Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 8

Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 8
8 B FIMMTUDAGUR 5. ÖKTÓBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ New York. Reuter. STOFNANDI Microsofts, Bill Gates, fjárfestirinn Warren Buffett og stofnandi Metromedia, John Kluge, eru sem fyrr auðugustu kaupsýslu- menn heims og sjónvarpsstjaman Oprah Winfrey kemst í fyrsta skipti á skrá tímaritsins Forbes um 400 ríkustu Bandaríkjamennina í ár. Gates er talinn eiga 14.8 milljarða dollara og er efstur á lista Forbes annað árið í röð. Auður Gates jókst um 70% á árinu og getur þakkað það stýrikerfinu Windows ’95, sem treystir stöðu Microsofts á einka- tölvumarkaði. Bill Gates auðugast- ur Bandaríkjamanna Oprah Winfrey sjónvarpsstjarna meðal 400 ríkustu Buffett, sem auðgaðist á íjárfest- ingum í vanmetnum fýrirtækjum, mun eiga 11.8 milljarða dollara. Hlutur hans í Capital Cities/ABC jókst um 400 milljónir dollara þegar Walt Disney Co. keypti það fyrir- tæki í ágúst. Hlutur hans í trygg- ingafélaginu Gaico er metinn á 1.9 milljarða dollara, og er 42 sinnum meira virði en þegar hann fjárfesti fyrst í félaginu. í þriðja sæti er Kluge, 81 árs gamall Þjóðveiji sem fluttist til Bandaríkjanna og áætlað er að eigi 6.7 milljarða dollara. Kluge seldi 16% hlut í símafélaginu World Com í ágúst fyrir 933 milljónir dollara. Það félag varð til við samruna upp á 2.5 milljarða dollara 1993. Auðgaðist á viðtölum Oprah Winfrey er eini flytjandi fjölmiðlaefnis á listanum í ár og er talin eiga 340 milljónir dollara, sem 339. sæti á listanum. Viðtalsþættir hennar eru sýndir í rúmlega 200 stöðvum í Bandaríkjunum og 117 öðrum löndum og fyrir þá fær hún rúmlega 70 milljónir dollara í tekjur. Winfrey er eigandi þáttarins Oprah Winfrey Show, og á upptöku- sal þar sem þeir eru gerðir og stóran hlut í King World Productions.auk getraunaþáttanna „Jeopardy" og „Wheel of Fortune." Hagnaður af fyrirtæki hennar Harpo/ (Oprah stafað aftur á bak) nam tæplega 100 milljónum dollara í fyrra. Winfrey er á góðri leið með að verða fyrsti svarti milljarðarmæring- urinn í Bandaríkjunum ef hún heldur vinsældum sínum að sögn Forbes. Kvikmyndagerðarmaðurinn Step- hen Spielberg er talinn eiga rúmlega 700 milljónir dollara. Bill Cosby, sem hefur verið á lista Forbes tvö undanfarin ár, komst ekki á listann í ár, en til þess þurfti hann að eiga 340 milljónir dollara. 94 milljarðamæringar 94 milljarðamæringar eru á list- anum og hafa aldrei verið fleiri, sam- anborið við 83 í fyrra og 79 í hitteð- fyrra. Til samans er áætlað að þeir 400, sem eru á lista Forbes, eigi 395 millj- arða dollara samanborið við 349 millj- arða í fyrra og 92 milljarða dollara 1982, þegar fyrsti listinn var birtur. Þeir erlendu milljarðamæringar, sem koma næst Gates og Buffett, eru Hans Rausing, sænskur um- búðajöfur, og Yoshioaki Tsutsumi, japanskur járnbrauta- og hótelkóng- ur. Rausing og Tsutsumi eru taldir eiga um 9 milljarða dollara. Af 400 auðjöfrum Forbes eiga 82 heima í Kalifomíu, 54 í New York, 29 í Texas, 19 á Florída og 16 í Ohio og Massachusetts. BAmeðrúmá fyrsta farrymi London. Reuter. BRITISH Airways hefur boðað 500 milljóna punda „byltingu" í farþega- flugi með nýjum innréttingum, sæt- um, sem hægt verður að breyta í Verðstríð milli alnetsmiðlara í Danmörku Danir uppgötva alnetið VERÐSTRÍÐ er hafið á