Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ríkis- reikn- ingur endur- bættur RÍKISREIKNINGUR fyrir árið 1994 sem fjármálaráðherra kynnti í gær markar nokkur tímamót í reikningsskilum ríkissjóðs. Upp- bygging reikningsins hefur verið svipuð undanfarin 30 ár en við gerð nýja reikningsins var tekið -meira mið að reikningsskilum fyr- irtækja en verið hefur. Markmiðið er að upplýsingar um tekjur og gjöld verði aðgengilegri fyrir skatt- greiðendur og stjórnvöld. Þessi breyting er liður í heildar- endurskoðun á reikningsskilum ríkissjóðs og fjárlögum sem ríkis- reikningsnefnd hefur lagt til að komið verði á, að því er fram kom á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt ríkisreikningi nam tekjuhalli á svonefndum rekstrar- grunni um 15,6 milljörðum króna eða um 14,1% af tekjum ársins. Árið á undan nam hallinn 19 millj- örðum eða 19% af tekjum þess árs. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 15,5 milljörðum á árinu eða um 3,6% af landsframleiðslu borið saman við 3% á árinu 1993. Tekjur ríkissjóðs námu alls 110,4 milljörðum á árinu og hækk- uðu um 10,2% frá árinu á undan. Gjöldin námu hins vegar 125,9 milljörðum og hækkuðu um 5,6%. Ríkissjóðshallinn 7,4 milljarðar í fyrra Samkvæmt greiðsluuppgjðri var halli ríkissjóðs á sl. ári 7,4 millj- arða. Munur á milli þessarar fjár- hæðar og 15,6 milljarða halla í reikningnum skýrist af ýmsum þáttum sem ekki hafa greiðslu- hreyfingar í för með sér en fela í sér skuldbindingar eða kröfur fyrir ríkissjóð. Þar vega þyngst nýjar lífeyrisskuldbindingar ársins að fjárhæð 2,8 milljarðar, yfirtekin lán Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar 1,9 milljarðar og áfallnir ógreiddir vextir sem jukust um 3,1 milljarð á milli ára. Skoðanakönnun Hagvangs á viðhorfum íslendinga til samkeppi í landbúnaði MIKILL meirihluti íslendinga er fylgjandi frjálsri samkeppni meðal bænda, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Hagvangs. I könnuninni var spurt: „Finnst þér að það ætti að vera frjáls samkeppni meðal bænda á íslandi í sölu og framleiðslu á landbúnaðarafurðum." Svör- in voru á þann veg að um 73% þátttakenda lýstu sig fylgjandi frjálsri samkeppni meðal bænda, 13% sögðust henni and- vígir en 14% eru hlutlausir. Meirihlutinn vill óhefta samkeppni Af þeim sem tóku afstöðu eru því 85% hlynntir frjálsri sam- keppni. Niðurstöður eru hins vegar nokkuð á annan veg þegar aðeins er litið til þeirra sem starfa við landbúnað. Af þeim hópi voru 36% þeirrar skoðun- ar að frjáls samkeppni ætti að ríkja meðal bænda, 38% svðr- uðu spurningunni neitandi en 26% voru hlutlausir. Þá kom fram marktækur munur á svörum þegar litið er til fylgis íslendinga við að- ild að Evrópusambandinu. Þannig reyndust alls 92% þeirra sem eru fylgjandi aðild Islands að Evróusambandinu einnig vera hlynntir frjálsri samkeppni bænda. Hins vegar voru 78% andstæðinga ESB- aðildar fylgjandi frjálsri sam- keppni. Könnunin náði til 1.200 manna slembiúrtaks á aldrin- um 15 til 75 ára og svöruðu alls 860 manns, sem er 71,7% svarhlutfall. Vöruinnflutningur er orðinn 14% meiri heldur en á sama tíma árið áður VÖRUSKIPT1N VIÐ ÚTLÖND Verðmæti vöruút- og innflutnin gs ?*¦/. jan.- ágúst 1994 og 1995 1994 1995 % breyting á (fob virði í milljónum króna) jan.-ágúst jan.