Morgunblaðið - 04.10.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.1995, Qupperneq 1
fHtfgmifclaMfe Tryggingagjald atvinnurekenda hækkar um 0,5% j-yj Sertekjur sjukra- húsa aukast um 750 milljónir Framlög til LIN lækka um 80 milljónir frá fjárlögum 1995 ■l Æmá Stefnt að helmings minnkun á halla ríkissjóðs í tæpa 3,9 milljarða kr. 1996 Tekjur ríkis- ins hækki um 5,5 milljarða Markmið fyrsta fj árlagafmmvarps ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fyrir árið 1996, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er að minnka halla ríkissjóðs um helming á næsta ári og ná jafnvægi árið 1997. Tekjur og giöld ríkissjóðs 1984-96* ‘Tölurársins 1995 " em áætlaðar nn sem hlutfall af vergri landsframleiðslu töiur 1996 em skv. FRUMVARP til fjárlaga var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er gert ráð fyrir 3.880 millj. kr. rekstrar- halla á ríkissjóði, samanborið við 8,9 milljarða halla sem áætlaður er á yfirstandandi ári. Við fjárlaga- gerðina var einkum litið til lækkun- ar framiaga til atvinnuvega, bóta- greiðslna og framkvæmda, sérstak- lega í samgöngumálum. Heildarútgjöld nær óbreytt í krónum frá yfirstandandi ári „Aðgerðir til að draga úr rekstr- arútgjöldum krefjast lengri undir- búnings. Til þess verður horft við fjárlagagerð 1997 og er undirbún- ingur þegar hafinn,“ segir í greinar- gerð frumvarpsins. Heildarútgjöld ríkissjóðs verða skv. frumvarpinu tæplega 124 millj- arðar kr. á næsta ári og haldast nokkurn vegin óbreytt í krónum talið frá áætluðum útgjöldum þessa árs. Að raungildi eru þó útgjöldin talin minnka um 2-3% eða um þijá milljarða kr. Hlutfall útgjalda af landsframleiðslu lækkar því um rúmlega 1% og hefur ekki verið lægra síðan 1987. Samneysla ríkis- ins eykst um 2% að raungildi, m.a. vegna aukinnar kennslu í grunn- skólum. Framlög til almannatrygg- inga, landbúnaðar og sveitarfélaga eiga að haldast óbreytt í krónum talið mílli ára en fjárfestingar drag- ast saman um rúmlega tvo milljarða kr. Vaxtagreiðslur af lánum ríkis- sjóðs eru áætlaðar rúmlega 13 miilj- arðar kr. og hækka um 400 millj. kr. frá yfirstandandi ári. Vaxtaút- gjöid ríkisins nema um 10,5% af ríkisútgjöldum. Á næsta ári hækka laun og önn- ur rekstrargjöld ríkisins að frá- dregnum sértekjum um 5,8% milli ára og eru áætluð 49,8 milljarðar kr. Aukningin stafar að stærstum hluta af auknum launagreiðslum í kjölfar kjarasamninga. 1 frumvarp- inu er gerð almenn krafa til allra ráðuneyta um 1,5% hagræðingu í rekstri til að mæta auknum umsvif- um í rekstri ríkisins. Fjármagnstekjuskattur tekinn upp og hátekjuskattur framlengdur Heildartekjur eru áætlaðar tæp- lega 120 milljarðar og aukast um rúmlega 5,5 milljarða frá árinu 1995, eða sem nemur áætluðum verðbreytingum og hagvexti en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá að kaupmáttur launafólks auk- ist í kjölfar nýgerðra kjarasamn- inga sem muni birtast í aukinni neyslu og fjárfestingu. Ríkisstjórn- in lýsir yfir í greinargerð fjárlaga- frumvarps að skattbyrði verði ekki aukin. Gert er ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur verði tekinn upp á næsta ári og í frumvarpinu seg- ir líklegast að stað- greiðsluskattur á nafn- vexti verði fyrir valinu sem yrði innheimtur í bönkum og fjármála- stofnunum. Ekki er þó gert ráð fyrir tekjum af skattinum í frum- varpinu. Þá verður álagning 5% hátekjuskatts framlengd til ársloka 1996 en hann á að skila 315 millj. kr. Ákveðið hefur verið að mæta tekjutapi vegna skattfrelsis líf- eyrisiðgjalda annars vegar með 0,5% hækkun tryggingagjalds fyrirtækja, sem á að skila um ein- um milljarði, og hins vegar að hverfa frá sjálfvirkri verðupp- færslu afsláttar- og bótaliða í tekjuskattskerfinu og verður pers- ónuafsláttur óbreyttur á næsta ári. Þess í stað verði þessar breyt- ingar sjálfstæð ákvörðun stjórn- valda hveiju sinni. Skattleysismörk eiga þó að hækka vegna skattfrels- is lífeyrisiðgjalda. Sértekjur stofnana hækka um 7% milli ára Sértekjur stofnana ríkisins eru áætlaðar 7,3 milljarðar kr. á næsta ári og hækka um rúm 7% milli ára. Ástæðan felst að hluta til í launa- hækkunum þar sem sértekjur margra stofnana eru í formi út- seldrar vinnu en einnig er nokkrum stofnunum ætlað að mæta rekstrar- kostnaði sínum með sértekjum og þjónustugjöldum. Minni halli dregur úr lánsfjárþörf Minni rekstrarhalli dregur úr lánsijárþörf ríkissjóðs á næsta ári og í frumvarpinu segir að það eigi að stuðla að lægri vöxtum en ella. Er hrein lánsfjárþörf ríkis- sjóðs áætluð 4,2 milljarð- ar kr. eða 0,9% af lands- framleiðslu. Áætlað er að hrein lánsíjárþörf ríkis- sjóðs og annarra opinberra aðila verði 11,6 milljarðar samanborið við 14 milljarða á yfirstandandi ári. Verði þetta reyndin munu skuldir ríkissjóðs lækka í hlutfalli við landsframleiðslu, í fyrsta sinn síðan 1987, og heildarskuldir hins opinbera munu lækka úr 55,4% af landsframieiðslu á þessu ári í 54,5% árið 1996. Útgjöld eiga að drag- ast saman að raungildi milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.