Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 13 LANDIÐ Með fólki og hestum í Laufskálarétt |>ar sem maður er manns gaman Útsýni af réttarvegg Hnegg og hví berast að þegar nær kemur Laufskálarétt. Fólk virðist steðja að úr öllum áttum, heittrúaðir hestamenn en líka hinir vantrúuðu sem ekki eru innvígðir í leyndardóm hestamennskunnar, skrifar Aslaug Jónsdóttir fréttaritari á Hofsósi. Mennimir þekkja altént til þess að maður er manns gaman og menn em fleiri en hrOSS 1 LaUfskalarett „ Morgunblaðið/ÁslaugJónsdóttir ________111 1 _________ FAX rennur saman V1ð fax. varpsvélina og tekur stefnuna á sönginn. Þessu atriði verður hann að ná fín „í lok fréttar“ atriði, ekta skagfirskur söngur. Eg sit á réttarveggnum og rabba við innfæddan Skagfirðing um þessa þjóðlegu skemmtun. „Sjáðu nú þarna,“ segir hann og bendir á söngmennina sem lygna aftur aug- unum í einlægum óði til Skaga- fjarðar, „það eru í hæsta lagi tveir Skagfírðingar að syngja þarna. „Og það heyrist," bætir hann líka við og hristir höfuðið. Er einhver að reyna að koma því inn að Laufskálaréttir séu að verða jafnskagfírksar og jóðl í Brasilíu? Ég lít í kringum mig og sé þó nokkuð af Skagfirðingum og hrossin hljóta flest að vera skagfi- skrar ættar. Eða hvað? Það er langt um liðið síðan að Laufskálarétt komu fleiri hross en menn. Ég trúði því gjarnan að samsinni mörgum í þessu eins og það hljóti að vera hnignunarmerki að ekkert sé sem áður. Enginn sér þó neitt athuga- vert við sína erindislausu veru á staðnum. Alþjóðleg samkunda Þetta er sumpart alþjóðleg sam- kunda. Nokkrir hópar Skandinava eru á svæðinu og þeir brosa með jákvæðu hugarfari að allri sósíal samveru, sama af hvað toga. Það er bæði „hyggeligt" og „fantas- tiskt“ að vera færður upp á hest og teymdur upp og niður fölnandi hlíðar í þessu villimannslega kalda landi. Hreinlega exótískt. Lágvaxinn áberandi húfuklædd- ur austurlandsbúi hefur villst inn í almenninginn og mundar videóvél með vjðutan sælu- og undrunar- svip. Ég missi fljótlega sjónar á honum þegar stóðið flæðir yfir manninn eins og holskefla en vona að hann hafi einhvern veginn bjarg- að sér undan kviði meranna. Eg fínn ögn til samkenndar með þess- ari japönsku hrossakjötsætu sem er kannski einn fárra réttargesta sem í stað goðsagnarkenndra vera sér margan góðan bitann svífa hjá. í Laufskálarétt nefnir enginn hrossakjöt á nafn. í dag eru þetta allt saman ættstór aðalshross ef treysta má eigendunum. í dag ætla margir að kaupa á morgun. Eitt- hvað er sélt og handsalað. Það er spáð og spekúlerað bæði í hross og menn. Fleira selt en hross Það er fleira selt en hross. Mér sýnist sjálfur Krókódíla Dundee vera mættur með minnst 50 hatta og krókodílaveiðihnífa sem hann selur aftan úr bílboddíi. Hattarnir seljast eins og heitar lummur. RÉTTIN er lifandi hringiða hesta og manna sem heitast kraumar inn við miðju í átökum við hesta og allt í kring er heldur engin hálf- velgja í mannlífinu. í ysta hring stjáklar fólk til og frá réttinni ýfir í bílana og miðað við aðrar útisam- komur íslendinga er hér furðu lítið um afskræmd ökutæki. Hestamenn leggja aurana sína í alvöru hestöfl. Milli bílanna eru traðir að breyt- ast í moldarsvöð og sumum skrikar fótur. Margir halda á bjórdós í bijósthæð eins og fjöreggi. Aðrir eru að sækja sér ómissandi hlífðar- fatnað í norðlenskum vetrarkulda; hann er sestur að allt of snemma eins og venjulega. Bak við mannmergðina er réttin Utan réttar halla menn sér upp að bílhúddum og gleyma sér í áköf- um samræðum þrátt fyrir kuldann eða stinga sér í bíl hjá náunganum og hlýja sér á kaffi. En hér er ekki vert að dvelja lengi, það er ekki hér sem hlutimir gerast, ein- hvers staðar bak við mannmergð- ina er réttin. Þétt upp við réttarvegginn liggur óslitinn hringstraumur fólks sem heilsast á báða bóga, faðmast, mynnist