Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 B 3 FJARLAGAFRUMVARPIÐ W 1996 Skattabreytingar í fjárlagafrumvarpinu Tryggingagjald hækkar og bætur eru frystar Tekjur og gjöld ríkissjóðs 1995 og 1996* * skv áætlun 1995 og frumvarpi til fjártaga 1996 Breyting frá áætlun 1995 15.1%. TEKJUR: Tekjuskattar Einstaklinga Fyrirtækja Áætlun 1994 millj.kr. % Frumvarp 1995 millj.kr. 15.750 4.180 13,8 3,7 16.550 13,8 4.700 3,9 ciyncuörvcmcir o.tno Tryggingagiöld/launask. 11.360 9,9 12.665 10,9 Virðisaukaskattur 43.150 37,7 45.450 „ 37,9 ’LM Aðrir skattar 28.421 24,8 28.789 24,0 Æ Aðrar tekjur 8.114 7,1 8.180 6,8 Samtals: 114.420 100 119.889 100 GJÖLD: Rekstrarkostnaður 47.050 38,2 49.772 40,2 Tryggingagreiðslur 48.000 38,9 47.890 38,7 Vaxtagreiðslur 12.630 13.050 10,5 Viðhald 3.706 3,0 3.343 .>r. r'.fy' 2,7 -! Fjárfesting 11.931 9,7 9.714 7,8 HÉfsa «ggg| 112,4 "flí,5% 5,3% 11,3% +4,8% Samtals: 123.317 100,0 123.769 100,0 1+0,4% Skatttekjur sem hlutfall landsframleiðslu lækka HELZTU breytingar á sköttum, sem er að finna í fjárlagafrum- varpinu, eru annars vegar hækkun tryggingagjalds á fyrirtæki um 0,5% og hins vegar frysting per- sónuafsláttar, vaxtabóta og barnabóta í stað þess að þessir frádráttarliðir skattkerfisins hækki í samræmi við verðlag. Skattleysismörk munu þó hækka lítið eitt vegna skattfrelsis lífeyris- sjóðsiðgjalda, sem var ákveðið í tengslum við kjarasamningana í febrúar. Skatttekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 23,3% af landsfram- leiðslu á næsta ári, sem er lækkun frá áætlun yfirstandandi árs. Ríkisstjórnin lýsti því yfir við gerð kjarasamninganna í febrúar að hún myndi gera ráðstafanir til að vega upp tekjutap vegna skatt- frelsis lífeyrisiðgjalda, sem kemur að fullu til framkvæmda á árinu 1997. Þetta er gert með tvennum hætti. Annars vegar er trygginga- gjald fyrirtækja hækkað um 0,5%, og er sú hækkun talin skila millj- arði í auknar tekjur, auk hærri tekna af tryggingagjaldi í takt við launaþróun. Hins vegar er upphæð persónuafsláttar, vaxtabóta og barnabóta fryst, í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að afnema sjálfvirka uppfærslu bóta og frádráttarliða. Þess í stað mun Alþingi ákveða upphæð bótanna. Þetta skilar um hálfum milljarði í ríkissjóð. Skattleysismörkin 60.040 krónur Persónuafsláttur verður því sem næst óbreyttur í krónum 'talið á næsta ári, eða 24.544 krónur. Þó hækka skattleysismörk í 60.040 krónur, vegna skattfrelsis lífeyr- isiðgjaldanna. Til að vega upp á móti frystingu barnabóta er dregið úr tekjuskerð- Menntamála- ráðuneytið 4% fjölg- un árs- verka REKSTRARGJÖLD mennta- málaráðuneytisins á næsta ári eru áætluð 14.382 millj. kr. og hækka um 16,7% eða um rúma tvo milljarða frá fjárlög- um yfirstandandi árs. Mestur hluti hækkunarinn- ar skýrist af kjarasamningum, aukinni kennslu í grunnskólum og háskólastofnunum og auk- inni starfsemi Landsbóka- safns-Háskólabókasafns. Er áætlað að ársverkum fjölgi um rúm 4% af þessum sökum. Hins vegar er gert ráð fyrir að með hagræðingu og aðhaldi í rekstri verði dregið úr út- gjöldum og almennt er gengið út frá því í fjárlagafrumvarp- inu að launagjöld stofnana lækki að raungildi um 1%. ingu barnabótaauka. „Markmiðið er að styrkja stöðu barnafjöl- skyldna með þunga framfærslu, jafnframt því sem dregið er úr óheppilegum jaðaráhrifum tekju- skattsins,11 segir í frumvarpinu. Vegna hagvaxtar og batnandi afkomu fyrirtækja og heimila er talið að tekjur ríkisins af tekju- skatti hækki um 7% á næsta ári. Þar af skilar