Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 29 INGUNN ÓFEIGSDÓTTIR + Ingunn Ófeigs- dóttir var fædd i Miðhúsum í Gnúpveijahreppi í Arnessýslu 20. júlí 1905. Hún lézt á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 24. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ófeigur Jónsson bóndi í Miðhúsum, síðar í Kolsholti í Villingaholts- hreppi, svo í Reykjavík, fæddur 2. september 1875, dáinn 30. janúar 1961, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir frá Núpstúni, fædd 2. október 1872, dáin 2. ágúst 1910. Seinni kona Ófeigs var Val- gerður Guðmundsdóttir frá Hólakoti, fædd 6. október 1889, dáin 5. maí 1968. Alsyst- ir Ingunnar er Stefanía, en hálfsystkini sam- feðra Guðmundur, látinn, Guðrún og Gústaf. 5. júní 1926 giftist Ingunn Arna Ámundasyni frá Kambi í Vill- ingaholtshreppi, fæddur 29. maí 1901, dáinn 29. maí 1986, og bjuggu þau í Reykjavík lengst af, á Ljós- vallagötu 30. Börn þeirra: Grétar, fæddur 12. nóvem- ber 1926, kona hans er Sigríður Sigurðardótt- ir, Haraldur, fæddur 2. desem- ber 1927, kona hans er Auður Gunnarsdóttir, og Guðrún Anna, fædd, 21. ágúst 1934, maður hennar er Ólafur G. Karlsson. Útför Ingunnar Ófeigsdótt- ur fer fram í dag kl 13:30 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. í DAG er kvödd hinztu kveðju tengdamóðir mín, Ingunn Ófeigs- dóttir. Á hugann leita minningar eftir löng og góð kynni. Hún átti ættir sínar að rekja til i i; I: ( ) \ i I > > uppsveita Ámessýslu, fædd í Mið- húsum í Gnúpveijahreppi. Móður sína missti hún fimm ára gömul og þremur árum síðar hóf Ófeigur fað- ir hennar búskap í Kolsholti í Vill- ingaholtshreppi, þar sem heimili þeirra stóð næstu árin. 5. júní 1926 giftist Ingunn Áma Ámundasyni frá Kambi í sömu sveit og fluttust þau þá til Reykjavíkur og settust að í vesturbænum í leigu- húsnæði, fyrst við Túngötu og síðar á Bræðraborgarstíg. Þessi ár og hin næstu, sem kennd em við kreppuár- in, voru erfið alþýðufólki, sem oft bjó við kröpp kjör og atvinna var af skornum skammti, en Árni, sem stundaði almenna verkamanna- vinnu, varð snemma eftirsóttur í ýmis störf vegna dugnaðar síns og eljusemi og endaði sem fastur starfs- maður hjá Reykjavíkurhöfn, þar sem hann starfaði á meðan þrek og kraft- ar entust. Árið 1934 var hag þeirra hjóna svo komið að þau gátu fest kaup á litlu húsi við Ljósvallagötu 30. Þá hafði fjölskyldan stækkað, því fædd- ir voru synimir Grétar og Haraldur og dóttirin, Guðrún Anna, fæddist þegar þau vora nýflutt á Ljósvalla- götuna, sem varð heimili þeirra upp frá því. Þar var oft þröng á þingi, því eftir þeirra tíma sið var þrengt að ijölskyldunni til að koma að leigj- endum í húsnæðishraki og voru þar í hópi margir sem héldu tryggð við þau hjónin ævilangt. Einnig vora vinir og kunningjar systkinanna þar jafnan velkomnir aufúsugestir. En það var hugsað til framtíðar og á árunum 1947-48 réðust' þau Ingunn og Árni í það stórvirki að stækka húsið til mikilla muna og þegar upp var staðið var risið stór- hýsi með 6 íbúðum. Þetta varð til þess að öil þeirra börn stofnuðu þar sín fyrstu heimili og barnabömin nutu þess að alast upp í góðu ná- býli við ömmu og afa, nokkuð sem þótti sjálfsagt í uppeldinu fyrr á áram en vora orðin sjaldgæf forrétt- indi á síðari tímum. Þá hafa einnig sex af tíu bamabörnum þeirra átt þar heimili sitt, í þeirra skjóli, í lengri eða skemmri tíma eftir að þau kom- ust til fullorðinsára og nú síðast eru tvö bamabarnabörn mætt til leiks. Þetta hefur því verið sannkallað Ijölskylduhús, sem sannarlega hefur eflt góð tengsl á milli kynslóðanna í þessari fjölskyldu, en afkomendur þeirra