Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Tölvusýningin á dögunum virðist ætla að skila góðum árangri Spreng- ingí tölvusölu TÖLVUS AL A hefur aukist gríð- arlega að undanförnu og svo virðist sem tölvusýningin sem haldin var um síðustu helgi hafi valdið nokkurri sprengingu á þessum markaði. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við segja söluna venjulega taka ínikiiin kipp í september og salan sé yfirleitt nokkuð góð fram á vor. Nú hafi salan hins vegar farið nokkuð snemma af stað ank þess sem hún sé tals- vert mmri en undanfarin ár. Ægir Ármannsson, verkefna- stjóri tölvusölu Tæknivals, segir að svo virðist sem fólk sé að verða æ meðvitaðra um það að þetta sé framtíðin og því fyrr sem það taki þátt því betra. Hann segir söluna hafa verið mjög góða í septembermánuði og mikl- ar pantanir liggi fyrir. Pétur Ragnarsson, deildar- srjóri PC-deildar Nýherja, segir að þar hafi orðið alger sprenging um helgina en fyrirtækið seldi tölvur á sýningunni. „Við erum nú góðu vanir envið höfum ekki lent í svona löguðu í seinni tíð. Við erum ekki ennþá búnir að afgreiða nærri þvi allt sem við seldum um helgina." Hann segist skjóta á að um 150 vélar hafi selst á sýningunni en auk þess hafi verið stöðugur straumur fólks nú eftir helgina. Birgðir séu nær búnar og stór sending sé á leiðinni. Því sé ekki gert ráð fyr- ir þvi að neitt lát verði á þessari sölu. Reynir Jónsson, sölustjóri Ein- ars J. Skúlasonar, segir að þar á bæ hafi menn ekki heldur farið varhluta af þessari aiikníngu. Hann viUþó fara varlega með að draga of miklar ályktanir af þessari aukningu ennþá þar sem ekki sé komið í Ijós hvort hún muni endast. Margmiðlunin heillar Svo virðist sem tölvur með margmiðlunarbúnaði séu hvað vinsælastar í dag. Flestar tölvur sem einstaklingar kaupa eru með þeim búnaði auk þess sem mikil sala er í mótöldum. Pétur segir t.d. að u.þ.b. önnur hver tölva sem seljist hjá Nýherja í dag sé búin mótaldi. Það virðist því ekk- ert lát vera á nýjungagirni land- ans. ? ? ? Sala Maraþons sjöfaldast FORSVARSMENN Friggjar segj- ast mjög ánægðir með þann árang- ur sem auglýsingaherferð fyrirtæk- isins fyrr á þessu ári hafi skilað þeim. Að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, markaðsstjóra Friggjar, fengust mjög sterk viðbrögð frá neytendum strax í upphafi herferð- arinnar og segir hann söluna í júlí hafa margfaldast miðað við meðal- sölu næstu þriggja mánaða þar á undan. Þorsteinn segir þessa söluaukn- ingu hafa haldið að mestu leyti. „í júlí seldum við um 8.000 pakka af þvottaefninu og salan í ágúst og september hefur verið á bilinu 6-7.000 pakkar. Auk þessarar söluaukningar höfum við fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá neytendum." Hann segist ekki þora að leggja mat á hver markaðshlut- deild fyrirtækisins sé á þessum markaði í kjölfar þessarar sölu- aukningar. Morgtmblaðið/Ásdís Hækkunin íAmer- íkusiglingum um 8% Eimskip vísar á bug gagnrýni á 21 % hækkun flutningsgjalda ALMENN gjaldskrá Eimskips yfir innflutning frá Bandaríkjunum hef- ur hækkað um tæplega 8% í íslensk- um krónum frá 1. nóvember 1993. Á sama tíma hefur verðbólgan hér innanlands verið um 4,5%. Forráðamenn Samskipa hafa gert hækkanir á gjaldskrá Eimskips yfir þessa flutninga að umtalsefni í tengslum við útboð á flutningum fyrir varnarliðið. Af hálfu þess fé- lags var bent á í Morgunblaðinu á þriðjudag að Eimskip hefði hækkað almenna gjaldskrá um 21% frá því í nóvember 1993. Á sama tíma væri Eimskip að lækka flutnings- gjöld til varnarliðsins um 42%. Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, sagði í samtali við Morgun- blaðið að samanburður á flutnings- gjöldum í dollurum talið segði að- eins hálfa söguna. Staðreyndin væri sú að gjaldskrá fyrir flutninga frá Ameríku hefði hækkað um tæp 8% í íslenskum krónum frá því í nóvember 1993. Þá væru ýmsir aðilar með þjónustusamninga við Eimskip sem ekki byggðu alfarið á gjaldskránni. „Frá því farið var að bjóða út varnarliðsflutninga hafa flutningsgjöld sveiflast um- talsvert og ekki í samræmi við breytingar á flutningsgjöldum á íslenska markaðnum." Hann kvaðst einnig vilja mót- mæla þeim fullyrðingum að dregið hefði úr samkeppni eftir að Sam- skip hættu siglingum á Ameríku- leiðinni. „Það er mikil samkeppni í Ameríkusiglingum því bæði Jöklar og Van Ommeren hafa reglubundn- ar siglingar á þeirri leið auk Eim- skips." Vaxtarmöguleikar ífe - Allt bendir tii að Winnipeg, Kanada verði miðdepill umræðna um alla verslun sem varðar vetrarbúnað, 9-13 febrúar, 1996. Möguleikar? Þá mun borgin verða í brennidepli um allan heim hvaö varðar grósku í markaðsmöguleikum alls þess er varðar vetrarbúnað. Grfpið þetta tækifæri. Takið þátt f vetrarlífi Winnipegborgar í miödepli Norður-Ameriku, verið með í WINNIPEG RÁÐSTEFNU OG SÝNINGU BORGA Á KÖLDUM SLÓÐUM. Fyrirtæki sem bjóða upp á vörur eða þjónustu sem henta við vetraraðstæður geta notfært sér þetta sérstaka tækifæri til að ná til heimsmarkaöarins með þátttöku í sýningunni. Viðstaddir sýninguna í Fundamiðstöð Winnipegborgar verða borgarstjórar og aðrir opinberir aðilar, ásamt fulltrúum verslunarfyrirtækja um allan heim. hér er boðið, sem embættismanni, háskólaborgara, opinberum starfsmanni, verslunarfrömuði eöa sjálfboðaliða um þjóðfélag- sumbætur, að koma til Winnipeg og kynna þér þjóðfélagslegar og efnahagslegar hliðar mannlífs f vetrarrfki t blómlegri borg. Yfirskriftin er, Mannlíf, að búa, vinna og leika sér á köldum slóðum. Átta vel valin námssvið tryggja góð not af þátttöku í ráðstefnunni. Þú getur valið um •Fjölmiðlun •Leikir og skemmtanir •Afskekktir staðir •Húsaskjól, hönnun og umhverfismál •Samgöngur •Þingað um íþróttalækningar Veríð hfartaniega velkomín •Dýragarðar á-köldum vetri •Sérstök ráðstefna um málefni og aðgang fyrir fatlaðra á köldum slóðum. Þeir aðilar í Winnipeg sem standa að dægradvöl, menningarviðburðum og atvinnurekstri hafa skipulagt kynnin- garferðir fyrir þátttakendur og gesti, maka þeirra og böm, að þeir megi kynnast'af eigin raun blómlegu mannlífi borgarinnar. Mundu líka að í Winnipeg endist bandaríkjadollarinn þrjðjungi lengur. I Winnipeg er unnið af kappi til þess að WINNIPEG RÁÐSTEFNAN OG SÝNING BORGA A KÖLDUM SLÓÐUM, fari sem best fram. Við erum einmitt fræg fyrir hlýjar móttökur sérstaklega á köldum vetrardögum. Winnipeg býður þátttakendur og gesti velkomna að njóta þessarar hlýju. Við getum annast hverskonar þarfir um sýningarsvæði eftir því sem óskaö er. Gjörið svo vel að panta sýningarsvæði svo fljótt sem unnt er. Varðandi frekari upplýsingar um skráningu sýninga, þátttöku í ráðstefnunni og um Winnipeg yfirleitt haf samband við 7th lnlein.ulon.il Wlntcr Cltlci Wlnnlpeg '96 (Sjöunda ALÞJÓÐLF-G RÁBSTEFNA BORGA Á KÖLDUM SLÓÐUM. Wlnnipeg '96) 320 -25 Forks Market Road Winnipeg, Manitobii.Canada R3C 4S8 Símh 204-943-1970' Fax: 204-942-4043 Intemet: http://www.T0uri5m.Winnipeg.MB.CA/winterct/ E-mail: Wpglnfo@Tourism.WInhlpeg.MB.CA 'SimAþjönusta einungis á ensku Canadiwn XAMADLUT KjðRM niKHlAC Canada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.