Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Saga, mynd og kerti EINU sinni var stelpa með kórónu og hún var að fara í rúmið, en rúmið var horfið. Hún sagði: Hvar er rúmið mitt? En hún fór bara í vitlaust herbergi. Við þökkum Ingibjörgu kærlega fyrir skemmtilega mynd og sögu. Kerti er það sem hún heldur á í hægri hendinni litla stúlkan í sögunni og á myndinni hennar Ingibjargar Guðnýjar Friðriksdótt- ur, 6 ára, Vesturbrún 18, 104 Reykjavík. Eins og kertaljós er fallegt ljós er það óvarinn eldur og ef eitthvað bregður út af getur þetta fallega friðsemdar ljós breyst í óargadýr sem engu eirir, hvorki munum né mönnum. Farið því varlega með opinn eld, varkáru börn, og aldrei fikta með eldspýtur eða kertaljós, á svipstundu getur allt umhverfis ykkur og já - líka þið sjálf - breyst í eitt eldhaf. Þegar eldur er óbeisl- aður er hann gráðugri en allt ann- að. HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyfíð því að gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandara- bankans — Brandarabank- inn; besta heilsubót sem völ er á — Mesta og besta ávöxt- unin. xXx Ingibjörg Guðný Friðriks- dóttir, 6 ára, Vesturbrún 18, 104 Reykjavík, sendi þennan: Vitið þið af hveiju Hafn- firðingar opna alltaf mjólkur- fernumar í búðinni? Af því að það stendur á þeim: Opnið hér. xXx Kæri brandarabanki! Ég heiti Steinunn Edda Fern- ández, Skólavegi 60, 750 Fáskrúðsfjörður. Hér er smá gáta (skrítla); Hvað sagði maurinn þegar vinur hans fíllinn dó? Æ, æ, nú verð ég alla ævi að grafa hann. xXx Hér eru brandarar í bank- ann. Tinna Hrönn Smára- dóttir, Skólavegi 88a, 750 Fáskrúðsfjörður: Stebbi litli: Pabbi, má ég sitja í fanginu á þér? , Pabbi: Afhverju sestu ekki á bekkinn hérna við hliðina á mér? Stebbi: Af því að hann er nýmálaður. xXx' Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn? Hittumst á horninu. xXx Hvað sagði stóri strompur- inn við litla strompinn? Ert þú ekki of ungur til þess að reykja? Gómið þjófinn! SÍMINN hringir hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins (RLR). Tilkynnt er um innbrot í tölvufyrirtæki í höfuðstaðnum. Öllum tölvugögnum hefur ver- ið stolið. Lögregluvarðstjórinn sendir sinn færasta mann á vettvang - Lúðvík leynilög- regluþjón. Lúlli leynilögga sér engin verksummerki, engin fingra- för, ekkert sem þjófurinn/þjóf- arnir hafa skilið eftir sig. Útlitið er ekki gott, segir Lúlli við örvæntingarfullan eiganda tölvufyrirtækisins, Jónas Tölvan. Er ekkert sem þið getið gert? spyr Jónas Lúlla. Mér sýnist svona fljótt á lit- ið að hér hafi fagmenn verið á ferðinni, vinur minn, svarar Lúlli og klappar hughreystandi á öxl Jónasar. En enginn er fullkominn og allir gera sírt mistök, líka þeir færustu. Spurningin er bara hvort ég hef gert einhver mistök við vettvangsrannsóknina. í þeim töluðum orðum þrífur Lúlli í Jónas Tölvan. - Stopp! Ekki skrefi lengra, Jónas! seg- ir Lúðvík ákveðið en yfirvegað við Jónas, sem bregður í brún. Hér er fótspor. í því er mold og það er engin mold við innganginn hér - en það er aftur á móti mold í blómabeð- inu við gluggann sem brotinn var upp í innbrotinu. Þetta er greinilega spor eftir innbrots- þjóf. Nú fer ég niður á lög- reglustöð og skoða myndir af öllum fótsporum í lögreglu- skýrslunum. Ó, hvað ég er þér þakklát- ur, segir Jónas Tölvan. Krakkar, - fylgið okkar manni, Lúðvík leynilöggu, nið- ur á Stöð (lögreglustöð) og hjálpið honum að fínna hvaða spor - númer 1-11 - í lögreglu- skýrslunum passar við spor inn- brotsþjófsins. Þolinmæði er dyggð sém gott er að búa yfir og gangi ykkur vel að góma þjófinn. Þegar þið hafið fundið rétta sporið gáið þið í Lausnir og þær segja ykkur númer fótsporsins sem passar við spor tölvuræn- ingjans. Og þegar lausnin er fundin er bara eitt eftir - að handtaka þjófinn, finna þýfið, skila því í réttar hendur til Jón- asar Tölvan, dæma í máli þjófs- ins og líklega verður hann að fara í fangelsi. Við skulum vona að hann láti þetta sér að kenn- ingu verða og finni sér heiðar- lega vinnu þegar hann sleppur út úr fangelsinu. 'muhpu e ftir HEKLUGOSIHU-' { HER &W0K \ MIH GRIMMA 1 ÓK£PNA EFTIR {Vl AP FÖKHAP' um FARi Vfkamwjá ) 'AQOK EN Þek PETIUZÍ MU(p Apsr6ic*a/AA þX SKA LTÚ MUNA þBTTA- JÁUUM EPTIK CLUGOm MUUPU NÓAFLÓeiP' MUNPU EFTIR’ tTwmik/ ---------- A ES A£> TELJA jPBTTA VPP E-JNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.