Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 B 11 VIÐSKIPTI HONNUN • GA.ÐI • N O T A G I L D Mál að linni Tölvupistill Eftir tæplega fjögurra ára fjölbreytt og skemmtilegt starf er mál að linni, segir Marínó G. Njálsson í síðasta tölvupistli sínum að sinni. ÞAÐ VAR fyrir algjöra tilvilj- un að ég fór að skrifa um tölvumál fyrir Morgunblað- ið. Mig langaði að freista þess að fá birta grein um hópvinnu- brögð á viðskiptasíðum blaðsins og labbaði út sem tölvupistlahöfundur. Þetta var í nðvember 1991. Núna tæplega fjórum árum, 150 pistl- um/greinum og tveimur bókum síðar hef ég ákveðið að hætta. Ég þakka félögum mínum á Morgunblaðinu fyrir samstarfið og lesendum fyrir að hafa nær ekkert kvartað undan mér. í þessum pistii vil ég líta um öxl og renna lauslega yfir það sem hefur gerst í tölvuheiminum frá því í nóvember 1991. Af erlendum vettvangi Ef litið er til áramóta 1991/92, þá virðist í sjálfu sér lítið hafa breyst. IBM var og er í ákaflega traustri stöðu sem stærsta tölvufyr- irtæki í heimi, Intel í framleiðslu örgjörva fyrir einmenningstölvur, Microsoft með ráðandi vinnuum- hverfi, Novell netstýrikerfum, HP ráðandi á prentaramarkaðnum, Compaq tölvan ein vinsælasta ein- menningstölvan á markaðnum og Borland að gera það sem þeir eru bestir í svo nokkur dæmi séu tekin. En það er ekki allt sem sýnist. Margir af þessum aðilum hafa farið í gegnum meiri hremmingar á þessu tímabili en staða þeirra í upphafi og lok þess gefa til kynna. Byrjum á IBM. Fyrirtækið hafði í lok síðasta áratugar komið sér þægilega fyrir sem stærsti framleið- andi tölva í heiminum. Fyrirtækið hafði verið leiðandi á fyrirtækja- markaðnum og til að treysta ímynd sína sem framsækið, nýjungagjarnt tölvufyrirtæki kom það með ein- menningstölvur á markað. Þessar tölvur (IBM PC) urðu að staðli sem markaðurinn ákvað að fylgja. Þar sem IBM hafði alltaf verið dálítið sér á báti og gat ekki sætt sig við að gera það sama og aðrir, ákvað fyrirtækið að koma með nýja gerð af einmenningstölvum á markað (PS/2) sem voru því miður ekki sam- hæfðar við eldri gerð. Nokkuð sem fyrirtækið hafði áður gert á öðrum mörkuðum, þ.e. mið- og stórtölvu- markaðnum, og viðskiptavinirnir höfðu orðið að fylgja á eftir. En nú gekk dæmið ekki upp. Komið var nýtt markaðsafl og forystu IBM var hafnað. Það hrikti í stoðum fyrirtæk- isins og sýndi það meðal annars mettap á fjárhagsárinu 1992-3. Tap- ið var svo geigvænlegt að spámenn bjuggust allt eins við því að fyrirtæk- ið yrði gert upp. Þá var kexframleið- andi ráðinn til að stjórna því og í dag er IBM enn á ný eitt traustasta fyrirtæki Bandaríkjanna. Að markaðurinn skyldi hafna for- ystu IBM kallaði á nýjan forustu- sauð. Hann fannst í Redmond í Washington-fylki, þar sem Micro- soft hefur höfuðstöðvar^ sínar. Fyr- irtækið, sem stofnað var af tveimur háskólastrákum er hætt höfðu námi til að vinna að þróun Basic-þýð- anda, hafði hægt og sígandi orðið ráðandi á einmenningstölvumark- aðnum. Fyrst vegna þess að IBM valdi það til samstarfs og síðan vegna þess að það vildi ekki of náið samstarf við IBM. DOS-stýri- kerfið og Windows-notendaviðmót- ið höfðu smátt og smátt náð að ýta nær allri samkeppni út af markaðn- um. Ekki skemmdi fyrir að Micro- soft hafði þróað myndrænan not- endahugbúnað fyrir Macintosh- tölvur, sem það flutti