Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 12
Jltj>ir0MttMteM§» vrosnpn/ioviNNuur FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Fólk Nyir deild- arstjórarhjá Samskipum hf. •ARI Leifsson tók nýlega við starfí deildarstjóra í landrekstrar- deild. Ari var áður forstöðumaður skrifstofu Sam- skipa í Dan- mörku í 4 ár. Hann hefur starf- að á skrifstofu Samskipa frá 1988 og var þar á undan skipstjóri og stýrimaður á skipum félagsins. Ari er kvæntur Þuríði Lárusdóttur og eiga þau 4 börn. •KRISTINN Þór Geirsson tók við starfi deildarstjóra hagdeildar frá 1. júlí síðastliðnum. Hann lauk viðskiptafræði við Háskóla íslands og síðan fram- haldsnámi í rekstrarhagfræði með áherslu á fjármálastjórnun og flutningafræði við Wharton Business School í Philadelphiu. Kristinn hefur unnið hjá Samskip- um undanfarin 7 ár með námi. Hann er kvæntur Thelmu Víg- lundsdóttitr. Ráðin til Kjöt- umboðsins hf. •BRYNDÍS Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsfulltrúi Kjötum- boðsins hf. Bryndís vinnur að mark- aðs- og sölumálum innanlands sem erlendis. Hún lauk viðskiptafræði- prófi frá The Am- erican College í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1993. Und- anfarin ár hefur hún starfað sem sölumaður hjá The Golden Guides í New York, en var þar áður fram- kvæmdastjóri hjá Chelsea Road í Los Angeles. Áður hafði Bryndís verið flokksstjóri unglingavinnu í Garðabæ og unnið hjá Félagsmið- stöð Garðalunda í Garðabæ. Brynd- ís spilaði knattspyrnu með meistara- flokki kvenna í Stjörnunni í nokkur ár. •GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, hefur verið ráðinn markaðs- og sölu- fulltrúi í markaðsdeild Kjötumboðs- ins. Hann er stúd- ent frá Mennta- skólanum við Sund. Guðmundur var áður fram- kvæmdastjóri handknattleiks- deildar Vals. Þar á undan vann hann í nokkur ár við bókhald á skrif- stofu Hagvirkis og Hagvirkis- Kletts. Guðmundur hefur síðustu árin leikið handknattleik með Val og átt sæti í landsliðinu. um rekstraroryggi Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við það rekstrarðryggi sem tryggingin veitir. Er þitt fyrirtæki meðal þeirra? Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVArJIPALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á! Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! Á MYNDINNI er samankomið starfsfólk og útgefendur Iceland Export Directory í tilefni sameiningarinnar. AÐ FRUMKVÆÐI Utflutaingsráðs íslands hafa Miðlun handbækur ehf. og Export-útgáfan sameinast um árlega útgáfu á útflutnings- handbókinni Iceland Export Directory - the Official Guide to Quality Products and Services. Þessi handbók sameinar Export Directory of Iceland and Tourism Guide, sem komið hefur út annað hvert ár síðan 1986 og Iceland Export Directory, sem kom fyrst út árið 1994 og eykst notagildi og dreifing bókarinnar mikið við þessa sameiningu. Auk þess kemur árlega út ráðstefnu- og ferðahand- bókin Iceland Practical Inf ormati- on á vegum sömu aðila. Útgefandi bókarinnar er Út- flutningsráð íslands í samvinnu við Miðlun handbækur ehf. sem annast alla framkvæmd útgáfunnar. Bók- in mun gefa enn betri mynd af fjölbreyttum útflutningi'Islendinga og- verða mikilvægnr hlekkur í kynningu á íslenskum vörum er- lendis. Fjöldi fyrirtækja hefur stofnað til varanlegra viðskipta- sambanda fyrir tilstilli Iceland Export Directory. Bókinni er dreift í 10.000 eintök- Tvær Ut- gáfur sameinaðar um. Útflutningsráð dreifir bókinni á sýningum erlendis, í opinberum heimsóknum og í gegnum við- skiptaskrifstofur erlendis. Utan- ríkisráðuneytið mun sem áður dreifa bókinni tíl sendiráða Islands og ræðismanna erlendis. Auk þess bætast sjávarútvegsráðuneytíð, landbúnaðarráðuneytíð, sam- gönguráðuneytíð, iðnaðarráðu- neytíð og Verslunarráð Islands í hóp þcin-ii sem nýta munu hand- bókina til dreifingar. Ferðamálum verða gerð nokkur skil í hinni nýju handbók og þann- ig vakin athygh á þessum sívax- andi þættí í gjaldeyrisöflun lands- ins, en að öðru leytí munu þeir aðilar sem áður voru með sérstak- ar kynningar á því sviði í Export Directory of Iceland and Tourism Guide verða kynntír í Iceland Practital Inf ormatíon, sem kemur út í annað sinn í upphafi næsta árs. Iceland Export Directory hefur verið á Internetí síðan í mars á þessu ári (http://www.midl- un.is/ecport). Öll fyrirtæki sem taka þátt í Iceland Export Direct- ory fá heimasíðu á Internetí, sem síðan er hægt að byggja við eftír óskum og geta þar kynnt starfsemi sína og tekið á móti skeytum og skilaboðum. Fjöldi heimsókna á vefsíður Iceland Export Directory er sívaxandi enda þjónustan tengd öllum helstu leitarvélum veraldar- vefsins. Söfnun upplýsinga fyrir árlega útgáfu Iceland Export Directory hefur staðið yfir í sumar og er á lokastigi. