Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 10
10 B FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vaxtalækkun Seðla- bankans íseptember Sjónarhorn Þrátt fyrir lækkun vaxta eru vextir á peningamarkaði hér á landi enn verulega hærri en sambærilegir vextir erlendis, segir Yngvi •• Om Kristinsson og bendir á að ávöxtun þriggja mánaða ríkis- víxla sé um 1,5% hærri en gengisvegin ávöxtun ríkisvíxla í ná- grannalöndum. Slíkt tryggi aðhald í peningamálum. IGREIN Sigurðar B. Stefáns- sonar í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins síðastliðinn fimmtudag var fjallað um hvort vextir á Islandi séu of háir og hvort sú vaxtalækkun sem Seðlabankinn beitti sér fyrir á pen- ingamarkaði upp úr miðjum sept- ember hafi verið réttlætanleg með hliðsjón af efnahagsþróuninni að undanfömu. Niðurstaðan í grein Sigurðar er að torvelt sé að skilja vaxtalækkun Seðlabankans. Þessi afstaða hans byggist annars vegar á því að hann telur að verðbólga kraumi undir niðri og hins vegar að hann telur að aukning innflutn- ings að undanfömu sé vísbending v þess að stöðugleiki í efnahagsmál- um sé í hættu. Því er það mat hans að varasamt hafi verið að slaka á aðhaldi í peningamálum að svo stöddu. Vaxtalækkun Seðlabankans í september byggðist á mati bankans á ríkjandi aðstæðum og verður hér reynt að gera grein fyrir sjónarmið- um bankans við þessa aðgerð. Vaxtalækkun Seðlabankans Áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir því hvaða vexti Seðlabankinn var að lækka. Vaxta- lækkun bankans beindist að tveim- ur þáttum. Annars vegar lækkaði . bankinn inn- og útlánsvexti sína ' og hins vegar ávöxtun í tilboðum sínum á verðbréfamarkaðnum í ríkisvíxla og ríkisbréfa með styttri binditíma en eitt ár. Hvort tveggja er því lækkun á skammtímavöxt- um og beinist í fyrstu umferð ein- ungis að viðskiptaaðilum bankans, sem eru lánastofnanir og ríkissjóð- ur. Þessi markaður er til aðgrein- ingar frá öðrum hlutum verðbréfa- og lánamarkaðarins oft nefndur peningamarkaður, þar sem hann c er sá farvegur sem peningafram- boð Seðlabankans fer um. Vaxta- lækkun á peningamarkaði hefur áhrif á ávöxtunarmöguleika lána- stofnana og getur þannig haft óbein áhrif á inn- og útlánsvexti banka og annarra lánastofnana. Eðli máls samkvæmt ættu áhrif vaxtabreytinga á peningamark- aðnum að vera skýrust á skamm- tímaskuldbindingar en áhrif á skuldbindingar bundnar til lengri tíma eru óvissari. Þróun skammtímavaxta erlendis að undanförnu Verulegar sveiflur hafa átt sér stað á vöxtum á peningamarkaði f hér á landi og erlendis á undan- fömum misserum. Almennt má segja um erlenda peningamarkaðs- vexti að þeir hafi náð lágmarki í upphafi árs 1994 og farið hækk- andi fram til jafnlengdar 1995, er þeir tóku að lækka á ný í kjölfar vaxtalækkana bandaríska og síðar þýska seðlabankans. Þessi þróun og aðgerðir seðlabankanna hafa mótast af því að í upphafi síðasta árs var talin hætta á að uppsvei- flan í efnahagslífínu ylli ofþenslu og verðbólgu. Þessar aðgerðir hafa nú skilað árangri að mati seðla- bankanna og því hafa þeir beitt sér fyrir lækkun skammtímavaxta. Lækkun skammtímavaxta er nokkuð mismunandi eftir löndum, en ein leið til að meta þróun þeirra er að finna meðaltal þeirra með því að vega saman vexti í helstu viðskiptalöndum með viðskiptavog íslensku krónunnar. Sá mælikvarði fyrir þriggja mánaða ríkisvíxla er sýndur á línuritinu ásamt ávöxtun sambærilegra ríkisvíxla hér á landi. Með erlendum vöxtum er hér átt við þetta meðaltal. Eins og sjá má hækkuðu meðal- talsvextir ríkisvíxla erlendis þann- ig metnir úr tæpum 5% í ársbyijun 1994 í 6,3% þegar þeir urðu hæst- ir í febrúar síðastliðnum. Síðan hafa vextir farið lækkandi á er- lendum mörkuðum og eru nú 