Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 B 7 skiptafræði og hagfræði. Við- skiptafræðingar hafa hingað til fengið vinnu við sitt hæfi. Alþjóð- leg viðskipti eru stöðugt að aukast og viðskiptafræðingar og hagfræð- ingar eiga eftir að taka þátt í þeirri þróun. Allur heimurinn er orðinn að einu markaðstorgi og það er hættulegast fyrir okkur að ein- angrast. Ég sé því ekkert vanda- mál varðandi framtíðarhorfur við- skipta- og hagfræðinga því verk- efnin eru óþrjótandi. Við getum haslað okkur völl á tölvusviðinu, sem hentar okkur mjög vel. Þar bíður okkar mikið hlutverk. Tölvubyltingin er ekki aðeins að færa okkur nær öðrum þjóðum heldur eru að verðá óstjórn- lega miklar þjóðfélagsbreytingar í kringum okkur. Breytingarnar sem eru að verða í Evrópu eru líklega svipaðar og á árunum 1785-1815, þ.e.a.s. á stjórnarbyltingar- og Napóleons- tímanum í Frakklandi. Þá gjör- breyttist öll Evrópa bæði stjórnar- farslega, atvinnulega og landfræði- lega. í fyrirtækjarekstri hefiy þetta m.a. komið fram í því að stað- arval er nú að verða miklu alþjóð- legra en áður. Þýsk og frönsk fyrir- tæki hafa verið að flytja sína fram- leiðslu til Austur-Evrópu þar sem launakostnaður er lægri. íslending- ar eiga ekki að setja sér það mark- mið að keppa við þessar þjóðir um launakostnað. Við verðum að búa okkur til samkeppnisforskot sem getur legið í því að við höfum tæknikunnáttu umfram aðra. Þá gætum við verið með betra menntakerfi en aðrir eða boðið upp á áhugaverða kosti í orkumálum, sjávarútvegi eða náttúru." Margir kennarar úr viðskiptalífinu - Hvernig sýnist þér að tengsl- um Háskólans við atvinnulífið sé háttað? „í grófum dráttum held ég að þau séu að mörgu leyti ágæt. Há- skólinn er að mennta fólk til starfa í atvinnulífinu og til sjálfstæðra rannsókna. Ein af frumskyldum skólans er að stunda rannsóknir, enda er það grundvöllurinn fyrir tengslum og umsetningu síðar í atvinnulífinu. Við vinnum töluvert með fyrirtækjum að verkefnum. Nemendur eru að gera raunhæf verkefni í samvinnu við fyrirtæki. Margir af okkar kennurum hafa starfað að hluta til í atvinnulífinu og þekkja vel til stjórnunarstarfa þar. Vafalítið mætti þó koma á betri tengslum á milli atvinnulífs og háskóla. Ég held að það mætti efla þessi tengsl með því að taka inn í stjórnir deilda aðila utan há- skólans." Einnig má geta þess að við End- urmenntun Háskóla íslands sækja nú um 6 þúsund manns ýmis nám- skeið í tengslum við atvinnulífið. Tungumálið eini lykillinn Ágúst ætlar sér að snúa aftur til háskólans eftir fjögur ár þegar kjörtímabilinu lýkur, en viðheldur tengslum við skólann með því að kenna eitt námskeið sem hann þróaði sjálfur. „Ég gaf út kennslu- bók í rekstrarhagfræði í fyrra og er að dunda við að skrifa fram- hald á henni. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að við eigum kennslubækur á íslensku í öllum fræðigreinum. Erlend samvinna og erlend rannsóknartungumál verða sífellt meira áberandi og sérkenni þjóða og sérstaða minnk- ar smátt og smátt í ljósi meiri alþjóðlegrar samvinnu. Tungu- málið er þá eini lykillinn að eigin menningu. Þetta verður enn mikil- vægara á næstu áratugum. Að mínu máti er fijáls verslun og góð menntun höfuðatriðið fyrir þessa þjóð. Það var einmitt aðal- málið í sjálfstæðisbaráttunni á síð- ustu öld, að fá verslunarfrelsið og ná menntuninni inn í landið. Sagan endurtekur sig oft.“ * Islenskt bókhaldsforrit NÝTT íslenskt sölu- og bókhalds- kerfí, sem skrifað er fyrir Windows umhverfi, er væntanlegt á mark- aðinn. Hönnuðir kerfisins eru þeir Níels Einarsson og Örn Sævar Rósinkransson. Að sögn Níelsar er þetta forrit hið fyrsta af þessari tegund sem hannað er fyrir Windows. Hann segir helstu kosti þess vera hversu einfalt það sé í notkun. „Það ætti ekki að taka nýjan notanda meira en hálfa klukkustund að læra á kerfið ef hann hefur fengið ein- hveija tilsögn í bókhaldi. Það fylgir þessu kerfí því ekki mikill kostnað- ur við þjálfun starfsmanna né flók- in og dýr eftirþjónusta,“ segir Níels. Þróun þessa hugbúnaðar mun hafa staðið yfir undanfarin fjögur ár. Ekki hefur enn verið samið um dreifingu hans en Níels segir að verið sé að fara af stað með mark- aðssetningu þess. Hugbúnaðurinn kemur til með að bera nafnið Bragðarefur, sem er að sögn Níels- ar skírskotun til þess að það geri flókið verk einfalt. Blab allra landsmanna! ptorgttttMafeifr -kjarni málsins! Olfufélagifi hf Aukið öryggi ® Rafrænar færslur • Sundurliðuð yfirlit • Betra bókhald • Gildir á öllum ESSO stöðvum Sparaðu fargjöldin en ekki þægindin í viðskiptaferðinni! Nú bjóða Flugleiðir og SAS allt að 40% lægri EuroClass og Saga Class fargjöld til fjölmargra áfangastaða í Skandinavíu og annarra staða í Evrópu. Hámarksdvöl er einn mánuður og bóka þarf með fjögurra daga fyrirvara. Kynntu þér góðan kost á enn betra verði. Fullt fargjald Euro ticket/Saga 2 fargjöld* Kaupmannahöfn..................97.100 Osló...........................94.400 Bergen.........................94.200 Kristiansand.................. 94.200 Stavanger......................94.200 Stokkhólmur...................108.300 Gautaborg......................98.100 Malmö.........................102.000 Jönköping.....................114.200 Váxjö.........................114.200 Kalmar........................114.200 Vásterás......................109.200 Örebro........................109.200 Norrköping....................116.100 Helsinki.................... 120.300 Tampere.......................120.300 Turku.........................120.300 Vaasa.........................120.300 Amsterdam......................93.400 London.........................93.500 Glasgow........................81.100 Luxemborg......................93.400 ,65.000 .65.000 .75.360 .75.360 .75.360 .65.000 .78.500 .81.600 .91.360 .91.360 .91.360 .87.360 .87.360 .92.880 .84.210 .96.240 .96.240 .96.240 .65.000 .59.000 .59.000 .65.000 Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína, söluskrifstofu SAS eða söluskrifstofu Flugleiða. SAS, sími 562 2211. Flugleiðir, sími 5050 100. M/SfS *Verð gildir til 31. desember 1995. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.