Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 04.10.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 35 I DAG Árnað heilla O/VÁRA afmæli. Á OV/morgun, fimmtudag- inn 5. október, verður átt- ræður Sigurður B. Sig- urðsson, fyrrverandi bif-' reiðaeftirlitsmaður, Dval- arheimilinu Höfða, Akra- nesi. Eiginkona hans er Guðfinna Svavarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gest- um í Oddfellowhúsinu, Kirkjubraut 54-56, Akra- nesi frá kl. 19.30 á afmælis- daginn. i BRIPS ^ llmsjön Guðmundur Páll Arnarson OPNA Homaíjarðarmótið fór fram á Hóte! Höfn um síð- ustu helgi. Að vanda voru mörg pör frá Reykjavík og skipuðu þau sér í efstu sætin. I fyrstu þremur sætunum urðu Þorlákur Jónsson og i Guðm. P. Amarson (624), Aðalsteinn Jörgensen og I Hrólfur Hjaltason (428), og | Ásmundur Pálsson og Guð- laugur R. Jóhannsson (328). 1 innbyrðis viðureign tveggja efstu paranna kom upp eitrað slönguspil: Vestur gefur; allir á hættu. < < < < < < < < I ( ( ( | ( Norður ♦ D72 ¥ ÁDG107 ♦ 108 ♦ Á73 Vestur Austur ♦ Á ♦ 109864 ¥ K986432 ||||l| ¥ - ♦ 5 111111 ♦ ÁKD642 ♦ 9542 ♦ K8 Suður ♦ KG53 ¥ 5 ♦ G973 ♦ DG106 Vestur Norður Austur Suður Hrólfur Þorlákur Aðalsteinn Guðm. 2 grönd* 3 hjörtu 4 lauf** Dobl Pass Pass 4 tíglar Dobi Pass Pass Pass * Hindmn í óupplýstum lit. ** Tilraun til að hitta á lit makkers! Opnun Hrólfs á tveimur gröndum var hindmn í ein- hvetjum lit; þ.e.a.s. verri gerð- in af veikum þremur. Þoriákur notaði tækifærið til að koma sínum lit strax á framfæri, sem gaf Aðalsteini tilefni til að ætla að litur makkers væri lauf. En það mnnu á hann tvær grímur þegar suður gat ekki stutt hjarta makkers og því breytti hann í Qóra tígla. Með því bjargaði hann nokkr- um stigum, því þó svo að fjór- ir tíglar doblaðir fæm þijá niður (800), var sú tala síður en svo óalgeng. Toppurinn í NS var plús 1100, en botninn mínus 800. Pennavinir 19 ÁRA stúlka frá Finnlandi vill skrifast á við ísiendinga á öllum aldrí: l’aula Arveliu,- Maauunint 21 ca8, 01450 Vantaa, Finland. 14 ÁRA sænsk stúlka, sem á ljóra íslenska hesta, vill skrifast á við 12-16 ára Ís- Iendinga. Linda Börjesson, Larstorp 7106, 52491 Herrljunga, Sweden. 60 ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 4. október, er sextugur Hörð- ur Runólfsson, vélvirki, Bröttugötu 14, Vest- mannaeyjum. Eiginkona hans er Kristín Baldvins- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Oddfellow- húsinu í Vestmannaeyjum milli kl. 20-22 á afmælis- daginn. rr|ÁRA afmæli. í dag, t) Vr miðvikudaginn 4. október, er fimmtugur Kristján Guðmundsson, húsasmiður, Holtsgötu 31, Reykjavík. Eiginkona hans er Elsa Baldursdóttir, bankastarfsmaður. Þau hjónin taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti milli kl. 17-19 í dag. FN Ljósmynd Stykkishólmi BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Stykkis- hólmskirkju af sr. Gunnari Eiríki Haukssyni Steinunn Helgadóttir og Sæþór Heiðar Þorbergsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Þorbergur Helgi. Heimili þeirra er á Borg, Stykkishólmi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Þing- vallakirkju af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur Helena Rúnarsdóttir og Kjartan Andrésson. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Alexander og Lísa Rún. Heimili þeirra er í Baughús- um 24, Reykjavík. ^Ljósm: Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí í Ytri-Njarð- víkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson. Þau eru til heimilis 1 Efstaleiti 28, Keflavík. _______ _Ljósm: Nýmynd, Keflavlk BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí í Innri-Njarð- víkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Sigrún Harpa Sigurðardóttir og Magnús Jóhannesson. Þau eru til heimilis í Keflavík. LEIÐRETT Leiðréttingar fórust fyrir ÞAU LEIÐU mistök urðu við birtingu viðtals í Morg- unblaðinu s.l. sunnudag við knapana sem starfa erlend- is við tamningu og þjálfun hrossa að viðtalið fór