5,3%. Peningamarkaðsvextir hér á landi Skammtímavextir hér á landi á þessu tímabili hafa þróast nokkuð öðruvísi, sérstaklega á fyrri hluta ársins í fyrra, en þá gætti enn áhrifa aðgerðarinnar frá haustinu 1993 þegar Seðlabankinn ásamt öðrum stjórnvöldum beitti sér fyrir al- mennri vaxtalækkun á lána- og verðbréfamarkaði. Þannig lækkuðu ríkisvíxlavextir hratt á fyrstu mán- uðum ársins 1994, úr 5,5% í 4,4%, og urðu lægstir í mars og apríl. Eftir það fóru þessir vextir hækk- andi. Sú þróun hefur annars vegar mótast af því að lausaijárstaða innl- ánsstofnana tók að rýma á haust- mánuðum 1994 og hins vegar af því að verulegt útstreymi gjaldeyr- is, sem fyrst og fremst var tengt uppgreiðslu erlendra lána, gerði vart við sig frá miðju ári 1994. Seðlabankinn brást við þessu með hækkunum peningamarkaðsvaxta. Jafnframt var það mat bankans að lokaáfangi afnáms hafta á gjald- eyrisviðskiptum sem til fram- kvæmda kom um síðustu áramót gerði það óhjákvæmilegt að skammtímavextir hér á landi hækk- uðu til samræmis við sambærilega vexti erlendis og í því skyni hækk- aði Seðlabankinn vexti á peninga- markaðnum undir lok ársins 1994 og á fyrstu mánuðum þessa árs. Allt fram til ársloka 1994 voru skammtímavextir hér á landi lægri en erlendir vextir. í janúarmánuði urðu innlendir vextir hærri en er- lendir vextir og jókst munurinn jafnt og þétt í kjölfar þeirra hækk- ana sem Seðlabankinn beitti sér fyrir auk þess sem vextir erlendis tóku að lækka frá febrúarmánuði. Þessi munur varð mestur um 2% í maí og júní. Seðlabankinn taldi í ljósi aðstæðna, þ.e. annars vegar lausaijárþróunar og gjaldeyris- stöðu og hins vegar vaxtahækkana erlendis, færi á því að lækka vexti í byijun júlí síðastliðnum og voru þá vextir á peningamarkaði lækk- aðir um 0,3%. Nú síðsumars hafa vextir erlendis haldið áfram að lækka og nemur Jækkunin um 0,5% að meðaltali miðað við viðskipta- vog krónunnar. Vaxatalækkun í september Vaxtalækkun Seðlabankans um miðjan september sl. um 0,5% kom í kjölfar þessara lækkana vaxta erlendis. Jafnframt hafði bankinn til hliðsjónar að lausaíjárstaða bankanna hafði batnað verulega samhliða því sem sala ríkisvíxla hafði aukist að mun. Allt þetta vitn- ar um betra jafnvægi á peninga- markaði og skapar bankanum skil- yrði til lækkunar vaxta. í raun kom til álita að lækka vexti enn fyrr, en umræða á miðju ári og fram eftir sumri um gengismál gerði það að verkum að talið var óráðlegt að lækka vexti á þeim tíma. Þrátt fyrir þessa lækkun vaxta eru vextir á peningamarkaði hér á landi enn verulega hærri en sam- bærilegir vextir erlendis. Þannig er ávöxtun þriggja mánaða ríkisvíxla um 1,5% hærri en gengisvegin ávöxtun ríkisvíxla í nágrannalönd- um. Slíkt tryggir aðhald í peninga- málum. Það er mat bankans að vaxtalækkunin í síðasta mánuði hafi ekki grafið undan stöðuleika í peningamálum. í raun hefði það, að fylgja ekki eftir vaxtalækkun erlendis, verið aðhaldsaðgerð. Án vaxtalækkunar bankans í septem- ber hefði munur innlendra og er- lendra vaxta haldið áfram að auk- ast. Reynslan til þessa af opnum ijármagnsmarkaði sýnir, eins og Sigurður B. Stefánsson bendir á í grein sinni, að íslensk efnahags- stjóm sé enn að ávinna sér trúverð- ugleika og kostnaður af því felst meðal annars í því að munur inn- lendra og erlendra vaxta er hærri en ella. Þenslumerki eða jafnvægi Það er rétt sem fram kemur í grein Sigurðar B. Stefánssonar að veruleg aukning innflutnings hefur gert vart sig þessu ári og er afleið- ingin sú að nú er gert ráð fyrir að viðskiptaafgangur verði nokkru minni en á síðasta ári. Rétt er þó að hafa í huga að þessi aukning kemur í kjölfar mikils samdráttar innfiutnings á undanförnum ámm. Þrátt fyrir þessa aukningu innflutn- ings er gert ráð