meðal danskra alnets-miðl- ara og hefur það leitt til umtalsverðra lækkana á þessari þjónustu þar ytra. Eins og Morgunblaðið greindi frá síðastliðinn fimmtudag er það dótturfyr- irtæki Miðheima í Danmörku, centrum.dk sem býður lægsta verðið skv. könnun Berlingske Tidende. Verð- ið hjá centrum reyndist vera 46 krónur danskar eða um 500 íslenskar krónur á mánuði. Helsti samkeppn- isaðili fyrirtækisins, CyberCity reyndist hins vegar vera 4 dkr. dýrari á mánuði. Að sögn Róberts Viðars Bjarnasonar hjá centr- um.dk er þessi harða verðsamkeppni nýtilkomin og segir hann að fyrirtækið hafi nú á skömmum tíma lækkað sig úr röskum 240 dönskum krónum, eða tæpum 3.000 krónum á mánuði. Hann segir að það hafi verið CyberCity sem hafi hafið þetta verðstríð en centrum.dk hafi ákveðið að fylgja strax á eftir. Aðrir vefmiðlarar hafi ekki verið eins fljótir að taka við sér. Áskrifendum fjölgar ört Róbert segir að á fyrsta starfsmánuði centrum hafi 100 aðilar keypt sér aðgang að alnetinu þar. Hann segir hins vegar að áskrifendum hafi farið ört fjölgandi eftir að verðið var lækkað og nú bætist við u.þ.b. 10-15 á degi hveijum. Að hans sögn eru Danir nú að taka hratt við sér hvað varðar möguleika alnetsins. „Við heyrum það frá tölvusölum að það færist nú í aukana að fólk kaupi sér tölvur einungis til þess að komast inn á netið." Þá segir hann ennfremur að það færist nú í vöxt að fólk kaupi sér alnetsaðgang í gegnum ISDN- kerfíð í Danmörku eða Samnetið eins og það hefur verið kallað hér á landi. Slík áskrift sé að vísu u.þ.b. átta sinnum dýrari en hefðbundin áskrift en á móti komi lægri símakostnaður og margfalt meiri flutn- ingsgeta. New York. Reuter. BARÁTTAN um Rockefeiler Cen- tre tók nýja stefnu, því að David Rockefeller og fleiri hafa boðið 296 millj. dollara í fjárfestinga- sjóð, sem tók við rekstri miðstöðv- arinnar sem Rockefeller-fjölskyld- an reisti. Auk Davids Rockefellers, átt- ræðs höfuðs ættarinnar, eru í sam- tökúm hans fasteignafyrirtækið Tishman-Speyer Properties L.P. og fjárfestingasjóður undir stjórn Doldman, Sachs and Co. Samtökin bjóða 7,75 dollara á Enn barist um Roeke- feller Center hlutabréf í öll hlutabréfin í fast- eignasjóðnum Rockefeller Centre Properties Inc, sem á 1.3 milljarða dollara í hinni heimsfrægu skrif- stofubyggingasamstæðu á Man- hattan. Tilboðið gerir einnig ráð fyrir að samtökin taki við um 800 milljóna dollara skuld. Rockefeller hefur sagt sig úr stjórn Roekefeller Group Inc til að forðast hagsmunaárekstra að sögn The New York Times. Rockefeller skýrði frá ákvörðun sinn í bréfi til Takeshi Fukuzawa, forstjóra Mitsubishi Estate Co., sem á 80% í Rockefeller Group. Áður hafði fjárfestirinn Sam Zell í Chicago komizt að samkomulagi um 250 milljóna dollara fjárfestingu í skiptum fyrir 50% hlut í sjóðnum. „flugrúm" og bættri framkomu flug- vélaáhafna, sem munu rabba vin- samlega við farþega í stað þess að tala til þeirra á formlegu „flugfé- lagsmáli". Allir farþegar eiga að njóta góðs af þessum breytingum, sem munu taka þijú ár, en fyrsta breytingin — sem kostar 115 milljónir punda — verður á fyrsta farrými og svokall- aðri Club World þjónustu. Um 250.000 manns ferðast með British Airways á fyrsta farrými á hveiju ári og ein milljón fær Club World þjónustu. Algengt er að mið- aldra bankastarfsmenn greiði 4.188 pund fyrir far á fyrsta farrými frá