Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ j 12 C FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Milljarðamæringurinn Macaulay Culkin er leiður á frægðinni 11,1. U _ « - ; Macaulay Culkin í Rocket Gibraltar 1988 ásamt Burt Lancaster, Uncle Buck 1989 með John Candy, Home Alone 1990, GettingEven with Dad 1994 og Richie Rich 1995. MEÐ mömmu og pabba meðan allt lék í lyndi. Einná báti og hömlu- laus Macaulay Culkin varð frægur átta ára og er ein stærsta bamastjama hvíta tjaldsins síðan Shirley Temple var og hét. Bein Culkin-flölskyldunn- ar virðast hins vegar ekki hafa ver- ið nógu sterk til þess að þola góðu dagana; foreldramir em skildir að skiptum og bítast um ríkidæmi son- arins. Mitt í óreiðunni situr Macaulay og vill helst vera venjulegur 15 ára drengur. Hermt er eftir nágrönn- um þeirra í New York að partýin hafi verið mörg, hávaðasöm og án eftirlits fullorðinna. Ekki hafi held- ur skort dryklqarföng. Hvað sem því líður er næsta víst að fjölskyldan hafi verið undir strangara og óvægn- ara eftirliti en margir vegna vinsælda Macaulays. Frægðina geldur hann líka dýru verði. Ljósmynd- arar fylgja honum hvert fótmál, þótt hann sé orðinn of gamall til að vera krútt- legur, of ungur til að njóta verulegrar kvenhylli og hafi misst nokkur hlutverk í hendur yngri bræðrum sínum. Culkin á ennfremur eftir að sanna sig í fullorð- inshlutverki en engum ligg- ur á að veita honum það tækifæri. Síðustu þrjár kvikmyndir hans hafa fengið dræma aðsókn og fyrr á árinu hættu forráðamenn MGM- kvikmyndaversins við að fá hann í hlutverk í kvik- myndinni Mr and Mrs Sev- enth Grade. Kirkjuvörður og símamær Christopher „Kit“ Culk- in og Patricia Brentrup eyddu tuttugu árum ævi sinnarsaman og eiga sjö börn. Aður en Macaulay var valinn í aðalhlutverk myndarinnar Aleinn heima vann gamli hippinn faðir hans sem kirkjuvörður og móðirin sem símamær. Þegar sonurinn sló í gegn stofnuðu þau sitt hvort umboðsfyrirtækið og skiptu á milli sín 15% hlut af tekjum Macaulays, sem hafa numið um það bil 3,2 M AC AUL AY Culkin vill vera eins og aðrir táningar. milljörðum króna til þessa. „Það var engin lognmolla í hjónabandinu," segir Patricia, sem sakar mann sinn fyrrverandi um bar- smíðar og framhjáhald. Macaulay segir fullyrðingar hennar hins vegar tóman þvætting. Enginn vafi leik- ur hins vegar á því að þau hjónin hafi rifist duglega. „Það eina sem mig langar í í jólagjöf er að pabba og mömmu semji. Eg verð hræddur þegar þau rífast og skríð undir rúm,“ er haft eftir honum 12 ára. Stakk af með börnin Sundurlyndið náði síðan hámarki þegar yngri bróðir Macaulays, Kieran, hætti við að leika hlutverk í kvik- mynd sem verið var að taka upp, að ráðum móður sinnar. Fannst henni að fað- ir drengsins hefði skipt sér um of af framleiðslunni og óttaðist að samningnum yrði rift, sem gæti leitt til þess að börnin fengju ekki fleiri kvikmyndahlutverk. Gerði Patricia sér síðan lítið fyrir og tók börnin, sem vart hafa séð föður sinn upp frá því. Afskipti foreldranna af frama Macaulays hófust þegar Aleinn heima fór sig- urför um heiminn. Kvik- myndaverið græddi tæpa 34 milljarða en Culkin bar um sjö milljónir úr býtum. Þegar forsvarsmenn Twentieth Century Fox vildu ólmir gera framhald myndarinnar heimtaði kirkjuvörðurinn stórar fúlgur fyrir soninn, sem gekk eftir enda mikið í húfi fyrir Fox. Upp frá því skipti Kit sér af öllu milli himins og jarðar. Hann heimtaði hlutverk fyrir börnin í hin- um og þessum myndum og bannaði Macaulay að aug- lýsa kvikmynd um Hnotu- bijótinn því honum féll ekki við jólatré nokkuð í mynd- inni, svo dæmi séu tekin. Dæmigerð endalok? Þótt einhveijum virðist Kit hafa eyðilagt feril sonar síns, benda aðrir á að barna- stjarna bíði gjarnan sömu örlög. „Shirley Temple framfleytti 12 manna fjöl- skyldu á sínum tíma. Þegar ferlinum lauk stóð hún uppi með nokkur þúsund dollara og afsal af dúkkuhúsi í bak- gai'ði foreldra sinna í Bev- erly Hills,“ segir Paul Pet- ersen, frægur sjónvarps- leikari í æsku. En nóttin er ekki úti enn fyrir Macaulay. Hann á tvo og hálfan milljarð í vörslu fjárhaldsmanns, segist þreyttur á frægðinni, nenn- ir ekki að leika í kvikinynd- um sem stendur og vill bara fá að vera eins og venjuleg- ur táningur. Ekki verður skorið úr um forræði yfir tekjulindum Culkin-hjón- anna fyrr en í desember og þar til úrskurður liggur fyr- ir getur Macaulay haldið uppteknum hætti. Haldið veislur, drukkið bjór, tryllt nágrannana og slett blárri málningu á veggi í íbúð móður sinnar. Hvað skyldi dómaranum finnast um það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.