og býður_ óþreytandi úr pyttlum og pelum. Úr þessum hring geta viðkvæmar sálir tæpast ratað edrú. Aldraðir bændur með ótal réttir áð baki og sjaldgæfan ham- ingjusvip takast í hendur svo hrikt- ir og brakar í. Sumir hittast þama í eina skiptið á árinu og aðeins þama. Hér er öruggt að hitta ein- hvern sem þú hefur ekki séð árum saman því ótrúlegasta fólk kennir sig við hestamennsku og leggur leið sína í þessa mekku á öðrum eins hátíðisdegi. Ég hitti strax gamla kunningja- konu sem eins og svo margir aðrir kom til þess að taka þátt í smölun- inni af afréttinum. Smalarnir sem lögðu á þennan morgun voru fleiri en nokkru sinni fyrr, þeir nálguð- ust hundraðið sem hóuðu í Kol- beinsdal og ráku stóð fyrir í Hjaltadal til réttar. Björn Bjarna- son gæti verið stoltur af þessu ridd- araliði. Herinn var massífur og sjálfsagt ósigrandi því eins og nýl- iði í sveitinni lýsti því „þá voru svo margir smalar að ekkert þurfti að gera annað en að sitja hrossið. Þessar gömlu merar vissu hvert þær áttu að fara.“ En ekki missa sjónar á rómantík- inni hér. Þetta eru skagfirskar stóð- réttir og þau tvö orð hljóma jafn- órjúfanleg og jóðl í Týról og karniv- al í Brasilíu. Hnegg milli hárra fjalla. Það eru ekki bara gamlar RÉTTIN er lifandi hringiða hesta og manna. ÞÉTT upp við réttarvegginn liggur óslitinn hring- straumur fólks sem heilsast á báða bóga... og ratvísar merar í Laufskálarétt. Hér er upprunalegur og óbeislaður kraftur í fagurlimuðum skepnum sem eru svo „elegant" að eðlisfari að ekki er hægt að lýsa því klisju- laust. Fax rennur saman við fax Það er rekið inn í almenninginn í innsta hring, fært í dilka, stokkið til og stýrt, flogið á og fangað. Hópsálin hneggjar og hvíar í ör- væntingu, hópurinn kvikar til og frá á flótta, fax rennur saman við fax. Fjölskrúðugur flokkur gestanna í réttinni rennur þó ekki eins og einn maður. Það má sjá að sumir eru að reyna að vinna sín verk, en er ekki alltaf gert auðvelt fyrir. „Farið frá! Frá! Frá!“ er hrópað. Það fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem starir í augu gamals vinar, þeir hafa pelaskipti og faðm- ast og fara ekki frá. Það fýkur í hestasveinana í almenningnum. Ejnum heyrnasljóum af ölvun er þeytt burtu úr vegi og hann kútvelt- ist í aurnum. Annars staðar er farið að syngja. Margradda og af innlifun syngja menn ættjarðarsöngva og skagf- irsk ljóð. Ómar Ragnarsson hefur lengi staðið og haldið jafnvægi á réttarveggnum. Hann er kominn niður í mannþvöguna með sjón- „Ástralskir hattar, góðir í rigning- unni,“ segir einhver. Og vonandi í níu vindstigum líka, hugsa ég. Hann er öllu þjóðlegri harðfisksal- inn sem hefur væntanlega verið með landsöluleyfi upp á vasann. Líklega hefur þó áfengisverslunin þénað best um þessa helgi. Það er alltaf verið að kvarta undan skorti á Skagfírðingum. „Ég hef komið hér hvert ár til að heilsa upp á Skagfirðinga,“ segir borg- fírskur bóndi. „Ég sé ekki neinn, þeir eru allir dauðir. En ég ætla samt að heilsa þessum," bætir hann við og svífur á einn sem hlýtur að vera lifandi Skagfirðingur miðað við hvernig hann tekur á móti sunn- lensku koníakinu. Þegar sunnan slagveðrið, sem var búið að spá, hrekur loks fólk frá réttinni þá er réttum líka að mestu lokið og einhveijir ætla að fara að leggja í hann með sína rekstra. Sumir eru fengnir til að komast burt úr þessum sirkus sem þeim finnst réttimar líkjast meir og meir. Vinnufriður er takmarkað- ur og þeir ætla ekki að skemmta sér fyrr en um kvöldið að dags- verki loknu. Það er enginn kvóti á hrossum, ennþá, svo hér leggja af stað stórir hópar og stoltir bænd- ur. Við hin sem kannski erum trúð- arnir í sirkusnum yfirgefum réttina líka og prísum okkur sæl með vind- og vatnsþétt farartæki. KJÖTVÖRUR Viltþú varaandi S RÁÐGJÖFIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.