Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUKEPPNIN í HANDKNATTLEIK Vörnin ekki nógu góð „ÞVÍ miður tókst okkur ekki það sem við ætluðum okkur, að vinna með þremur mörkum, en möguleikinn á að komast í úrslitakeppnina er samt enn til staðar," sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir sigurinn á Rúmenum. „Þetta var svona eins og maður gerði ráð fyrir. Þetta eru tvö áþekk lið, þó þau séu ólík, og við gerðum ef til vill ráð fyrir að heimavöllurinn vægi þyngra en hann gerði, en ég er samt ekki að tala um áhorfend- ur, heldur að við myndum spila bet- ur, en eins og þú sást þá var þetta bölvað basl allan tímann og í lokin má segja að við getum þakkað fyrir að hafa unnið.“ Hvað með vövnina? Nú virtust þið lenda í nokkrum vandræðum með hana síðari hluta fyrri hálfleiks. „Já, hún var orðin allt of teygð hjá okkur og við náðum ekki að hjálpa eins vel og við gerðum í fyrri leiknum úti. Þá var miklu betri fóta- vinnsla hjá mönnum. Ég veit ekki hvort það er einhver þreyta, efast reyndar stórlega um það. Ég held líka að þeir hafi spilað miklu betur en þeir áttu vona á. Þessi leikur var ekki eins harður og leikurinn úti og þá var leyft miklu meira en núna. Markvarslan var fín í fyrri hálf- leiknum og þá varði Guðmundur nokkur dauðafæri, en í síðari hálf- leik gekk þetta ekki eins vel. Ég vil kenna vamarleiknum um — hann var einfaldlega ekki nógu góður og í framhaldi af því var sóknarleikur- inn full fálmkenndur og fijálsi bolt- inn naut sín ekki nógu vel.“ Hvað með möguleikana á að kom- ast í úrslitakeppnina? „Ef allt færi eftir bókinni værum við sennilega úr leik. En það er mik- ið eftir enn og okkar síðustu leikir eru við Pólveija þannig að það getur allt gerst ennþá. Stigin hér í kvöld voru mikilvæg því ég held að ef við hefðum tapað stigi hefði draumurinn verið úti. Það kom smá von í lokin um að við næðum að vinna með þremur, þegar við vorum komnir tveimur mörkum yfir, en það gerðist nú því miður ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Aldrei að segja aldrei Bjarki Sigurðsson átti ágætan leik á sunnudaginn og gerði sigurmarkið eftir að Patrekur Jóhannesson sendi boltann inn í vítateiginn þar sem Bjarki kom á ferðinni, greip hann og skoraði. „Við vorum búnir að tala um að gera þetta svona, en ég hélt að hann væri hættur við vegna þess að þetta dróst svo mikið, en sem betur fer var ég seinn fyrir sjálf- ur þannig að þetta gekk upp,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við hefðum helst þurft að vinna með þremur mörkum og ef þetta hefði verið keppni félagsliða værum við úr leik, en þetta er riðlakeppni og því er þetta alls ekki búið. Við skulum aldrei segja aldrei. Baráttan var fín hjá okkur og andinn í liðinu er mjög góður. Við vorum reyndar að gera mistök, hefðum getað nýtt færin betur og vörnin var mjög góð framan af en svo fór að teygjast á henni og við misstum þetta út í maður á mann og þá fóru þeir að saxa á forskotið,“ sagði Bjarki. GEIR Sveinsson, fyrlrliöl íslenska landsllöslns, svífur inn af línunni gegn Rúmenum. Hann geröi tvö mörk í leiknum og lék að vanda í hann sagði reyndar ekki hafa verið nógu góöan, „og í framhaldl af því var sóknarlelkurinn full fálmkenndur og frjálsi bolti Erfidari leidin frami þrátt fyrir góðan s ÍSLENDINGAR fögnuðu eins marks sigri, 24:23, gegn Rúmenum í Kaplakrika ífyrrakvöld en Rúmenar standa betur að vígi að innbyrðisleikjunum loknum í Evrópukeppninni — markatalan er 44:43 þeim íhag. Þrátt fyrir ánægjulegan sigur ífjörugum leik er því Ijóst að íslendinga bíður erfiðari leiðin að úrslitakeppn- inni — að gera betur en Rúmenar gegn Rússum og Pólverjum. sá til þess að bæði stigin urðu eft- ir heima. Sumt betra - annað ekki jjjarki Sigurðsson tryggði sigur- Steinþór Guðbjartsson skrífar inn með glæsilegu marki úr hægra hominu 12 sekúndum fyrir leikslok eftir send- ingu frá Patreki Jó- hannessyni. Bjarki var ekki með í fyrri leiknum í' Vilcea í liðinni viku og áttuðu Rúmenar sig greinilega ekki á honum enda lék hann við hvern sinn fingur og gerði sex mörk í níu tilraunum. Annars var leikurinn jafn lengst