Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 31 FRÉTTIR Sælgætis- gerðin með tónleika ACID-JAZZ sveitin Sælgætisgerðin stendur fyrir tónleikum sem verða hljóðritaðir vegna væntanlegrar út- gáfu geisladisks. Tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. októ- ber, kl. 22 á Glaumbar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Acid-Jazz hefur verið í mikilli upp- sveiflu erlendis upp á síðkastið þó lítið hafi farið fyrir þessari tónleistar- stefnu hérlendis fyrr en nú. Lögin sem Sælgætis- gerðin leikur eru flest frá árunum 1967 til 1975 í nýrri „candy“ út- setningu strák- anna í hljómsveit- inni. Sælgætis- gerðin hefur starf- að í eitt ár og leik- ið reglulega á sunnudagskvöldum á Glaumbar. Uppruni hljómsveitar- innar er úr FÍH þar sem strákarnir stunda allir nám. Hljómsveitina skipa: Ásgeir Jón Ásgeirsson, gítar, Jón Ómar Erl- ingsson, bassi, Samúel Jón Sam- úelsson, básúna, Birgir Nielsen, trommur, Snorri Sigurðsson, trompet, og Steinar Sigurðsson, saxófónn. Steinar Sigurðs- son, saxófónleik- ari Sælgætis- gerðarinnar. ■ STÖÐ 3 heimsótti á dögunum Guðrúnu ívarsdóttur, vinnings- hafa í samkeppninni um nafn á nýju sjónvarpsstöðina sem hefur útsendingar innan skamms. Á myndinni sést Guðrún taka við verðlaunum úr hendi Úlfars Steindórssonar, framkvæmda- stjóra íslenska sjónvarpsins hf., en þau hittust á vinnustað Guðrúnar HB á Akranesi. Listamaðurinn í samfélaginu í VETUR mun fræðslu- og upplýs- ingadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands skipuleggja röð fýrir- lestra og kynninga fyrir almenning. Fjöldi erlendra og innlendra gesta- kennara er væntanlegur til kennslu og fyrirlestrahalds og er ætlunin að kynna framlag þeirra sérstak- lega. Þetta er liður í viðleitni skól- ans til að rækja skyldur sínar á sviði almenningsfræðslu og sí- menntunar á sviði myndlistar. í dag flytur Stephan Dillemuth fyrirlesturinn The Image of the artist and its reproduction kl. 16.30- 17.30 í Barmahlíð, Skipholti 1, 4. hæð. Dillemuth spyr meðal annars: Ef list sprettur af skilgreiningu listamannsins, hvað skilgreinir þá listamanninn? Hver er ímynd lista- mannsins, mótuð af sögunni, menntun og samfélagslegum vænt- ingum. Hvert er hlutverk lista- mannsins í samfélaginu? Aðrir fyrirlesarar í vetur verða Leena Maki-Patola, Þórður Ben. Sveinsson, Joy Boutrup, Tinna Gunnarsdóttir og Thomas Ruppel. Yfirlýsing frá svæfingahjúkrunarfræðingum „VEGNA ummæla Jónasar Magn- ússonar prófessors á handlækn- ingadeild Landspítalans í Morgun- blaðinu í gær vilja skurð- og svæf- ingahjúkrunarfræðingar spítalans taka fram eftirfarandi: Það er ekki rétt sem prófessorinn heldur fram að vaktir Iækna séu nánast aldrei svo langar sem vaktir hjúkrunarfræðinga á skurðstofum. Það sem rétt er, er að vaktir skurð- lækna standa yfir í 24 klst. á virk- um dögum en 72 klst. um helgar, en það er sólarhrings lengri vakt en þær vaktir sem skurðhjúkrunar- fræðingar sinna. Vaktir svæfingalækna standa yfir í 24 klst. virka daga sem helgi- daga, svo sem vaktir svæfínga- hjúkrunarfræðinga, enda sinnir svæfingadeild Landspítalans einnig útköllum frá skurðstofu kvenna- deildar, sem skurðfólk gerir ekki. Prófessorinn nefnir í fréttinni að of mikið álag fylgi löngum vöktum. Skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingum Landspítalans er fullkunnugt um það og hafa því skipulagt vakt- ir sínar í samræmi við slíkt og taka í því sambandi tillit til mannfæðar. Þessir sömu hjúkrunarfræðingar hafa margbent á að ekki virðist ríkja sama ábyrgð hvað varðar skipulagningu á bakvöktum lækna, þar sem þeirra vaktir eru skipulagð- ar þannig að iðulega er sami skurð- læknirinn á bakvakt sólarhringum saman og þarf samt að skila dagleg- um skyldum sínum. Skurð- og svæfingahjúkrunar- fræðingar harma að vinnudeila sú er frétt Morgunblaðsins fjallar um skuli hafa gengið svo langt. Frá þeirra hendi var fyrir útgöngu hjúkrunarfræðinga stjórnendum handlæknissviðs margbent á að nær væri að blása vinnudeiluna af og skipa nefnd starfsfólks, þar sem tekið yrði á öllum málum, þannig að sem mestum heildarsparnaði yrði náð á handlæknissviði. Stjórn- endur handlæknissviðs kusu að velja heldur þá leið sem nú hefur verið farin og er það sorglegt í ljósi þess hversu nauðsynlegt