Ingunnar og Árna eru orðnir 46 talsins. Þrátt fyrir nokkurn heilsubrest auðnaðist Ingunni að halda sitt I heimili þarna þar til fyrir rúmu ári að kraftar voru það þrotnir að henni > var búin vist á hjúkrunardeild Elli- heimilisins Grundar. Við fráfall hennar er mér efst í huga þakklæti fyrir samveruna og samfylgdina, ekki síst árin fjórtán, sem við bjuggum á Ljósvallagötu 30. Mér er minnistætt hve vel mér var tekið er ég kom fyrst á heimili þeirra Árna og síðan öll sú velvild og hjálpsemi þeirra beggja, sem fylgdu mér allar götur síðan. Ingunn var kona sérstakrar gerð- ar, greind og margfróð. Hún kunni ósköpin öll af vísum og kveðskap, sagði vel frá og fylgdist vel með mönnum og málefnum til hinztu stundar og fannst okkur þeim yngri öft með ólíkindum, hvað minni hennar var óbrigðult og andlegir kraftar hennar óskertir, þrátt fyrir háan aldur. Hún hafði ákveðnar fastmótaðar skoðanir á flestum hlutum og lá ekkert á þeim. Það gat verið auðvelt að vera henni ósammála og margar kappræðurn- ar vora háðar þar sem gneistaði um stund, en allir ósárir eftir. Hún helgaði sig húsmóðurstarf- inu og taldi það æðstu skyldu kon- unnar að sinna móðurhlutverkinu vel og vera til staðar á heimilinu á meðan börn voru að vaxa úr grasi. Ungu konunum fannst hún stund- um ganga heldur langt í ákafa sín- um við að koma þessari skoðun á framfæri, en trúlega hefur hún ver- ið mörkuð af þeirri sára reynslu hennar að missa móður sína svo ung og fara þannig á mis við móður- ástina í sinni réttu mynd. Eins og áður sagði gekk á ýmsu með heilsu Ingunnar og um tíma síðastliðið vor veiktist hún svo illa að henni var vart hugað líf. Á ótrú- legan hátt náði hún sér aftur svo vel að hún gat haldið upp á 90 ára afmæli sitt í íjölmennum hópi vina og vandamanna. Það var ógleyman- legt að sjá hana glaða og ánægða umkringda barnabörnum og barna- barnabörnum. Það er gott að minn- ' ast hennar þannig. Blessuð se minning hennar. Ólafur G. Karlsson. Hinn 24. september síðastliðinn lést amma okkar, Ingunn Ófeigs- dóttir, og langar okkur til að minn- ast hennar í fáum orðum og þakka henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir okkur. Amma fæddist 20. júlí 1905 og hélt því upp á níræðisafmælið sitt í sumar. Þrátt fyrir þennan háa aldur bar hún sig með mikilli reisn og var alltaf skýr í hugsun. Hún kunni t.d. ógrynnin öll af vísum og fylgdist alla tíð vel með því, sem gerðist í fjölskyldunni og þjóðfélag- inu almennt. Amma hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á hlutunum og var hún föst á sínum skoðunum. Hún var bráðskemmtileg og hafði ríka kímnigáfu, enda var mikill gestagangur hjá ömmu, hvort sem var á Ljósvallagötunni eða á Grund, þar sem hún dvaldist síðastliðið ár. Viljum við í framhaldi af því þakka starfsfólkinu á Grund fýrir mjög góða umönnun. Amma Ingunn og afi Árni bjuggu mestan hluta sinna hjúskaparára á Ljósvallagötu 30 í Reykjavík. Þau festu þar kaup á litlu húsi og með miklum dugnaði og eljusemi byggðu þau við litla húsið sitt og reistu þar stórt og glæsilegt hús. Öll börn þeirra, þijú að tölu, hófu sinn bú- skap í þessu húsi. Hið sama gerðu flest barnabörn þeirra og barna- barnabörn. Hefur það verið ómetan- leg hjálp, sem verður seint fullþökk- uð. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höfundur ókunnur). Við systkinin viljum þakka ömmu Ingunni fyrir samveruna og allt það, sem hún og afi Árni gerðu fyrir okkur. Þrátt fyrir mikinn sökn- uð og eftirsjá eftir afa og ömmu eigum við um þau yndislegar og ógleymanlegar minningar. Jón Karl, Ingunn og Valdís. Nú þegar amma mín er lögð til hinstu hvílu langar mig í örfáum orðum að minnast hennar, og þakka henni samfylgdina í gegnum árin. Margar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka, minn- ingar sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð, minningar sem við þurfum að miðla áfram til barnanna okkar. Skemmtileg vora fimmtudags- kvöldin þegar Bjarmalandið mætti í kaffi á Ljósvallagötuna. Það var á þeim árum þegar Lillý og Óli bjuggu í risinu og var þá oft glatt á hjalla hjá okkur krökkunum. Svo mikið var stundum hlegið í litla eld- húskróknum hjá ömmu og afa, að mjólkin og jólakakan rötuðu varla rétta leið niður. Nú þegar ég skfifa þessar línur sé ég ömmu Ingu fyrir mér sitjandi í stólnum sínum við gluggann í stof- unni, með pijónana í höndunum. Þeir eru ófáir lopasokkarnir og vettlingarnir sem hún hefur pijónað og yljað hafa fyölskyldu hennar í gegnum árin og gera enn þrátt fyr- ir að hún sé nú fallin frá. Amma og afi bjuggu mest allan sinn búskap á Ljósvallagötu 30 og má segja að þar hafi verið sannkall- að fjölskylduhús. Þar hófu margir sinn fyrsta búskap, m.a. við Krist- ján fyrir tæpum 10 árum. Fyrst bjuggum við á 1. hæðinni í íbúðinni sem foreldrar mínir hófu sinn bú- skap í. Síðar í risíbúðinni á hæðinni fyrir ofan ömmu. Á þessum árum fæddust tvíburarnir okkar og eiga þær ljúfar minningar frá fyrstu æviárum sínum á Ljósó. Það var gott að geta trítlað til ömmu Ingu, byggt turna úr tómu skyrdósunum sem afi hafði safnað, og kíkt á „karlinn í kassanum“. Oftar en ekki átti amma „mola“ til að stinga upp í ungana sína. Margt var spjallað þegar litið var við hjá ömmu og alltaf kom það manni jafn mikið á óvart hversu stálminnug hún var þrátt fyrir háan aldur. Hvort sem um var að ræða fréttir líðandi stundar, sveitina hennar, þar sem hún ólst upp í eða samferðafólkið sem búið hafði við Ljósvallagötuna í gegnum tíðina. Svo skýr var hún í kollinum að maður hálf skammað- ist sín fyrir að fylgjast ekki nógu vel með. Amma hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á öllum hlutum og það duldist engum sem hana þekktu að þar fór kona með bein í nefinu. Þannig var hún og þannig munum við sem eftir erum minnast hennar. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar. Gróa I. Grétarsdóttir. Þegar langri ævi lýkur verður hvíldin kærkomin. Svo á einnig við um elsku langömmu okkar, Ing- unni Ófeigsdóttur, eða ömmu á Ljósó eins og við svo oft kölluðum hana. Það var kannski helst sumarið 1980 að upp renni fyrir okkur sterk- ustu minningarnar af samskiptum okkar við ömmu og afa á Ljósó á okkar yngri árum, en það sumar bjuggum við fyrst á Ljósvallagöt- unni. Tíðar ferðir niður til ömmu og afa standa okkur ofarlega í minni, þar sem við fengum að halda í hespu á meðan hún bjó til hnykil og veitti það okkur ómælda ánægju. Við áttum þó einnig til að bræða langafa, en breitt bros kom á hann þegar við vorum búnar að safna gleijum af götunni og fannst honum við miklar „business“konur, enda var afi nýtinn mjög. Árni langafi kvaddi þennan heim árið 1986, á 85 ára afmælisdaginn sinn og var jarðsettur á brúðkaupsafmælisdegi þeirra hjóna. Við systur höfum báðar hlotið þann heiður að hefja búskap með unnustum okkar í íbúðinni sem elsku langamma og langafi reistu og hófu sinn búskap í á sínum tíma. Önnur okkar fyrir fimm árum en hin nú í sumar. Síðan þeirra bú- skapur hófst hefur mikið vatn runnið til sjávar og húsið teygt anga sína um tvær hæðir upp á við og annað eins til hliðar. Hið góða andrúmsloft sem þessu húsi fylgir, segja þeir sem til þekkja, hefur fylgt langafa og -ömmu frá þeirra fyrstu árum á Ljósó og höf- um við óneitanlega orðið varar við það hlýlega