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að skrásetja sig eru beðin um að hafa samband við Miðlun sem fyrst. Allir samningar, sem þegar hafa verið gerðir, halda fullu gildi sínu og munu kynningar- aðilar njóta sameiningarinnar á margvíslegan hátt, svo sem í auk- inni dreifingu, tíðari útgáfu upp- lýsinga, fleiri notendum og teng- ingu við Internetíð. Torqið Fjárfestingarmartröð ÞRÓUNIN í tölvuiðnaðinum und- anfarin 30 ár hefur vissulega verið hröð og flestir kannast við það vandamál að ný tölva er nánast verðlaus skömmu eftir að hún hef- ur verið keypt. En ef marka má orð Dr. Frank G. Soltis, aðalhönnuðar AS/400 vélarinnar frá IBM, sem hér var nýlega á ferð, þá eigum við eftir að sjá enn hraðari þróun í þessum iðnaði á næstu árum. Þetta vandamál mun því án efa fara vaxandi á næstu árum. Ótrygg fjárfesting Mikll endurnýjun á tölvubúnaöi hefur átt sér stað hjá fyrirtækjum hérlendis að undanförnu og hefur það verið áberandi hversu mörg stórfyrirtæki hafa verið að skipta út nánast öllum eldri vél- og hug- búnaði hjá sér. Þar er algengt að verið sé að tala um u.þ.b. 10 ára gamlar vélar eða jafnvel yngri. Dr. Soltis gagnrýnir tölvuiðnaðinn nokkuð harkalega fyrir það hversu ótrygga fjárfestingu þar sé boðið upp á þar sem hætt só við því að tölvubúnaður úreldist á aðeins 3-5 árum. Þegar þessi gagnrýni hans er skoðuð verður vissulega að hafa það í huga að hann er aðalhönnuð- ur tölvu sem hann telur betri hvað þetta varðar, þ.e.a.s. AS-400 vélar- innar. Engu að síður er hún áhuga- verð. Að sögn Dr. Soltis er allt of oft sett sama sem merki á milli aldurs tölva og úreldingar þeirra. „Það er gjarnan litið á það sem eðlilegan hlut að vélbúnaður úreldist á 3-5 árum. Við hönnuðum hins vegar AS/400 vélina á sínum tíma með það að leiðarljósi að vernda fjár- festingu viðskiptavina okkar. Til dæmis getur AS/400 vélin rúmað allt að 128 bita örgjörva á meðan í dag er verið að leggja lokahönd á þróun 64 bita örgjörva. Auk þess fór hönnun vélarinnar fram í öfugri röð miðað við það sem aðrir tölvu- framleiðendur eru að gera. Við hönnuðum hugbúnaðinn fyrst, þá stýrikerfið og loks vélbúnaðinn og eru hugbúnaður og stýrikerfi óháð þróun í vélbúnaði sem þýðir að nýjungar þar nýtast strax frá fyrsta degi. Þessu er öfugt farið hjá mörg- um öðrum aðilum á markaðnum þar sem framfarir í vélbúnaði nýt- ast ekki í hugbúnaðinum fyrr en 3-5 árum síðar. Menn kannast við þetta úr RC umhverfinu þar sem flestar lausnir eru 16 bita í dag þó svo að vélbúnaðurinn hafi orðið 32 bita fyrir 3-5 árum." Sem fyrr segir verður Dr. Soltis seint talinn hlutlaus aðili í þessari umræðu. Þau sjónarmið sem hann setur fram eru engu að síður mjög áhugaverð, sérstaklega í Ijósi þess að 7 ár eru liðin frá því að IBM setti AS/400 vélina á markað og horfur eru á því að'vélin verði í fararbroddi hjá fyrirtækinu fram yfir aldamót. Upplýsingaflæðið vandi Annað vandamál sem Dr.Soltis veltir upp er það upplýsingaflæði sem í boði er í nútímaþjóðfélagi. í dag býðst okkur aðgangur að gríð- arlegu magni upplýsinga, t.d. á al- netinu. Það er hins vegar varla á færi nokkurs manns að reyna að vinna úr öllum þeim upplýsingum af einhverju viti. Slíkt myndi reyn- ast allt of tímafrekt auk þess sem yfirmenn fyrirtækja kvarta nú þegar undan því að starfsmenn eyði of miklum tíma á netinu. Dr. Soltis bendir á að það magn upplýsinga sem okkur bjóðist í dag muni aðeins fara vaxandi á næstu árum. „Við megum búast við því að það magn upplýsinga sem tölv- an okkar skellir á okkur í hvert skipti sem við kveikjum á henni tvöfaldist á fimm ára fresti. Vandamálið er hins vegar að stór hluti þessara upplýsinga er eitthvað sem við ýmist þurfum ekki eða viljum ekki sjá. Lausnin felst í því að láta tölvuna um að velja og hafna fyrir okkur, eða í það minnsta forgangsraða þessum upplýsingum eftir mikil- vægi. Við getum kennt tölvunni okkar að þekkja þær upplýsingar sem okkur þykja markverðar og þar erum við að tala um þá hugsun sem liggur að baki upplýsingunum frek- ar en stikkorðaleit þá sem við þekkjum í gagnavinnslu í dag." Að sögn Dr. Soltis gæti þetta aukið möguleika manna til þess að nýta sér þær upplýsingar sem liggja á lausu á alnetinu. Þar geti tölvan séð um að safna saman þeim upplýsingum sem notandinn hefur áhuga á og í framtíðinni geti hún jafnvel metið áreiðanleika þessara upplýsinga áður en hún velur þær eða hafnar. Þannig sér Dr. Soltis það fyrir sér að tölvan muni vinna tímafreka upplýsinga- öflun og rannsóknarvinnu í framtíð- inni. ÞV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.