-ágúst föstu gengi* Útf lutningur alls (fob) 71.325,2 75.602,2 55.729,7 6,0 0,6 Sjávarafurðir 55.416,6 Ál 7.080,1 8.021,9 13,3 Kísiljárn 1.742,4 2.077,6 2.287,9 19,2 20,0 Skip og flugvélar Annað 847,8 6.238,3 7.485,1 Innflutningur alls (fob) 58.068,3 65.728,8 13,2 Sérstakar fjárfestingarvörur 1.897,2 1.249,5 Skip 1.759,2 484,8 Flugvélar Landsvirkjun 105,3 727,2 32,7 37,5 77/ stóriðju 3.454,6 4.311,5 24,8 íslenska álfélagið íslenska járnblendifélagið Almennur innflutningur Olía Matvörur og drykkjarvörur 2.954,5 500,1 52.716,5 4.533,2 3.774,7 536,8 27,8 7,3 60.167,8 14,1 5.061,7 11,7 10,0 6.160,7 6.779,0 Fólksbílar Aðrar neysluvörur 2.312,1 12.278,2 27.432,3 3.101,4 34,1 13.280,3 31.945,4 8,2 16,5 Annað Vöruskiptajöfnuður Án viðskipta íslenska álfélagsins 13.256,9 9.131,3 9.873,4 5.626,2 , Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenskajárnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 8.938,4 3.047,0 " Miðað er við meðalgengi á vóruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris óbreytt Íjanúa^ágúst1995frásamatimaariðáður. Heimild: HAGSTOFAISIANDS Vöruskiptí hag- stæð um tæpa lOmilljarða Sjávarafurðir 74% útflutningsins FLUTTAR voru út vöriir fyrir 75,6 milljarða króna fyrstu átta mánuði ársins en inn fyrir 65,7 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 9,9 milljórðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 13,3 milljarða króna á föstu gengi, segir í tilkynningu Hagstofunnar. Fyrstu átta mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 74% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Þá var verð- mæti útflutts áls 13% meira en á sl. ári og verðmæti kísiljárns fimmtungi meira. Mest aukning í bílainnflutningnum Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu átta mánuði þessa árs var 13% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutningur sér- stakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutn- ingur til stóriðju og olíuinnflutn- ingur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reyndist annar vöruinnflutningur hafa orð- ið 14% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 10%, fólksbíla- innflutningur jókst um 34%, inn- flutningur annarrar neysluvöru um 8% meira en á sama tíma árið áður en innflutningur annarrar vöru jókst um 17%. Hagstæður ágústmánuður í ágústmánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 9 milljarða króna. og inn fyrir 8,2 milljarða króna á fobverði. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 0,8 milljarða króna, þ.e. 800 milljónir króna en í ágúst 1994 voru þau óhag- stæð um 300 milljónir króna á föstu géngi. Oddi fjárfestir í Póllandi PRENTSMIÐJAN Oddi hefur komið á fót nýrri prentsmiðju í Póllandi í samstarfi við þarlenda útgefendur. Eignarhlutur skiptist til helminga milli Odda og pólsku aðilanna og er þorri hlutafj- árframlags Odda í formi tækjabúnaðar, auk þess sem starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sendir út til þess að þjálfa upp starfsfólk verk- smiðjunnar. Samstarfsaðili Odda leggur hins vegar til húsnæði og verkefni að hluta. Miklir möguleikar Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, komst prentsmiðjan að fullu í gagnið í maí síðastl- iðnum en hún var sett á laggirnar í nóvember á síðasta ári. „Þarna eru náttúrulega geysilegir möguleikar. Þetta er 40 milljón manna markaður sem er í gríðarlegri þróun. Vandamálið er kannski það að þetta er láglaunasvæði og kaupmátturinn því ekki mikill. En þetta er allt á mjög hraðri leið og mikið að gerast á þessum markaði." Þorgeir segir að rekstur verksmiðjunnar