Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 4

Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ISLENSKIR HUGVITSMENN eru vafalítið fleiri en margur heldur. Þar eru ekki á ferðinni einhveijir stórfurðulegir sér- vitringar með enn furðulegri hug- myndir í kollinum heldur hafa Qöl- margir þeirra mjög góðar hugmynd- ir að mjög góðum markaðsvörum. Þetta virðist í það minnsta vera reynslan af Snjallræði, hugmynda- samkeppni sem iðnaðarráðuneytið, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Iðntæknistofnun hafa staðið tvívegis fyrir á undanförnum árum. Snjallræði var komið á fót fyrir röskum þremur árum til þess að gefa hugvitsmönnum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og stuðla með þeim hætti að aukinni nýsköpun í íslensku at- vinnulífi. Tvær slíkar samkeppnir hafa nú verið haldnar og hefur af- rakstur þeirra verið framar björtustu vonum, að sögn Björgvins Njáls Ing- ólfssonar, verkefnisstjóra Snjailræð- is og starfsmanns Nýsköpunar- og framleiðnideildar hjá Iðntæknistofn- un. Þátttaka í þessari samkeppni hefur verið mjög góð og margar hugmyndir sem þar hafa orðið fyrir valinu eru þegar komnar á markað hér á landi. I sumum tilfellum er verið að huga að útflutningi. Fyrirkomulag Snjallræðis er þannig að öllum er heimilt að senda hugmyndir sínar inn svo fremi að um sé að ræða afurðir . - '' á sviði iðnaðar. Allar ****** ... hug- myndir sem berast eru lagðar fyrir matsnefnd sem fær síðan það erfiða hlutverk að velja átta bestu hugmyndirnar úr. „Þess- um hugmyndum er veittur styrkur að hámarki 600.000 krónur til þess að kanna hvort þær séu nægjanlega hagkvæmar til fram- leiðslu. Styrkurinn nemur 75% af kostnaði við hagkvæmnisathugun- ina en eigandi hugmyndarinnar verður að útvega afganginn. Við höfum heyrt því fleygt að með þessu séum við að hafa fé af hugvitsmönnunum sjálfum. Raunin er hins vegar sú að þeir hugvits- menn sem hingað til hafa komist þetta langt hafa yfirleitt greitt sinn hluta með eigin vinnuframlagi. Þeir hafa líka verið sáttir við þetta fyrir- komulag," segir Björgvin. Þegar hagkvæmnisathugunum er lokið eru valdar allt að fjórar hug- Kveiktá perunni Hugmyndasamkeppnin Snjallræði hefur veríð haldin tvívegis og er nú verið að huga að þeirri þríðju. Samkeppnin hefur þegar gefíð af sér ýmsar arðvænlegar nýjungar eins og Þorsteinn Víglunds- ' son komst að þegar hann ræddi við Björgvin Njál Ingólfsson, verkefnis- stjóra Snjallræðis. myndir af þeim átta sem hlutu viður- kenningu í þeirri fyrri. Þessum hug- myndum er veittur styrkur sem nem- ur 50% af kostnaði við að þróa þær áfram og ganga frá smíði frumgerð- ar. Þessi styrkur má þó ekki vera hærri en 1.500 þúsund krónur. Framlag viðkomandi hugvitsmanns nemur þá öðru eins og segir Björg- vin það vera eðlilegt á þessu stigi samkeppninnar. „Viðkomandi hug- mynd hefur komist þetta langt sök- um þess að hún er talin vera arðvæn- leg. Þær tekjur sem kunna að skap- ast af hugmyndinni renna að sjálf- sögðu allar til hugvitsmannsins en aðstandendur Snjallræðis fá ekki beinan arð af okkar fjárfestingu og því teljum við eðlilegt að eigandi hugmyndarinnar komi að fjár- mögnun hennar að töluverðu leyti." Björgvin leggur hins vegar áherslu á að ekki megi líta á þessa síu' sem einhvern áfellisdóm yfír þeim hugmyndum sem heltast úr lestinni. I bæði skiptin sem sam- keppnin hafí verið haldin hafi u.þ.b. 250 hugmyndir borist og í hópi þeirra sé að fínna fjöldann allan af góðum og gjaldgengum hugmyndum en matsnefndin verði hins vegar að velja úr þær hug- myndir sem hún telur bestar hveiju sinni. Fjármögnun verkefn- isins setur mönnum hér nokkrar skorður hvað varðar fjölda verk- efna að sögn Björgvins. Ódýr hugmyndasmiðja Björgvin segir ekki mikinn kostnað fylgja þessari samkeppni ef miðað sé við afrakstur hennar. „Heildarkostnaður við eina sam- keppni er u.þ.b. 22 milljónir sem koma til greiðslu á 2-3 árum. Þar • • Onnur Snjallræði • Hér gefur að líta fjórar hug- myndir til viðbótar sem komist hafa í síðari umferð Snjallræðis og í kjölfarið settar á markað. Þar ber fyrst að líta nýja snakk- tegund, Gæðasnakk, sem Ulfar Eysteinsson á hugmyndina að. Snakkið er unnið úr fiskroði og kryddað að hætti Úlfars. • Súlan og ábreiðan fyrir heita potta er hönnuð af Einari D. Gunnlaugsyni. Súlan er undir ábreiðunni og er lítið borð fest við hana sem þjónar öryggistil- gangi auk þess sem nota má það undir glös og fleira. • Raufafræsarinn er hönnun Bjarna Harðarsonar. Hann er notaður til þess að fræsa rauf- ar fyrir innlímd stálhorn í límtrésbita. Þessi hugmynd er ætluð til útflutnings sökum lítils markaðar hér á landi. • Orn Marelsson hefur harin- að mælitæki sem mælir hversu oft einstakir ventlar díselvéla snúast á minútu. