Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA |U*rc0ifiiHbiMfe 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR4. OKTOBER BLAÐ Ð Reuter LEIKMENN York City höfðu ríka ástæöu tll aö fagna í gærkvöldi þó svo þeir hafl tapað 1:3 fyrlr Manchester United. York vann fyrri lelklnn á Old Trafford 3:0 og kemst áfram en Unlted er úr leik. York City sló Man- chester Un'rted út Þetta verður greinilega ekki ár Manc- hester United í bikarnum í Eng- landi og ekki heldur í Evrópukeppninni, þar sem liðið var slegið út á dögunum. I gær sigraði United lið York City, sem leikur í 2. deildinni 1:3, en það dugði ekki til. York kemst áfram í deildarbik- arnum en United er úr leik þar sem York vann fyrri leikinn 3:0 á Old Trafford. Táningurinn Andy Warrington, sem stóð í marki York í stað Dean Kiely, sem var meiddur, lék vel gegn United og bjargaði á síðustu sekúndu leiksins meist- aralega skoti Andy Cole og gerði þar með vonir United um að komast áfram að engu. United byrjaði mjög vel og eft- ir stundarfjórðung höfðu Paul Scholes og Terry Cooke komið þeim rauðu í 0:2. Scott Jordan minnkaði muninn á 39. mínútu fyrir York og þrátt fyrir mikla sókn United tókst þeim aðeins að gera eitt mark í viðbót, Scholes, og það dugði ekki. Leeds lenti einnig í vandræðum með Notts County, en tókst að bjarga sér. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Leeds en staðan var 2:2 þegar vallarklukkan sýndi að leiktíminn væri liðinn. Dómarinn einn vissi hvað var mik- ið eftir og þann tíma nýttu Leedsarar sér og Gary Speed tryggi þeim áframhald- andi veru í keppninni með góðu skoti af 25 metra færi. Einn leikmaður, Notts County, yar rekinn af velli er hálf klukku- stund var til leiksloka. Bolton, lið Guðna Bergssonar, sem lék til úrslita í fyrra, stóðst erfitt próf gegn Brentford. Bolton vann 1:0 í fyrri leiknum á heimavelli og í gær tókst þeim að sigra 2:3 eftir að Brentford hafði tvívegis kom- ist yfir. Arsenal var hins vegar ekki í neinum vandræðum með Hartlepool og vann 5:0. Ian Wreight gerði þrjú mörk og Dennis Bergkamp tvö. Steve Staunton tryggði Aston Villa jafntefli gegn Peterborough með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Bremen fékk skelE Werder Bremen fékk heldur betur skell, þegar liðið mátti þola tap, 2:3, fyrir 2. deildarliði Niirnberg ,í 3. umferð þýsku bikarkeppninnar. Leik- menn Bremen skoruðu tvö fyrstu mörkin — Mario Basler lagði upp mark fyrir Vladimir Beschastnikh og skoraði síðan sjálfur, 2:0, með skoti af sextán metra færi á 20 mín. Leikmen Niirnberg, sem höfðu áður slegið út 1. deildarlið Hansa Rostock, gáfust ekki upp — á 30 mín. skoraði Joe Max Moore úr aukaspyrnu og lagði síðan mark upp fyrir Markus Kurth tíu mín. sfðar. Það var svo Oliver Straube sem skoraði sigurmark heima- manna aðeins mín. fyrir leikslok. 1860 Munchen fékk einnig skell, þegar liðið tapaði fyrir áhugamannaliðinu Homburg, 2:1. Þá vann annað áhuga- mannalið, Lok Altmark Stendal, 2. deild- arliðið Waldhof Mannheim í vítaspyrnu- keppni, 5:4. Skattamál íþrótta- hreyfingarinnar hafa lagast SKÚLI Eggert Þórðarson, skattrannsóknar- stjóri, sagðí við Morgunblaðið í gær að skatta- mál iþr óttahr ey fingarinnar hefðu lagast á und- anfSrnum árum en vildi að ððru leyti ekki tjá sig um einstök mál. Ein s og fram kom í Morgunblaðinu i gær sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, á ársþingi sambandsins um helgina að rannsókn skattrann- sóknarstj óra hefði leitt i Jjós að söluskatts- og virðisaukauppgj ör HSl væri ekki í samræmi við túlkun yfírvalda og virtíst sem yfirvðld ætiuðu að krefja sambandið um virðisaukaskatt af öllum samningum við styrktaraðila. Skattrannsóknar- stióri sagði að eftír að ýtt hefði verið við íþrótta- hreyfingunni 1992 hefði margt lagast en rann- sókn væri ekki að ástæðulausu, Dennis Rodman til ChicagoBulls DENNIS Kodnian, hinn litríkí leikmaður San Antonio Spurs, er farinn tíl Chicago Buils, sem lét Will Purdue í skiptum. Rodman, sem hefur oft verið erfiður í umgengni, kemur til með að styrkja Bulls mikil, þar sem hann er mjög sterk- ur varnarmaður og tekur mikið af fráköstum — að meðaltali 16,8 í leik si. keppnistímabil í NBA- deildinni. „Til að verða meistori verðum við að fá sterkan leikmann til að taka fráköst," sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago Bulls, sem er mjög góður salfræðiþjálfari og á því gott með að hemja skap Rodmans. Aður en BuIIs keyptí Rodman, sem hefur verið valinn í varnarlið NBA-deÚdarinnar sex sinnum, var rætt við stíörnuleikmennina Michael Jordan og Scottíe Pippen, sem lðgðu blessun sina yfir kaupin. Það er talið að Jordan komi tíl með að hafa góð áhrif á Rodman — nái að dempa skap hans niður. Milan Jankovic l viðræðum við BÍ MÐÚAN Jankovic, Serbinn sem lék í vörninni í 1. deildarliði Grindvíkinga síðastliðið sumar, var á ísafirði í gær tíl að skoða þar aðstæður. Por- ráðamenn BÍ, sem féll úr 3. deild sl. sumar, hafa boðið honum að taka viðþjálfun liðsins. Ef samningar takast mun Jankovic cinnig leika með liðinu. Gyrfi Birgisson í Stjörnuna GYLFI Birgisson handknattleiksmaður, sem hugðist leika með Víkingum i 1. deUdÍnni i vet* ur, mun leika með Stjörnunni þess í stað. Ástæð- an er sú að Fylkir, en þar lék Gylfi í fyrra, og Víkingur komust ekki að samkomulagi um greiðslur vegna Gylfa og endaði það með þvi að hann fór tíl StíSrnunnar sem greiddi ein- hverja upphæð auk þess sem tveir ungir leik- menn úr Garðabænum fara til Fylkis. Annar þeirra, Rognvaidur Johnsen, varð fyrir því óhappi á fyrstu æfingu hjá Fylki að handar- brotna og verður frá keppni í einhvern tíma. Paul Gascoigne skoraði og meiddist P AUL Gascoigne verður nær örugglega ekki með enska Iandsliðinu sem leikur vináttuleik gegn Norðmönnum í Osló í næstu viku. Gasco- igne meiddist i leik með Rangers í skosku úrvals- deildinni í gær og var leiddur af velli eftír að hafatognað. Rangers sigraði Motherwell 2:1 og jók forystu sína í deildinni. Gascoigne gerði fyrsta mark leiksins, McSkimming jafnaði fyrir Motherwell en Ally McCoistgerði sigurmarkið með skal la mn miðjan siðari hálfleikinn. KNATTSPYRNA: í HEIMSÓKN HJÁ GUÐNA BERGSSYNILANDSLIÐSFYRIRLIÐA / D2, D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.