Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1
SNfALLRÆÐI Kviknar á perunni/4 MENNTUN Heimurinn eitt markaðstorg /6 _________FÓLK Gates auðugastur allra /8 VIÐSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 BLAÐ JD Leikir Skífan hf. hefur keypt fyrirtækið J.D. Vestarr, sem hefur verið stundað innflutning, dreifingu og sölu tölvuleikja og skyldra vara hérlendis. Jafnframt verður verslun fyrirtækisins opnuð að nýju í stærra húsnæði að Lauga- vegi 96. Bílar Robert Eaton, stjórnarformaður Chryslers, hefur gagnrýnt Kirk Kerkorian, hinn kunna milljarða- mæring og fjárfesti, fyrir að standa fyrir óhróðursherferð gegn stjórn fyrirtækisins. Eaton hefur einnig gagnrýnt Jerome B. York, fyrrverandi fjármála- stjóra Chryslers, sem gerðist nýlega einn helzti aðstoðarmað- ur Kerkorians, fyrir að skaða bílasölu Chrysler. Flug Air France gerir ráð fyrir að draga úr tapi í ár, en ekki að eins miklu marki og vonað hefur verið. Tap hins ríkisrekna flugfé- lags kann að nema 1.7-1.8 millj- örðum franka (um 114 milljörð- um króna) á 12 mánaða tímabili til 1. apríl 1996 á móti 2.36 millj- örðum franka nú. SÖLUGENGI DOLLARS Afkoma og efnahagur hlutafélaga á Verðbréfaþingi samkv. 6 mánaða uppgjörum Uppliæuir í milljónum króna flfkoma jan.-júní 1994 ■ bSiíeÍí Afkoma jan.-júnf 1995 Breyting frá 1994 til 1995 Heildar- skuldir 30/6 '95 Eigið fé 30/6 '95 Hampiðjan 41,8 90,3 116% 634,0 834,0 Jarðboranir -24,7 -6,6 73% 55,4 441,4 Marel 15,4 25,1 63% 355,4 189,7 Flugleiðir -732,4 -306,9 58% 15.847,1 4.289,1 Grandi 103,6 140,6 36% 3.665,6 1.685,6 Eimskip 205,7 245,2 19% 5.796,7 5.407,5 íslansbanki 104,6 112,7 8% - - Olfuverslun ísl. 81,6 80,4 -1% 2.498,5 1.937,7 Lyjaverslun ísl. 37,1 30,6 -17% 420,8 470,9 Skeljungur 101,6 80,4 -21% 3.161,7 2.557,5 Síldarvinnslan 119,0 75,8 -36% 2.105,0 818,1 Skagstrendingur -9,8 -20,6 -110% 1.588,2 269,3 Útgerðarfél. Ak. 40,0 -92,9 -332% 3.289,7 1.842,6 Samtals: 85,4 456.0 434% 39.548,2 20.743,5 Samt. án Flugleiða: 817,8 762,9 -7% Olíufélagið 162,4 Afkoma Þormóður rammi 113,6 hllltafélaga á SR-Mjöi 94,9 Verðbréfaþingi Haraldur Böðvarsson 79,6 sem ekki birtu Sæpiast 20,1 6 mánaða kea -19.7 uppgjör 1994 SamtalsL-ASQA- Öll 6 mán. uppgjör samt.: 906,9 Afkoma hlutafélaga á Verðbréfaþingi fyrstu sex mánuðina svipuð og í fyrra Fjármagnsgjöld eru nær fjórð- ungi minni NÆR fjórðungs lækkun varð á fjár- magnskostnaði 12 hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands fyrstu sex mánuði ársins frá því á sama tímabili í fyrra. Á þeim tíma var fjármagnskostnaður samtals um 985 milljónir en í ár 761 milljón þannig að lækkunin nemur samtals 224 milljónum. Hagnaður 19 hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands nam alls um 907 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, skv. sam- antekt Kaupþings. Samanburðar- hæf tala liggur ekki fyrir yfir sama tímabil á árinu 1994 þar sem sex félög birtu ekki milliuppgjör á þeim tíma. Jafnframt hefur söluhagnað- ur Flugleiða veruleg áhrif á heild- arniðurstöðuna, en að þessum sjö félögum frátöldum reyndist hagn- aðurinn í ár um 7% minni en í fyrra, eins og kemur fram á myndinni hér til hliðar. Misjöfn afkoma greina Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, benti á í samtali við Morgunblaðið að þegar tekið hefði verið tillit til söluhagnaðar Flug- leiða væri afkoma hlutafélaga á Verðbréfaþingi svipuð og í fyrra. „Hins vegar er þróunin ákaflega misjöfn eftir einstökum atvinnu- greinum og fyrirtækjum. Iðnfyrir- tæki bæta stöðu sína eins og sam- göngufyrirtæki. Sjávarútvegsfyrir- tækin eru ýmist að bæta stöðu sína eða hún er að versna. Olíufélögin eru á svipuðu róli milli ára.“ Kaupþing hf. hefur einnig kann- að sérstaklega hvernig fjármagns- kostnaður fyrirtækjanna hefur þró- ast milli ára. „Vaxtabyrðin hefur lækkað mjög mikið. Vaxtalækkunin sem varð á seinni hluta ársins 1993 kom að litlu leyti fram í rekstri fyrirtækja á fyrri hluta ársins 1994 en það er greinilegt að vaxtabyrðin hefur lækkað á fyrri hluta ársins 1995. Fyrirtækin búa við mun létt- ara vaxtaumhverfi en þau gerðu áður. Þau greiða um 23% lægri vexti á fyrri hluta ársins en í fyrra. Það er Ijóst að lækkunin kemur fyrst og fremst fram í lánum í ís- lenskum krónum en einnig er ljóst að erlendar myntir lækkuðu á þessu tímabili sem hefur örugglega haft áhrif á vaxtabyrðina." Viðkvæm staða fyrirtækja „Af þessu sjáum við einnig að afkoma fyrirtækja fyrir fjármagns- liði hefur verið að versna og staða þeirra er ákaflega viðkvæm. Þetta sýnir að geta fyrirtækjanna til að bregðast við launahækkunum er mjög misjöfn. Við sjáum enn betur enn fyrr hvað það yrði viðkvæmt fyrir fyrirtækin ef verðbólgan færi af stað og vextirnir hækkuðu á ný.“ Hann kvaðst þó vilja árétta að fullkomlega sambærilegar tölur lægju ekki fyrir hjá öllum fyrirtækj- um á Verðbréfaþingi en þessi niður- staða gæfi engu að síður góða vís- bendingu um þróunina. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR [SLANDSBANKA HF. • Adili að Verdbréjaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Eini séreignarsjóðurinn sem tryggir líreyri til æviloka Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVlB með góðum fréttum um lífevrismái. í honum nr að fmna upplýsingar um nvernig tryggja má fjárhagsfegt öryggi alla' ævina með því að greiða í ALVlB. Bæklíngurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggínganiíðstöðvarínnar og Sjóvá-Aimennra, ALVÍB:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.