andrúmsloft. Nú á seinni árum þegar við heimsóttum ömmu ílendumst við oftar en ekki hjá henni yfir góðum sögum og skemmtilegum umræð- um. Kom það okkur alltaf jafnmik- ið á óvart hversu ótakmarkaður sagnabrunnur hennar var frá æviárum hennar og jafnframt hversu ve! hún mundi hin ýmsu smáatriði. Það var því auðvelt að gleyma sér tímunum saman þegar á staðinn var komið. Langamma átti sér eina ósk þegar hún tók að eldast og hún var sú að eignast barnabarna- barnabarn. Fékk hún þá ósk upp- fyllta í apríl síðastliðnum þegar Ándri Þór kom í heiminn og var hún þar með orðin langalang- amma. Við viljum minnast þeirrar hlýju, umhyggju og ástúðar sem í henni langömmu okkar bjó. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku langamma okkar. Blessuð sé minning þín. Auður og Valdís Arnardætur. Komið er að kveðjustund Ingunn- ar Ófeigsdóttur eða Ingu á Ljósó eins og ég kallaði hana alltaf. Minn- ingarnar streyma fram og það sem mér fannst sjálfsagður hlutur þegar ég var lítil stelpa sé ég, í dag, að hafa verið mikil forréttindi. Að al- ast upp í fjölskylduhúsi með foreldr- um og bræðrum, afa og ömmu, Stebbu og Eika og hafa svo Ingu og Árna með sína fjölskyldu nánast ‘ í næsta húsi. Já, það era forréttindi hvers barns að hafa marga góða staði að koma á og aldrei fann ég annað en að ég væri velkomin til þeirra á Ljósó. Bolludagurinn var einn af til- hlökkunardögunum - þá var vaknað snemma og allir bollaðir í húsinu og síðan var farið út á Ljósó til að bolla þar. Lengi vel voru öll þessi heimili nánast eins og ein fyölskylda svo mikill var samgangurinn. Mörg árin kom Inga á morgnana á Brá- vallagötuna um leið og farið var í fiskbúðina og var þá oft glatt á hjalla í eldhúsinu hennar ömmu. Inga var kona með ákveðnar skoðanir og gat verið nokkuð hvass- yrt en trygglynd var hún og gott að eiga hana að vini. Margir nutu þess að vera leigjendur hjá þeim hjónum og má segja að fæstir hafi farið frá þeim fyrr en í sitt eigið húsnæði því húsaleigan var ekki það sem þau Inga og Árni auðguð- ust á. Dugnaður og sparsemi var einkenni þeirra og held ég að Árni hafi verið einn duglegasti og ósér- hlífnasti maður sem ég hef kynnst. Inga átti við veikindi að stríða • síðustu árin, en andlegri reisn hélt hún og minnið var gott og leiðrétti hún okkur oft sem yngri erum þeg- ar við voram að tala saman við rúmið hennar. Inga fékk mikið af heimsóknum eftir að hún þurfti að vistast á Elliheimilinu Grand og kunni hún svo sannarlega að meta þær og oftast kvaddi hún mig með orðunum „komdu sem oftast“. Eg þakka Ingu fyrir samfylgdina og allt það sem hún var okkur á Brávallagötunni. Blessuð sé minn- ing hennar. Börnum hennar og ástvinum votta ég samúð rnína. Valgerður Hjaltested. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI GUÐMUNDSSON útgerðarmaður, Boðagranda 6, sem lést 26. september, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 5. október kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarna- félag íslands. Ægir Ólason, Þóra Einarsdóttir, Ingi Ólason, Mínerva Haggerty, Herbert Ólason, Ásta Gunnarsdóttir, Elín Geira Óladóttir, Stefán Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, SIGURKARL STEFÁNSSON stærðfræðingur, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 6. október nk. kl. 15.00. Anna Sigurkarlsdóttir, Stefán Sigurkarlsson, Guðjón Sigurkarlsson, Sigurður Karl Sigurkarlsson, Gfsli Kristinn Sigurkarlsson, Sveinn Sigurkarlsson, Magnús Guðjónsson, Anna Guðleifsdóttir, Unnur Baldvinsdóttir, Amalía Svala Jónsdóttir, Arnheiður Ingólfsdóttir, Ragnhildur Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.