Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER1995 D 3 KNATTSPYRNA mannsins GUÐNI segir að vinnuvikan I\já sér sé í nokkuð föstum skorðum. „Við æfum einu sinni á dag og þá fyrir há- degi, ég er mættur klukkan tíu og er á æfingu til hádeg- is. Síðan er bara að halda uppi ákveðinni skemmtidag- skrá fyrir soninn það sem eft- ir er dagsins. Það má því segja að það sé ákveðið átak að hafa svona mikinn frítíma heima. Tímalega séð fara kannski ekki svo margir klukkutímar í æfingar, en það er auðvitað allt annað í kring- um fótboltann — andlega og líkamlega álagið. Það er mjög nauðsynlegt að fá góða hvíld milli leikja og æfinga til að vera sem best stemmdur. Það getur tekið verulega á að spila erfiða leiki og það getur tekið tvo daga að jafna sig eftir þá,“ sagði Guðni. Samnings- bundinn fram á vor Guðni fagnar marki! Morgunblaðið/Richard Rollon GUÐNI Bergsson fagnar hér marki sínu gegn Newcastle United á Burden Park 22. ágúst. Leiknum lauk meö sigri Newcastle 1:3. Markiö var sögulegt því það var þaö fyrsta sem Bol- ton gerir í efstu deild á heimavellf í 15 ár. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson húsi í úthverfi bæjarins, sem er n Bergur, sem er þriggja ára. að það þurfi að styrkja hópinn eigi markmiðið að nást, þ.e.a.s. að halda sætinu í úrvalsdeildinni. „Við erum auðvitað nýliðar í úrvalsdeildinni og þar að auki höfum við misst tvo Iykil- menn frá því í fyrra. En ég tel að við þurfum að styrkja liðið og þá aðallega miðjuna og framlínuna. Það hefur ekki verið gert og við erum að súpa seyði af því. Það hlýtur að vera skrýtið að ég sem aftasti maður í vörn skuli vera næst markahæsti leik- maður liðsins. Liðið virðist ekki búa yfir þeirri reynslu sem úrvalsdeildarl- ið þarf að hafa.“ - Ert þú betri leikmaður núna en þegar þú varst hjá Tottenham? „Ég er auðvitað nokkrum árum eldri, reynslunni ríkari og þekki þenn- an heim knattspymumannsins betur núna. Eins er ég að leika í_ stöðu miðvarðar og kann því vel. Ég tók aldrei neinu sérstöku ástfóstri við bakvarðastöðuna og þykir ekki enn mikið til hennar koma. Bolton er auð- vitað lítið félag á enskan mælikvarða og ég er því nokkuð stór fiskur hér í lítilli tjörn meðan það var öfugt hjá Tottenham. Ég hef fengið góða dóma, en það endurspeglar ekki stöðu liðsins í deildinni - því miður. Þetta gæti orðið erfitt hjá okkur í vetur. Það þarf að breikka hópinn því með aukinni samkeppni um stöður í lið- inu fær maður það besta út úr hverjum leikmanni. Bolton er með 24 leikmenn á launaskrá á meðan lið eins og Tottenham er með 45 atvinnumenn." Æfingaálagiö of mikið á íslandi - Þú heíur fylgst vel með knatt- spyrnunni á íslandi undanfarin ár, en finnst þér henni hafa fleygt fram? „Já, ég held að tækninni hafi fleygt fram og leikmenn séu sterk- ari en áður vegna þess að menn leggja harðar að sér við æfingar. Ég hef samt mínar efasemdir um að þessar miklu æfingar skili sér nægilega vel í betri knattspymu. íslensku liðin eru farin að æfa mörg hver mjög stíft frá því í nóvember. Ég held að þetta mikla æfingaálag á undirbúningstíma- bilinu komi niður á leikgleðinni. Leikmenn eru hreinlega orðnir þreyttir andlega loksins þegar mótið hefst. Islenskir leikmenn hafa sagt mér að þeir væru það þreyttir andlega að þeir hefðu ekki gaman af þessu. Þetta þarf að skoðast betur.“ - Er íslenska landsliðið betra núna en þegar þú byijaðir fyrir tíu árum og er hægt að ætlast til að liðið nái að komast í loka- keppni EM eða HM? „Eins og ég sagði áðan þá er tækni leikmanna meiri en áður og liðin sterkari - hafa meiri breidd. Ég er ekki viss um að það séu neitt betri einstaklingar núna en voru í landsliðinu fyrir tíu árum. Við verðum alltaf að horfast í augu við þá staðreynd að við erum ekki með það fjölmenni sem aðrar þjóð- ir hafa úr að spila við val á lands- liði. Við getum náð hagstæðum úrslitum í einum og einum leik en síðan kemur bakslag og við erum minntir á að við erum litla Iiðið sem er að berjast á móti yfirleitt okkur sterkari liðum. Það er auðvitað leið- inlegt að fá slíka áminningu og það má ekki gefast upp. Það þarf allt að ganga upp Við þurfum alltaf að hafa það sérkenni okkar að beijast og spila fast. Við náðum þriðja sæti í síð- ustu riðlakeppni HM, sem sumir vildu meina að hafi ekki verið sterkur riðill. Það var samt stað- reynd að við vorum aðeins einu sæti frá því að komast áfram. Ef ég er raunsær held ég að það þurfí allt að smella saman hjá okkur til að ná í úrslitakeppni. Við þurfum mikla heppni og þurf- um að spila alla leikina nánast óaðfínnanlega - kannski kemur sá tími.“ „Aðstöðuleysið heima háir okk- ur mikið. Það er orðið mjög aðkal- landi að íslendingar eignist innan- hússknattspymuvöll. Miðað við allar þær handboltahallir sem byggðar hafa verið ættu ráðamenn þjóðarinnar að huga að knatt- spyrnunni, sem er jú vinsælasta og fjölmennasta íþróttin á íslandi og hún hefur setið á hakanum í þessum efnum. Við getum ekki bætt okkur mikið meira nema að til komi betri æfingaaðstaða," sagði Guðni. Guðni gerði eins árs samning við Bolton fyrir timabilið sem rennur út í apríl á næsta ári. „Þeir vildu gera tveggja ára samning en égv ar ekki alveg tilbúinn í það. Ég ætla að sjá til fram yfir áramót um fram- haldið og þá skýrist það hvort ég verð áfram hjá liðinu, fer til annars liðs í Englandi eða þá að ég fari heim. En eins og staðan er í dag getum við alveg eins hugsað okkur að vera tvö ár í viðbót." Lokarit- gerð í smíðum Þegar Guðni hélt til Englands í fyrra var hann í námi í lög- fræði við Háskóla íslands. Hann á aðeins eftir lokarit- gerðina til að ljúka lögfræð- inni og ætlar að gera það fyr- ir vorið. „Ég er nýlega búinn að kaupa mér tölvu og nú er bara að setjast niður og skrifa ritgerðina," sagði Guðni. Kon- an hans, Elin, er Iærður fé- lagsráðgjafi og hyggur á framhaldsnám í háskólanum í Manchester eftir áramótin. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson ÍSLENSKI iandsiiðsmaðurinn hafði mlkiö aö gera viö aö gefa aðdáendum sínum eiglnhandar áritun fyrir leik Boltons og QPR á laugardaglnn. Vinnuvika atvinnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.