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir bruna á ventlum vélanna með þvi að skipta einungis um þann hluta sem snýr ventlinum. af greiða þátttakendur u.þ.b. 7 millj- ónir.“ Hér er þó eingöngu verið að tala um tiltölulega ódýr verkefni og segir Björgvin það vissulega hafa komið til tals að reyna að stuðla að þróun hugmynda sem séu dýrari í vinnslu en sem þessu nemur. „Gall- inn er þó sá að með því að bjóða upp á mismunandi styrkupphæðir erum við að mismuna mönnum að vissu marki auk þess sem kerfið verður allt mun flóknara í fram- kvæmd. Leiðin sem við höfum valið í staðinn er að reyna að dreifa því fjár- magni sem gengur * ódýr- ari verkefnun- um yfir á þau verkefni þar sem fé skortir til þess að ljúka þróunarvinnunni. Sú lausn hef- ur skilað ágætum árangri. Fyrst og fremst erum við þó að reyna að leysa þessi verkefni á eins ódýran máta og við treystum okkur til.“ Björgvin segir stærsta gallann við núverandi fyrirkomulag vera að ekkert skipulagt kerfi sé til staðar til þess að aðstoða menn við mark- aðssetningu á hugmyndunum. Það sé þó oft á tíðum sá þáttur sem mestrar aðstoðar sé þörf við. „Við höfum reynt að leysa þetta vanda- mál með því að reyna að koma mönnum í samband við fyrirtæki sem eru í aðstöðu til þess að koma vörunni á framfæri. Við höfum t.d. komið á tengslum við Hampiðjuna og Byko sem hefur síðan leitt til þess að þau fýrirtæki hafa keypt þær hugmyndir sem í hlut áttu og séð alfarið um markaðssetningu og sölu þeirra. Þetta fyrirkomulag hef- ur gengið vel og það er ljóst að fyrirtæki af þessari stærðargráðu eru mun betur í stakk búin til þess að markaðssetja hugmyndir af þessu tagi. Þau geta gefið sér góðan tíma til þess að vinna vörunni mark- að á meðan hætt er við því að ein- staklingur myndi fljótlega vera til- neyddur til að gefast upp ef salan kemst ekki fljótlega af stað.“ Af þeim átta hugmyndum sem komist hafa í seinni umferð sam- keppninar eru sex nær fullbúnar nú, að sögn Björgvins. Gert er ráð fyrir því að vinnu við hinar tvær verði að mestu lokið á næstu mánuðum. Nokkrar hugmyndir eru jafnframt komnar vel áleiðis í markaðssetn- ingu. Sem dæmi um eina slíka eru nýir, vistvænir rafmagnsgirðingarstaurar sem unnir eru úr endurunnu rúllu- baggaplasti og netadræsum. Staur- ar þessir hafa komið vel út í prófun- um og t.d. reynst sterkari en hefð- bundnir harðviðarstaurar auk þess sem þeir hafa meira einangrunar- gildi gagnvart útleiðslu. Hönnuður þessara girðingastaura er Einar Harðarson en það er Hampiðjan sem sér um framleiðslu og sölu þeirra. Björgvin segir að auk kynningar hér á landi séu ýmsar þreifingar í gangi varðandi útflutning á staurunum og t.d. hafi aðili á Nýja-Sjálandi sýnt þeim mikinn áhuga. Annað dæmi sem Björgvin nefnir er fjölnota súla fyrir heita potta. „Þessi súla er sett í niðurfall potts- ins og eykur hún notagildi og ör- yggi pottsins. Á hana má festa borð sem jafnframt er stuðningur fyrir yngri notendur pottsins. Þá er einn- ig hægt að breiða segl yfir pottinn sem fest er á súluna og kanta hans, en seglið kemur í stað hefðbundinna loka á pottinn sem oft eru mjög þung og ómeðfærileg. Dúkurinn hefur reynst öruggur við prófun hans og á hann að tryggja að börn geti ekki dottið ofan í.“ Hönnuður súlunnar er Einar D. Gunnlaugsson, en Byko hefur keypt hugmyndina og sér um sölu og dreifingu. „Þetta eru aðeins tvær af þeim sex hugmyndum sem eru klárar. Hinar eru ekkert síður athyglisverð- ar og er t.d. verið að kanna mögu- leika á útflutningi nokkurra. Þær sýna þá möguleika sem þessi sam- keppni gefur okkur. Við erum nú að vinna að því að koma þriðju sam- keppninni af stað og höfum þegar leitað til samstarfsaðila okkar um fjármögnun á því verkefni. Við von- umst til þess að þau mál muni ský- rast á næstu vikum þannig að hægt verði að ná hugmyndunum inn fyrir áramót."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.