óleið- rétt til birtingar. Viðmæ- lendurnir höfðu gert smá- vægilegar athugasemdir við nokkur atriði. Þar er fyrst að nefna að Guðmundur Björgvinsson sem hugðist setjast að í Danmörku þegar viðtalið var tekið, en þau áform breyttust og óskaði hann þar að leiðandi eftir að nafn hans yrði tekið út en Guð- mundur sagðist eigi að síð- ur vera sammála því sem fram kemur í viðtalinu eftir sem áður. Þá er minnst á hryssuna Nótt sem Styrmir Árnason hefur keppt á og er hún sögð frá Skamm- beinsstöðum en hið rétta er að hún mun vera frá Hlemmiskeiði. í viðtalinu er gerður samanburður á árangri hennar og Eitils frá Akureyri en þar mun vera átt við Eril frá Felli sem valinn var inn í liðið sam- kvæmt lyklinum. Eru hlut- aðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum og leiðréttist þetta hér með. Ráðstefna norræna kynfræðinga í FRÉTT í Mbl. í gær var sagt frá ráðstefnu nor- rænna kynfræðinga. Þar kom fram að sérstakur gestur á fyrsta degi hafi verið Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Það er ekki rétt heldur var það Ólafur Ólafsson, landlækn- ir. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir góðum gáfum, en getur átt erfitt með að tjá þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Fjármálin þróast til betri vegar, og þér gengur vel í vinnunni. Sumir eru að und- irbúa ferðalag til fjarlægra landa. Naut (20. apríl - 20. maí) Gefðu þér tíma til að heim- sækja aldraðan ættingja í dag. Þér berast góðar fréttir sem geta leitt til batnandi afkomu. Tvíburar (21. maí - 20. júni) 5» Láttu ekki önuglyndi spilla góðu tækifæri sem þér býðst í dag til að bæta afkomuna. Vinur veitir þér góða aðstoð. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert að íhuga meiriháttar fjárfestingu iyrir heimilið. Gættu tungu þinnar í kvöld, því vanhugsuð orð geta vald- ið misskilningi. Ljón (23. júlf- 22. ágúst) ‘et Hikaðu ekki við að leita að- stoðar ef þú átt í vandræðum með verkefni í vinnunni í dag, og vertu ekki með óþarfa áhyggjur. Meyja (23. ágúst - 22. september) & Láttu ekki fjármálin valda deilum innan fjölskyldunnar. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja og sýndu þeim þolinmæði. Vog (23. sept. - 22. október) Eitthvað sem þú hefur verið með á pijónunum lengi kemst loks í framkvæmd í dag með góðum stuðningi fjölskyldu og vina. Sporödreki (23. okt. -21. nóvember)*"m$í Þótt þú verðir fyrir töfum í vinnunni í dag tekst þér það sem þú ætlaðir þér. Njóttu svo góðra stunda með þínum nánustu.________________ Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þér eru allir vegir færir í dag, og þú nærð mjög góðum árangri í vinnunni. En láttu ekki gullið tækifæri þér úr greipum ganga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu ekki þátt í vafasömum viðskiptum vinar í dag. Þér tekst að bæta afkomuna til muna án þess að taka óþarfa áhættu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) éh. Vinur veldur þér vonbrigðum og félagslífið hefur upp á fátt að bjóða í dag, svo þú verður að finna nýjar leiðir til afþreyingar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ÍfZL Staða þín í vinnunni er góð, en ráðamaður gerir þér spennandi tilboð, sem þú þarft að kanna ítarlega áður en þú tekur ákvörðun. Stjörnusþdna d að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staó- reynda. Hanaspori (Corydalis lutea) MORGUNSTUND barnanna hefur stj'tt margri lítilli barnssál stundir og ekki bara barnssál því fjölmargar sagnanna, sem þar hafa verið lesnar, eiga líka erindi við fullorðna áheyrendur. Sumar hafa meira að segja vak- ið háværar deilur eins og Upp- reisnin á barnaheimilinu, sem gerði lesandann „heimsfrægan" á einu augabragði. Þó er önnur saga, sem ég hlustaði á með sonum mínum mér ólíkt hug- stæðari. Þetta er sagan „Náttpabbi“ sem Vilborg Dag- bjartsdóttir þýddi og las. Þar tók einn kaflinn öðrum fram að mínu mati. Þeg- ar Vilborg las kafl- ann um Drottningu næturinnar með sinni seiðandi, hljómþýðu röddu, fannst