yfir í Windows um leið og gluggakerfið var orðið nægilega stálpað. Eftir að Windows .3.1 kom á markað á vormánuðum 1992 hefur markaðsstaða fyrirtæk- isins verið einstök. Segja má með sanni að fyrirtækið hafi haft í hendi sér alla nýsköpun á markaðnum. Fjárhagsleg staða þess er svo sterk að það getur keypt liggur við hvaða fyrirtæki sem er á hvaða verði sem er. Þróun á nýjum stýrikerfum hef- ur verið í fullum gangi undanfarin ár. 1993 kom á markað, eftir langa bið, Windows NT sem átti að koma í staðinn fyrir Windows 3.1 og að maður tali nú ekki um OS/2. 24. ágúst sl. kom svo eftir ekki skemmri fæðingahríðir Windows 95. Með þessum tveimur kerfum hefur Mic- rosoft treyst rækilega tök sín á PC markaðnum. Næst mun vera á leið- inni Windows 95 fyrir Macintosh, sem mun að öllum líkindum gera út af við Apple. Kaldhæðnin í þessu öllu er sú að Apple hafði öll tök á að ná þessari stöðu fyrir 10 árum, en ákvað að fara sömu leið og IBM hafði alla tíð valið, þ.e. að loka tölv- ur sínar fyrir öðrum framleiðendum. Segja má að heimurinn hafi launað fyrirtækinu greiðann og>er staða fyrirtækisins ekkert alltof björt. Borland og Digital fóru nærri því undir græna torfu, en eftir mikla endurskipulagningu og breytingar á yfirstjórn er reksturinn að braggast. Novell keypti WordPerfect og IBM keypti Lotus. Stóru hugbúnaðarfyr- irtækjunum fer ört fækkandi og nú bíða menn bara eftir því að Novell eða IBM kaupi leyfarnar af Borland. Raunar segir slúðrið að IBM sé að undirbúa kaup á Novell! Af innlendum vettvangi Það hefur einnig gengið mikið á hér innanlands á undanförnum fjór- um árum. Mest á óvart hefur vafa- laust komið uppgangur Tæknivals, Friðriks Skúlasonar, Tölvusam- skipta og OZ hf. Hugbúnaður hf. var búinn að sanna sig á erlendri grundu, en hefur hægt ogbítandi verið að treysta stöðu sína. Útflutn- ingur tölvuhugvits hefur á þessum árum nær 50 faldast eða úr um 20 milljónum í tæplega einn milljarð króna. Og sagan er ekki á enda. Mörg fyrirtæki eru búin að ná alþjóð- legri viðurkenningu og önnur eru á mörkum þess. Meira að segja Skýrr er farið að flytja út hugbúnað. Mörg fyrirtæki hafa náð að mark- aðssetja hugbúnað sinn á erlendum markaði. Sum þeirra hafa unnið mikið brautryðjendastarf og sannað að íslenskt tölvuhugvit er í fremstu röð í heiminum. Mér efst í huga eru fyrirtæki eins og Marel, Taugagrein- ing, Hugbúnaður, Friðrik Skúlason, Hugur, Islensk forritaþróun, Tölvus- amskipti, OZ og Fjarhönnun. Ég hef ekki minnst á Fjarhönnun áður í þessu samhengi, en get fullyrt það að óvíða á íslandi er unnið jafnmik- ið brautryðjendastarf í hugbúnaðar- gerð. Hefur sú vinna skilað fyrirtæk- inu samningum við nokkur af stærstu tölvufyrirtækjum í heimin- um! Líkt og erlendis gekk á ýmsu hjá tölvusölunum. Örtðlvutækni keypti Tölvutækni og Digital-umboðið, Tæknival keypti Sameind, IBM á íslandi og Skrifstofuvélar-Sund sameinuðust í Nýherja hf. og Heim- ilistæki tóku^fir rekstur tölvudeild- ar Gunnars Asgeirssonar. Microtöl- van notaði upp lífin sín níu og HKH kom í staðinn. Á meðan sum fyrir- tæki börðust í bökkum eða hurfu á braut gekk flest í haginn hjá öðrum. Tæknival, Apple-umboðið, HP á ís- landi (Opin kerfi), Einar J. Skúlason og Boðeind stækkuðu og stækkuðu, sem sýnir að lífið heldur áfram og tölvur seljast þrátt fyrir efnahags- kreppu, en