Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAMNA JtotgiwúbSribib. 1995 KNATTSPYRNA ¦ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER BLAÐ D Sigurður í árs keppnisbann frá handbolta SIGURÐUR Björgvinsson, leikmaður Keflavíkur í meistaraflokki karla í handknattleik, hefur verið dæmdur í eins árs leikbann af aganefnd HSÍ vegna atviks sem átti sér stað í leik Keflavíkur og Gróttu í meistaraflokki B-liða sl. föstudag. Bannið tók gildi í gær, 4. október og stendur til 1. september 1996. Samkvæmt skýrslu dómarans átti atvikið sér stað um miðjan fyrri hálfleik. Sigurður stöðvaði leikmann Gróttu ólöglega í hraðaupphlaupi og fékk fyrir það tveggja mínútna brottvísun hjá dómara leiksins. Sig- urður var ekki sáttur við það og mótmælti, en dómar- inn sýndi honum þá rauða spjaldið og þá réðst Sigurð- ur á dómarann og sló hann tvisvar, fyrst í andlitið og síðan í brjóstkassann. Dómarinn var með brákað rifbein eftir árásina. Guðjón Þórðarson skrifaði undirfjögurra ára þjálfarasamn- ing við ÍAog segist vilja komastyfir „Evrópuþröskuldinn" „Aðstöðuleysi í borginni mikið umhugsunarefni" GUÐJON Þórðarson, þjálfari KR tvö síðustu keppnistímabil, skrifaði í gær undir fjögurra ára þjálfarasamning við Knatt- spyrnufélag ÍA sem gildir til hausts 1999. Guðjón, sem lék um árabil með ÍA og þjálfaði liðið síðan með frábærum ár- angri, verður f ramkvæmda- stjóri meistaraflokks eins og hann varáður og raunar yfir- þjálfari allra elstu f lokka fé- lagsins. Guðjón hefur verið mjög sigur- sæll sem þjálfari. KA varð íslandsmeistari undir stjórn hans 1989, ÍA 1992 og 1993, en það ár varð liðið einnig bikarmeistari, og KR bikarmeistari 1994 og 1995. Hann segist telja sig skilja vel við KR: „Það væri hroki ef ég segðist óánægður með árin tvö — hvað mega hinir segja sem vinna aldrei neitt?" sagði hann á blaðamanna- fundi þar sem skrifað var undir umræddan samning í gær. „Ég hef skilað KR tveimur bikarmeistara- titlum á tveimur árum, skil við hóp sem er þokkalega sterkur og það er tiltölulega bjart framundan hjá KR-ingum. Þeir eiga mikið af efni- legum strákum," sagði þjálfarinn. „Eg átti tvö ágætis ár í Vesturbæn- um," sagði hann, en á Guðjóni mátti greinilega skilja að frábær aðstaða Skagamanna vó þungt í ákvörðuninni um að halda aftur heim, sömuleiðis aðstöðuleysið í Reykjavík, Hann gagnrýndi harka- lega uppbyggingu íþróttahúsa hér á landi, og sagði „handboltaham- ingjunni" verða að ljúka. Peningavon Þjálfarinn sagði knattspyrnuna í dag vera „púra bisness", allir vildu komast í Evrópukeppnina, enda væri þátttaka í Evrópukeppninni í knattspyrnu eina von flokkaíþrótta hérlendis til að komast yfir pen- inga. Ef byggð yrðu hús sem full- nægðu kröfum knattspyrnumanna gætu íslensk félagslið jafnvel barist á sama vettvangi og norsku meist- A heimleið Morgunblaðið/Ásdls GUÐJON Þórðarson, til vinstri, og Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnuféiags ÍA, við undirskrift samningsins — lengsta samnings sem um getur hjá fslensku félagsliði. arnir í Rosenborg væru að keppa í dag — Meistaradeild Evrópukeppn- innar, þar sem gífurlegir fjármunir eru í boði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Akranesi síðustu árin, en „aðstöðuleysið í borginni er mikið umhugsunarefni," sagði, Guðjón. „Þegar KR kom upp á Akranes að spila við ÍA árið 1952 átti ÍA einn grasvöll og fjoruna en KR tvo gras- velli. Nú á ÍA átta eða níu gras- velli og fjaran er enn á sínum stað — en KR á rúmlega tvo grasvelli," sagði Guðjón. „Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki getum við komist lengra í Evrópukeppninni [en hingað til]. Ég vil upp á Evrópu- þröskuldinn, veit ekki hvort ég kemst yfir — en ég vil reyna," sagði Guðjón. „Við Gunni [Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA] störfuðum þrjú ár saman á Skagan- um og samstarfið var farsælt og friðsælt, hvort sem menn trúa því eða ekki." Hann sagði báða vita að hverju þeir gengju og e.t.v. þess vegna væri samningurinn svo lang- ur sem raun bæri vitni. „Þeir sýna mikinn kjark og mér mikið traust með svo löngum samningi." Persónulegt samband „Aðdragandi þessa samnings hefur veriðtíminn síðan Guðjón fór frá okkur. í mínum huga hefur það ekki verið spurning hvort, heldur hvenær, hann kæmi aftur heim," sagði Gunnar Sigurðsson aðspurð- ur. „Kannski trúir því enginn, en þó Guðjón hafi verið í burtu höfum við meira og minna verið í persónu- legu sambandi við hann, eins og reyndar aðra Skagamenn, leikmenn og aðra, sem fara burt. Kannski þess vegna er það svo algengt að menn komi aftur til okkar," sagði Gunnar. Guðjón var einn þeirra sem talinn var koma til greina í stöðu landsliðs- þjálfara er Logi Ólafsson var ráðinn á dögunum. „Ég hef ekki mikinn áhuga á því starfí," sagði Guðjón í gær. „Eg var reyndar svo barna- legur að halda að mér yrði boðið starfið, en það er ljóst að það þarf mikið að breytast í Laugardalnum til að ég starfí fyrir KSÍ," sagði hann — og útskýrði það nánar með því að mannabreytingar yrðu að verða „á toppnum" hjá KSÍ til að hann hefði áhuga á starfi þar. Ekki vildi Guðjón þó nefna nein nöfn í því sambandi. Virðum ákvörðunina „Það er engin spurning um að Guðjón hafi verið að gera góða hluti fyrir okkur og við gátum hugsað okkur að hafa hann áfram — og viðræður verið á milli okkar. En ákvörðun hans varð á endanum sú að fara upp eftir og við virðum hana. Guðjón er sannarlega litríkur maður og það er gaman að vinna með honum, en við erum ekki hætt- ir að spila knattspyrnu í Frosta- skjólinu," sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður knattspyrnu- deildar KR við Morgunblaðið. Þorvaldur ífjötrum hjá Stoke ÞORVALDUR Örlygsson er ekki sáttur við gang mála hjá Stoke og hefur neitað að spila með aðalliði félagsins undanfarnar vikur. Samn- ingur hans rann út eftir síð- asta timabil en fyrirspurnir annarra félaga hafa fallið um sjálft sig þar sem þau hafa sett fyrir sig uppsett verð Stoke, að sögn Þorvalds. Þorvaldur sagði að verðið hefði farið eftir því hvaða félag ætti í hlut. Þegar Manc- hester City vildi fá hann hefði Stoke farið fram á inilljón pund (um 103 millj. kr.), 800.000 til 900.000 pund þegar Birmingham sýndi áhuga og 250.000 pund þegar Barnsley kom til greina. „Stoke hefur sett upp of hátt verð og þvi hef ég ekki vujað vera með í aðalliðinu en hald- ið mér í leikæfingu með vara- liðinu," sagði Þorvaldur. Meðan svo væri sagðist hann halda launum og félagið tæki ekki áhættuna að hætta að borga því þá væri hann laus allra mála. Logi byrj- armeð landsliðið á Möltu LOGI Ólafsson fylgist með undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópuleikinn gegn Tyrkjum, sem verður á Laug- ardalsvelli 11. október, og fer með liðinu til Búdapest þar sem siðasti leikur þess verður gegn Ungverjum 11. nóvember en tekur síðan f ormlega við stjórninni. Fyrsta verkefni landsliðsins undir hans stjórn verður þátttaka í fjögurra þjóða móti á Möltu i febrúar en þar keppa Slóvenía, Rússland, Malta og ísland. HANDBOLTI: KA OG STJARNAN HAFA SIGRAÐIFYRSTU ÞREMUR LEIKJUNUM / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.