga okkar gang hér í okkar litla samfélagi. Við þurfum að koma heimilunum í skilning um að þau séu hornsteinar þjóðfélagsins, og eins að skólarnir séu þannig reknir að þeir valdi því hlutverki að taka við sínum hluta af heimilunum, og þó er ekki vand- inn leystur því nú eru það íþróttirn- ar sem við bárum svo mikla tiltrú til, að hleypa þessum vímuefnum inn í starfsemina. Það sýna sig hvernig þær höguðu sér í Heimsmeistara- mótinu í handbolta, með bjórinn. Þetta er allt umhugsunarefni og ef það er rétt að jafnvel sigri og ósigri sé mætt með glasaglaumi, þá fer nú að horfa illa fýrir því að íþróttir og áfengi eigi enga samleið. Og vonandi er að æskunni beri gæfa til þess að halda sér utan við allt áfengi. Heilbrigð sál í hraustum líkama, er kjörorðið gamla sem vonandi verður alltaf nýtt og ferskt. En það er ekki nema von að við sem unnum heil- brigði og hollum siðum, séum óróleg í dag, eins og útlitið er, en vonandi gerast þeir fleiri og fleiri, sem sjá að það er ekki hægt að láta vímuna segja íslensku þjóðinni fyrir verkum. Og öflug sveit bindindismanna er besta gjöf til þjóðarinnar í framtíð- inni. Erum við ekki öll sammála um það? ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi. oqálirií- ryrir veturinn URTE PENSIL - GRÆNA VORNIN — er eitt mest selda jurtaheilsuefnið í Danmörku. V&M 13 vítamín og 10 steinefni með SPIRULINA er mjög vinsælt fjölvítamín í Svíþjóð, ekki síst vegna Spirulina, sem er steinefnaríkt og grennandi. ESTER-C VÍTAMÍNIÐ er alveg í sérflokki. Fæst í 200 mg., 500 mg. og sem ESTER C-PLUS. ESTER £-vitamin Græna vörnin Sólhattur og propolis virkni þeirra þekkja flestir. Auk þess fjórar þekktar jurtir, sem hafa góð áhrif á efnaskipti Ukamans. Frábær fjölvítamín með Spirulina. Ester C fer sérstaklega vel í maga og nýtist því mun betur. BK3-SELEN UMBOÐIÐ Sími 557-6610. miðvikud* og fimmtud. kl. 20-22 Dagskrá 1. Haustlaukar og notkun þeirra Þar mun Hafsteinn Hafliðason og Lára Jónsdóttir spjalla um úrvalið og notkun haustlaukanna. 2. Haustskreytingar úr garðinum Blómaskreytingameistararnir Hjördís Jónsdóttir, Michael Jörgensen og Gitte NieJsen ætla að sýna hvað hægt er að gera úr laufi og berjum í garðinum til að flytja haustskrúð garðsins inn í stofu til okkar. 5. Kryddkynning - villijurtir Sigfríð Þórisdóttir frá Pottagöldrum kynnir kryddgaldra og gefur uppskriftir. Dagarnir sem fræðslukvöldin verða eru: Miðvikudagurinn 4. okt. Fimmtudagurinn 5. okt. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin og lýkur um kl. 22. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 568 9070. Aðgangur ókeypis. bló ouol I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.