af. Islendingar náðu fjögurra marka forystu, 7:3, eftir tæplega 10 mínútna leik og sami munur var um miðjan fyrri hálfleik, 9:5, en eftir að Rúmenar skiptu um markvörð náðu þeir að saxa á for- skotið og staðan var 12:11 í hálf- leik. Eftir hlé var jafnt á öllum tölum þar til íslendingar komust í 23:21. Rúmenar misstu boltann þegar þijár mínútur voru eftir og strákarnir fengu tækifæri til að auka forystuna en dæmið gekk ekki upp — varið skot eftir gegn- umbrot, misheppnuð sending og brottrekstur urðu m.a. þess vald- andi. Rúmenar jöfnuðu en Bjarki Strákarnir ætluðu að bæta sókn- arleikinn frá því í Rúmeníu og tókst það að því/leyti að mistökin voru færri og sóknarnýting liðsins betri. Hins vegar áttu þeir sem fyrr í vandræðum með að nýta sum dauðafæri og vömin, sem varði oft vel, opnaðist meira þrátt fyrir góða baráttu. Guðmundur Hrafnkelsson varði mun betur að þessu sinni en Bergsveinn Bergsveinsson komst ekki eins vel inn í leikinn. Gunnar Beinteinsson átti stórleik og áður er minnst á þátt Bjarka en skotnýt- ing Patreks var ekki góð og sama má segja um skotnýtingu Júlíusar í seinni hálfleik. Þá var Ólafur Stefánsson óöruggur undir lokin. Markvarsla Rúmena var langt því frá að vera eins góð og í fyrri leiknum en að öðru leyti stóðu þeir sig betur núna, voru yfirveg- aðri og gerðu færri mistök. Meira en aö segja það Það er áfangi út af fyrir sig að sigra Rúmena og geta menn verið ánægðir með það en að þurfa helst að sigra með a.m.k. þriggja marka mun er meiri vandi. Til að svo megi fara má helst ekkert fara úrskeiðis og það er hægara sagt en gert. Markmiðið náðist ekki í fyrstu lotu en leikimir sýndu að liðið er á réttri leið. Leikgleðin leyndi sér ekki og hún skiptir öllu. Baráttan var frábær, vömin traust og sóknin betri er á leið. Enn er von en fyrir . liggur að á brattann er að sækja. Treystum á guð og lukkuna Markmiðið var að fá tvö stig og vinna með þremur mörk- um, en við höfum kannski séð það áður að markmiðin hafa ekki alltaf náðst. En þetta var svona það sem við stefndum að,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari. „Annars leit þetta mjög vel út á tímabili í upphafi Ieiks. Þá var ég svona frekar óttasleginn því í gegn- um árin hefur mér ekki líkað of vel að vera mikið yfir í upphafi leiks.“ Líður þér verst ef þú ert of mikið yfir? „Já, mér líður eiginlega verst þegar ég er mikið yfir í byijun leiks. Það er oft hættulegt finnst mér og ég var nokkuð viss um að þessi forysta myndi ekki halda hjá okk- ur. En ég er mjög ánægður með að við fengum tvö stig og við erum svo sannarlega inni í keppninni áfram þó svo við séum að beijast við Rúmeníu. Maður veit aldrei hvað gerist. Þeir gætu gert eitt jafntefli gegn Pólverjum eða við náð einu stigi gegn Rússum hér heima. Lokamarkið var því mjög mikil- vægt og ég er ánægður með að strákamir höfðu kjark og þor til að gera þetta í lokin. Við ætluðum að vera baráttuglaðir og ágengir í vörn- inni og mér fannst við full ágengir í byijun og það kom okkur í koll um miðbik hálfleiksins þegar við fórum að missa þá í gegn og þannig fengu þeir auðveld færi. Við reynd- um að bakka aðeins í síðari hálfleik og létum þá koma en það er mjög erfítt því þeir eru að skora sín mörk af tíu metra færi og þá fara menn ósjálfrátt að fara framar á móti þeim.“ Ánægður með leikinn í heild? „Já, svona að mörgu leyti. Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þessar breytingar sem ég er að reyna að gera skili sér strax. Þótt þær séu ekki stórvægilegar þarf engu að síður að fara í gegnum þær og ætli við séum ekki búnir að hafa fimm til sex æfingar til þess, og það er allt of lítið. Þetta verður auðvitað betra og betra eftir því sem við komum oftar saman — en því miður komum við ekki oft saman þannig að við verðum að treysta dálítið á guð og lukkuna," sagði Þorbjörn. SÓKNAR- NÝTING Evrópukeppni landsliða Jl___ ÍSLAND ^ f RÚMENÍA Mbrk Sóknlr % I Mðrk Sóknir % 12 24 50 F.h 11 23 48 12 23 24 47 52 S.h 12 51 Alls 23 24 50 47 49 8 Langskot 10 0 Gegnumbrot 3 6 Hraðaupphlaup 2 7 Hom 3 1 Lína 3 2 Víti 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.