Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 B 9 - VIÐSKIPTI Nýr vöru- listi frá Smith & Norland ÚT ER kominn vörulisti Smith & Norland þar sem í 10 köflum er fjallað um þær vörur sem jafnan eru til á raflagnaefnislager fyrir- tækisins. í frétt frá Smith & Nor- land segir að tiigangur listans sé að upplýsa rafverktaka, raf- magnsverk- og tæknifræðinga og aðra þá sem vinna við hönnun og uppsetningu raflagna um vöruúr- val fyrirtækisins og gera þeim hægara um vik við vai á því efni sem nota á. Um er að ræða 10 vöruflokka sem ná yfir flest það efni sem rafvirkjar nota í almennum störf- um sinum, t.d. vír og strengi, dós- ir, rafmagnsrör, tengi- og festi- efni, lagnarennur, strengistiga, rafmagnstöflur, varbúnað, rofa og tengla, dyrasíma, rafmagnsofna, hitakúta, lágspennurofabúnað, raðtengi, mótora, lampa og perur. Fram kemur að sl. ár hafi starfsmenn Smith & Norland unn- ið af kappi að útgáfu listans i sam- vinnu við Tómas Jónsson auglýsin- gateiknara. Lokaumbrot og öll prentvinnsla fór fram í Prent- smiðjunni Odda. Vörulistinn er 344 blaðsíður og eru í honum 1422 myndir. Siemens fyrirferðamest í fréttinni segir einnig að Smith & Norland sé rótgróið innflutn- ings- og verslunarfyrirtæki á raf- orku- og rafeindasviði með öflug- an hóp velmenntaðra fagmanna sem sér um að veita viðskiptavin- unum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Smith & Noriand sé þekktast fyrir að vera Siemens- umboðið á íslandi en auk þess skiptir S & N við fjölmörg önnur fyrirtæki, einkum þýsk, norsk og sænsk. Hjá Smith & Norland starfa rúmlega 30 manns, m.a. rafvirkj- ar, rafeindavirlqar og rafmagns- verk- og tæknifræðingar. Fyrir- tækið hefur aðsetur í Nóatúni 4 og Borgartúni 22. Það var Grímur Kolbeinsson, verkefnastjóri hjá Odda, sem af- henti- þeim Jóni Norland og Ósk- ari Gústavssyni frá Smith og Nor- land fyrsta eintakið af vörulistan- um. Flug'þing’ 1995 FLUGMÁLASTJÓRN efnir hinn 19. október nk til málþings undir heitinu FLUGÞING ’95 - Flug- samgöngur á íslandi. Það er nýjung í starfsemi Flugmála- stjórnar að halda Flugþing og er fyrirhugað að halda Flugþing reglulega í framtíðinni og fjalla um eitt afmarkað efni í hvert sinn. Nú eru liðin 50 ár frá stofnun Flugmálastjórnar og því þykir við hæfi að helga fyrsta Flugþingið málefnum innanlandsflugsins. Flugþing ’95 hefst kl. 9 með ávörpum Hilmars B. Baldursson- ar formanns Flugráðs og Hall- dórs Blöndal samgönguráðherra. Frá kl. 9-11 verður fjallað um flugsamgöngur innanlands. Þor- geir Pálsson flugmálastjóri gefur yfirlit um flugsamgöngur á ís- landi, Tómas Ingi Olrich alþing- ismaður og yaraformaður Ferða- málaráðs Islands fjallar um framtíðarhlutverk flugsamgangna á íslandi. Loks mun Snjólfur Ól- afsson dósent við viðskiptadeild Háskóla íslands ræða um hlut- verk flugsins í samgöngukerfi landsins. Annar hluti Flugþingsins, milli 11-12:30, fjallar um framkvæmdir í flugmálurr* Tveir framkvæmda- stjórar hjá Flugmálastjóm flytja erindi, Jóhann H. Jónsson um framkvæmdir á íslenskum flug- völlum og Haukur Hauksson um þróun flugleiðsögubúnaðar á Ís- landi. