Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR F/skverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja / n Alls fóru 93,0 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 23,1 tonn á 101,26 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 9,5 tonn á 110,06 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 83,5 tonn á 118,42 kr./kg. Af karfa voru seld alls 56,0 tonn. l’ Hafnarfirði á 77,95 kr. (1,11), á Faxagarði á 63,00 kr./kg (5,31) og á 69,78 kr. (49,61) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 77,9 tonn. í Hafnarfirði á 66,29 kr. (3,91), á Faxagarði á 57,84 kr. (0,51) og á 69,61 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (73,51). Af ýsu voru seld 94,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 103,43 kr./kg. Fiskverð ytra Kr./kg 180 160 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 172,6 tonn á 123,85 kr./kg. Þar af voru 9,3 tonn af þorski seld á 127,84 kr./kg. Af ýsu voru seld 87,3 tonn á 99,73 kr./kg, 8,9 tonn af kolaá 127,66 kr./kg og 13,1 tonn af karfa á 94,84 kr. hvert kíló. Þorskur «■■■■■» Karfi mmmmm Ufsi mm—m Tvö skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi 236,4 tonn á 74,30 kr./kg og Breki VE 61 seldi 125,0 tonn á 130,74 kr. hvert kíló.. Samtals voru 236,1 tonn af karfa á 109,04 kr./kg og 105,4 tonn af ufsa á 58,01 kr./kg. Hollendingar bjartsýnir á framtíð sfldarmarkaðarins SJÓSÓKN og fiskvinnsla voru mikill atvinnuvegur í Hollandi áður fyrr en þótt mikilvægi hans verði minna með ári hverju þá eru Hol- lendingar í þriðja sæti á eft- ir Dönum og Norðmönnum sem útflytjendur sjávarafurða. Kveður þar mest að síldariðnaðinum, sem stendur á gömlum merg, en alls nam útflutningur Hollendinga á unninni síld 79.500 tonnum á síðasta ári. Er Þýskaland stærsti útflutningsmarkað- urinn en þangað fóru 26.900 tonn 1993. Mesti og besti markaðurinn er þó í Hollandi sjálfu. Hafa verið að auka kaup á síld í Danmörku og Noregi Hvergi í heiminum er sfld í meiri hávegum höfð en í Hollandi og eftir- sóttust er „matjes“-síld, vel feit sfld, sem veidd er áður en kynkirtlarnir eru fullþroskaðir. í Hollandi, sem hefur aðeins 16 milljónir íbúa, voru seld flök af 600 milljónum sílda á síðasta ári en síldin er flökuð þann- ig, að flökin eru látin hanga saman á litlu beini. . Útflutningurinn til Þýskalands svarar til flaka af 80 milljónum sflda og þvi vantar lítið upp á, að um sé tvö flök á hvem einasta Þjóðverja. Wim Kroon, útflutningsstjóri hjá Ouwehand, stærstu síldarvinnslunni í Hollandi, segir, að eftirspumin eft- ir sfld erlendis aukist um 10% árlega og hann telur, að á henni muni ekki verða neitt lát í langan tíma enn. Segir hann engum vandkvæðum bundið að flytja út um 300 milljónir „matjes" eða flakatvennur árlega. Hollenski fiskiskipastóllinn sam- anstendur af 500 bátum og 13 tog- urum, sem veiða jafnt neyslufísk sem í bræðslu. Veiða Hollendingar sfldina frá því í maíbyijun og út júlí en mest af henni kemur þó annars stað- ar að, frá Danmörku og Noregi. Unnin að ósk Hollendinga í Danmörku fer síldin á markað- ina í Hirtshals og Skagen en síðan er gert að henni eins og hollensku kaupendurnir vilja og siðan er hún söltuð. Að því búnu er síldin pækluð og flutt í vinnslustöðvarnar í Hol- landi þar sem hún er flökuð, fryst og send á markað. Þannig gengur það líka fyrir sig í norska bænum Egersund en þar hafa hollensku síld- arvinnslumar verið að auka kaupin verulega. Ekki er allur síldarútflutningur Hollendinga „matjes" og má meðal annars nefna maríneraða síld. Hann hefur þó ekki gengið nógu vel en heimamarkaðurinn er miklu ábata- samari. Er ástæðan meðal annars sú, að hollenskir neytendur eru því vanir að borga hátt verð fyrir síldina en tjóðveijar leita allra leiða til að fá hana sem ódýrasta. Þess vegna kaupa þeir hana líka annars staðar frá auk þess sem þeir marínera mikið sjálfir. Æ háðari Innflutnlngl Auk síldarinnar veiða Hollending- ar mikinn makríl, sem að mestu er seldur frystur til annarra landa en einnig fer nokkuð í reykingu. Yfír öðrum geinum hollensks sjávarút- vegs hefur hins vegar dofnað mikið á síðustu árum og áratugum vegna ofveiði og þeirra takmarkana, sem fylgt hafa sameiginlegri fískveiði- stefnu