fyrir viðskiptaaf- gangi á þessu ári og þjóðhagsáætl- un fyrir árið 1996 gerir ráð fyrir áframhaldandi viðskiptaafgangi. Engin þenslumerki er að sjá í ís- lensku efnahagslífi og vafasamt má telja að skoða beri þá aukningu sem orðið hátúr á einkaneyslu og innflutningi á þessu ári sem hættu- merki. Hafa ber í huga að ijárfest- ingar hafa lítið aukist og era nú í sögulegu lágmarki. Jafnframt er útlit fyrir að á næsta ári hægi aft- ur á hagvexti og að atvinnuleysi haldist svipað og verið hefur. Hins vegar er rétt sem hann bendir á að órói á vinnumarkaði kann að grafa undan stöðugleika, þó enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að launaþróunin á þessu ári stefni stöðugleika í hættu, sbr. þróun launavísitölu sem Hagstofa Islands mælir. Það er jafnframt rétt að verðbólga hef- ur undanfarna mánuði mælst nokkru meiri en undanfarin miss- eri, en því valda líklega tímabundn- ir þættir. Þessa stöðu og horfur verður Seðlabankinn hins vegar stöðugt að meta og endurmeta og vera þess viðbúinn að beita stjómtækj- um sínum, svo sem vöxtum, ef aðstæður kreijast. Höfundur er framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka íslands. Gefur GPI rétta mynd af efnahagsástandinu? HVERS vegna hefur almenningur í Evr- ópu og Bandaríkjunum áhyggjur af framtíðinni á sama tíma og efnahagslíf- ið er á uppleið? Ástæðan er sú að mati rannsóknarstofnunar eða hugmynda- banka í Kalifomíu, að þjóðarframleiðsl- an, GDP (Gross Domestic Product), og aðrir slikir mælikvarðar gefa ekki rétta mynd af hinu raunverulega ástandi efna- hagsmálanna. Var frá þessu skýrt i breska dagblaðinu Financial Times í síð- ustu viku. Rannsóknahópurinn hefur búið til ann- an mælikvarða á efnahagslegar og þjóð- félagslegar framfarir og kallar hann GPI (Genuine Progress Indicator). Notast hann við sömu tölur um einkaneyslu og GDP en tekur síðan að auki tillit til ýmissa samfélags- og umhverflsþátta. Miðað við mannfjölda og GPI-kvarð- ann hefur bandariskt efnahagslif verið í afturför í meira en tvo áratugi þótt GDP-kvarðinn hafi mælt stöðugar fram- farir allan þann tíma. Hópurinn, sem kallar sig „Framfarir endurskilgreind- ar“, segir, að í þessu ljósi sé kvíðinn meðal Bandaríkjamanna meira en rétt- lætanlegur. Margar millistéttarfjöl- skyldur beri ugg í bijósti einfaldlega vegna þess, að þær viti og finni það á sér, að horfurnar í efnahags- ogþjóðfé- lagsmálum séu ekki bjartar. Það eru um 400 bandarískir hagfræð- ingar, sem styðja GPI-kvarðann ogþeir hafa undirritað yfirlýsingu þar sem seg- ir, að GDP-kvarðinn taki ekkert tillit til þjóðfélags- og umhverfisþátta og sé því „ófullnægjandi og villandi sem mæli- kvarði á raunverulega hagsæld11. Segja þeir, að nýrra mælikvarða sé þörf og sé GPI mikilvægt skref í þá átt. Meðal þeirra, sem rita undir yfirlýs- inguna, eru nóbelsverðlaunahafinn Her- bert Simon, Robert Eisner, fyrrverandi forseti Samtaka bandarískra hagfræð- inga, og Alvin Toffler en hann hefur lagt það mikið fyrir sig að reyna að ráða í framtíðina og er í miklu uppá- haldi hjá Newt Gingrich, forseta banda- rísku fulltrúadeildarinnar. GPI-kvarðinn tekur tillit til eyðingar náttúruauðlinda, til kostnaðar samfé- lagsins af glæpum, hjónaskilnuðum og mengun og metur gildi þeirra starfa, sem unnin eru á heimilum, sjálfboðaliðs- starf og margt fleira. Þá metur hann einnig tekjuskiptinguna og sé ójöfnurinn mikill þá dregur það úr efnahagslegum og þjóðfélagslegum framförum. Ted Halstead, forstöðumaður rann- sóknahópsins, að GPI-kvarðinn geti hjálpað til við að útskýra hvers vegna óánægðir kjósendur kusu repúblikana i þingkosningunum sl. haust þrátt fyrir mikinn efnahagslegan uppgang á venju- lega mælikvarða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.