Morgunblaðið - 03.10.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.10.1995, Qupperneq 1
fttjMI „Óhneppt skyrta“ Ámi með slæmt krossband VÍKINGURINN Árni Friðleifsson verður ekki með liði sínu í þriðju umferðinni 1. deildar í handknattleik á morgnn. Hægra hné Árna var speglað i gær, hann hefur tvivegis slitið kross- band og eftir leikinn gegn Haukum blæddi tals- vert inná hnéið. „Læknarnir sögðu að krossband- ið væri orðið eitthvað teygt og héldi engu,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist ekki búinn að gera upp við sig hvort hann væri hættur eða hvprt hann ætlaði að þijóskast eitthvað við. „Ég verð alla vega ekki með á miðvikudaginn og það er spurning hvort ég næ Evrópuleikjunum í Tékklandi um aðra helgi,“ sagði Árni. Heimilt að taka leik- hlé í hvorum hálfleik Á ÁRSÞINGIHSÍ um helgina var samþykkt að heimila hvoru liði í meistaraflokki karla og kvenna að taka mínútu leikhlé í hvorum hálf- leik. Eins var ákveðið að hafa 15 minútna hlé á milli hálfleikja I stað 10 mínútna áður og taka reglur þessar þegar gildi. Af öðrum breytingum bar hæst sú ákvörðun að leggja niður sambandsstjórn sem í var 21 maður en kjósa þess í stað sjö manna stjórn og þrjá til vara. Kóngurinn á Old Traffford Reuter FRAKKINN Erlc Cantona lék með Manchester Unlted í fyrsta slnn eftlr að hafa tekið út bann. Andrúmsloftið utan vallar fyrir lelk var rafmagnað vegna endurkomu „Klng Eric“ og hann brást ekki stuðnlngsmönnum sín- um. Hér á myndinnl er ungur piltur að láta mála nafn „Kóngsins" á andllt sltt. Kóngurlnn er mættur / B8 ÞAÐ eru oft mikil átök i handbolta og á sunnudag- inn rifnaði peysa rúm- enska línu- mannsins Alexandru Dedu þegar hann og Júl- íus áttust við. Peysan rifn- aðl alveg frá hálsmáli og niður úr þannig að hún varð eins og óhneppt skyrta. Eftir Qögurra mín- útna reki- stefnu dóm- ara og eft- iriitsdómara var „skyrtan“ vaflnn með limbandi. HANDKNATTLEIKUR 1995 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER BLAÐ KNATTSPYRNA HSI krafið um 15 millj. kr. í virðisaukaskatt? OLAFUR B. Schram, formað- ur Handknattleikssambands íslands, sagði á ársþingi sam- bandsins um helgina áð rannsókn skattrannsóknastjóra ríkisins hefði leitt í ljós að söluskatts- og virðisaukauppgjör HSI væri ekki í samræmi við túlkun yfirvalda og væri um háar fjárhæðir að ræða. „Svo sýnist sem yfirvöld ætli að kreíjja sambandið um virð- isaukaskatt af öllum samningum við styrktaraðila," sagði hann í ræðu sinni. Samkvæmt bókhaldsgögnum Handknattleikssambands Islands fékk HSÍ 75,7 millj. kr. fyrir samninga við styrktaraðila frá 1. maí 1989 til árslöka 1993 og hefur skattrannsóknarstjóri bent á í skýrslu sinni að ekki hafi verið gerð grein fyrir þessari upphæð í skattuppgjöri. Ef greiða á skatt af umræddri upphæð er um að ræða tæplega 15 milljónir króna vegna áranna 1989 til 1993. Að sögn Ólafs var ekki innheimtur virðisaukaskattur af þessum greiðslum enda um styrki í alls konar formi að ræða. „íþróttahreyfingin er ekki virðisaukaskattskyld og ég veit ekki betur en að öll frjáls félaga- starfsemi sé að meira eða minna leyti rekin af styrkjum einstakl- inga, fyrirtækja og opinberra aðila. HSI hefur því aldrei inn- heimt virðisauka og þar af leið- andi teljum við okkur ekki hafa þurft að standa skil á honum,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Á þinginu sagði Ólafur að útlit- ið væri ekki bjart ef af þessari skattheimtu yrði. „Sér hver í hendi sér að virðisauki yfirvalds- ins verður harla líþill ef þetta á að ganga eftir. Með þessari túlk- un laganna er allri íþróttastarf- semi sniðinn svo þröngur stakkur að útlit fyrir óbreytta starfsemi er brostinn. Eigi að taka fimmt- ung af uppbyggingar- og út- breiðslustarfsemi en ætlast samt sem áður til að félög og sambönd vinni áfram að því þjóðþrifamáli að halda æsku landsins við upp- byggingu líkama og sálar þá er eitthvað að.“ Hann sagði ennfremur að um stórpólitískt mál væri að ræða „og ekki nema á valdi löggjafans að leiðrétta embættismenn í framfylgni þeirra á snarvitlaus- um reglugerðum.“ KÖRFUKNATTLEIKUR: NORÐANLIÐIN TAKA FORYSTUNA / B5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.