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri fjallar síðan um fjármögnun flugmálaáætlunar. I síðasta hluta Flugþingsins, milli 13:30-15:20, munu fulltrúar flugrekenda og notenda gera grein fyrir afstöðu sinni til innan- landsflugsins. Á mælendaskrá eru Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum hf., Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri hjá Flugfélagfi Norðurlands hf., fulltrúi frá Is- landsflugi hf. og sveitarstjóm- armenn. Flugþinginu lýkur með hring- borðsumræðum um flugsamgöng- ur á íslandi. Að lokinni dagskrá býður Halldór Blöndal sam- gönguráðherra til móttöku. Fundarstjórar á Flugþingi ’95 verða Hilmar B. Baldursson for- maður Flugráðs, Jón Birgir Jóns- son ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu og Anna Soffía Hauksdóttir prófessor við verk- fræðideild Háskóla íslands. Flugþing ’95 verður haldið í ráðstefnumiðstöð Scandic Hótels Loftleiða frá kl. 9-17. Þingið er opið öllum áhuga- mönnum um flugmál. RAÐSTEFNLSKRIFSTOFA ISLANDS Simi 562 6070 - Fax 562 6073 Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Markaðslyklar - markviss markaðssetning með samskiptum við viðskiptavini Þróun markaðssetningar. Hverju skila langtímasam- bönd í samanburði við skammtímaviðskipti? Að ráða trygga starfsmenn og laða trygga viðskipta- vini að. Að læra á þarfir viðskiptavinarins og breytingar á þeim. Hvemig getur verðlagning byggt upp varanleg og trygg viðskiptasambönd? Samnefnd bók fylgir. Höskuldur Frímannsson rekstrarráðg. og lektor við HÍ. 9. og 13. okt. kl. 13-17. Umbætur og breytingar í skipulagi fyrirtækja Skipulag og stjórnun fyrirtækja, skipurit. Úttekt og undirbúningur að skipulagsbreytingu og hagræðingu. Stjómun breytingaferils og þátttaka starfsmanna í því. Þórður Óskarsson vinnusálfr. KPMG. ll.okt. kl. 8.30-12.30. Innri gæðaúttektir í fyrirtækjum og stofnunum Þekking á ISO-9000 stöðlunum nauðsynleg. Undirbúningur og framkvæmd gæðaúttekta skv. 1SO-9000 og aðferðir til þess að ná fram nauðsyn- legum upplýsingum. Skráning, mat á niðursám og eftirfylgni. Einar Ragnar Sigurðsson hjá Ráðgarði hf. og Kjartan J. Kárason framkvæmdastj. Vottun hf. 9.-10. okt. kl. 8-13. Internet-kynning Saga Internetsins, þróun og uppbygging. Þjónusta sem stendur til boða á Intemetinu og hvemig almennir notendur geta nýtt sér hana. M.a. verður sýnd notkun á tölvupósti, netfréttum og Veraldarvefnum (WWW). 18. okt. kl. 13.00-16.30, 19. okt. kl. 9.00-12.30. 7.800 kr. Annað námskeið 21. október kl. 9.00—16.30. Þriðja námskeið 29. október, kl. 10-18 Fjórða námskeið 2. nóvember, kl.9-17 Skráning og nánari upplýsingar f síma 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Geisladiskur fylgir 100 ml rakspíra. Safngripur - takmarkað magn. in O “O C (P XO O) ÚtsölustaSir: Reykjavík: Arbaejarapótek, Hraunbæ 102b; Bró, Laugavegi 66; Gullbró, Nóatúni 17; Glæsibær, Álfheimum 74; Hóaleitisapótek, Hóaleitisbraut 68; Hygea, Kringlunni; Hygea, Austurstræti 16; Laugarnesapótek, Kirkjuteig 21; Laugavegsapótek, Laugavegi 16. Landið: Amaró, Akureyri; Apótek Ólafsvíkur, Ólafsvík; Bjarg, Akranesi; Kaupfélag BorgfirSinga, Borgarnesi; Miðbær, Vestmannaeyjum; Rangórapótek, Hellu og Hvolsvelli; Smart, Keflavík; Selfossapótek, Selfossi; Stjörnuapótek, Akureyri. meðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.