tekjuskattur einstakl- inga 5,1% meiri tekjum, og tekju- skattur fyrirtækja 12,1%. Fj ármagnstekj uskattur og framlenging „hátekjuskatts“ Gert er ráð fyrir að fjármagns- tekjuskattur verði tekinn upp á árinu, en ekki er gert ráð fyrir tekjum af honum í fjárlagafrum- varpinu. Þar segir hins vegar að líkast til verði lágur staðgreiðslu- skattur fyrir valinu, sem innheimt- ur verði í bankakerfinu. Þetta þýð- ir að bankar og sparisjóðir munu sjá um að draga skattinn af vaxta- tekjum. „Hátekjuskatturinn“ svokallaði, sem er 5% aukaskattur á mánaðar- SAMKVÆMT áætlun fjármála- ráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1996 er gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs á yfirstandandi ári verði 8,9 milljarðar kr. eða rúmlega 1,5 milljarðar kr. umfram fjárlög. Stefnir í að útgjöld verði 3,8 millj- örðum kr. meiri en fjárlög kveða á um. Ein helsta ástæða þessa er að útgjöld hafa aukist vegna kjara- samninga og tengdra aðgerða. Að meðtalinni hækkun bóta til sam- ræmis við launahækkanir er talið að nýgerðir kjarasamningar leiði til 2,1 milljarðs kr. kostnaðarauka fyr- ir ríkissjóð umfram heimildir fjár- laga. Aætlað er að útgjöld til viðhalds og fjárfestingar fari um 600 millj. kr. fram úr fjárlögum ársins, m.a. þar sem útgjöld vegna snjómokst- tekjur yfir 225.000 krónum, verð- ur framlengdur út árið 1996. „Um- ræddur skattur hefur verið mjög umdeildur, ekki sízt með hliðsjón af þeirri hækkun sem hann veldur á jaðarhlutfalli tekjuskatts,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Fyrri ákvörðun stjórnvalda, um að undanþiggja 15% af lífeyris- greiðslum ellilífeyrisþega skatt- skyldu, verður endurskoðuð í ljósi þess að lífeyrisiðgjöld verða skatt- fijáls á næstu árum. Ráð er fyrir því gert að fella undanþáguna nið- ur í tveimur áföngum og komi sá fyrri til framkvæmda um næstu áramót. Þeim fjármunum, sem sparast við þetta, verður varið til að hækka grunnfjárhæðir lífeyris- trygginga. Einhver hæsti jaðar- skattur í heimi í greinargerð fjárlagafrum- varpsins er vikið að nauðsyn þess að endurskoða tekjuskattskerfið. Þar segir að hækkun hlutfalls staðgreiðsluskattsins úr 35,2% upp í tæplega 42%, aukið vægi urs hafa farið fram úr áætlunum. Þá hafa ýmis sparnaðaráform ekki gengið eftir, samtals að fjárhæð 700 millj. kr., einkum í heilbrigðis- málum. 8,5% meðallaunahækkun félaga í BSRB og BHM í fjárlagafrumvarpinu er fjallað sérstaklega um launahækkanir sem samið hefur verið um að undanförnu: „Samkvæmt samn- ingum sem gerðir hafa verið við félög innan BSRB og BHM er gert ráð fyrir um 8,5% hækkun að með- altali á samningstímabilinu. Hækk- unin er að jafnaði hærri hjá félög- um innan BSRB en hjá félögum innan BHM. Samningar við grunn- skóla- og framhaldsskólakennara og ýmis félög innan ASI hafa nokkra sérstöðu. I samningum við tekjutengdra bóta og þar með meiri jaðaráhrif og loks „hátekju- skatturinn“ svokallaði hafi breytt ýmsum grundvallarviðmiðunum skattkerfisins í í mörgum tilvikum „raskað innbyrðis hlutföllum og markmiðum þess.