alls má áætla að selst hafi um 60.000 tölvur á tímabilinu frá nóvember 1991 til þessa dags. Eitt fyrirtæki, Örtölvutækni, sigldi nær öll árin í miklum mótbyr. Hvað eftir annað kom mikil slagsíða og er um þessar mundir róinn lífróð- ur innan fyrirtækisins til að bjarga því sem bjargað verður. Fyrir tveim- ur árum fór fyrirtækið að dæmi IBM og réð sér stjórnanda úr matvæla- bransanum. Úthald hans reyndist rétt fram á síðasta söludag algengs kexpakka og hvarf hann þá á braut. Aftur kom slagsíða og var þá ákveð- ið að hætta að treysta á gamla bát- inn og láta smíða nýjan. Örtölvu- tækni - Tölvukaup hf. varð að Ört- ölvutækni ehf. Eitthvað var fækkað í áhöfninni og ákveðið að hætta smáfiskaveiðum. Mikilvægi upplýsingatækni Upplýsingar eru veigamikill þátt- ur í rekstri hver fyrirtækis. Jafnt lítil sem stór fyrirtæki treysta á upplýsingar sem starfsmenn þeirra meðhöndla. Hæfileikar fyrirtækja til að notfæra sér og skilja upplýsingar geta ráðið því hvort þau gera það gott eða fara á hausinn. Fyrirtæki geta notað eldri gögn til að gera sölu- og framleiðsluspár og búa fyr- irtækið þannig undir komandi tíma. Séu gögnin notuð viturlega geta þær upplýsingar, sem þau búa yfir, tryggt fyrirtækinu hagsæld á kom- andi ári og frekari vöxt þess. Ég hef sagt í gríni og alvöru að ný og betri meðhöndlun bókhaldsgagna íslenskra fyrirtækja sé megin ástæð- an fyrir fjöldagjaldþrotum á árunum frá 1990 til 1994. Á sama hátt og forráðamenn fyrirtækja voru orðnir meðvitaðri um stöðu þeirra voru bankar og fjármálastofnanir það líka, sem kallaði á meiri varkárni í útlánum. Rétt meðhöndlun gagna er lykil- þáttur ef fyrirtæki á að geta þrifist og dafnað. Tölvukerfi, sem ekki safnar réttum upplýsingum og tryggir ekki rétta meðhöndlun, getur verið til meira ógagns en gagns. A sama hátt getur stjórnandi, sem ekki kann að notfæra sér upplýs- ingar úr tölvukerfi fyrirtækis, verið meira til ógagns en gagns. Augljósasta dæmið um meiri skilning á mikilvægi upplýsinga er hin dæmalaust öra útbreiðsla Inter- netsins. Þetta fyrirbrigði, sem teygir anga sína um allar jarðir, hefur stækkað úr nærri því engu árið 1988 í það að vera notað af 36 milljónum einstaklinga á mánuði hverjum. Hér á landi eru notendur orðnir hátt í 10 þúsund og fjölgar stöðugt. Með tilkomu Internetsins má segja að mannkynið (eða a.m.k. hluti þess) hafi loksins stigið skrefið inn í upp- lýsingaöldina. Þar sem nota má þá samlíkingu að upplýsingar séu ljós, þá er bara að biðja að hinn tækniv- æddi maður noti mannkyninu til framdráttar birtuna sem upplýs- ingarnar varpa fram á veginn. Höfundur er tölvunarfræðingur. Stáislegið öryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens I f>rim eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skápamir sem eru í hæsta í gæðaflokki fást í ýmsum stærðum! og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. I Bedco & Mathiesen hf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 RosenthaL^''i"il'd,"'s,1,f Glæsilegar gjafavörur 4- Matar-og kaffistell C7) n£k\ ft í sérflokki ^XW^ í sérflokki J\ Verð VÍð dllra liæfí Laugavegi 52, sími 562 4244. Yfir 70 ferðir í viku til áætlunarstaða beggja vegna Atlantshafsins. Tengiflug um allan heim. ——— FLUGLEIDIR F R A K T sími5050401

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.