Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 1
64 SÍÐUR B/C/D/E 225. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blair á þingi Verkamannaflokksins Vill endur- skapa Bretland Brighton. Reuter. Búningar fyrir van- færa her- menn London. Reuter. BRESKA varnarmálaráðu- neytið hefur gert sinn fyrsta samning við saumastofu um framleiðslu á um 1.000 ein- kennisbúningum fyrir van- færar konur í hernum. Þessi samningur er gerður í kjölfar fjölda bótakrafna frá konum, sem vikið hafði verið úr starfi er þær urðu þungaðar. Breski herinn hefur greitt sem svarar til 5,2 milljörðum kr. í skaðabætur til kvenna sem sagt var upp með röngu vegna J)ess að þær áttu von á sér. Arið 1990 úrskurðaði hæstiréttur að brottvikning kvennanna hefði verið ólögleg samkvæmt lögum Evrópusam- bandsins. Reyndust um 5.700 konur eiga rétt á bótum. TONY Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins breska, sagðist á flokks- þingi í Brighton í gær vilja tryggja flokknum ríkisstjórnarvöld um langt skeið til að fá ráðrúm til að endurskapa breskt þjóðfélag. Hann hét því að bijóta á bak aftur stétta- skiptingu og ójöfnuð sem skaðað hefðu undanfarnar kynslóðir lands- manna. „Land fyrir alla þjóðina, skapað af allri þjóðinni. Það er föðurlands- ást framtíðarinnar," sagði Blair. Hann lagði mikla áherslu á að Bret- ar yrðu að nýta sér nútímahátækni í boðskiptum og upplýsingamiðlun, „upplýsingahraðbrautina" svo- nefndu, og lofaði hann átaki með það að markmiði að allir skólar, sjúkrahús og bókasöfn landsins yrðu tengd með þeim hætti. Flokks- leiðtoginn sagði að vopnakapp- hlaupinu væri ef til vill lokið en þekkingarkapphlaupið væri hafið. Blair sagði að stjórn Verka- mannaflokksins myndi ekki taka neina áhættu í verðbólgumálum. „Verðbólga er óvinur stöðugleik- ans, hann þurfa fyrirtækin til að geta gert áætlanir um framtíðina." Arthur Scargill, sem stjórnaði löngu verkfalli kolanámumanna í upphafi níunda áratugarins, sagð- ist í gær vera að hugleiða úrsögn, hann hryllti við því hvernig flokkur- inn væri, undir forystu Blairs, _að segja skilið við sósíalismann. „Ég gekk í þennan flokk til að breyta þjóðfélaginu. Ég gekk ekki í hann til þess að stjórna kapítalismanum betur og á áhrifaríkari hátt en íhaldsmenn," sagði Scargill Reuter „Ekkert fagnaðarefni“ RÓTTÆKIR vinstrimenn stóðu fyrrum Austur-Þýskalands und- fyrir mótmælum í Diisseldorf í gær en þar fóru fram hátíðar- höld í tilefni þjóðhátíðardags Þýskalands. Var þess minnst að fimm ár eru liðin frá því að austur- og vesturhluti landsins sameinuðust í eitt ríki en mótmælendurnir báru fána ir slagorðinu „Ekkert fagnaðar- efni“ og vísuðu þar til samein- ingarinnar. Auk mótmælanna vörpuðu átök ungmenna í Diisseldorf skugga á hátíðar- höldin, sem þýska ríkisstjórnin, forseti landsins og fleiri gestir voru viðstaddir. O.J. Simpson sýknaður af ákæru um morð á eiginkonu sinni og vini hennar Tilfinningasemi einkenndi viðbrögðin við dómnum Los Angeles, Washington. Reuter. O.J. SIMPSON, bandaríska ruðningshetjan, var í gær sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole Simpson, og vin hennar, Ronald Goldman. Þar með lauk níu mánaða réttarhöldum yfir Simpson en fá dómsmál hafa vakið eins mikla athygli og þetta í Banda- ríkjunum. í yfirlýsingu, sem Simpson sendi frá sér í gær, fagnaði hann því að „þessari ótrúlegu martröð" væri lokið og hét því að gera allt sem í hans valdi stæði til að finna morðingja Nicole og Goldmans. Lögfræð- ingar, sem tjáðu sig um úrskurð kviðdóms í gær, voru ekki á einu máli um