Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 1
fn*rj}iitttl»lftfeifr SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR4. OKTOBER 1995 BLAÐ EFNI 3 Margthefur áunnist í öryggis- málum á sjó Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál Hollendingar bjartsýnir á f ramtíð síldar- markaðarins A FIIMkMSKUM FISKMARKAÐI • FISKSOLUKONURNARá markaðnum sem jafnan er á hafnarbakkanum i Helsinki bera sig fagmanniega að, hvort heidur þær vigta aborra og sfld eða halda aftur af lifandi vatnahumr- Morgunblaðið/UG inum sem kann vistinni í pappa- kassa afar illa. Er liður að jólum flykkjast Helsinkibúar niður að f iöfii tii að kaupa sér íslenska saltsild, sem þeir segja ómissandi ájólaborðið. Þjónustumiðstöð fyrir erlend fiskiskip vænlegur kostur Há flutningsgjöld og olíuverð talin vera helzti ókosturinn ISLAND á góða möguleika á því að verða eins konar þjónustumiðstöð fyrir erlend fiski- skip á Norður-Atlantshafi, en þar er eftir umtalsverðum viðskiptum að sækj- ast. í skýrslu sem Útflutnignsráð hefur unnið með þáttöku nokkurra ís- lenzkra fyrirtækja er lagt til að íslenzk fyrirtæki, sem tengjast skipaþjón- ustu af sem víðtækustu tagi bindist samtökum um að kynna þessa þjónustu erlendis og beiti sér fyrir því að sem flest erlend skip leiti hingað til lands til umskipunar fiskafurða, löndunar þeirra til vinnslu, viðgerða og viðhalds og eftir fjölþættri annarri þjónustu. Helzti Þrándur í Götu viðskipta af þessu tagi er talið hátt verðlag á olíu og há flutningsgjöld. Skýrslan byggist á nokkrum megin þáttum. Meðal þeirra er lýsing þeirra viðskipta sem erlend fiskiskip hafa átt hér á landi undanfarin misseri; Skil- greining markhópsins og veiðar hans; Samkeppni á þessu sviði; Samanburður á kostnaði eftir löndum; Markaðsetning íslands erlendis og tillögur að markaðs- set nigu. Mikil aukning hefur orðið á löndun- um erlendra fiskiskipa hér á landi, bæði til umskipunar og til vinnslu hér. 260 erlend skip lönduðu afla sínum hér árið 1994 en 183 árið áður. Verðmæti afla sem þessi skip lönduðu hér til vinnslu 1993 var rúmur milljarður og 1,7 milljarðar í fyrra. í fyrra lönduðu erlend skip 140 sinnum fiski hér til áframhaldandi útflutnings. Gert er ráð fyrir því að þau hafi að lágmarki keypt hér þjónustu fyrir um 2 milljarða króna samtals. Ávinningur af löndun til vinnslu og löndun til áframhaldandi útflutnings auk kaupa á annarri þjón- ustu er vandmetinn en er talinn nema miklum fjárhæðum. Talið er að hvert erlent fiskiskip greiði að meðaltali um 5 milljónir króna fyrir þjónustu við hverja löndun. Samkeppnisfærír I skýrslunni er ísland takið sam- keppnisfært við helztu keppinauta okk- ar á sviði skipaþjónustu hvað varðar alla gerð og gæði þjónustunnar. Verð- lag er hins vegar óhagstætt og á það fyrst og fremst við um verð á olíu og flutningsgjöld. Almennt er viðhorf til okkar jákvætt meðal hugsanlegra not- enda þessarar þjónustu, að verðlagi undanskildu. Engin nágrannaþjóð okk- ar hefur hafið markaðssetningu á þjón- ustu af þessu tagi með skipulegum hætti, ef undan eru skilin samtök einkafyrirtækja í Norður-Noregi, sem kalla sig „Þjónustuhafnir í norðri". Skýrslan er unnin af Kristófer Frank De Fontenay. Fréttir Verð á háfi viðunandi • VEIÐARáháfihafa gengið mjög rólega, að sögn Þórðar Guðraundsson- ar hjá Fiskeyri á Stokks- eyri. Hann segir að þar haf i aðeins örfá tonn komið á land, en hann viti þó til þess að bátar hafi verið að senda háf óunninn í gámum utan. Hann segir að verð á háfi sé viðunandi um þessar mundir./2 Dræmt í Smugunni • VEIÐI hefur verið mjög dræm í Smugunni und- anfarið. Á Iaugardaginn landaði Hólmanes 15 tonn- um úr Smugunni. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Eskifjarðar, var veiði dottin niður þegar togarinn kom í Smuguna og var hann aðeins á slóð- inni í fimm daga. Hann seg- ir að togarinn sé nú farinn að veiða á heimamiðum og fari ekki aftur í Smuguna á þessu hausti. Hólmanesið hafði farið einn túr í Smug- una áður og þá fengið um 170 tonn./4 Milljarðar í styrkina • EVRÓPUSAMBANDIÐ mun á árunum 1994-99 verja 11.600 miujörðum króna til að styrkja ýmsa atvinnuuppbyggingu og at- vinnustarfsemi innan sam- bandsins. Þar af mun 241 milljarður renna til sjávar- útvegs, auk styrkja til sér- tækra verkefna. Við þetta bætast svo mótframlög þjóðríkjanna sjálfra, en ef taka á Danmörku sem dæmi eru þar greiddir 7,26 millj- arðar króna til sjávarút- vegs./5 Álaeldi að hefjast • ÁLAFÉLAGIÐ hf. var stofnað 'í vor upp úr undir- búningsfélagi um álaveiðar og eldi sem hefur starfað í tvö ár. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar, formanns félagsins, er markmið þess að álaveiði og eldi verði atvinnugrein á íslandi. Hann segir að stefnan sé að ná framleiðslu á Islandi upp í 200 tonn, en það gér- ist þó varla fyrr en eftir einhver ár./8 Markaðir Gengi bréfa í SÍF hækkandi • GENGI hlutabréfa í SÍF hf. hefur hækkað um 66% frá síðustu áramótum mið- að við viðskipti með bréf í félaginu í ágústmánuði síð- astliðnum. Hagnaður varð af rekstri SIF fyrstu 6 mán- uði ársins, samtals 86 millj- ónir króna eftir skatta, sem er nokkru meira en á síð- asta ári. Horfur um rekstur félagsins eru taldar góðar á seinni hluta þessa árs. SÍF á nú að fullu þrjú dótturfyr- irtæki, Saltkaup á íslandi, SÍF Union í Noregi og Nord Morue í Frakklandi og helming í Copesco-SÍF á Spáni. Hlutabréf í SIF á opnum tilboðsmarkaði 1993-95 1993 1994 1995 Fjöldi skipa á N-Atlantshafi Skip að veiðum á N-Atlantshafi Rússnesk Norsk Grænlensk Færeysk v 13þýsk 5 bresk 5 dönsk 7 hentifánaskip 10fráöörumlöndum • MIKILL fjöldi fiskiskipa stundar reglulega ýmsar veiðar á Norður-Atlants- haf i, en þessi skip eru tald- ir mögulegir viðskiptavinir hugsanlegrar þjónustumið- stöðvar fiskiskipa hér á landi. Um er að ræða skip, sem veiða á Flæmska hattinum, við Grænland, á Reykjaneshrygg, í Síldar- smugunni og í Barentshafi. Þetta eru þjóðir eins og Grænlendingar, Rússar, Norðmenn, Færeyingar og Þjóðverjar. Alls koma um 280 skip þarna til greina./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.