London til New York báðar leiðir, 7.050 pund fyrir flug frá London til Sydney báðar leiðir, eða um helm- ingi lægri upphæð á World Class farrými. „Vöggusæti" tekin upp Stjórnarformaður BA, sir Colin Marshall, sagði að þegar hefði verið komið fyrir fullkomnari „vöggusæt- um“ handa Club World farþegum og í janúar fengju farþegar á fyrsta farrými „flugrúm“-sæti þegar inn- réttingum yrði breytt. Málsverður verður í boði hvenær sem er og litlum sætisklefum verður hægt að breyta úr vinnu- eða borð- rými í rúm. Nokkur hjónarúm verða á fyrsta farrými. Forstjóri BA, Bob Ayling, sagði að gert væri ráð fyrir að markaðs- hlutdeild félagsins mundi aukast og að margir farþegar tækju þann kost að ferðast á fyrsta farrými í stað Club World. Virgin kveðst bjóða betur Virgin-flugfélag Richards Brans- ons gaf út tilkynningu þess efnis að þeir sem keyptu svokallaða Upper Class farmiða félagsins fengju eins góða og næstum því helmingi ódýr- ari þjónustu en farþegar BA á fyrsta farrými. Daiwa sagt að hætta í New York Washington. Reuter. BANDARÍSK bankayfirvöld hafa skipað japanska Daiwa- bankanum að hætta mestaliri starfsemi í New York vegna ólöglegra viðskipta með banda- rísk verðbréf að sögn banda- ríska seðlabankans. Samvæmt skipun bankans og bankaeftirlitsins í New York er Daiwabanka gert að afhenda innan fimm daga áætlun um að starfsemi útibúsins í New York verði einskorðuð við þjón- ustu við fasta viðskiptavini og áhættustjómun. Daiwa hefur skýrt frá 1.1 milljarðar dollara tapi af ólög- legum viðskiptum með banda- rísk ríkisskuldabréf. Starfs- manni útibúsins í New York var kennt um tapið og sagt var að hann hefði stundað þessi viðskipti í 11 ár. Bandarísk yfirvöld hafa ákært verðbréfamiðlarann, Toshihide Iguchi, fyrir að falsa bókhaldið auk gagna um við- skiptin til að leyna tapinu. I Tókýó hefur verið skýrt frá því að Daiwabanki hafi selt fasteignir og verðbréf til að vega upp á móti tapinu. Laun 30 yfirmanna verða lækkuð um upp undir 30% í sex mánuði og þeir fá ekki árlegan bónus, sem er oft megnið af launun- um. Adidas býður úthlutabréf Frankfurt. Reuter. ADIDAS AG, hinn kunni þýzki íþróttafatnaðarframleiðandi, hyggst bjóða hlutabréf til sölu fyrir áramót og hefur skýrt frá auknum hagnaði. Adidas er metið á 2.5-3.5 milljarða marka samkvæmt heimildum Reuters. Hagnaður Adidas á fyrri árs- helmingi jókst um 134% í 131 milljón marka. Um 40-50% hlutabréfa Adid- as, sem hefur bækistöðvar í Herzogenaurach, verða boðin almenningi til sölu og hagnaður af útgáfu þeirra verður rúm- lega einn milljarður marka. Robert Louis-Dreyfus og fjárfestum undir forystu hans hefur tekizt að rétta við hag Adidas. Louis-Dreyfus mun halda völdum sínum í fyrirtæk- inu og nota féð, sem aflast, til að greiða skuldir og auka um- svif fyrirtækisins að sögn starfsmanna þess. Mikil auglýsingaherferð er í undirbúningi. Louis-Dreyfus starfaði áður hjá brezka aug- lýsingafyrirtækinu Saatchi & Saatchi, sem nú heitir Cordiant. Taprekstur á Alitalia Milanó. Reuter. TAP varð á rekstri ítalska flug- félagsins Alitalia upp á 200 milljarða líra (124 milljónir doll- ara) á fyrri árshelmingi 1995 að sögn blaðsins La Repubblica. Tapið stingur í stúf við bætta afkomu annarra flugfélaga í heiminum, en verkföll hafa lam- að starfsemi Alitalia á undan- förnum mánuðum. Um 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.