Evrópusambandsins. Staðan er því þannig í heild, að Hollending- ar eru langt í frá sjálfum sér nægir með sjávarafurðir og flytja því mik- ið inn. Að síldinni frátalinni er það flat- fískurinn, einkum skarkoli og sól- flúra, sem eru í mestu uppáhaldi hjá Hollendingum en raunar flytja þ_eir út megnið af þessum afurðum. Út- flutningur á skarkolaflökum hefur til jafnaðar verið um 60.000 tonn á ári og sólflúruafurðimar um 30.000 tonn. Er fískurinn flakaður í höndun- um og síðan „gletjaður", hulinn ís- glerungi, og fer glemngsþykktin eft- ir því á hvaða markað varan fer. Fiskurinn fer hins vegar stöðugt smækkandi en glerungurinn vax- andi og því hafa sumir haft á orði, að flatfiskvinnslan í Hollandi væri orðin háifgert vatnssull. Eru Þjóð- veijar farnir að kvarta undan þessu enda vita neytendur ekki lengur í hvaða mæli þeir eru að kaupa vatn eða físk þegar þeir bera flökin heim úr búðinni. Brúna rækjan Af öðrum sjávarafurðum, sem Hollendingar flytja út, má nefna brúnu rækjuna en auk þess að veiða hana sjálfir kaupa þeir hana líka frá Þýskalandi. Er hún mjög smá og þar sem ekki eru til neinar vélar til að pilla hana, þá er hún öll pilluð í höndunum erlendis þar sem vinnu- afiið er ódýrt, til dæmis í Marokkó og Póllandi. Þjóðverjar eru hins veg- ar farnir að ýfast nokkuð við og efast um, að hreinlætisaðstæður séu alls staðar fullnægjandi. Stærsti útflutningsmarkaður Hollendinga fyrir brúnu rækjuna er í Belgíu og Frakklandi og síðan kemur Þýska- Iand í þriðja sæti. Skelfískiðnaður er einnig nokkur í Hollandi. Kræklingsaflinn er um 100.000 tonn á ári og hjartaskeljar- aflinn var 10.000 tonn. Landanir Landanir erlendra fiskiskipa 1993 og 1994 0 10 20 30 40 50 60 70 Rússar landa mest hérlendis RÚSSAR landa allra þjóða oftast fiski í islenzkum höfnum. Skýr- ingin er sú að við kaupum mikið af heilfrystum þorski af Rúss- neskum verksmiðjuskipum til frekari vinnslu hér heima. Rúss- ar stunda einnig miklar veiðar á Reykjaneshrygg og landa væntanlega einhveiju af þeim miðum hérlendis. Þá landa Norð- menn miklu hér, líklega er þar mest um loðnu að ræða og Græn- lendingar landa mikilli rækju í íslenzkum höfnum. Þjóðverjar landa einnig miklu hér, en þar eru afkastamestir togarar Mec- hlenburgur Hochseefischerei, sem eru stórum hluta í eigu ÚA. ■mififl!fn« Skipting karfaaflans á Reykjaneshrygg 1993 VEIÐARNAR á úthafskarfa á Reykjaneshrygg skipta miklu hvað viðkemur löndunum er- lendra fiskiskipa hérlendis og þjónustu við þau. Skipin, sem þarna eru, eru mörg með islenzk veiðarfæri og sækja marghátt- aða þjónustu hingað. Rússar eru mest áberandi á Hryggnum, með um fjórðung aflans eins og við, en Þjóðverjar og Norðmenn eru þar einnig afkastamiklir. Nú í sumar hafa svo Portúgalir og Spánverjar bætzt í hóp þeirra þjóða sem líklegt má telja að stundi verulegar veiðar þarna. Þá eru Færeyingar að reyna fyrir sér á þessum slóðum auk fleiri þjóða. Mest veiddu fisktegundirnar Tegund 1991 Veiði(tn) 1992 1993 Ansjósa 4.017.106 5.488.603 8.299.944 Alaska-ufsi 4.893.493 4.986.547 4.641.630 Chileskur hrossamakríll 3.953.748 3.371.726 3.349.569 Japönsk sardína 3.774.247 2.488.533 1.796.132 Loðna 1.268.755 2.109.459 1.742.149 Suðuramerísk sardína 4.189.889 3.041.642 1.624.362 Atlantshafs síld 1.399.000 1.533.935 1.622.560 Karfi 1.066.385 1.254.155 1.487.196 Spænskur makríll 1.182.007 957.163 1.462.117 Túnfiskur - Guluggi 1.014.256 1.146.445 1.190.451 Atlantshafs þorskur 1.344.246 1.174.624 1.134.147 Evrópsk sardína 1.488.395 1.191.541 1.122.181 Japönsk ansjósa 613.644 662.540 1.001.372 Atlantshafs-makrill 689.498 783.385 841.445 Atlantsh.-hrossamakríll 413.366 465.805 582.440 Kolmunni 444.367 480.868 555.928 Ufsi 438.672 397.575 403.836 Brislingur 272.949 290.067 379.904 Spærlingur 303.372 451.502 324.316 Ýsa 190.312 205.j30 249.712 Regnbogasilungur 262.529 295.879 311.433 Atlantshafslax 272.991 251.407 310.434 Hnúðlax 437.984 215.699 301.808 Hundlax 266.625 237.973 286.439 Rauðlax 160.495 199.323 241.809 Verðþróun sjávarafurða 1995: Væisitala, 1986 = 100 j oo Landfrystar 80 Pilluð rækja JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS JFMAMJJÁS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.