“ Vikið er að því að meðalskatt- byrði íslenzkra heimila sé fremur lág samanborið við aðrar þjóðir. Vegna hás persónuafsláttar greiði aðeins helmingur framteljenda tekjuskatt, og aðeins þriðjungur, sé einnig tekið tillit til barna- og vaxtabóta. „Af þessum sökum verður meðalskattbyrði íslenzkra heimila tiltölulega lág samanborið við aðrar þjóðir. Hins vegar er jaðarskattur á fjölskyldur með miðlungstekjur með því hæsta sem þekkist. Þessu valda ekki sízt ýmsar tekjutengdar bótagreiðslur (barnabótaauki, vaxtabætur). I vissum tilvikum getur jaðarskattur fjölskyldu orðið um og yfír 70%. Leiða má að því líkur að nár jaðar- skattur dragi úr vinnuframlagi og stuðli að skattsvikum,“ segir í frumvarpi fjármálaráðherra. kennara var auk almennrar launa- hækkunar samið um breytingar á kennsluskyldu, starfsaldursákvæð- um o.fl. Laun kennara hækka alls um tæp 20% á samningstímanum, en þar fyrir utan er gert ráð fyrir um 5% fjölgun grunnskólakennara vegna fjölgunar vikulegra kennslu- stunda. Samningar ríkisins við fé- lög innan ASÍ hækka laun félags- manna þeirra um tæp 15% að meðaltali, en þeir eru að mestu í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið á almennum markaði. Þegar þeir kjarasamning- ar sem ríkið hefur gert á árinu 1995 eru að fullu komnir til fram- kvæmda munu þeir leiða til rúm- lega 11% hækkunar launagreiðslna ríkissjóðs að öðru óbreyttu,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. STUTT Ríkið hættL greiðslu húsa- leigubóta • GREIÐSLUR vegna húsa- leigubóta sem farið var að greiða í upphafi þessa árs hafa orðið nokkru lægri en gert var ráð v fyrir í upphafi, m.a. vegna þess að mörg sveitarfélög tóku ekki þátt í bótakerfinu. Framlag ríkis- ins til húsaleigubóta á næsta ári verður 200 millj. kr. en jafnframt verður farið fram á viðræður við sveitarfélög um framtíð kerfisins með það að markmiði að ríkis- sjóður hætti þátttöku í kostnaðin- um. • FJÁRVEITINGAR til alþjóða- stofnana nema 405,8 millj. kr. á næsta ári. Hækka framlög í tengslum við EFTA en heildar- framlög til samtakanna nema 213 millj. á næsta ári og hækka um 55,5 millj. kr. Stafar hækkun- + in af því að aðildarríkjum EFTA hefur fækkað og því verða þau fjögnr ríki sem eftir eru að standa undir rekstri samtakanna og tengdum stofnunum. • FRAMLAG ríkissjóðs til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna lækk- ar á næsta ári og verður 1.400 millj. samanborið við 1.480 millj. í fjárlögum yfirstandandi árs. Miðast það við 51% af áætluðum útlánum sjóðsins og er það óbreytt hlutfall frá þessu ári. 'r* Endurskoðuð áætlun sjóðsins fyrir yfirstandandi ár bendir til þess að útlán verði um 60 millj. kr. minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum, vegna hagstæðari gengisþróunar og minni lána til skólagjalda. Miðast framlagið á næsta ári við að enn dragi úr lánum til skólagjalda. Samstarf við ESB um rannsóknir og tækniþróun Framlag hækkar um 140 milljónir FRAMLAG á vegum mennta- málaráðuneytis vegna sam- starfs við Evrópusambandið á sviði rannsókna og tækniþró- unar hækkar um 140 milljónir kr. á næsta ári en heildarfram- lög vegna alþjóðlegra sam- skipta nema 266 millj. kr. sam- 11 kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Áætlað er að aðildargjöld vegna samstarfs við ESB á grundvelli samningsins um evr- ópska efnahagssvæðið verði 211 millj. kr. Er miðað við að aðildargjöld allra ráðuneyta verði greidd af framlaginu. Meginhluti aðildargjalda næsta árs er vegna fjórðu rammaáætl- unar ESB á sviði rannsókna og tækniþróunar. Áætluninni var hrundið í framkvæmd um ára- mótin 1994-1995 og hefur kostnaður við hana farið vax- andi. Er gert ráð fyrir að hann verði í hámarki á næstu tveimur árum. Framlag vegna stjórnun- ar- og ferðakostnaðar, þýðing- ar, útgáfukostnaðar og annars alþjóðlegs samstarfs verður 55 millj. kr. á næsta ári skv. fjár- lagafrumvarpinu. i Útgjöld í ár 3,8 milljarðar umfram heimild fjárlaga 11% hærri launaútgjöld vegna kjarasamninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.