Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 1
 Pennavinir HÆ, hó, Myndasögur Mogg- ans! Ég heiti Helga pg bý í Vest- mannaeyjum. Ég er fædd árið 1980 og vil gjarnan eign- ast pennavini á svipuðum aldri. Áhugamál mín eru: íþróttir, aðallega fótbolti, ferðalög og margt fleira. Reyni að svara öllum bréfum og ef hægt er að fá mynd í fyrsta bréfi væri það mjög gott. Helga Jóhannesdóttir Bröttugötu 9 900 Vestmannaeyjar Kæri Moggi. Ég er 7 ára íslensk stelpa og bý í Hollandi. Mig langar að eignast pennavini á íslandi á aldrinum 7-9 ára. Ég tala góða íslensku og áhugamál mín eru lestur, sund og fleira. Telma H. Ragnarsdóttir Bellamystraat 35 bis 3514 EK Utrecht Nederland/Holland Kæri Moggi! Ég er 9 ára stelpa í Reykja- vík sem langar að eignast pennavini - stelpur jafnt sem stráka - á aldrinum 8-11 ára. Áhugamál mín eru: Ballett, píanó, hestar, barnapössun, hjólaskautar og bréfaskriftir. Svara öllum bréfum. Hrafnhildur B. Þórðar- dóttir Mávahlíð 41 105 Reykjavík Kæri Moggi. Gætirðu nokkuð birt þetta í blaði þínu? Ég óska eftir pennavini, sem má vera stelpa eða strákur á aldrinum 11-12 ára. Áhugamál mín eru: Fótbolti, sund, utan- landsferðir, útilegur, hestar. Ég er 11 ára og skrifa ís- lensku! Vinsamlegast sendið mynd með fyrsta bréfi. Kristín Bjarnadóttir Yrsufelli 11 111 Reykjavík Drýpur blóð... KOMIÐ þið sæl! Er mögulegt að birta þessa víkingamynd eftir Stefán Stef- ánsson, 8 ára, Logafold 98,112 Reykjavík, í Barnablaði Morg- unblaðsins? Kveðja pabbi. Pabbi og Stefán, Myndasög- um Moggans er sönn ánægja að verða við bóninni, myndin hans Stefáns yngri er alveg meiriháttar! Þetta er kannski kappinn sem fannst í kumlinu (gröf, dys, haugur) frá vík- ingatímanum í landi Eyrar- lands í Skriðdal á Fljótsdals- héraði (á Austurlandi) fyrir hálfum mánuði! Það skyldi þó ekki vera! mMr --------------7-f—— Sagan af Helgu Rún KÆRU Myndasögur Mogg- ans. Ég heiti Helga Rún Jónsdótt- ir og er 4 ára gömul. Ég bíð alltaf eftir Myndasögunum og hlakka til að skoða þær. Ég sendi þér héma mynd af mér í sumarveðri og smá sögu með: Þetta er hún Helga Rún sem er úti að leika sér í góða veðr- inu. Það er glampandi sól og hún brosir til Helgu Rúnar sem dansar um og leikur sér með flugdreka úti. Hún á heima í þessu húsi með mörgum fallegum litum eins og í regnboganum, sem sést yfir húsinu. Helga Rún Jónsdóttir, Kópavogsbraut 83, 200 Kópa- vogur. Hjartans þakkir, Helga Rún mín, fyrir myndina og söguna og notalega kveðju. Ljóð Hvað leynist í flöskunni? Er það eldur? Er það vín? Eða er það hamingja eða ást? Er það vont eða er það gott? Nei, það er slysavaidur (eitur). •Kristín Hartmannsdóttir, Breiðabliki, 900 Vestmanna- eyjar, er skáldið sem orti ljóð- ið um innihald flöskunnar. Við þökkum Kristínu fyrir þarfa hugvekju. Slæmt fólk er að selja flöskur með drykk sem ekki er hægt að bjóða fólki. Þessi drykkur er oftast kallað- ur landi. Krakkar, passið ykkur á honum. Ekki súpa á hverju sem er - sumir drykkir eru göróttir (eitraðir, mengaðir). Umbúðirnar og áróðurinn eru oft á tíðum skrautleg og aðlað- andi - en ekki er allt sem sýnist. Kristín mín, þetta ijóð er vonandi ekki það eina sem þú hefur ort, þú veist greinilega hvað málið snýst um í ljóða- gerðinni. Haltu áfram á ljóða- brautinni og öðrum þroska- brautum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.