Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 15 FRÉTTIR: EVRÓPA Dregið úr leynd í störfum ráð- herraráðsins Lúxemborg. Reuter. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins samþykkti á fundi sínum á mánudag að draga úr leynd í störfum sínum og gera opinberar yfírlýsingar aðildarríkja um túlkun á nýrri löggjöf ESB. Þessar yfírlýs- ingar hafa til þessa verið leynilegar og hefur það fyrirkomulag sætt gagnrýni, ekki sízt af hálfu nor- rænu ESB-ríkjanna. Jafnframt hafa EFTA-ríkin bent á að yfirlýsingarn- ar veittu ESB-ríkjum í raun undan- þágur frá nýrri löggjöf, en EFTA- ríkin yrðu að fýlgja henni út í yztu æsar er hún verði hluti af EES- samningnum. Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ákváðu á fundinum að allar yfirlýs- ingar, sem aðildarríki gæfu um það hvernig þau túlkuðu nýja löggjöf, yrðu héðan í frá opinberar, nema óskað væri eftir atkvæðagreiðslu um að einstakar yfírlýsingar yrðu leynilegar. Einfaldan meirihluta þarf þá til að fella tillögu um slíkt. Áður var þetta á hinn veginn; allar yfírlýsingar voru leynilegar nema farið væri fram á atkvæðagreiðslu um annað og meirihlutinn vildi að þær yrðu opinberar. Meiri breytingar á ríkjaráðstefnunni Danmörk og Svíþjóð hafa barizt fyrir opnari starfsháttum ráðherr- aráðsins. Lena Hjelm-Wallén, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir ráðherraráðsfundinn að slíkar hug- myndir hefðu byr innan ESB um þessar mundir. Þó væri ekki nóg að gert. En ekki mætti þrýsta of fast á breytingar, því að þá væri hætta á að ekkert breyttist. Hjelm- Wallén sagði að halda yrði þessu starfí áfram á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári. Reuter NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, er í hópi þeirra sem hafa hvatt til opnari og lýðræðislegri starfshátta ESB. Hér ræðir hann við aðstoðarutanríkisráðherra Þýzka- lands, Werner Hoyer, fyrir fund ráðherraráðs ESB í Lúxemborg. Slæmar samgöngur til Helsinki UTANRÍKISRÁÐHERRA Finn- Iands, Tarja Halonen, og Evrópu- málaráðherrann Ole Norrback urðu að fara af fundi ráðherrar- áðs ESB í Lúxemborg á mánudag áður en komið var að helztu hugðarefnum Finna á dag- skránni; samskiptum við Rúss- land og opnari starfsháttum ráð- herraráðsins. Ástæðan var sú að flugsam- göngur milli Lúxemborgar og Helsinki eru stopular og urðu ráðherrarnir raunar að taka flugvél til Sviss, þaðan sem þau náðu flugi til Helsinki. Finnskur stjórnarerindreki sagði að ríkisstjórn Finnlands ætti engar flugvélar og yrðu æðstu embættismenn því að ferð- ast með áætlunarflugi, sem setti stundum strik í reikninginn hjá austasta aðildarríki ESB. Vonbrigði vegna kjamavopnatilrauna Lúxemlmry. Reuter. UTANRIKISRÁÐHERRAR Evrópu- sambandsins gagnrýna kjarnorku- sprengingu Frakka á Suður-Kyrra- hafi harðlega. Framkvæmdastjóm sambandsins telur að Frakkar hafí hugsanlega brotið Euratom-samn- inginn með þvi að sprengja aðra kjamorkusprengju á Mururoa á mánudag. „Við höfum orðið fyrir afar mikl- um vonbrigðum, en við munum ekki grípa til neinna aðgerða, heldur út- skýra afstöðu okkar með orðum,“ sagði Lena Hjelm-Wallén, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar. „Við höfðum vonað að viðbrögðin um heim allan myndu stöðva tilraunimar, en það er ekki raunin." Danski utanríkisráðherrann, Niels Helveg-Petersen, lét einnig í ljós sár vonbrigði og sama gerði Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborg- ar. Poos sagði að ESB gæti þó lítið gert í málinu nema að láta skoðanir sínar í ljós við Frakka. Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins lýsti því yfír að gjörð Frakka væri enn verri fyrir það að framkvæmdastjómin hefði sérstak- lega farið fram á það við frönsk stjómvöld að veita henni upplýs- ingar, sem gætu skýrt hvort tilraun- irnar vörðuðu við 34. grein sáttmál- ans um Kjamorkusamvinnustofnun Evrópu, Euratom, sem er hluti af Evrópusambandinu. Brot á sáttmála Euratom? Greinin kveður á um að aðildarríki geti þurft að leita heimildar fram- kvæmdastjórnarinnar fyrir kjarnork- utilraunum vegna heilbrigðis- og ör- yggissjónarmiða. Framkvæmda- stjómin hyggst tilkynna í dag hvort hún telji Frakka verða að leita sam- þykkis. Ákvörðunin verður meðal annars byggð á framburði kjarnorku- sérfræðinga ESB, sem komu frá Mururoa um síðustu helgi. LANCÖME Glæsilegur kaupaukil EFFACIL 30 ML - augnhreinsivökvi. ROUGE ABSOLU - rakagefandi varalitur. INTENCILS - augnhárafitur. BIENFAIT TOTAL 10 ML - vítamínfyllt dagkrem. Þessi kaupauki fæst eingöngu í neðantöldum verslunum frá miðvikudegi til laugardags. Kaupaukinn fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir frá LANCÖME ,þar af 50 ml krukka af einhverju eftirtalinna krema: Primordiale, Rénergie, Nutriforce, Niosome + eða Hydrative. Andorra Nana Amaró Strandgötu 32. Hafnarfirði. sfmi 555 2615. Hólagarði. Reykjavfk. sfmi 557 1644. Hafnarstræti 99-101, Akureyri. sfmi 462 1730. NordSol 1995 Tónlistarkeppni Norðurlanda Christina Guðrún María Hcnri Katrine Bjprkpe Finnbogadóttir Sigfridsson Buvarp Danmörku íslandi Finnlandi Noregi Markus Lcoson Svíþjóð Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 Laugardaginn 7. október kl. 14:00 Stjórnandi Osmo Vánska Konsertþœttir og aríur eftir Brahms • Verdi • Mozart • Puecini • Gounod Prokofjev • Rakhmanínov • Milhaud Miðasala frá mánudegi 2. október í anddyri Hótel Sögu Miðapantanir í síma 552 9924 • Símsvari um kvöld og helgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.