er að frið- ur ríki á vinnustað þar sem jafn alvarleg störf eru unnin." Norrænt vél- stjóraþing ÞING Norræna vélstjórasambands- ins (NMF) hefst í dag í Borgartúni 18, Reykjavík. Þingið sækja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á þinginu eru tekin til umfjöllunar helstu hags- munamál stéttarinnar hveiju sinni. Á þessu þingi verður m.a. fjallað um stöðu kaupskipaútgerða á Norð- urlöndum, sameiginlegan vinnu- deilusjóð og samnorrænt myndband til kynningar á störfum og námi vélstjóra. Þinginu lýkur á hádegi 5. október með kosningu forseta og varaforseta sambandsins til næstu þriggja ára. Stefnumót nem- enda í Gagn- fræðaskóla Kópavogs ÞEIR nemendur sem luku skyldu- námi í 2. bekk Gagnfræðaskóla Kópavogs veturinn ’68-’69 ætla að hittast á nýjan leik laugardags- kvöldið 7. október. Nær allir Kópavogsbúar sem fæddir eru árið 1954 tilheyra þess- um hópi og alls er yfir 260 manns stefnt til mótsins, sem haldið verður í Lionssalnum í Kópavogi. Dagskrá fagnaðarins er hin fjöl- breyttasta og að öllu leyti heimatil- búin. Borðað verður af ríkulegu hlaðborði og dans stiginn fram eft- ir nóttu við tónlistina sem réð ríkj- um á gagnfræðaskólaárunum. Aðgöngumiðar og nánari upplýs- ingar fást í Blómahöllinni (Krist- ján), Hamraborg 1-3. Miðar eru einnig seldir við innganginn en Li- onssalurinn, Auðbrekku 25, verður opnaður kl. 19. ■ HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer i gönguferð miðvikudagskvöldið 4. október upp Fossvogsdalinn. Mæting er í Hafnarhúsportinu kl. 20 og farið með AV suður að Tjald- hóli við Fossnesti í Fossvogi, þaðan gengið kl. 20.30 eftir nýja göngu- stígnum upp Fossvogsdalinn norð- anverðan að Ártúnsvaði í Elliðaár- hólmum. SVR teknir til baka. Hægt verður að lengja gönguleiðina með því að fara dalinn sunnanverðan. Allir eru velkomnir í ferð með Hafn- argönguhópnum. Kristjana Elíasdóttir, Birgir Jónsson, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Jónsson, Þórunn Gísladóttir, Steinunn Jónsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTI'NAR ÞORBERGSDÓTTUR, Fossagötu 14. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Hvítabandinu fyrir frábæra umönnun. Sigurður Þórðarson, Þóra Gísladóttir, Helga Þóröardóttir, Guðmundur Ingi Þórarinsson, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og langömmubörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, JÓNSINGA JÓHANNESSONAR húsasmíðameistara, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, ferfram frá Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtu- daginn 5. október kl. 13.30. ATVINNUA UGL YSINGAR Þýðendur Stöð 3 óskar eftir samstarfi við reynda og vandvirka þýðendur. Við leggjum áherslu á að vinna með fólki, sem býr yfir góðri íslenskukunnáttu, sveigj- anleika og samstarfslipurð. Áhugasamir skili umsóknum, með upplýsing- um um menntun, reynslu og fyrri störf, merkt- um: „Stöð 3 - þýðendur", til afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir mánudaginn 9. október nk. Skipasmiðir - rafsuðumenn Óskum eftir að ráða skipasmiði og rafsuðu- menn til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 456 3790 eða framkvæmdastjóri í síma 456 3899. Áræði - metnaður Vantar starfskrafta í mikla vinnu við sölu- og markaðsstörf. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Góð laun fyrir gott fólk. Umsóknir sendist í pósthólf 1192, 121 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. íþróttakennarar Vegna forfalla vantar íþróttakennara að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar til áramóta. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í símum 475 1159 og 475 1224. Tímarit auglýsir eftir hæfileikaríku fólki með reynslu í auglýsingasölu. Upplýsingar í síma 551-9060. RAÐAUGL ÝSINGAR HÚSNÆÐI í BOÐI Permaform-íbúð Til sölu ný 3ja herbergja Permaform-íbúð við Skeljatanga í Mosfellsbæ. íbúðin selst á gamla verðinu, kr. 6.500.000 (kostar kr. 6.800.000 í dag). Upplýsingar í síma 533 1234 milli kl. 9-17 virka daga. Aðalfundur Aðalfundur íslenska hótelfélagsins hf. fyrir árið 1995 verður haldinn á Hótel Sögu mið- vikudaginn 18. október 1995 í Þingstofu B, 2. hæð, og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. _ ., . Stjornm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.