mér bæði frásagnarlistin og flutningurinn ' ná ótrúlegum tökum á mér. I þessum kafla er verið að lýsa blómgun ótútlegrar og þymóttrar plöntu á svo meist- aralegan hátt að varla verður betur gert. Drottning næturinnar er kaktus, sem myndar stórfengleg blóm. Fyrst vex fram eins og loðin trekt, sem stækkar og stækkar, en þegar kemur að því að trektin opnast, kaktusinn blómstrar, þarf að vaka nætur- langt til að njóta blómsins, því blómið opnast síðast síðla kvölds og visnar þegar dagar. Upprifun á barnasögu er lík- lega langt flarri því efni sem á heima í Blómi vikunnar - og þó. Blómgunartími jurta er ótrú- lega mislangur. Drottning næt- urinnar er frægust allra fyrir stuttan blómgunartíma, eða réttara sagt opnunartíma blómsins, því aðdragandinn er lengri, blómið er nokkrar vikur að þroskast uns það opnast eina nótt. Dagliljur - Hemerocallis - hafa eins og nafnið gefur í skyn líka mjög stuttan blómgunar- tíma. Hvert blóm er opið jafnvel bara einn dag. Það er þó bót í máli að á hverjum blómstöngli eru mörg blóm sem opnast hvert á fætur öðru. Sú jurt, sem ég ætla að ijalla um núna, hefur óvenju langan blómgunartíma, alveg frá miðjum júní fram í frost, en þetta er Hanaspori - Corydalis lutea. Corydalis- ætt- kvíslinni hefur verið gefið nafn- ið fuglatopp á íslensku, sem er nú ekkert sérlega fallegt, en hefur sínar skýringar. Corydall- is er nafn lævirkjans á grísku, lævirkinn mun hafa spora á fót- unum, en í Corydalis-blómunum má finna hunangsspora ef vel er að gáð. Þessi ættkvísl er út- breidd um allt norðurhvel jarðar og ýmsar tegundir vaxa villtar norður alla Evrópu, þótt engar vaxi hér nema í görðum. í Corydalis-ættkvíslinni eru um 300 tegundir en aðeins fáeinar eru virtar viðlits af blómarækt- endum og það eru fyrst og fremst tvær tegundir, sem eru ræktaðar hér á landi, Lævirkja- spori og Hanaspori. Lævirkja- sporinn er stóri bróðir og mjög glæsilegur, en hanasporinn hef- ur sitt með hægðinni. Hanaspor- inn iíkist fljótt á litið verulega dverghjarta - Dicentra form- osa, sem margir þekkja, bæði hvað snertir blað- og blómlögun þótt blómliturinn sé annar. Blöð hanasporans eru í raun þríhymd að lögun. Þau eru sam- sett úr þremur smá- blöðum, sem eru mjög mikið skert, líkt og blöð dverg- hjartans. Blaðlegg- irnir eru stökkir og safaríkir. Laufið myndar fallegan brúsk, dökkgræn- an, sem rís 20-30 sm upp úr moldinni. Mér finnst hana- sporinn þola ótrú- lega vel veður, þótt blöðin séu svona mikið skipt og fín- gerð og leggirnir stokkar. Hann vex fremst í beði sem hallar mót suðaustri, en kippir sér ekkert upp við rign- ingarhryðjur, hvenær sumars sem er, en lyftir ósmeykur sinni fagurgulu blómskipan með trektlaga smáblómum móti sól og regni, uns næturfrostin vinna bug á honum. Lævirkjasporinn er öllu stærri og mikilfenglegri eins og fyrri segir. Blóm hans eru nálægt því að vera brenni- steinsgul og laufið mun gráleit- ara en hjá hanasporanum. Hann skartar sínu fegursta um miðjan maí og hverfur síðar alveg þeg- ar líður á júní og á því vel heima meðal mnna sem laufgast seint. Corydalis-tegundirnar eru ýmist einærar, tvíærar eða fjöi- ærar. Þær fjölæru mynda gjarn- an stutta jarðstöngla eða jafnvel eins konar hnýði sem rótar- flækjan vex síðan út úr. Þessir jarðstönglar eru gróðursettir á haustin, en þá má stundum fá í verslunum um leið og haust- lauka. Þegar hanaspori og aðrir fjölærir ættingjar hans hafa komið sér fyrir, er best að leyfa þeim að vaxa sem lengst á sama stað, því þeir eru lengi að ná sér eftir flutning. Eini gallinn við hanasporann er að hann verður með aldrinum dálítið fyr- irferðarmikill, en þá er ráðið að stinga utan af honum, t.d. þeg- ar hann hefur fellt laufið og e.t.v. gefa góðum vinum. Coryd- alis-tegundirnar kjósa flestar léttan skugga og raka en ekki blauta, sandblendna mold sem er vel framræst. Ath. Myndin með síðustu grein var af Colchicum aut- umnale. S.Hj. BLÓM VIKUNNAR 321. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.