hafí gengið nokkuð vel til þessa, en enn sé þó allt of snemmt að segja til um hvort þessi fjárfest- ing muni reynast arðvænleg og þaðan af síður hvernig Pólland reynist sem fjárfestingarmögu- leiki. Hann segir hins vegar að undirbúningur slíkrar fjárfestingar sé mikið þolinmæðisverk. „Kerfið þama ytra er allt mjög þungt í vöfum og því var allur undirbúningur þessarar fjárfest- ingar, pappírsvinna og stofnun fyrirtækisins, mjög tímafrekur. Menn verða hins vegar bara að setja sig í þær stellingar sem eiga við á hverj- um stað, því þessu kerfi verður ekkert kippt inn í nútímann á augabragði." Þorgeir segir að allt hafi hins vegar gengið mjög vel eftir að hluta hins opinbera lauk. Það hafi tekið nokkurn tíma að þjálfa starfsfólk og fá hjólin til að snúast eins og best verði á kosið, en reksturinn sé nú kominn á ágætan skrið. Hann segir afkastagetu prentsmiðjunnar ekki enn fullnýtta en nýting hennar sé engu að síður nú. Ekki sé fyrirsjáanlegt að hún verði nýtt í framleiðslu fyrir önnur markaðssvæði en Pólland þar sem hún komi líklega til með að eiga fullt í fangi með að anna þeim markaði. Verslunarráð íslands skrifar Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra bréf VERSLUNARRÁÐ íslands hefur skrifað Friðriki Sophussyni fjár- málaráðherra bréf þar sem óskað er eftir skýringum á bifreiðakaup- um ráðuneytanna. í bréfmu segir að gengið hafi verið til samninga um kaup á bifreiðum fyrir ráðherra án undangengis útboðs, forvals eða annars konar athugunar á því hvaða valkostir væru í boði á mark- aðnum. í bréfinu segir að bifreiðakaupin virðist vera í ósamræmi við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í Spurst fyrir um bíla- kaup ráðuneytanna sambandi við opinber innkaup á undanförnum árum, svo sem í Reglum um innkaup ríkisins og Útboðsstefnu ríkisins frá 1993. Þá leikur líka vafi á um það hvort sérstökum. reglum fjármálaráðu- neytisins um bifreiðakaup ráðherra hafi verið fylgt í sambandi við kaup að minnsta kosti sumra bif- reiðanna nú. Verslunarráð íslands óskar eftir svörum fjármálaráðuneytisins á því hvaða ráðuneyti hafí fest kaup á nýjum bifreiðum til afnota fyrir ráðherra á þessu ári. Hvaða bif- reiðar hafi verið keyptar, af hvaða fyrirtækjum og hvert verð þeirra var. Hvaða aðferð hafi verið við- höfð við val á umræddum bifreið- um. Hvaða sjónarmið hafi legið til grundvallar vali einstakra bifreiða og hvort kannað hafi verið hvort aðrir kostir hefðu verið í boði í sambandi við kaupin, t.d. með því að kanna verð, greiðslukjör, hugs- anlega afslætti, gæði og viðhalds- kostnað bifreiða af öðrum tegund- um. Vextir á ríkisvíxl- um lækka umV2% UM 0,5 prósentustiga lækkun varð á meðalávöxtun ríkis- víxla í útboði Lánasýslu'ríkis- ins í gær. Þannig reyndist meðalávöxtun 3 mánaða rík- isvíxla 6,99% samanborið við 7,45% í útboði hinn 13. sept- ember. Þá var ávöxtun .12 mánaða ríkisvíxla 7,28% og hafði lækkað í 7,83%. Alls bárust 25 gild tilboð í útboðin að fjárhæð 3.973 milljónir. Heildarfjárhæð tek- inna tilboða var 2.614 milljón- ir frá 17 aðilum en þar af 871 milljón frá Seðlabanka ís- lands á meðalverði sam- þykktra tilboða. Engin sam- keppnistilboð bárust í 12 mánaða ríkisvíxla. Pétur Kristinsson, hjá Lánasýslu ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi lækkun væri staðfesting á þeirri lækkun sem þegar hefði orðið á ávöxtun ríkis- víxla á Verðbréfaþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.