Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Örn Ingi og Álfhildur ÖRN Inga, 5 ára, langaði til að_ senda þessa mynd til ykkar, en þetta á að vera húsið hans, Ásgarður 75. Hann á heima á þriðju hæð og vinkpna hans á fyrstu hæð, en þau eru á mynd- inni (Öm Ingi og Álfhildur). Við þetta er engu að bæta nema þökkum fyrir góða mynd. 'i *?>.'! ■ X \ / v / { Í ; \ | í Jl / v . í + Thorvaldsensfélagið Teiknimyndasamkeppni lýkur með sýningu allra verkanna í VOR efndi Thorvaldsensfé- lagið til teiknimyndasam- keppni meðal bama í tilefni af 120 ára afmæli sínu 19. nóvember 1995. Besta mynd- in verður notuð á jólamerki félagsins í ár. Myndir eftir alla þátttakendur verða sýnd- ar á sögusýningu Thorvald- sensfélagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7. og 8. október næstkomandi (um næstu helgi). Þátttaka miðaðist við börn fædd árið 1982 og síðar. Alls bárust 152 myndir í sam- keppnina. Dómnefnd var skipuð Bergljótu Ingvars- dóttur, myndmenntakenn- ara, Sigurgeiri Siguijónssyni, ljósmyndara, og Þresti Magnússyni, teiknara. Niðurstöður dómnefndar urðu þessar: 1. verðlaun: Jens Sigurðs- son, Hellubæ, 320 Reykholt. 2. verðlaun: Andrés Ólafs- son, Gilsbakka, 320 Reyk- holt; Bergur Sigurjónsson, Lambastaðabraut 9,170 Sel- tjamames; Elísa Snorradótt- ir, Augastöðum, 320 Reyk- holt; Pálína Sjöfn Þórarins- dóttir, Hesti, 311 Borgarnes; Unnur Malín Sigurðardóttir, Skerplugötu 5, 101 Reykja- vík. Thorvaldsensfélagið hvet- ur þátttakendur, aðstandend- ur og almenning (þið eruð hluti almennings, krakkar) til að koma og sjá þessa sýn- ingu, en dómnefnd þykir margar myndanna lofa góðu um listræna hæfíleika hinna ungu þátttakenda. Drífíð ykkur, bömin stór og smá, niður í Ráðhús við Tjömina (í Tjörninni ætti 1 kannski að segja og skrifa) á laugardaginn næstkomandi eða sunnudaginn, 7. og 8. október, og skoðið myndim- ar. ' Myndasögurnar óska verð- launahöfunum til hamingju. Lausnir HANN Lúðvík er nú ekki í vand- ræðum að finna hvaða spor eiga saman og þið eruð auðvitað líka búin að sjá það. Einmitt - það er spor eins af góðkunningjum lög- regiunnar, frægasta innbrotaþjófs bæjarins, Kjartans klóka, sem á fótapor númer níu í akýrsiunum. Og nú er einum þjófinum færra í Reykjavík. En seint eða aldrei verður hægt að uppræta þjófnaði. Það er eins gott að þið munið cftir að læsa hjólunum ykkar, læsa á eftir ykkur þegar þið farið út heima hjá ykkur - og giuggum megið þið ekki gieyma að loka þegar enginn er heima við. oOo Af hveiju er verið að segja ykkur þetta, þið eruð náttúrlega með svarið á reiðum höndum. En engu að síður. Vasaljósið, gaffailinn og flaskan eru bara í einu eintaki hvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.