hvort tilgreina mætti eina aðalástæðu þess að Simpson var sýknað- ur en Robert Pugsley, sérfræðingur SAy-sjónvarpsstöðvarinnar kenndi fyrst og fremst vanhæfni lögreglunnar í Los Angeles um. Tilfinningasemi einkenndi við- brögð við dómnum, fjölskyldur fórnarlambanna brustu í grát og sækjendum var greinilega brugðið. Lýsti faðir Goldmans því yfir í gær að niðurstaða kviðdómsins væri „martröð". Simpson, fjölskylda hans og veijendur kváðust vera í skýjunum. Mikil fagnaðarlæti brutust út fyrir utan dómshúsið er niðurstaðan var ljós en þar biðu hundruð manna eftir úrskurðinum. Svertingjar fagna, hvítir vantrúaðir Athygli vakti að aðeins fjórar klukkustundir liðu frá því að mál- flutningi lauk og þar til niðurstaða kviðdóms lá fyrir. Þótti mörgum það merki um að Simpson hefði verið fundinn sekur en lögfræðing- ar, sem rætt var við, voru sam- mála um að niðurstaða kviðdóms- ins hefði ekki komið á óvart. Gagn- rýndi einn þeirra, Robert Pugsley, kviðdóminn fyrir að hafa ekki fylgst af athygli með málflutningi, sérstaklega ekki þegar sækjendur hefðu kynnt sönnunargögn sín. Hins vegar væri við lögregluna í Los Angeles að sakast þar sem margt hefði verið athugavert við meðferð hennar á málsgögnum og rannsókn málsins. Viðbrögð manna við fréttunum af sýknu voru misjöfn, í Evrópu og á meðal margra hvítra Bandaríkja- manna gætti efasemda. Þá lýsti einn lagasérfræðingur Sky, Gary Solis, því yfír að dagurinn í gær hefði verið „dapurlegur dagur í sögu réttarkerfis Kaliforníu". Svertingjar fögnuðu hins vegar víð- ast hvar og sögðu að málið á hend- ur Simpson hefði verið „götótt" Umferð og atvinnulíf lamaðist að mestu í Bandaríkjunum er al- menningur fylgdist með beinni út- sendingu úr dómssal. Þeirra á meðal var Biil Clinton Bandaríkja- forseti. Er niðurstaðan lá fyrir lýsti forsetinn því yfir að hugur þjóðar- innar og bænir ættu að vera hjá fórnarlömbunum. Sagði talsmaður hans að úrskurðurinn hefði ekki virst koma forsetanum á óvart en sagði að hann hefði verið niður- dreginn. ■ Kviðdómur sýknaði/23 Reuter O.J. SIMPSON fagnar ásamt tveimur lögmanna sinna, Johnny Cochran t.h. og Lee Bailey t.v., er niðurstaða kviðdóms lá fyrir. Robert Shaphiro stendur fyrir aftan Simpson. Endur- nýjun ál- samnings ólíkleg Brussel Reuter. OLIKLEGT þykir, að samningur sex helstu álframleiðsluríkjanna um að halda framboði í skefjum verði end- urnýjaður þegar hann rennur út í mars á næsta ári. Óttast sumir, að afleiðingin verði aukin framleiðsla og verðlækkun í kjölfarið. Samningurinn, sem var á milli Evrópusambandsins, Bandaríkj- anna, Rússlands, Kanada, Astralíu og Noregs, var um, að álframleiðsla yrði skorin niður um 10% á tveimur árum. A ársfundi Samtaka evróp- skra álframleiðenda í gær sagði for- maður þeirra, Fokko Van Duyne, að hann gæti ekki ímyndað sér, að samningurinn yrði framlengdur. Van Duyne sagði, að ástandið á heimsmarkaði hefði verið mjög sér- stakt þegar samningurinn var gerð- ur, gífurlegt offramboð og verðið komið niður úr öllu valdi. Hefði ástæðan meðal annars verið mikill útflutningur frá Rússlandi, sem var í brýnni þörf fyrir erlendan gjaldeyri eftir hrun Sovétríkjanna. ■ Eftirspurn eftir áIi/4 ♦ » ♦----- Staða An- ands vonlítil GARRÍ Kasparov bar sigurorð af Viswanathan Anand í 14. einvígis- skák þeirra í gærkvöldi. Anand var með góða stöðu lengst af en Kasparov tefldi glæsilega í tímahraki. Staðan er nú 8,5 vinning- ar gegn 5,5, Kasparov í vil. Er hún nú talin nær vonlaus fyrir Anand. ■ Algjört hrun/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.